Dagur - 22.02.2001, Blaðsíða 15

Dagur - 22.02.2001, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2001 - 1S LAMDlNM Freyvangi Það ermikið um að vem bak- sviðs í leikverkinu Bðfaleik á Broadway semfrumsýnt verð- uríFreyvangi um helgina. íslandsfrumsýning verður á verki Woody Allens, „Bullets Over Broadway" í Frey- vangsleikhúsinu næstkomandi laugar- dag. Verkið er unnið eftir samnefndri kvikmynd og var leikritsgerð og þýðing í höndum Hannesar Blandon og Ármanns Guðmundssonar - að frumkvæði Frey- vangsleikhússins. Bófaleikur á Broad- way er viðamikið og íjörugt verk, krydd- að ótrúlegum uppákomum, dramatík og kímni, dansi og tónlist. Leikendur eru vel á annan tug og spanna aldursbilið frá 17 til 65 ára. Leikstjóri er Há- kon Jens Waage. Leikrit í leikritinu Verkið gerist á bannárunum í New York og íjallar um leikrita- skáld sem þráir glæstan frama á Broadway, en vill jafnframt vera hugsjónum sínum trúr. Hann neyðist til að gera ýmsar mála- miðlanir til að koma verkinu á fjalirnar og kemst þá að raun um að heimurinn sem hann býr í er miklu harðari en hann hafði órað fyrir. Skyndilega er hann kominn í félagsskap við Mafíuna, ungar gjálífisglyðrur og ýmsar útgáfur af misjafnlega erfiðum leikurum og einkalíf hans verður jafnframt sífellt flóknara. „Þetta er leikrit í leikritinu", segir Hannes Blandon, annar þýðenda verksins, „og við fylgj- umst með því sem fram fer á bak við tjöldin - horfum á verkið baksviðs, þar sem fram koma ýmsir mannlegir þættir og vandamál, svo sem eins og dýrslegar fýsnir, ofdrykkja og offita. Rithöfundur- inn í verkinu er náttúrulega Woody Allen sjálfur, sem er nú alltaf í einhverri sjálfsskoðun í sínum verkum, en er þarna að horfa á leikhúsheiminn." Grinunur heimur listarinnar Hákon Jens Waage, leikstjóri Bófaleiks á Broadway hefur áður leikstýrt „Með víf- ið í lúkunum" í Freyvangsleikhúsinu, en þá var hann samtímis að leika í „Hart í bak“ sem Leikfélag Akureyrar sýndi í Samkomuhúsinu. Hann segir það vera forréttindi að fá að vinna með áhuga- leikurum. „Það er alveg með ólíkindum hvað Athygli áhorfandans er stöðugt haldið vakandi með nýjum sviðsmyndum sem birtast á þremur sviðum til skiptis og stundum samtímis. Hér sést annað hliðarsviðið og er sviðsmyndin kaffihús, þar sem verið er að halda upp á afmæli leikritaskáldsins sem er leikinn afStefáni Guðlaugssyni. Olive, sem leikin erafHalldóru Magnúsdóttur, vefur mafíósanum Nick Vat- entine um fingur sér, og þegar hana langar til að verða leikkona, þá kaupir hann hana bara inn í leikhúsið, leikritaskáldinu til mikillar armæðu. þetta fólk er efnilegt og duglegt. Þau eru líka alveg óhrædd við að ráðast í eitt- hvað nýtt eins og þetta verk til dæmis, sem þau hafa látið skrifa fyrir sig og hefur aldrei verið sett á svið áður. Það er búið að vera virkilega gaman að vinna með þeim.“ - Er höfundur verks- ins, Woody Allen með ádeilu á leikara og leik- stjóra íþessu verki? „Woody Allen er mik- ill leikhúsmaður og þykir mjög vænt um leikhúsið og ber kvikmyndin „Bul- lets Over Broadway“ auðsjáanleg merki þess. Það er mikill undirtónn í verkinu og einnig tölu- verð ádeila og það lýsir mjög vel hversu leiklist- arheimurinn í Banda- ríkjunum getur verið harður, sem hann og er. Tenging Mafíunnar og leikhúsheimsins er ekki bara út í loftið, ég þekki líka þennan grimma heim listarinnar", segir Hákon. Þrjú svið Það er víst óhætt að segja að leiksviðið í Freyvangi sé gjörnýtt og rúmlega það í Bófaleiknum og er athygli áhorfendans stöðugt haldið vakandi með nýjum sviðs- myndum sem birtast á þremur sviðum til skiptis og stundum samtímis, auk þess sem sum atriði fara fram út í áhorf- endasal. Eins og fyrr segir eru leikararnir sem að verkinu koma vel á annan tug, en með hlutverk leikritaskáldsins fer Stefán Guðlaugsson, Halldóra Magnúsdóttir leikur Olive og Helga Ágústsdóttir leikur Helen Sinclair, leikkonuna sem einu sinni var stjarna í leikhúsheiminum, en á nú við drykkjuvandamál að stríða. Bófaleikur á Broadway verður frum- sýndur í Freyvangsleikhúsinu laugar- daginn 24. febrúar kl. 20.30. -w Bófaleikur í Óþekktar víddir Er ef til vill okkar fjórvíddar tilvera aðeins eyja á hafi margvídda óþekkts veruleika? Þau eru mörg rannsóknarefn- in sem bíða þriðja árþús- undsins. Hvað er þyngdaraflið og hvers vegna breytist það í heimi hins smáa? Eru til nýjar óþekktar víddir í alheimi okkar? Eru til samhliða al- heimar sem við ekki þekkjum? Vinna rafsegulkraftarnir og jafnvel allir kraftarnir fjórir saman með þeim aíleiðingum að aðdráttaraílið verður sterk- ari kraftur en talið hefur verið? Fram að þessu hefur verið sagt að aðeins magn efnisins í alheiminum stjórnaði því hvort hann hættir að þenjast út og fer að dragast saman aftur. Er ef til vill okkar ijórvíddar tilvera að- eins eyja á hafi margvídda óþekkts veruleika? Það er erfitt að sjá að til séu aðrar víddir en þær fjórar sem við þekkjum. Fyrsta víddin er aðeins lína, lengd. Önnur vídd er breiddin, sú þriðja hæðin. Þessar þrjár víddir eru í rúmi. Fjórða víddin er tíminn. Skáldlegt tal Þegar menn tala um einhverjar nýjar víddir er venjulega um skáldlegt tal að ræða. Þá eru menn að tala um nýjan skilning eða nýja sýn. En bæði stærð- fræðingar og eðlisfræðingar setja fram kenningar um nýjar víddir. Hinar þekktu víddir eru mjög stórar. Tímavíddin spann- ar ekki minna en þrettán þús- und milljón ár. Rúmvíddirnar þrjár gætu verið óendanlegar en það íjarlægasta sem menn hafa séð er í tólf þúsund milljón ljósára Ijarlægð. Víddir geta líka verið takmarkaðar, þær geta verið örsmáar. Tveggja vidda heimur Hvað þýðir heimur sem hefur aðeins tvær víddir, til dæmis, og hvernig væri að búa í slíkum heimi? Rithöfundurinn Edwin A. Abbott svarar þessari spurn- ingu í bók sem hann nefnir Flatland. í bókinni er söguhetja sem höfundur kallar A. Sqware. Þessi söguhetja lifir í tveggja vídda heimi þar sem aðeins er til lengd og breidd en hvorki hæð, dýpt né tími. íbúar þessa heims eru: Þrí- hyrningar, Ferhyrningar, Fimm- hyrningar og svo framvegis. Þetta er gömul saga en höfund- ur lætur hana gerast árið 2000. 1. janúar árið 2000 kemur ný söguhetja í heimsókn. Sú sögu- hetja er nefnd Teningur. Þetta er þrívíð vera sem er gjörsam- lega óþekkt fyrirbæri á Flatlandi. Teningur kemur úr veröld sem nefnist Spaceland. Gesturinn býður Sqware með sér í ferðalag til þess að sýna bonum þrívíða tilveru á Spacelandi. Þegar Sqware hef- ur skilið hina nýju vídd, hæð eða dýpt, hvarflar það að hon- um að hugsanlega kunni að vera til fleiri víddir sem hvorki íbúar á Flatlandi né á Spacelandi þekkja. Hann álykt- ar að lokum að það sé vel hugs- anlegt að í þeim alheimi sem þeir eru hluti af kunni að finn- ast fjórða víddin og jafnvel fleiri. HORN HEIM- SPEKIIUGSIIMS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.