Dagur - 27.01.2001, Síða 2

Dagur - 27.01.2001, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2001 l>a^wnr HELGARPOTTURIN N Bubbi Morthens. Goðið Bubbi Morthens er þessa dagana að semja lög fyrir sína nýjustu hljómsveit Stríð og frið, en eins og bókmenntafróðir vafalítið þekkja er nafnið sótt til hins fræga rithöfundar Tolstoj. Hljómsveitin ætlar að einbeita sér að þrumandi rokkurum og stendur til að gefa út plötu síðar á árinu og svo halda tónleika, en slíkir eru fyrirhugaðir á Akureyri í næsta mánuói. Stúlkur, framanlegar í útliti, hafa að undan- förnu orðið æ meira áberandi á líkamsræktar- stöðvum á Akureyri. Nú hefur verið upplýst að þetta eru dansmeyjar sem starfa á Setrinu í Sunnuhlíð. Eru þær í líkamsræktinni öllu betur klæddar en gerist í vinnunni þegar kvölda tek- ur: þá eru Evuklæðin ein látin duga. „Þetta eru stelpur sem vilja gera eitthvað fyrir boddýið á sér og vilja vera íformi," sagði Bernharð vert á Setrinu í samtali við Helgarpottinn, sem nú í janúar er með fimm stúlkur í þessari útgerð sinni. Bernharð Steingrímsson. Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir sem síðustu árin hefur verið markaðsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga hefur nú kvatt stór- veldiö í höfuðstað Norðlendinga. Hennar síðasti vinnudagur hjá félaginu í gær. Ekki skal sagt hvort klárinn leiti þangað þar sem hann er kvaldastur, en svo er víst að Ragn- heiður snýr aftur á sinn fyrri vinnustað, Olís, þar sem hún er nú að gerast starfsmanna- stjóri. Bráðlega verður hóað saman félögum í hinu víðfræga Gránufélagi, sem nefnt er eftir einni frægustu meri íslandssögunnar. Grána tók þátt f margri kappreiðinni og kom stundum í mark. Félagar Gránufélagsins, sem eru margir af mætustu sonum þjóðarinnar, hafa ekki komið saman í nokkur ár eða eftir að Grána varð öll og fór í refafóður. Á árum áður voru Gránublót hápunkturinn í samkvæmislífi Reykjavíkur - ævinlega haldin um miðsvetr- arbil í Rúgbrauðsgerðinni. En nú er Grána endurfædd, að vísu brún nú, en Grána samt. Því er Gránufélagið líka endurfætt og ætlar að blóta Gránu 3. febrúar og er búist við fjöl- menni. Meðal Gránufélaga eru Svavar Gestsson sendiherra, Steingrímur Hermannssson fv forsætisráðherra, Þorgeir Ör- lygsson ráðuneytisstjóri, Friðgeir Björnsson dómstjóri og Bald- ur Óskarsson Möðruvellingur. Þá eru ónefndir forsetar Gránufé- lagsins, Guðmundur Birkir Þorkelsson skólameistari á Húsavík og Atli Freyr Guðmundsson í iðnaðarráðuneytinu. Sjóferðabænir, áheit og trúarhættir ís- lenskra sjómanna eru efni bráðmerkilegs fyrirlestrar í Sjóminjasafni íslands í Hafnar- firði á fimmtudagskvöld í næstu viku. Þar mun Jóhanna Sigmarsdóttir sóknar- prestur á Eiðum á Héraði flytja fyrirlestur um nefnt efni sem nefnist Hafdjúpin í hendi þinni. Mun Jóhanna meðal annars huga að því á hvern hátt menn iðkuðu trú sína frá upphafi verferða til loka, áheit, sjómanna- daginn og hvernig hann tengist kirkjunni. Helgarpottverjar hafa líkt og aðrir af áhuga fylgst með öryrkjamálinu svonefnda. Til að fylgjast með lokaumræóu Alþingis um málið fjölmenntu öryrkjar f hjólastólum í þingpalla og venju samkvæmt komu myndir í blöóum þar sem lögregluþjónar voru aó bera hjóla- stólafólkið um stiga þinghússins. Hins vegar þótti pottverjum vanta að sjá myndir af Árna Johnsen við þetta tilefni, því einatt við sam- bærileg tilefni hafa sést myndir af hinum Árni Johnsen. miskunnsama Eyjamanni ( hjólastólaburði sem einatt vill sýna samhug í verki. Stjórnarbylting var á dögunum gerð í Karla- kórnum Heimi í Skagafirði, þegar Þorvaldi G. Óskarssyni á Sleitustöðum var velt úr sæti formanns kórsins eftir 28 ára setu þar. Nýr formaður er Páll Dagbjartsson, skólastjóri í Varmahlfð. Þorvaldur er hins vegar maður í sárum og neitaði að taka við viðurkenningu á þrettándaskemmtun kórs- ins. Sár sem seint gróa er haft eftir Þorvaldi í Skagafjarðarblaðinu Feyki. Þorvaldur G. Óskarsson. Jóhanna Sigmarsdóttir. Svavar Gestsson. Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir. „Þarna eru allar skelf- ingarnar sem fylgja stríði og þörfin fyrir frið“ segir Hörður Ás- kelsson um dag- skrána í Hallgríms- kirkju. Þétt dagskrá um stríð og frið Frumflutningur tónverks eftir Jón Hlöðver Áskelsson við texta eftir Böðvar Guð- mundsson, ásamt Ijóði og frásögnum um stríðsátök í samtímanum er uppistaðan í dagskránni Dagsöngvar um frið sem flutt verður í Hallgrímskirkju nú á sunnudag, 28. janúar, kl. 17.00. „Þetta er þétt dagskrá um stríð og frið“, segir Hörður Askelsson fram- kvæmdastjóri Listvinafélags Hall- grímskirkju sem stendur að við- burðinum. Hann hcldur áfram. „Grunnurinn að dagskránni er þetta nýja tónverk hans bróður míns, jóns Hlöðvers og texti Böðv- ars Guðmundssonar sem þeir sömdu í tilefni af 1000 ára kristni- tökuafmælinu á síðasta ári, að ósk Tónmenntasjóðs kirkjunnar. Það var formaður sjóðsins, Haukur Guðlaugsson sem hafði samband við þá félagana og pantaði verk. Þá varð þetta til, Dagssöngvar um frið. Það deilist í fjórar tíðir dagsins. Þetta eru bænir fyrir friði, morgun- bæn, hádegisbæn, rökkurbæn og kvöldbæn. Þetta er sambland af frekar hefðbundum kveðskap og óhcfðbundum. Þarna eru dregnar fram skelfingarnar sem fylgja stríði og þörfin fyrir frið. Verkið er skrifað fyrir kór, tvo einsöngvara og orgel. Það er Schola cantorum sem sér um kórsönginn, Kári Þormar er á orgelinu og einsöngvararnir eru Guðlaugur Viktorsson tenór sem syngur í kórnum okkar og Hlín Pét- ursdóttir sópransönkona sem er gamall kórfélagi hjá okkur og er orðin virt söngkona í Þýskalandi. Hún er stödd hér á landi núna við æfingar á La Bohem og við gátum gripið hana í þetta verkefni." Litlar myndir úr stríði „Við ákváðum að gera friðardagskrá í kring um tónverkiö og settum saman prógramm þar sem texti og tónlist fléttast saman. Því kemur þarna fram fólk sem hefur upplifað stríð og hörmungar og afleiöingar þess. Það er með stutta pistla, litlar myndir af einhverju sérstöku sem það minnist. Þetta er fólk sem hef- ur starfað á vegum Rauða krossins á þeim svæðum sem átök hafa geis- að á. Hún Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, betur þekkt sem Adda Steina, hefur umsjón með þeim þætti dagskrárinnar. Einnig verður lesinn texti úr ritningunni sem tengist þessu efni. Eitt af því sem forvitni vekur í dagskránni er ljóð sem sr. Jón Bjar- mann, fyrrverandi fangaprestur flytur. Ég veit ekki hvort það hefur heyrst áður. Hann orti það þegar hann upplifði það að vera tekinn í gíslingu í Kúrdistan fyrir nokkrum árum er hann var þar í heimsókn. Þetta er stutt en afar áhrifamikið Ijóð.“ Listadagskrá mánaðarlega „Listvinafélag Hallgrímskirkju hef- ur nú starfað á 19. ár. Það hefur haft það að markmiði að efla Iistalíf í Hallgrímskirkju og það má segja með ágætum rökum að það mark- mið hafi tekist. Við erum yfirleitt með einhvers konar listadagskrá einu sinni í mánuði og höfum reynt að draga að fleiri listreinar en tón- listina eina, ]>ótt hún skipi alltaf veglegan sess hjá okkur. Þannig • hefur myndlistin til dæmis fengið töluvert rými hjá okkur og orðsins list einnig. í dagskránni á sunnudag er listreinunum blandað saman." GUN. MENN VIKUNNAR ER BREFRITARI! Maður vikunnar skrifaði bréf vikunnar og setti orðspor og sjálfstæði Hæstaréttar um leið í mikla hættu. Garðar Gíslason, forseti Hæstaréttar, er talinn hafa valdið æðsta dómstól þjóðarinnar meira tjóni með bréfaskrifum en nokkur annar maður á þeim bæ fyrr og síðar. Bréf hans, sem hann hafði fengið almennt samþykki naums meiri- hluta hæstaréttardómara til að senda (að meðtöldum ráðuneytisstjóranum fyrrverandi að sjálfsögðu), er að flestra áliti alvarlegur atburður í sögu réttarins og enn með öllu óljóst hvaða afleiðingar bréfið kann að hafa, meðal annars á vanhæfi einstakra dómara í tilteknum málum. Sá sem ábyrgð ber á slíkum aðgerðum er vel hæfur til að kallast maður vikunnar!

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.