Dagur - 22.02.2001, Blaðsíða 11

Dagur - 22.02.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2001 - 11 perrana rsamkeppnum. Ekki bann, en eftirlit. stofunnar sæti í undirbúnings- nefndinni. „Eg get að vfsu ekki tjáð mig um hið eiginlega frum- varp, sem ekki hefur verið lagt fram, því ljóst er að einhverjar breytingar hafa orðið á tillögum nefndarinnar. Þó má slá því föstu að Barnaverndarstofa stendur á hak við þetta frumvarp að mestu leyti - ég hygg að Barnaverndar- stofa sé að meginhluta til sátt við frumvarpið." Hrefna segir að fyrirhuguð laga- breyting færi fram bætur á flestum sviðum. „Nefna má fyrirhugaðar breytingar á úrskurðarvaldinu, þar sem verið er að stokka upp vald harnaverndarnefndanna til að taka ákvarðanir, enda ntá segja að dóm- ar undanfarið beri með sér að fólk vilji hera þessi mál undir dóm- stóla. Þarna er verið að fækka úr- skurðarstigum og það er til bóta." Stórfækkim bamavemdarnefnda I eldri lögum var lögð áhersla á að minni sveitarfélög sameinuðust um skipan barnaverndarnefnda og segir Hrefna að í frumvarpinu séu mörkin skýr. „I lokaútgáfunni verða umdæmin stækkuð og mið- að við 1.500 íhúa að haki hverri nefnd. I dag eru barnavcrndar- nefndir 56 og gæti ég trúað að þessi nýmæli geti leitt til fækkun- ar nefndanna niður í 30-40, eða því er að minnsta kosti spáð. Það sem er þó mikilvægara er að það á að efla starfið og gera nefndunum betur kleift en áður að ráða til sín fagmenntaða starfsmenn". Hrefna segist ekki vita um áætlaða fækk- un nefnda ef talan 2.000 hefði orðið ofan á, en ekki fjarri lægi að ætla að þá hefðu 25-30 nefndir staðið eftir. 1 frumvarpinu verða ýmsar hreytingar á heimildum og ráð- stöfunarrétti barnaverndarnefnda, með skýrari reglum, sem Hrefna telur að muni henta betur en nú- verandi reglur og heimildir. „Nefna má þá mikilvægu breyt- ingu að gert er ráð fyrir því að börn verði málsaðilar í vissum til- vikum. Nú er fý'rst og fremst litið til foreldrana þegar til þvingunar- úrræða kemur, en framvegis á líka í vissum tilfellum að horfa til vilja barnanna þegar til standa meiri- háttar ákvarðanir og þegar barnið er 15 ára eða eldra þarf að liggja fyrir samþykki þess." Könnim á hættulegum umsækjendum Hrefna segir að ný ákvæði um inn- grip vegna áfengis- eða fíkniefna- neyslu þungaðra kvenna feli í sjálfu sér ekki mikla breytingu, heldur eru heimildir gerðar skýr- ari. „Þarna er réttarstaða þessara þunguðu kvenna betur tr^'ggð, en heimildin til inngripa er í raun fyr- ir hendi. Það er ekki verið að heimila að beita þungaða konu valdi, heldur verður eftir sem áður að láta reyna á lögræðislög." Hvað upplýsingagjöf úr sakaskrá varðar segir Hrefna að með breyt- ingunum sé rétturinn til upplýs- ingagjafarinnar skýrlega skráður. „I þessu felast ákveðin nýmæli um að Barnaverndarstofa fái þennan rétt og geti látið barnaverndar- nefndir vita, ef tilteknir umsækj- endur teljast hættulegir, sé um að ræða störf þar sem sýslað er með börn. Hér er átt við tilteknar kringumstæður, en ekki þannig að menn geti hringt hvenær sem er og spurt um hvern sem er. Það verður að vera ákveðin auglýsing að baki og aðeins má spyrja um umsækjendur. Þetta er auðvitað nýjung, en í raun hefur það ekki þótt óeðlilegt fram að þessu að umsækjendur um slík störf eru beðnir um að framvísa sakavott- orði,“ segir Hrefna. Fyrirvarar hjá Persónuvemd Sígrún Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Persónuverndar (sem áður hét Tölvunefnd) segir að Persónuvernd hafi ekki komið að undirbúningi og smíði frum- varps félagsmálaráðherra. Þegar lýsing ráðherra á upplýsingagjöf- inni úr sakaskrá, vegna hugsan- legra dóma vegna kynferðisbrota gagnvart börnum, var lesin fyrir Sigrúnu, kvaðst hún hafa á tilfinn- ingunni að þessi háttur kunni að vera fullkomlega málefnalegur. „Mér fyndist þó eðlilegra að um- sækjandinn leggi sjálfur fram sakavottorð, í stað þess að sá sem auglýsir starfið fari á stúfana. Þá tel ég nauðsynlegt að barnavernd- aryfirvöldum verði settar ákveðnar reglur um hversu lengi megi geyma slíkar upplýsingar, t.d. um að þeim beri að eyða eftir að um- sækjanda er hafnað. Einnig hef ég fýrirvara á um hvaða störf er að ræða, því skilgreiningin um störf þar sem sýslað er með börn er mjög víð og rétt að horfa á hvert mál út frá eðli starfsins." Sigrún segir það bót í máli að aðeins skuli veittar upplýsingar úr sakaskrá. „Þetta væri auðvitað erf- iðara ef menn ætluðu sér að fiska upp grunsemdir". Skrifað undir samning um vímuvarnarfulltrúa. Ev.: Björn Jósef Arnviðarson, sýslumaður, Einar S. Bjarnason, for- maður sóknarnefndar Akureyrarkirkju, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri og Einar Jóhannsson, varaformaður KA. VÍJiiiivariiarfulltrúi ráðinn á Akureyri Akureyrarbær, Akureyrarkirkja, embætti sýslumanns og KA hafa sameinast um ráðningu vímu- varnarfulltrúa. Samstarfið er til þriggja ára, en tryggt hefur verið (jármagn til eins árs, 1,8 milljón- ir króna frá dómsmálaráðuneyti, Forvarnasjóði og félagsmála- ráðuneyti en einnig kemur ijár- magn frá Akureyrarbæ, Akureyr- arkirkju og KA, en leitað verður til fleiri aðila sem vilja leggja þessu máli lið. Starf vímuvarnar- fulltrúa verður auglýst á næst- unni og kemur hann til starfa með vorinu. Hann á sem mest að vera á vettvangi en ekki að baki skrifborðs og samræma krafta þeirra sem að þessum málum koma á Akureyri. Hlutverk vímuvarnarfulltrúa verður að vinna með öllum þeim aðilum, einstaklingum, bæjar- stofnunum og félagasamtökum sem Ieggja nú þegar og/eða vilja leggja eitthvað af mörkum til forvarnarstarfs gegn vímuefnum á Akureyri. Stofnaður verður 5 manna samstarfshópur sem jafnframt er stýrihópur að baki vímuvarnarfulltrúanum. Leitað verður samstarfs við framhalds- skólana á Akurevri. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri, sagði að erfitt hefði reynst að ná þessu samkomulagi. Gott er að þeir aðilar nái saman sem að þessu koma í stað þess að dreifa kröftunum sem væri mjög ómarkvisst. Einar S. Bjarnason sagði Akureyrarkirkju stolta að mega taka þátt í þessu verkefni, þörfin væri augljós og vonandi skilaði það árangri sem eftir yrði tekið. Björn Jósef Arnviðarson, sýslumaður, segir fíkniefnabrot á Akureyri færri á árinu 2000 en árið 1999, en erfitt sé að fullyrða að þar með hafi fíkniefnaneysla minnkað. Þó sé Ijóst að mun færri mál hafi komið upp um síðustu verslunarmannahelgi en helgina árið á undan. Upphaf- lega sóttu Akureyrarkirkja og KA um styrk til þessa verkefnis, og það skýrir af hverju Glerárkirkja og Iþróttafélagið Þór eru ekki aðilar að verkefninu á þessu stigi. — GG Bilskúrshurðir Iðnaðaroi bilskúrshuri Smíðum eftir máli gerum /AFLRAS tilboð Einhöfða 14 • 110 Reykjavík simi 587 8088 • fax 587 8087

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.