Dagur - 22.02.2001, Side 5

Dagur - 22.02.2001, Side 5
FIMMTUDAGUR 22. FF.BRÚAR 2001 - S í>agur_ FRÉTTIR Sajnið iun 6,9% laimahækkun Sanuiiiigiu til 10 mán- aöa á milli flugumferö- arstjóra og rflúsins. Sagður framlenging á Mðarferli. Ný viðræðu- áætlun undir verk- stjóm sáttasemjara. Flugumfcrðarstjórar fá 6,9% launahækkun í skammtímasamn- ingi við samninganefnd ríkisins sem gildir frá 1. febrúar sl. til 15. nóvember nk. I framhaldi af |iví var verkfalli þeirra aflýst í fyrrinótt. Aætlanaflug Flugleiða var komið í eðlilegt horf um miðjan dag í gær og sömuleiðs innanlandsflug. Kjarasamningurinn verður kynnt- ur og horinn undir atkvæði flug- umferðarstjóra eins fljótt og auðið er. Framlenging á friðarferli Loftur Jóhannsson formaður Fé- lags íslenskra flugumferðarstjóra segir að með þessum samningi sé vcrið að framlengja friðarferli í samskiptum við ríkið. Hann býst við að skiptar skoðanir verði unt samninginn meðal félagsmanna. Verkfall flugumferðarstjóra stóð yfir í einn dag en alls höfðu þeir boðað til fimm daga verkfalls, tvo daga í þessari viku og þrjá í þeirri næstu. MiMllláttir Guðjón Arngrímsson upplýsinga- fulltrúi Flugleiða segir að það sé mikill léttir fyrir félagið og við- skiptavini þess að verkfallinu skuli hafa verið aflýst og friður sé kom- inn á. Hann segir erfitt að segja til um það hversu mikið fjárhagslegt tjón félagið hefur orðið fyrir vegna verkfallsins og áhrifa þess. Verkstjóm sáttasemjara Samningnum lý'lgir einnig sérstakt samkomulag um váðræðuáætlun á samningstímanum og bókun um upptöku nýs tluggagnakerfis. I við- ræðuáætluninni er stefnt að því að gera samning sem bvggir á niður- stöðum réttarstöðunefndar frá 1997. AIls verða sex manns í þeirri nefnd sem kemur að gerð þessa kjarasamnings, þ.e. einn fulltrúi frá hverju ráðuneyti l’yrir sig, fjár- málaráðuneyti, utanríkisráðuneyti og samgönguráðuneyti og þrír frá Félagi flugumferðarstjóra. Athygli vekur að verkstjóri þessarar nefnd- ar verður Þórir Einarsson ríkis- sáttasemjari. Búist er vdð að samn- ingaviðræður um gerð þessa samn- ings geti hafist í apríl n.k. eða jafn- vel fyrr. Það fer þó eftir því hversu mikið verður að gera hjá ríkissátta- semjara og samninganefnd ríkis- ins. Allt uppá borðum Loftur Jóhannsson formaður Fé- lags íslenskra flugumferðarstjóra segir að í komandi viðræðum verð- ur reynt að leita leiða til framtíðar- lausnar á kjörum og réttarstöðu fé- lagsmanna. I þeim efnum verður allt upp á borðum. Þar á meðal álag, vinnutími, vinnuaðstæður og samskipti við stjórnendur s\'o nokkuð sé nefnt. Hann segir að líf- eyrismál verði einnig ofarlega á paugi í þessum viðræðum við ríkið. - GRH Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra fær e.t.v. Gæsluna. Gæslan til Sturlu? Að færa Landhelgisgæsluna undir samgönguráðuneytið, sem fer með yfirstjórn siglingamála, ör- yggis- og björgunarmála og tengist auk þess mengunarmálum á hafi úti, gæti verið skvnsamleg Iausn á ýmsum stjórnunarvanda hennar að mati Ríkisendurskoðunar sem gert hclur stjórnsýsluendurskoð- un á skipulagi, rekstri og verkefn- um hennar. Stærsti hluti af núver- andi verkefnum Gæslunnar falli nefnilega undir málaflokka sem lúti vfirstjórn annarra ráðuneyta en dómsmálaráðuneytisins. Þau helstu séu siglingamál, öty'ggis- og björgunarmál og fiskveiðieftirlit auk mengunareftirlits á sjó. Að mati Ríkisendurskoðunar skortir stjórnunarlegar boðleiðir til sam- hæfingar á milli verkefna Gæsl- unnar og annarra aðila sem sinna málaflokkum sem stofnunin kem- ur að. — lll l „Fáránlegar hug- myndir Kristins“ LIÚ spyr vegna afla- markshugmynda þing flokksformanns Fram- sóknar hvort Kristinn hyggist endurúthluta viiium sinum? Framkvæmdastjóri LIU gefur lítið f)TÍr hugmyndir lvristins H. Gunn- arssonar, þingmanns Framsóknar- llokks, um grundvallarbreytingar á fiskveiðikerfinu. Kristinn telur breytingar Iífsnauðsynlegar fýrir vestfirskt atvinnulíf og vill innkalla allan kvótann til að jafna að- stöðumun. Hann vill að fýrst verði dálftill hluti heimildanna tekinn og sveitarfélögin fái þá sneið til að leigja út. Þá megi setja skilmála sem tryggi að heimildirnar Ieiði til atvinnustarfsemi í viðkomandi byggðarlagi. Óútskýrt Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LIÚ, er harðoröur vegna þessa: „Hvað á Kristinn við þcgar hann talar um jafnrétti í þessum efnum? Það er varla hægt að tjá sig um þessar hugmyndir því þetta er svo fáránlegt og óútskýrt Friðrik J. Arngrímsson, LIÚ: Varla svara vert. af hans hálfu. Hann talar um að endurúthluta á jafnréttisgrundvelli - ætlar að hann að endurúthluta vinum sínum? Eg held að þetta taki enginn alvarlega. Hver getur það í því ástandi sem við lifum í dag þegar 80% kvótans eru búin að skipta urn hendur með hagræð- ingu greinarinnar að markmiði eins og lögin gerðu ráð fyrir á sín- um tíma,“ segir Friðrik. LIÚ telur að skýring þess að fiskveiðiheimildir hafi sópast burt á stöðum eins og Vestljörðum, sýni einfaldlega að þar hafi menn ekki staðið sig sem skvldi í greininni. Af orðum Friðriks má skilja að það sé ekki hins opinbera að standa fyrir einhvers konar félagsmálahjálp með fulltingi Kristins H. Gunnars- sonar heldur hljóti önnur sjónar- mið að ráða. Skussunum hegnt „Kvótinn var fyrir vestan að veru- legu leyti en hann verður ekki færður þangað aftur nema taka hann af einhverjum öðrum. Af hveiju er ekki meiri kvóti lýrir vest- an.eftir? Hvernig gckk reksturinn hjá þeim? Á að taka það frá þeim sem hafa gert vel og færa það hin- um sem hafa gert illa - ætlum við að Iifa á sjávarútvegi sem þjóð eða ekld? Þetta er spurning um hvort við ætlum að reka sjávarútveginn með hagnaði eða láta menn eins og Kristin H. Gunnarssonar út- hluta þeirn sem hann telur verð- uga?“ spyr framkvæmdastjóri LIU. Hvað annað varðar segir Friðrik að sæmilega horfi með samninga- málin við sjómenn í augnablikinu. I gær fór fram lundur þar sem málin yoru rædd á breiðum grund- velli. „Eg hef fulla trú á að við leys- um þetta - að minnsta kosti eru allir að leggja sig fram um að leysa þennan hnút,“ segir Friðrik J. Arn- grímsson. - isi> Til vemdar Vatnsmýri Halldór Jónsson fyrrverandi bæjar- fulltrúi sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn Isafjarðar segir að það sé full alvara að baki stofnunar grasrótar- samtaka til að vernda Vatnsmýr- ina. Hann segir að tilgangur þess- ara nýstofnuðu samtaka sé að vera samnefnari allra þeirra sem á und- anförnum árum hafa látið sig nátt- úruvernd varða í baráttunni til að endurheimta Vatnsmýrina. Halldór sem er talsmaður þess- ara nýju samtaka segir að í barátt- unni gegn veru flugváuarins í N'atnsmýrinni gefst fágætt tækifæri til að ná til baka þessari horfnu náttúruperlu í stað þess að láta hana hverfa undir húshvggingar. Hann segir að Vatnsmýrin sé ein- stök í sinni röð og lítt snortin lýrir gróðurlíf og fugla. Hann segist vonast eftir góðum skilningi borg- arstjórnar á þessari baráttu sam- takanna enda séu innan hennar margir sem barist hafa fvrir vernd- un náttúrunnar. — GRll Jóhann Páll hættur hjá JPV? „Þetta er stormur í vatnsglasi. En ég vil ekki né get kommenterað ncitt á þessa leiðindafrétt," sagði Tryggvi Pétursson stjórnarformað- ur Genealogia Islandorum í samtali við Dag. Samkvæmt því sem fram kom á Vísi.is í gær er Jóhann Páll Valdimarsson hættur störfum hjá Gen.is, en þær sagnir eru á kreiki að Jóhanni hafi verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Gen.is en forlag Jóhanns Páls, JPV- forlag, hefur starfað sem dótturfyrirtæki Gen.is. „Eg vil ekkert segja um þetta mál, kannski þó á föstudag," sagði Jóhann í samtali við Dag - en samkvæmt því sem fram kom á Vísi hyggst hann stofna eigið for- lag og reka frá heimili sinu f vesturborginni. — SBS. Viimiiiiiarkaduriiin að mettast „Svo virðist sem hin mikla eftirspurn eftir starfsfólki í ýmiss konar þjónustu við atvinnuvegina á höfuðborgarvæðinu sem ríkt hefur síð- ustu 4 árin fari minnkandi f upphafí árs 2001,“ segir Þjóðhagsstofn- un í yfirliti um vinnumarkaðskönnun í janúar. Veitingamenn á höf- uðborgarsvæðinu töldu um 100 starfsmönnum ofaukið og iðnrek- endur vildu losna við um 50 manns. Á hinn bóginn vantaði sam- göngufyrirtæki um 70 í viðbót, byggingaiðnaðinn álíka, fiskiðnaðinn 50 manns og aðra 50 vantaði í ýmiss þjónustustörf. Allt í allt vildu atvinnurekendur á höfuðborgarsvæðinu bæta við sig um 110 starfs- mönnum, borið saman við 300 í samsvarandi könnun fyrir ári. Á landsbyggðinni hefur eftirspurn eftir fiskvinnslufólki ekki verið minni í 10 ár og töldu fiskverkendur m.a.s. um 100 mönnum sínum ofaukið, samkvæmt könnun Þjóðhagsstofnunar á atvinnuástandinu í janúar. Samgöngufyrirtæki vildu líka fækka um 50 manns. Á hinn bóginn vantaði álfka fjölda fólks í byggingastarfsemi, þjónustustörf og verslun. I heild er markaðurinn því í jafnvægi, raunar í fyrsta skip- ti á 3. ár. - HEI Starfsmeim æskulýðsins um 6000 Samkvæmt svörurn Rjörns Bjarnasonar menntatnálaráðherra við fýr- irspurn Guðrúnar Ogmundsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, starfa um þessar mundir 5.879 manns hjá aeskulýðssamtökum, íþróttahreyfingunni, Samtökum félagsmiðstöðva og í grunn- og fram- haldsskólum á sviði íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamála. Hér er átt við störf við rekstur starfseminnar, umsjón mannvirkja og við þjálf- unar- og leiðbeinendastörf. Samkvæmt upplýsingum frá Iþrótta- og ólympíusamhandi Islands er áætlað að starfsmenn íþróttahreyfingarinnar séu um 170 auk þess sem áætlað er að þjálfarar og leiðbeinendur í hlutastarfi séu um 2.700. Innan Samtaka félagsmiðstöðva og æskulvðs- og íþróttasam- taka annarra en Iþrótta- og ólympíusambands Islands má ætla að starfi 1.078 manns. \ vcgum þjóðkirkjunnar starfa að æskulvðsmál- um um 213 manns.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.