Dagur - 17.01.2001, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 - 17
WNPlHM
Er Jíf á Mars?
Það er langur vegur frá hlýja, litla fjörupollinum hans Darwins til þessa
raunverulega upphafs lífs á jörðinni.
Fyrir fjórum
árum, eða 7.
ágúst 1996 bár-
ust mönnum
tíðindi um það
að hugsanlega
hefðu fundist
ummerki um líf
á loftsteini frá
Mars. Þetta var
niðurstaða
tveggja ára
rannsókna hæf-
ustu manna
afnota öll bestu
rannsóknartæki sem þá voru til
á jörðinni. Þetta var steinn á
stærð við kartöflu sem fannst á
Suðurheimskautslandinu meira
en tíu árum áður en þessi
skýrsla var birt. í niðurlagi
skýrslunnar segir: Þó að til séu
aðrar skýringar höfum við kom-
ist að þeirri niðurstöðu að hér
sé að finna vísbendingar um
frumstœtt líf frá árdögum
Mars. Undir þetta skrifuðu níu
vísindamenn og lokaniðurstað-
an var að þeir töldu sig senni-
lega hafa fundið steingervinga
af bakteríu. Þetta voru mikil
tíðindi en umdeilanleg. Vís-
indaheimurinn var yfirleitt
þeirrar skoðunar að þetta væri
sennilegt en ekki sannað. Geim-
skipin tvö sem nefnd voru Vík-
ingur og lentu á Mars 1976
fundu þar ekki líf en upplýsing-
ar frá þessum leiðangri stað-
festu hins vegar að loftsteinn-
inn okkar væri raunverulega
frá Mars. Það má gera því
skóna að í meira en fjögur þús-
und ármilljónir hafi loftsteinar
frá Mars alltaf öðru hvoru fallið
á jörðina og að sjálfsögðu meiri
hluti þeirra fallið í höfin, fallið
þar til botns og grafist þegar
tímar liðu í jarðlögum undir
hafsbotninum. Það eru til kenn-
ingar um það að einmitt á
þennan hátt hafi lífið á jörð-
inni byrjað, undir sjávarbotn-
inum, jafnvel fyrir um fjögur
þúsund ármilljónum. Líf getur
byrjað með mörgu móti, þetta
er aðeins ein af mörgum leið-
um þegar fjallað er um upp-
runa lífsins á jörðinni. Flestir
loftsteinar sem falla á yfirborð
jarðarinnar grafast í jörðinni
en loftsteinninn okkar féll á
Suðurheimskautslandið og þar
er öðru máli að gegna. Slíkir
steinar grafast í ísinn og
geymast þar. Þegar ísinn
skríður fram í átt að sjó
springur hann og brotnar nið-
ur og loftsteinninn getur aftur
komist upp á yfirborðið. Á
þessu svæði hafa margir loft-
steinar fundist, sá fyrsti 1569.
Nú fara vísindamenn á Suður-
heimskautslandið á hverju
sumri í leit að loftsteinum.
Reimandi vatn á Mars
Víkingsmyndirnar virðast sýna
að rennandi vatn hafi verið á
Mars, líklega á tímabilinu frá
því að Mars er fimm hundruð
ármilljóna gamall og þar til
hann er orðinn þúsund ár-
milljóna gamall. Á þessu tíma-
bili gæti frumstætt líf hæglega
hafa myndast á Mars og að
sjálfsögðu einnig borist þaðan
til jarðarinnar. Þetta er hvorki
hægt að sanna né afsanna enn
sem komið er með neinni
vissu. Það sem menn töldu sig
finna í rafeindasmásjánni voru
að þeirra dómi frumstæð lífs-
form sem þeir kölluðu ovoids
og líktust bakteríum. Þær voru
engan veginn auðgreindar því
að þær eru um það bil tíu
sinnum minni en minnstu
þekktu bakteríur á jörðinni.
Það er ekki hægt að útiloka að
þetta mynstur sé eitthvað ann-
að, að það sé efnismynstur og
sanni ekki neitt um líf á Mars.
Á jörðinni hafa menn fundið
vísbendingar um að bakteríur
hafi hér verið þróaðar fyrir
þrjú þúsund og fimm hundruð
ármilljónum. Það þurfti nýja
rannsókn til að komast að
raun um hvað menn raunveru-
lega hefðu fundið í loftsteinin-
um frá Mars. Hún var fram-
kvæmd af hæfustu mönnum
með bestu tæki. Líkurnar juk-
ust fyrir því að hér væri um
leifar af lífveru að ræða. Samt
sem áður voru þetta aðeins
líkindasannanir sem aldrei eru
fyllilega marktækar fyrir vönd-
uðum dómi. Hið endanlega
svar við spurningunni um
hvort líf hafi verið á Mars bíð-
ur því þriðja árþúsundsins og
við þurfum sennilega ekki að
bíða mjög lengi. Það eru auð-
vitað mikil tíðindi þegar það
sannast en það þarf raunar
engum að koma mjög á óvart.
Hitt finnst mér stórfurðulegt ef
það yrði niðurstaðan að líf
hefði aldrei orðið til á Mars.
En menn verða ævinlega að
hafa það sem sannara reynist.
Lífíð kom seint til
yfirhorðs jarðarinnar
Stjörnuryk með öllum þeim
þungu frumefnum sem líf
byggðist á féll í hin ungu höf
jarðarinnar fyrir tæpum fjögur
þúsund ármilljónum og mynd-
aði lag á sjávarbotninum sem
undir miklum þrýstingi breyttist
smám saman í berg. I þessum
lögum mynduðust lífverur,
bakteríur sem voru óháðar sól-
arljósinu. Þær hafa nú fundist í
bergi sem er þrjú þúsund og
fimm hundruð ármilljóna gam-
alt og gerð þeirra sýnir að þær
eiga töluvert langan þróunar-
feril að baki. Þær ganga undir
nafninu stromatrolitar.
Á fyrstu skeiðum jarðarinnar
var hún glóandi heit á yfirborð-
inu. Ilún var skotmark hala-
stjarna og stórra loftsteina sem
juku eldvirkni jarðarinnar. Höf-
in voru ekki lífvænleg, en líf gat
myndast bæði í lofthjúpnum og
á eða undir hafsbotninum á
þessuni elstu tímum, nokkrum
hundruðum ármilljóna frá upp-
hafi jarðarinnar. Það er langur
vegur frá hlýja, litla íjörupollin-
um hans Darwins til þessa
raunverulega upphafs lífs á
jörðinni. Lífið gat heldur ekki
byrjað á yfirborði jarðarinnar á
þessum tíma, fyrir um íjórum
ármilljónum, það var of heitt og
höfin voru sjóðheit við allar
strendur. Lífið kom tiltölulega
seint til yfirborðs jarðarinnar
en h'frænar sameindir voru þá
fyrir löngu komnar bæði í gufu-
hvolfinu og í heit gljúfur úthaf-
anna. Þjóðverjinn Gúnter
Wáchtersháuser nefnir þessar
lífrænu sameindir thio ester.
Rannsóknir hans sýna að lífið
gæti hafa byrjað í lögum hafs-
botnsins þar sem það var vel
varið fyrir umróti náttúruafl-
anna sem fóru hamförum um
öll höf og lönd.
Við heitar uppsprettur á
hafsbotni finna menn mjög
gamlar lífverur sem ekki eru
háðar sólarljósinu. Þær eru
„gemósýnthetiskar“ en ekki
„phótósynthetiskar". Þær
breyta ekki ljósinu í orku held-
ur efninu í orku. Þessar lífverur
þola mjög mikinn hita og lifa
einnig langt undir sjávarbotnin-
um. Þetta eru mjög frumstæðir
einfrumungar. Lífið byrjar víða
þar sem skilyrði eru. Það er
hugsanlegt að því hafi verið út-
rýmt aftur á vissum stöðum,
það heldur áfram á öðrum. Því
liggur ekkert á, það gefur sér
nægan tíma. Þegar hinum
miklu náttúruhamförum upp-
hafsins loks linnir leggur það
undir sig himin, haf og jörð.
HORN HEIM-
SPEKINGSIIMS
sem höfðu til
Aður hefur í þessum þætti verið
vakið máls á þeirri röngu stefnu
sem um langt skeið hefur verið
rekin í íþróttakennslu hér á landi.
Þegar afreksmenn íþrótta komast
inn í grunnskólana og liefja þar
kennslustörf, sem stundum virðist
helga þann emasta tilgang að búa
til ólympíufara úr öllum. Niður-
læging af hálfu iþróttakennara er
jafnvel raunin ef kennslan hæfir
ekki atgervi eða áhuga nemend-
anna. Hið sarna má segja um tón-
listarkennsluna, sem í meginat-
riðum helgast af því að koma ölf-
um í sinfóníuhljómsveit eða
stall.
MENNINGAR
VAKTIN
Sigurðun Bogi
Sævansson
skrifar
á viðhka
Hreyfingarleysi og Þórsmerkurljóð
Öllum ætti að skiljast að þau markmið í
starfi grunnskóla sem hér eru að framan
reifuð eru útilokuð i' framkvæmd. Eðli-
legra er að til dæmis íþrótta-
kennsla sé með þeim hætti að
hún hvetji sem flesta - strax í
æsku - til almennrar hreyfingar.
Á því er full þörf, þegar hreyfing-
arleysi er eitt af stærstu heil-
brigðisvandamálum þjóðarinnar.
í tónlistarkennslu á stefnan vita-
skuld að vera sú að sem flestir
geti orðið sjálfbjarga í tónlist;
jafnvel lært vinnukonugrip á gítar
þannig að skammlaust sé í partý-
um eða útilegum að spila Undir
bláhimni, Einu sinni á ágúst-
kvöldi, Þórsmerkurljóð og slíka
rútubflaslagara.
En auðvitað er farin þveröfug leið. í
grunnskólum er enginn greinarmunur
gerður á því að sitthvað eru íþróttir eða
eðlileg hreyfing - það síðarnefnda á að
vera hluti af daglegu lífi allra. íþróttir
eru allt annar handleggur; spurning um
Alþýðusöngvar eru vissulega menningar-
verðmæti, sem efla má, sé tóniistar-
kennsla í skólum í einhverjum takti við
tónlistarsmekk þjóðarinnar, segir m.a. hér
í greininni.
að geta sigrað kappleiki, komið fyrstur í
mark eða lyft þyngri lóðum en allir hinir.
Og í tónlistarkennslu á efling menningar-
harðlífis ekki að vera allt umlykjandi. Að
leiðarljósi á að vera að við getum notið
tónlistar okkur til skemmtunar, sungið
hátt og snjallt í góðra vina hópi.
Aljjýðusöngvar
Þeir sem telja sig geta náð árangri öðr-
unt betur í íþróttum eiga að stunda þær
og æfa innan vébanda íþróttafélaga og
með sama hætti eiga lagvísir að fara í
tónlistarskóla, þar sem er eðlilegt að
gera sem flesta að snillingum. En um
grunnskólastarf, skyldunámið, eiga önn-
ur lögmál að gilda. Það á að miðast við
ijöldann; meðalmennskuna.
Sá sem þetta skrifar er reynir að
kappkosta að synda nokkur hundruð
metra í viku hverri. Eitthvað í þá veruna
á að vera sjálfsagður hluti af allra h'fi - og
hvatning til slíks á að vera hlutverk skól-
anna. Og enn er mér í minni að hafa á
vinafundi austur á Héraði í fyrrahaust
sungið heilt kvöld með góðu fólki alþekka
alþýðusöngva. Sem vissulega eru menn-
ingarverðmæti, sem efla má sé tónlistar-
kennsla í skólum í einhverjum takti við
tónlistarsmekk þj óðarinnar.
sigurdur@dagur. is