Dagur - 17.01.2001, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 - 21
Ðtupir,
Samstarf um Sarp
í maí í fyrra hófst sam-
starf Þjóðminjasafns-
ins og Landvistar ehf. á
Husavík um fjar-
vinnsluverkefiii sem
fólst í skráningu gagna
í upplýsingakerfið
Sarp.
Sarpur er miðlægt upplýsingakerfi
sem verið hefur í notkun innan
Þjóðminjasafnsins síðastliðin tvö
ár. \'elflest byggða- og minjasöfn
stefna að því að taka kerfið í notk-
un á þessu ári. Mikið magn menn-
ingarsögulegra upplýsinga liggja
IvTÍr innan safnanna í handskrif-
uðum skrám sem stefnt er að að
koma á tölvutækt form á næstu
árum.
Helsta verkefni Landvistar í
fvrra var skráning upplýsinga úr
ljósmyndasöfnum Myndadeildar
Þjóðminjasafnsins og unnu tveir
starfsmenn að þessu verkefni. Þeg-
ar verkið hófst í fyrra var ákveðið
að meta það um áramót áður en
framhaldið yrði ákveðið. Að sögn
Margrétar Hallgrímsdóttur, þjóð-
minjavarðar, voru menn mjög
ánægðir með hvernig til tókst og
því ákveðið að halda þessu sam-
starfi áfram, sem nú hefur verið
gert með samningi út þetta ár.
Þjóðminjasafnið fékkk 15 milljónir
króna á fjárlögum fyrir þetta ár til
skráningar í fjarvinnslu og fara 10
milljónir í þetta verkefni á vegum
Landvistar sem tveir starfsmenn
munu vinna við.
Samningurinn var undirritaður í
Safnahúsinu á Húsavfk af þeim
Margréti Hallgrímsdóttur þjóð-
minjaverði og Jóhannesi Jóhann-
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Jóhannes Jóhannesson framkvæmdastjóri Landvistar ehf. takast i hendur eftir
undirritun samstarfssamningsins.
essyni, framkvæmdastjóra Land-
vistar. Margrét sagði af þessu til-
efni að Þjóðminjasafnið hefði hug
á að auka fjarvinnsfuverkefni í
skráningu af þessu tægi og verk-
efnin væru í raun óþrjótandi. Þessi
starfsemi ætti eftir að þróast en í
byijun væri fyrst og fremst um ein-
falda skráningu að ræða en síðar
yrði örugglega tekist á við flóknari
og erfiðari verkefni.
Margrét sagðist ennfremur telja
að miklir möguleikar fælust í
menningartengdri ferðaþjónustu
og þar lægju ýmis sóknarfæri ónot-
uð. Safnahúsið á Húsavík og sam-
bærilegar stofnanir gegndu þar
mikilvægu hlutverki vítt og breitt
um landið.
Reinhard Reynisson, bæjar-
stjóri, vakti athygli á því í tengsl-
um við þetta fjarvinnsluverkefni,
að frumkvæðið hefði komið firá
heimamönnum, en ekki hefði síð-
ur skipt máli jákvæðar og góðar
viðtökur Þjóðminjasafnsins, sem
væri ánægjuleg undantekning frá
viðbrögðum sem fyrirtæki á Iands-
byggðinni fengju oftar en ekki þeg-
ar sótt væri til ríkisstofana í tengsl-
um við mál af þessu tagi. - JS
Þingeyskt svar
við Sister Sledge
Mikið var fjallað í síðustu viku um
þær amerísku diskódísir Sleggju-
systurnar sem skemmtu höfuð-
borgarbúum á dögunum. Fóru
sumir fréttamenn mikinn og sögðu
þær systur vera „goðsagnir" á Is-
landi og kann svo að vera í ein-
hverjum innkjálkakreðsum. Sister
Sledge sönghópinn skipa fjórar
systur og mættu þrjár þeirra til
landsins en ein vermdi vara-
mannabekkinn ytra.
Nokkuð fágætt mun að fjórar
systur starfi saman í kvartett, svo
ekki sé nú talað um tríó. En á
þorrablóti á Húsavík um helgina
tróðu Ijórar systur upp og sungu af
mikilli list og hafa raunar gert um
skeið og komið fram á böllum með
hljómsveitini Jósa bróður og son-
um Dóra og hafa þá kallað sig dæt-
ur Steina. Þetta eru þær Guðný,
Svava, Harpa og Bylgja Stein-
grímsdætur og eru auðvitað ekki
síður dætur Emmu en Steina.
Þetta eru allt saman hörkugóðar
söngkonur og eru að sjálfsögðu
svar Þingeyinga við Sister Sledge
og þegar orðnar goðsögn í sínu
heimahéraði. - JS
Guðný, Svava, Harpa og By/gja.
Hávellan í hámaiM
Fuglaáhugamenn í Þingeyjarsýsl-
um hafa um hver áramót s.l. 49 ár
talið fugla á svæðinu. Þeir voru á
ferðinni dagana 6.-8 janúar s.I. og
töldu fugla á alls 14 völdum svæð-
um á Húsavík, í Reykjadal, Aðal-
dal, Tjörnesi, Kelduhverfi, Núpa-
sveit, Öxarfirði og Kópaskeri. I
lýrra var talið á 11 svæðum.
Helstu niðurstöður fuglatalning-
arinnar að þessu sinni voru eftir-
farandi, að sögn Gauks Hjartason-
i ar:
Fjöldi einstaldinga var óvenju-
mikill, að teknu tilliti til fjölgunar
svæða. AIIs voru taldir 15.616 fugl-
ar (og að auki 12 landselir). í taln-
ingunni sáust 43 tegundir fugia
sem er meira en nokkru sinni fyrr.
Skýringu er að nokkru leyti að
finna í nýju svæðunum þar sem
fram koma tegundir sem sjaldnast
finnast á „gömlu“ talningarsvæð-
unum. Lóuþræll var á Kópaskeri,
en það er í fyrsta sinn í 49 ára sögu
jólatalningar í Þingeyjarsýslum
sem tegundin sést. Fjórar bókfink-
ur, tvær skógarsnípur og keldusvín
á Húsavík, keldusvín á Laugum og
glóbrystingur á Kópaskeri eru aðr-
ir sjaldgæfustu fuglar talningar-
innar.
Eins og oftast áður var æðarfugl
algengasta tegundin. Nú sáust
7414 fuglar og er fjöldinn nærri
meðaltali síðustu ára. 1560 hávell-
ur sáust nú og hafa aldrei verið
fleiri. Svo virðist sem þéttleiki há-
vellna \ið landið að vetrarlagi sé
óvíða eða hugsanlcga hvergi meiri
en við innanverðan Skjálfanda.
Fjöldi stórra máfa var meiri en
verið hefur í áratugi. Margt var af
þeim í nágrenni urðunarstaðar í
Saltvík, en þó voru enn fleiri við
Brunná í Öxarfirði þar sem þeir
nærast á úrgangi frá Silfurstjörn-
unni.
Óvenjumikið sást af svartfuglum
þetta árið, enda skilyrði góð. Díla-
skarfar eru nú fleiri en áður við
innanvert Tjörnes. Þrestir eru nú
fleiri en síðustu tvo vetur, en
nokkru færri en oft fyrr á árum.
Fimm svartþrestir sáust, en aðeins
einn gráþröstur.
Óvenjumikið hefur borið á
hröfnum við Húsavík í vetur og
fundust nú fleiri en sést hafa í
talningum í tvo áratugi. Alls fund-
ust 117, þar af rúmur helmingur á
urðunarstað í Saltvík. - JS
Airnáll ársins
Á þorrablóti Kvenfélags
Húsavíkur sl. laugardag voru
gamanmál í bundnu og
óhundnu í hávegum höfð.
M.a. var fluttur bráðsmell-
inn bragur eftir U.H, sem
var eins konar yfirreið yfir
helstu atburði sl. árs (og
einkum byggt á fréttum Vík-
urblaðsins), en þessi bragur
var sunginn við hið gamal-
kunna lag Borðsálm, sem
Jónas nokkur Hallgrímsson
orti upprunalegan texta við.
Meðal atburða sem fjallað
var um má nefna endalok
flugsamgangna við Húsavík
og hlutabréfavesenið hjá
FH:
Ojarlega er i hug,
hve allt er orðið snúið.
I'il Húsavíkur hætti Jlug,
þó hér sé ennþá htíið.
Með Bjössa rið ökum,
rútuna hans tökwn.
En lojt í okkur minna
menn finna.
Lánið getur verið valt,
og veiðin sjaldan gefin.
Ymislegt er ekkifalt,
ja, ekki hlutabréfin.
Ljósavík langar
við Jökulvik því mangar,
en það mun ekki þjóna
honum Grjóna.
Rjóminn búinn
Málefni KÞ og KEA voru
mjög í fréttum á síðasta ári,
svo og mikill handanheimaá-
hugi í bænum og gætti þess
að sjálfsögðu í Annál Húsa-
víkur:
Ymsum svíða örlög sár,
þeir eru KÞ reiðir.
Þvi framhaldsaðalfundarfár,
hér flækjur engar greiðir.
Miðil við fáum,
sannleikann þá sjáum.
Þeir leysa Ijúfir vandann
að handan.
Öruggt er að ekki hér,
eykst á KEA trúin.
Fyrir páska fundum vér
aðfljótt var rjóminn búinn.
Látum þá rokka,
reynum sjálf að strokka.
Fram skal tólin taka
og skaka.
Gamla skyrtan
Frétt Víkurblaðsins um
gömlu skyrtuna hans Þór-
halls í Lóni, sem hann hafði
brúkað óspart í hálfa öld án
þess slitnaði, vakti athygli
landsmanna, og var um fjall-
að í sjónvarpi:
/ sjónvarpinu þessi þjóð
Þórhall fékk að líta.
Hans nælonskyrta er nýt og góð,
sem nær hann ekki að slita.
Stst skal það hæða,
en seint munu þó græða,
verslanir að vonum
á honum.