Dagur - 17.01.2001, Side 10

Dagur - 17.01.2001, Side 10
10- MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 SamfylMagm ÍSAMAK Samfylkingin gerðist formlega aðili að SAMAK, samstarfsvett- vangi norrænna jafnaðar- mannaflokka og Alþýðusam- banda Norðurlandanna, á árs- fundi samtakanna í Osló 1 1.- 12. janúar sfðastliðinn. Ossur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpaði fundinn eftir að flokkur hans var formlega tekinn í SAMAK og fór yfir stöðu mála á Islandi. Að því loknu bauð Paul Nyrup Rasmussen, formaður SAMAK og forsætisráðherra Danmerk- ur, Ossur velkominn í hópinn. Meðal helstu umræðuefna á fundinum voru verkefni jafnað- armanna á nýrri öld og hlut- verk rfkisvaldsins á tímum nýja hagkerfisins. Á myndinni eru Össur Skarphéðins- son og Paui Nyrup Rasmussen Iimsetning prófasts Annað kvöld mun biskup Is- lands, hr. Karl Sigurbjörnsson, setja sr. Gísla Jónasson inn í embætti prófasts í Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra. Þessi at- höfn fer fram við messu í Breiðholtskirkju í Mjódd kl. 20. Hr. Karl Sigurbjörnsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hinum nýja prófasti og sr. Sigurjóni Arna Eyjólfsson héraðspresti. Héraðsnefndar- menn lesa ritningarlestra. Organisti er Sigrún M. Þór- steinsdóttir. Að messu lokinni verður kaffisamsæti í safnaðar- heimili kirkjunnar. Þess skal getið, að skrifstofa Reykjavík- urprófastsdæmis eystra er nú flutt í safnaðarheimili Breið- holtskirkju og er hún opin virka daga kl. 9-12. • Samið við Lamaða og fatlaða Heilbrigðis-og tryggingamála- ráðuneytið og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hafa gert þjónustusamning um rekstur endurhæfingarmiðstöðvar sam- takanna að Háaleitisbraut 11- 13 í Reykjavík. Samningurinn nær til iðju-og sjúkraþjálfunar, læknisþjónustu og ráðgjafar. Hann tekur einnig til þjónustu sem Styrktarfélagið kaupir af öðrum. Hann er til fimm ára og gildir frá 1. janúar 2000. Greiðslur ríkissjóðs miðast við veitta þjónustu íý'rir að Iág- marki 28.5 milljónir króna ár- lega, þar af iðjuþjálfun fyrir 1 1.5 milljónir og sjúkraþjálfun að lágmarki 16.0 milljónir á ári hverju. Árlegur kostnaður við þjónustusamninginn er tæp- lega 92 milljónir króna. % 'VHMI ■ 7 r * * M ** • • INNKOLLUN vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa í Jarðborunum hf. Mánudaginn 26. mars 2001 verða hlutabréf í Jarðborunum hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjómar Jarðborana hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Jarðborunum hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau em öll í einum flokki og gefm út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkum vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Jarðborana hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspum til skrifstofu Jarðborana hf. að Skipholti 50d, 105 Reykjavík eða í síma 511 3800. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri^við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf., fyrir skráningardag. Athygli er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningar- deginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun f þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins verður kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Jarðborana hf. JARÐBORANIR Við opnum þér auðlindir nÉjwa^MMwwiwiiMi '* ‘j,ri^^nririwiiítwiwiiwiCTiwinir»yiTiia?TriiiTtrt

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.