Dagur - 22.02.2001, Page 1

Dagur - 22.02.2001, Page 1
Fimmtudagur 22. febrúar 2001 „Hef ekki gert neitt af mér“ Undiraldan vex í vara- formannskjöri fram- sóknarmanna. Val- gerður Sverrisdóttir vísar til fordæma og gefur í skyn ad Ólafur Öm sé á villigötum í gagnrýni sinni. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra segir gagnrýni Olafs Arnar Haraldssonar samflokks- þingmanns á afskipti hennar af varaformannskjörinu vera væg- ast sagt sérkennileg. Baráttan innan Framsóknarflokksins tek- ur sífellt á sig nýjar myndir og virðist sem harka sé að færast í leikinn. Ólafur Örn telur að ráð- herrann hafi skipt sér af því sem Valgerði komi ekki við og hann hyggur ennfremur að Jónína Bjartmarz eigi ekki að fara fram, þar sem hún sé í 2. sæti flokks- ins í Reykjavíkurkjördæmi. Hún hefur enga ákvörðun tekið en sjálfur situr Olafur í fyrsta sæti flokksins í Reykjavík. Berst ætíð fyrir konur „Allir þeir sem þekkja til í Fram- sóknar- flokknum vita að ég hef barist mjög fyrir konur og reynt að bæta hag þeirra. í einhverjum tilfellum áður hef ég haft afskipti af málum innan kjördæma vegna þessa en við verðum að gera greinarmun á kjördæmamálum og Iandsmálum. Nú stendur fyr- ir dyrum kosning varaforinanns flokksins og Ólafur Örn vill meina að þar sé einhver röð. Vegna þessa vil ég taka fram að þegar Halldór Ásgrimsson var Valgerdur Sverrisdóttir: Sérkenniiegur mál- flutningur Ólafs. Ólafur Örn: Óeðlileg afskipti Valgerdar. kosinn varafor- maður fyrir 20 árum, var hann í 2. sæti fyrir flokkinn á Austur- landi og tók við af Einari Agústssyni sem var í 2. sæti í Reykjavík. Það er því ekki þannig að einhver hefð sé fyrir því að aðeins efstu menn kjördæma komist til valda innan flokksins," segir Valgerður. Hún segir ennfremur að nafn Jónínu hafi verið í umræðunni vikum saman þegar Ólafur hafi sjálfur tekið þá ákvörðun að bjóða sig fram. Fram að því hafi ekkert samráð verið haft þeirra á mill- um. „Þannig að mér finnst þetta mjög sérkennilegt hjá honum svo ekki sé meira sagt og ég tel ekki að ég hafi á nokkurn hátt brotið af mér í þessu máli. Eg hef fullan rétt á því að hafa skoðanir er varða floldúnn á landsvísu." í airnað skipti gegn Ólafi „Þetta er í annað skipti sem Val- gerður Sverrisdóttir hefur hér bein og opinber afskipti af svona málum. I prófkjöri 1994 þegar ég var að bjóða mína krafta fram þá hafði hún sömuleiðis afskipti af þeirri baráttu í blaðagrein, þar sem hún studdi Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Þetta er því í annað skipti sem hún gerir þetta og þá í Ijósi þess að hún sé að styðja konur. Eg er mikill stuðn- ingsmaður kvenna og vissulega væri mikill vinningur í því að sterk og góð kona kæmi í vara- forniannsembættið. Eg tel hins vegar að aðrir þingmenn og þá sérstaklega ráðherrar eigi ekki að hafa bein afskipti af framboðs- málum annarra kjördæma,“ segir Ólafur Örn. -Bl> Sjií ítarlegt spjcill við Ólaf Örn bls. 16 Bjömí borsíar- „Ég hef lesið það, sem menn eru að hugleiða á netinu um þessi mál og hef ákveðið að blan- da mér ekki þær umræður á þessu stigi,“ segir Björn Bjarnason menntamálaráð- herra vegna fyrirspurnar Dags. Orðrómur er uppi um að Björn geti hugsað sér leiðtoga- hlutverk sjálfstæðismanna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar og má m.a. lesa um þetta á ýms- um netmiðlum. Björn hvorki kveður þennan orðróm í kútinn eða tekur undir, sbr. ofangreint. -Bl> Krummi krunkar úti og finnur stundum bæði hrygg og gæruskinn samkvæmt vísunni. I þetta skiptið var það hestshryggur og skipti þá engu máli þótt hrossið væri við hestaheilsu. Einar Bárðarson dægurlagahöf- undur: Erfið ákvörðun en virðir kröfur RÚV og syngur á íslensku. Einar út með íslenska Birtu Einar Bárðarson, höfundur lags- ins Birtu sem sigraði í íslensku Eurovision-keppninni sl. laugar- dag, ætlar með lagið til Kaup- mannahafnar og syngja það á ís- lensku þar. Þessa ákvörðun tók hann síðdegis í gær, en sem kunnugt er hafði verið nokkur rekistefna um hvort hann færi utan með lagið, þar sem Ríkisút- varpið hélt fast í þá kröfu sem útvarpsráð hafði áður samþykkt, að íslenska lagið skyldi sungið á íslensku en ekki ensku eins og verið hefur tvö undanfarin ár. „Ég er og hef alltaf verið þeirr- ar skoðunar að þátttaka í keppn- inni sé gott tækifæri fyrir ís- lenskan lagahöfund til að koma sér og sínu á framfæri. Það hefði þó vitaskuld verið skyn- samlegra og betra, hefði út- varpsráð farið að því sem virðist vera vilji meirihluta þjóðarinnar; að leyfa að lagið yrði sungið á ensku í aðalkeppninni sem fram fer í Kaupmannahöfn þann 12. maí í vor. Mín skoðun er sú að slíkt hefði tvímælalaust aukið möguleika lagsins í keppninni og aukið líkurnar á að erlendir útgefendur fengju áhuga á því,“ sagði Einar Bárðarson í samtali við Dag. Einar sagði jafnframt að þeir tveir sólarhringar sem hann hafði til að gera upp hug sinn um hvort hann ætlaði að fara út með Birtu á íslensku eða sitja heima hefðu verið erfiðir. „Utvarpsráð hefur tekið sér það vald að ákvarða að lagið skuli sungið á íslensku í hinni alþjóðlegu keppni. Ég ætla ekki að halda áfram baráttu gegn þeirri óskynsamlegu ákvörðun,'1 sagði Einar og bætti við að nú færi í hönd vinna við að endur- útsetja lagið og koma því í þann búning sem hæfði aðalkeppn- inni - þar sem lagið verður ann- að í röð laga frá rúmlega tuttugu Evrópulöndum. -SBS.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.