Dagur - 23.02.2001, Síða 7
FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2001 - 7
D^ur.
ÞJÓÐMÁL
Að veraámóti
Til er skrýtla af konu nokkurri,
sem hafði verið í messu. Bóndi
hennar spurði hana, er heim
kom, um hvað presturinn hefði
talað.
- Ilann talaði um syndina, svar-
aði konan.
-Og hvað sagði hann um hana?
spurði maðurinn.
-Ja, hann var á móti henni,
sagði konan.
Þessi stutta gamansaga hefur
komið nokkrum sinnum upp í
hugann að undanförnu í sam-
bandi við umræðurnar um ör-
yrkjafrumvarpið margumtalaða,
sem nú er orðið að Iögum. I
þessari umræðu hafa allir keppst
við aö lýsa yfir stuðningi við ör-
vrkja. Enginn vill láta saka sig
um að vera á móti þeim. Allir
vilja vera vinir þess, sem á undir
högg að sækja.
Enda hvað er auðveldara en
standa með öryrkjum og öðrum
þeim þjóðfélagshópum, sem
svipað er ástatt um, a.m.k. í orði,
en sérdeilis erfitt að sýna þeim
andstöðu, vegna þess að þetta
fólk á samúð almenningsálitsins
í landinu, í rauninni samúð 'þjóð-
arinnar.
Jón Steinar Gunnlaugsson,
lögfræðingur segir í viötali í Degi
6. janúar, að það sé t.d. með
„með öllu tilefnislaust að telja
forsætisráðherra andvigan ör-
yrkjum."
Þá vita menn það og þykir
kannski ekki einhverjum saga til
næsta bæjar. Eða hvaða forsætis-
ráðherra skyldi láta standa sig að
því að lýsa opinberlega yfir stríði
við öryrkja eða aðra minnihluta-
hópa í þjóðfélaginu. Varla get ég
fmyndað mér það.
í orði og verki
En sitt er hvað stuðningur í orði
og verki. Skoðum nánar fram-
göngu ríkisstjórnar Davíðs Odds-
sonar í öryrkjamálinu. Ríkis-
stjórnin skipaði sem kunnugt er
fjögurra manna starfshóp undir
forustu áðurnefnds Jóns Stein-
ars til að fara yfir málið og semja
frumvarp til laga í framhaldi af
dómi Hæstaréttar. Starfshópur-
inn komst að þeirri niðurstöðu
að í úrskurði sínum banni
Hæstiréttur ekki alfarið tekju-
tengingu bóta. Sú afstaða er svo
áréttuð í svarbréfi forseta
Hæstaréttar til forseta Alþingis, í
þeim sérkennilegu bréfaskrift-
um.
Ríkisstjórnin ákvað því, að
áfram skuli gilda nokkur skerð-
ing á tekjutryggingu öryrkja
vegna tekna maka. I stað þess að
greiða öryrkjum í samhúö fulla
tekjutryggingu, tæplega 51 þús-
und krónur, eru bæturnar aðeins
hækkaðar um 25 þúsund á mán-
uði, úr rúmlega i 8.000 og í kr.
43.000, og aðeins skulu greiddar
bætur 4 ár aftur í tímann í stað
þeirra 7 ára, sem skerðingará-
kvæðið hefur verið í gildi. Ríkis-
stjórnin hefur beitt fvrir sig ýmis
konar lagakrókum í sambandi
við þetta mál, m.a. aö lífeyris-
greiðslur fyrnist á fjórum árum,
og ef öryrkjum væru greiddar
fullar bætur, þá væri verið að við-
urkenna, að ekki mætti undir
neinurn kringumstæðum skerða
bætur öryrkja vegna tekna maka.
Þá hefur því einnig verið
hampað mjög af einstökum ráð-
herrum, að úrskurður Hæsta-
réttar taki til tiltölulega lítils
hluta öryrkja, sem munu vera
um 9 þúsund, eða aðeins 10%,
þ.e. öryrkja sem eru giftir eða í
sambúð, fólk sem yfirleitt hafi 2-
3 hundruð þúsund kr. í heimilis-
tekjur á mánuði eða þaðan af
meira, á sama tíma sem ein-
hleypir öryrkjar, stærstur hluti
þeirra, fái enga hækkun sam-
kvæmt úrskurðinum.
Hagur öryrkja
Hér er sérkennileg röksemda-
færsla á ferð. Vitað er, að margir
öryrkjar hafa ekki treyst sér til að
ganga í hjónaband eða vera í
formiegri sambúð m.a. vegna
hins illræmda ákvæðis um maka-
tengingu bóta. Tíu prósent talan
segir því ekki alla sögu.
I öðru lagi liggur það ljóst fyr-
ir að bæta þarf hag allra öryrkja.
Varla trúi ég, að nokkrum hafi
dottið annað í hug, og sá virtist
mér skilningur Ingibjargar
Pálmadóttur, heilbrigðisráð-
herra, sem verður að viðurkenn-
ast, að hefur sýnt lit í þá átt að
draga úr makatengingunum,
þótt í litlu sé.
Þeir sem hclst tala um 10% ör-
yrkjahópinn vilja greinilega
skáka í því skjólinu, að engra úr-
bóta sé þörf, hvað varðar kjör ör-
yrkja og allt skuli sitja í sama far-
inu. Eða er líklegt, að eitthvað
hefði gerst í þessum málum,
hefði dómur ekki fallið? Svari
því hver fyrir sig.
I ágætri grein í Mbl. 21. janú-
ar kom frarn, að hátt í 500 ör-
yrkjar reka heimili með 70.000
kr. tekjur mánaðarlega og segir
það meira en mörg orð um raun-
verulega fjárhagsstöðu þessa
fólks. Þar kemur fram í viðtölum
við nokkra öryrkja, að nánast
óhugsandi er að lifa af bótunum
og fæstir geta leyft sér nokkuð
fram yfir allra brýnustu nauð-
synjar og dugar þó ekki til.
Sannleikurinn er sá, og þar
erum við kannski komin að kjarna
málsins, að öryrkjamálið snýst
ekki um það, hvort einhver ör-
yrki fær 8 þúsund krónum meira
eða minna í bætur, og skiptir þó
hver upphæð máli, hversu lítil
sem hún er. Það snýst ekki held-
ur um lagaflækjur og mismun-
andi túlkun á orðum. 1 mínum
huga er þetta mál spurning um
mannréttindi, sjálfvirðingu og
bróðurkærleika. Það snýst um
hina ævafornu spurningu: A ég
að gæta bróður míns?
Réttur sérhvers manns
Sérhver manneskja, hvort sem
hún er öry'rki cða eitthvað ann-
að, er borin frjáls og á rétt á virð-
ingu frá hendi samfélagsins. Að
geta verið sjálfri sér nóg með
grunnframfærslu, hvað sem líð-
ur fjölskyldugerð eða tekjum
maka. Að örvrki skuli vera háður
maka sínum um framfærslu, er
ekkert annað en niðurlægjandi
staða og sýnir í hnotskurn, að
stjórnvöld hafa tilhneigingu til
að skoða öryrkja og aðra hópa,
sem svipað er ástatt um, sem
annars flokks þegna, sem hægt
sé að ráðskast með eftir vild og
ekki skuli njóta fullra manrétt-
inda á við aðra þegna þjóðfélag-
ins. Það er hugsunarháttur, sem
minnir um margt á liðna tíð í
landi hér, þegar sveitarómögum
og fátæklingum var „ráðstafað"
að vild, eftir því sem út-
Iátaminnst þótti og best hentaði
yfirvöldum á hverjum stað. Slíkt
ætti að heyra fortíðinni til nú við
upphaf 21. aldarinnar, þegar sí-
fellt er talað um jafnrétti kynja,
mannréttindi o.s.frv.
Það þarf ekki aðeins að bæta
kjör allra öry'rkja, heldur einnig
margra aldraðra, einstæðra for-
eldra og mikils hluta þess fólk á
vinnumarkaði, sem býr við
lægstu taxtana og lifir nánast við
örbirgð. Það er brýnasta verkefn-
ið í þjóðfélaginu í dag og þolir
enga bið.
Það er ekki tilviljun, að úr
þessum hópum kemur stærsti
hluti þeirra einstaklinga sem
þurft hafa að leita til mæðra-
styrksnefnda og hjálparstofnana
fýrir hver jól nú á undanfarandi
árum, og raunar árið um kring,
til að sjá sér og sínum farborða.
Og sá hópur fer vaxandi, því
miður. Við erum sífellt kölluð til
ábyrgðar gagnvart þeim minnstu
bræðrum og systrum, sem vegna
veikinda eða af öðrum orsökum
hafa orðið undir í lífsbaráttunni.
Við cigum að gæta bróður okkar.
Penlngarnir
En það eru ekki til peningar
segja sumir, til að greiða öllum
bætur, mestu skiptir, að bæturn-
ar renni til þeirra sem þurfa
helst á þeim að halda. Því er
ósammála, en skyldi það ekki
eiga við um flestalla öry rkja á Is-
landi í dag? Og svo þurfum við
að fara vel með almannafé. Að
sjálfsögðu. En hvernig er farið
með almannafé? Gætir þar hag-
sýni og ráðdeildar?
1 nýlegri grein í Mbl. etir
Óniar Kristjánsson, fv. forstjóra
Flugstöðvarinnar á Keflavíkur-
flugvelli, kemur fram, að sér-
hannaðar byggingaframkvæmdir,
sem nú standa yfir við Flugstöð-
ina vegna þáttöku okkar í hinu
svokallaða Schengensamkomu-
lagi og annar rekstrarkostnaður
samfara aðild mun nema mörg-
um milljörðum króna. Kosturinn
við aðild er fyrst og fremst sá, að
landsmenn þurfa ekki framvegis
að sýna vegabréf, þegar þeir
koma inn i þátttökulönd Schen-
gensvæðisins. Það er mikill
kostnaður fyrir lítinn ávinning.
Omar bendir á, að mátt hefði
spara sér Schengenaðildina og
nota þá íjármuni, sem þannig
spöruðust, m.a. til tvöföldunar á
Reykjanesbraut og til hækkunar
bóta örorku- og ellilífeyrisþega.
Undir það skal tekið heilshugar.
Þetta er aðeins eitt dæmi um
það, hvað stjórnvöld hafa efst á
forgangslista sínum uni þessar
mundir.
Þjóð, sem þannig evðir á báða
bóga, en telur sig ekki hafa efni
á að hækka bætur nokkur hund-
ruð öryrkja nema lítið eitt, ætti
að skammast sín.
Hin helga bók
I hinni helgu bók segir á einum
stað, að trúin sé dauð án verka
(Jak. 2:17). Ekki er nóg að tala
fallega ef ekki fv'lgja verk. Ekki
nóg að vera bara „á móti synd-
inni". Það þyrftum við öll að
hafa í huga.
Athyglisvert er, að lítið sem
ekkert hefur heyrst frá þjóðkirkj-
unni um öryrkjamálið né kolleg-
um mínum í prestastétt. Þessi
mál hafa þó verið nokkuð til um-
ræðu innan kirkjunnar og þjóð-
málanefndar hennar á liðnum
árum og þá fyrst og fremst út frá
sjónarhóli mannréttinda. Presta-
stefnan 1997 ályktaði um tekju-
tengingu örorkubóta á þá leið,
„að beina því til Alþingis, að gerð
verði gangskör að því að leiðrétta
það ranglæti sem öry'rkjar búa
við.“
Ég fæ ekki betur séð en þessi
orð séu enn í fullu gildi. Hvar er
nú þjóðmálanefnd kirkjunnar á
því herrans ári 2001, hví heyrist
ekkert frá henni utn þetta mál?
Umræðan um öryrkjamálið
hefur vissulega leitt ýmislegt
gagnlegt í ljós. Málefni ön'rkja
og annarra er eiga undir högg að
sækja, eru komin inn í sviðsljós-
ið. Vonandi njóta þessir hópar
einhvers góðs af því. Astæða er
til að óska Oryrkjabandalaginu
og formanni þess, Garðari
Sverrissyni, til hamingju með
þann áfanga, sem náðst hefur.
Umræða hefur vakið ýmsar
spurningar, sem ekki hefur verið
svarað. Eitt vitum við þó með
vissu. að núverandi ríkisstjórn er
ekki á móti öryrkjum. Gott að fá
það staðfest, hafi einhver velkst í
vafa um það.