Dagur - 17.01.2001, Page 11

Dagur - 17.01.2001, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Fylgismenn og andstæðingar forsetans söfnðustu saman í tugþúsundatali við þinghúsið þegar rannsóknarnefnd tók mál hans fyrir. Hér er einn sem hrópar ókvæðisorð að Estrada. Er forsetinn þjófur eða fómarlamb? Estrada lýðræðiskjör- inn forseti Filipps- eyja er sakaður imi margþætta glæpa- starfsemi sem þó er erfitt að sanna Estrada forseti Filippseyja er fyrsti lýðræðiskjörni þjóðhöfð- inginn í Asíulandi sem er dreg- inn fyrir dóm ákærður fyrir margs kyns glæpi, aðallega fjár- málasvik og þjófnað frá ríkinu. Þingnefnd rannsakar nú mál hans opinberlega og dregur fram í dagsljósið óhófslifnað forsetans og gripdeildir. Forsetinn er sak- aður um að hafa stundað glæp- samlega iðju sína í æðsta emb- ætti þjóðarinnar. Peningana sem hann náði með ólögmætum hætti notaði hann til að kosta óhófslíferni sitt og fylgikvenna. Fillipseyingar eru viðkvæmir fyrir fjármálamisferli á æðstu stöðum, minnugir hvernig Marcos fyrrum forseti og Imelda eiginkona hans létu greipar sópa um fjárhirslur þjóðarinnar og létu eins og þær væru þeirra einkaeign. Þingnefndin sem fer með mál- ið er skipuð að bandaríkskri fyr- irmynd, enda munu venjulegir dómstólar ekki hafa vald til að ákæra og dæma þjóðhöfðingja landsins. Nefndarmenn eru ómyrkir í máli í ásökunum sín- um og kalla forsetann ótíndan þjóf sem noti glæpaklíkur til að aðstoða sig við að ná undir sig opinberum eigum. Lagðar hafa verkið fram ljósmyndir af dýrind- is höllum sem hann hefur gefið þrem ástkvenna sinna, sem allar voru keyptar fyrir illa fengið fé. Nefndarmenn halda því fram, að Estrada, sem áður var vinsæll kvikmyndaleikari, sé verri bófi en Ferdinand Marcos, forseti. Meðal ákæruefna á hendur Estrada eru mútur, spilling, stjórnarskrárbrot og að hafa fyr- irgert trausti fólksins í landinu. Til að hægt verði að hrekja hann frá völdum verða 15 af 22 öld- ungadeildarþingmönnum að sakfella hann. Forsetinn neitar öllum ásökunum og heldur því fram að þær séu runnar undan rifjum andstæðinga sinna. Rík- issaksóknarinn hefur látið hafa eftir sér að ekki liggi fyrir nægi- legar sannanir fyrir sekt Estrada til að sakfella hann og dæma frá embætti. Margir óttast lfka að verði Estrada hrakinn úr embætti tak- ið við einræðisstjórn, enda munu margir eldri hershöfðingj- ar vera þess fysandi og til í tusk- ið. Allur málatilbúnaðurinn er álitinn vera prófsteinn á heldur vanburðuga lýðræðisþróun á Fil- ippseyjum. Joseph Estrada er lýðræðislega kjörinn forseti, Hann kemur hvorki úr hefð- bundnum röðum stjórnmála- manna eða hershöfðingja sem Iöngum hafa deilt með sér völd- um í heimshlutanum. Sem fyrr segir var hann vinsæll kvik- myndaleikari þegar hann var kosinn forseti og er sú fortíð þjóðhöfðingja sjálfsagt mörgum þyrnir í augum. Þegar réttarhöldin eða rann- sóknin hófst söfnuðust tugir þúsunda manna utan við þing- húsið. Voru þar bæði fylgjendur og andstæðingar forsetans og fjölmennt lið lögreglumanna og hermanna varnaði fólki inn- göngu og reyndi að halda mann- fjöldanum í skefjum. En hvernig sem málin æxlast í þinginu er næsta víst að óróa- tímar eru framundan í stjórn- málum á Filippseyjum, enda lýð- ræðið valt og hershöfðingjar ávallt tilbúnir að grípa til sinna ráða. Að bjarga þjóð sinni með hervaldi. - OÓ Friöarviðræðux lialda áfram JERUSALEM - Friðarviðræður fulltrúa Israela og Palestínu- manna gengu vel í gær og náðu samninganefndirnar að Ijúka sínum fundum samkvæmt við- ræðuáætlun. Þær fóru síðan til fundar við ýmsar baknefndir sfnar til skrafs og ráðagerða um framhaldið. Ekki lá fyrir ná- kvæmlega um hvað var rætt í þessari þriðju fundahrinu á fimm dögum, en Ijóst er að menn hyggjast halda viðræðum áfram þrátt fyrir að átök hafi orðið milli skjólstæðinga aðila á herteknu svæðunum og þrátt fyrir að gagnrýni harðh'numanna úr báðum herbúðum þyngist sífellt. Veruleg spenna er t.d. á Gazasvæðinu, spenna sem ekki minnkaði við það að einn ísraelskur landnemi var drepinn þar á mánudag. Fleiri kúariðutilfelli LONDON - Enn berast nýjar fréttir af útbreiðslu kúariðu í Evrópu, þrátt fyrir að jTirvöld Evrópuríkja geri nú allt sem þau geta til að draga úr útbreiðslu hennar og minnka taugaveiklunina sem gripið hefur um sig meðal neytenda vegna hennar. Kjötútflutningur frá Evr- ópu riðar nú til falls. A Spáni var í gær tílkynnt um þrjú ný tilfelli um kúariðu en á Spáni greip um sig mikill ótti meðal neytenda í nóvember síðastliðn- um þegar nokkur tilfelli af veikinni uppgötvuðust. Er nú svo komið að stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar spænska landbúnaðarráð- herrans fyrir að hafa sofið á verðinum. Ráðherra, Miguel Arias Canete, segist hins vegar ekki ætla að segja af sér og bað fólk um að halda ró sinni vegna kúariðunnar og benti á að ekkert tilfelli af hinu banvæna afbrigði veikinnar, Kreutzfeldt Jacobs, hafi enn komið upp á Spáni. Ehud Barak flytur hér ræðu yfir stúd- entum í ísrael en Barak á mikið undir því að friðarsamningarnir takist. Eiui eftirskjálftar SAN SALVADOR - Björgunarsveitir reyndu í gær að koma mat, drykk, meðulum og teppum til tuga þúsunda íbúa E1 Salvador sem urðu illa úti í jarðskjálfta upp á 7,6 stig á Richter, sem varð í landinu á laugar- dag. Höfuðborgin San Salvador er í rúst, meira en 600 manns eru látnir og yfir 500 er enn saknað og er óttast að þeir kunni að vera látnir. Víðtækt _______________________ alþjóðlegt hjálparstarf er nú komið í gang vegna skjálftanna en enn eru eftirskjálftar að trufla hjálparstarfið enda eru sumir þeirra nokkuð stórir - allt upp í 5 stig á Richterkvarða. Slíkir skjálftar geta valdið aurskriðum í fjallshlíðum og þeir ná því að rugga þeim byggingum sem þó stóðu af sér stóra skjálftann og valda veru- legri hættu fyrir björgunarmenn. Mikil taugaspenna er á svæðinu sem magnast um allan helming þegar eftirskjálftarnir ríða yfir. Ung kona í San Salvador fylgist með útför í kirkjugarði. FRÁ DEGI TIL DAGS MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR. 17. dagur ársins, 348 dagar eftir. Sólris kl. 10.49, sólarlag kl. 16.27. Þau fæddust 17. jan. • 1706 Benjamin Franklin, bandarískur prentari, rithöfundur og uppfinninga- maður. • 1820 Anne Bronte, enskur rithöfundur, systir Charlotte og Emily. • 1880 Mack Sennett, bandarískur kvik- myndaleikstjóri, gerði fjöldan allan af ærslafullum þöglum myndum. • 1899 AI Capone, frægasti glæpon Bandaríkjanna. • 1926 Moira Shearer, skosk ballettdans- mær. • 1942 Muhammad Ali, bandarfskur box- ari. • 1962 Jim Carrey, bandarískur leikari Þetta geröist 17. jau. • 1806 gerðist það í íýrsta sinn að barn fæddist í Hvíta húsinu í Washington, aðsetri forseta Bandaríkjanna. • 1850 hrópuðu skólasveinar Lærða skól- ans „pereat" að Sveinbirni Egilssyni rcktor, en það er latína og mun þýða „niður með hann". • 1914 var Eimskipafélag Islands hf. stofnað. • 1966 rákust tvær bandarískar herþotur á í lofti fyrir olán Spán með þeim afleið- ingum að vetnissprengja úr annarri þeirra hrapaði til jarðar. Hún fannst ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar þar sem hún lá í vatni. •1991 hófst Heklugos, hið fjórða á öld- inni sem leið. • 1991 skutu Irakar sjö flugskeytum á Israel og einu á Saudi-Arabíu á öðrum degi Persaflóastríðsíns. Afmælisbam dagsins Bandaríski Ieikarinn James Earl Jones er sjötugur f dag. Flann hefur komið fram í á annað hundruð kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, en fyrsta kvik- myndin sem hann lék í var Dr. Strang- elove eftir Stanley Kubrick. I æsku stamaði James Earl svo mikið að hann neitaði að tala í átta ár samfleytt. Það var kennari f framhaldsskóla sem áttaði sig á því að hann gæti ort ljóð. Þessi kennari losaði hann að mestu við starnið mcð því að kreljast þess að hann læsi eitt Ijóð fvrir bekkinn á hverjum degi. Sá mælir minnst sem mest veit. Spænskur málsháttur. Vísa dagsins Grafarbakkann cr ég á öðrum fæti stiginn, en sjái ég þcr bros á brá, bregður roða á skýin. Páll Ólafsson Heilabrot Hvað er það sem ferðast um fótalaust, rennblautt að neðan og gleypir í sig fæðuna með afturendanum? Lausn á síðustu gátu: Gríski auðmaður- inn varð 65 ára árið 1986 fyrir Krist (þótt hann hafí sjálfur vitaskuld ekki notað það tímatal), cn þá voru egipsku píramídarnir margir þegar orðnir ævagamlir. Vefur dagsins A vef Sinfóníunljómsveitar Islands er að finna margvíslegan fróðleik um tónleika hennar, tónverkin og listamennina: www.sinfonia.is

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.