Dagur - 23.02.2001, Side 11

Dagur - 23.02.2001, Side 11
l^w- FÖSTUDAGVR 23. FEBRÚAR 2001 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Hillary Clinton kveðst leið yfir hlut bróður síns í náð- unarmálinu. Bróðirinn Hugh Rodam, sem þáði fé fyrir að aðstoða menn við að fá náðun. Bush endurskoðar stefnu sína til náðana Náðanir Clmtons á síðustu staxfsdögum hans draga dilk á eft- ir sér og nú er George W. Bush húinn að fyr- irskipa endurskoðun á eigin stefnu varð- andi náðanir. Embættismenn í Hvíta húsinu í Washington tilkynntu í gær að þar færi nú fram endurskoðun á þeirri stefnu sem Bushstjórnin hefði komið sér upp varðandi náðanir sakamanna. Talsmaður forsetans vildi ekkcrt segja um það mikla fjaðrafok sem náðanir Bills Clintons á síðustu dögum sínum á forsetastóli hafa valdið. „Við höfum öðrum hnöppum að hneppa," sagði talsmaðurinn einfaldlega. Frú Clinton leið Hillary’ Rodham Clinton, öld- ungadeildarþingmaður og eigin- kona Bills Clintons fyrrum for- seta sagðist í gær vera afar von- svikin yfir þætti hróður síns, Hugh Rodam í því að hafa þegið laun fyrir að vinna að því að tveir menn yrðu náðaðir af forsetan- um á síðustu dögum hans í emb- ætti. „Þessi tíðindi, sem komu mér gjörsamlega í opna skjöldu ollu mér miklum vonbrigðum og sorg,“ sagði hún. Clinton viðurkenndi fyrr í vik- unni að tveir þeirra manna sem hann náðaði á síðasta degi sín- um í embætti hafi greitt háar upphæðir til mágs hans, bróður Hillary, en Clintonhjónin þvertóku fyrir að þau hefðu fyr- irfram haft nokkra hugmynd um að bróðirinn hafi fengið þessa peninga hjá mönnunum. Þau hafi krafist þess af bróðurnum að hann skilaði peningunum aft- ur og hann mun nú hafa gert það. Mörg spumingarmerki Þetta síðasta mál hefur enn fjölgað þeim spurningarmerkj- um sem að undanförnu hafa hrannast upp í kringum náðun Clintons á sakamönum undir lok forsetaferils síns, þó stærsta málið sé hiklaust mál milljóna- mæringsins Marx Rich sem hef- ur nú orðið til þess að opinber lögreglurannsókn á málinu er hafin. Það hefur því vakið athygli að George W Bush skuli nú vera farinn af stað með endurskoðun á náðunarstefnu sinni, en A1 Gonzales sem er sérlegur trún- aðarlögfræðingur forsetans í dómsmálaráðuneytinu hefur nú fengið það verkefni að fara yfir þessi náðunarmál. Því er þó al- farið neitað í Hvíta húsinu að þessi endurskoðun sé til komin vegna þeirra vandræða sem Clinton hefur ratað í. Hins veg- ar viðurkenna talsmenn forset- ans að vissulega gefi hneykslis- mál Clintons þeim vísbendingar um hvað sé hægt að gera og þó sérstaklega hvað sé ekki hægt að gera. HEIMURINN Stríösglæpanauögim HAG - Þrír fyrrum foringjar i nersveitum Bosníu-Serba hafa verið sakfelldir fyrir glæpi gegn mannkyninu hjá Stríðsglæpadómstól Sam- einuðu þjóðanna. Þeir voru fundnir sekir um að hafa nauðgað, hneppt í þrældóm og pínt Múslimakonur og stúlkur árið 1992. Mennirnir þrír fengu fangelsisdóma sem voru á bilinu frá 12 árum til 28 ára. Þetta eru fyrstu réttarhöldin fyrir stríðsglæpadómstólnum þar sem nauðgun cr meðhöndluð sem glæpur gegn mannkyninu. „Nauðgun var notuð sem aðferð hersveita Bosníu-Serba til að búa til skelfingu og hræðslu," sagði dómarinn Florence Mumba eftir að hafa kveðið upp dóminn. „Þessir menn eru ekki venjulegir hermenn sem misst hafa siðferðisviðmið sín vegna stríðsástands.... þeir eru menn sem hafa þrifist í því myrka andrúmslofti þar sem meintur óvinur er með kerfisbundnum hætti auðmýktur og reynt að svipta hann mennsku sinni," sagði dómarinn ennfremur Enn engin ríMsstjóm JERUSALEM - Verðandi forsætisráðherra Isra- el, Ariel Sliaron, lenti í nokkrum hremmingum í gær með stjórnarmyndun sína, en hann stefnir að því að mynda þjóðstjórn í landinu. Nokkrir áhrifamiklir flokksmenn innan Verkamanna- flokksins gerðu það að stórmáli og mótmæltu harðlega að Sharon hygðist hafa með f rík- isstjórninni nokkra fulltrúa smáflokka á hægri væng ísraelskra stjórnmála. Þetta er nokkuð áfall fyrir Sharon því hann hafði vonast til að geta ver- ið búinn að mynda stjórnina og þar með að vera orðinn formlegur forsætisráðherra áður en hann hittir Colin Poweli utanríkisráðherra Bandaríkj- anna að máli nú um helgina. Líran sett á flot ANKARA - Tyrknesk stjórnvöld ákváðu í gær að setja tyrknesku Iíruna, gjaldmiðil landsins á flot til þess að forða því að fjár- málakreppa brysti á í landinu. Ákvörðunin um fljótandi gengi hefur aftur á móti orðið til þess að auka þrýsting á Bulent Ecevit forsætis- ráðherra um að stokka upp í stjórn sinni, enda sé þetta til marks um að fyrri peningamála- og gengisstefna hafi verið röng. Ecevit lýsti því yfir í gærmorgun að hann ætti von á því að gjaldeyrismarkaðurinn ætti eftir að róast þegar Iíða tæld á daginn, en sú von hans gagnaðist þó lírunni lítið enda féll hún um tæp 30 % gagnvart Bandaríkjadoll- ar í gær. Græningi neitar misnotkun PARIS - Daniel Cohn-Bendit, sem er leiðtogi franskra græningja á Evrópuþinginu hefur neitað því að hann hafi misnotað börn, sem ungur maður þrátt fyrir að hann hafi á sínum tíma skrifað grein þar sem hann gefur sterklega í skyn að hann hafi átt náin kynni við börn undir aldri. Cohn-Bendit, sem er fæddur í Þýskalandi er býr í Frakk- landi og var einn af forsprökkunum í stúdentauppreisninni 1968, vann á sínum tíma á barnaheimili og skrifaði svo grein um það hvernig samskipti hans við börnin hefðu þróast yfir í það að fá á sig erótískan blæ. Þessi grein var birt í þýsku tímariti árið 1975 og hef- ur nú skotið upp kollinum á ný eftir að Cohn -Bendit varð frægur á ný. Sjálfur segir hann að þetta hafi verið „flipp“ skrif og þau hafi ekki átt neina tilvísun til raunveruleikans. Ariel Sharon verð- andi forsætisráð- herra ísrael. ■ FRÁ DEGI TIL DAGS FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 54. dagur ársins, 311 dagar eftir. Sólris kl. 8.56, sólarlag kl. 18.28. Þau fæddust 23. fébrúar • 1463 Giovanni Pico della Mirandola, ítalskur heimspekingur. • 1685 George Friedrich Hándel, þýskt tónskáld. • 1836 Winslow Homer, bandarískur Iistmálari. • 1934 Bettino Craxi, ítalskur stjórn- málamaður. • 1943 Johnny Winter, bandarískur tón- listarmaður. • 1955 Steven P. Jobs, stofnandi tölvu- fyrirtækisins Apple. • 1960 Helga Soffía Konráðsdóttir prest- ur. Það er auðveldara að berjast fy'rir lífs- reglum sínum en að fara eftir þeim. Alfred Adler Þetta gerðist 23. febrúar • 1836 hófst sögufrægt umsátur mexíkóska hersins undir forystu forseta Mexíkós um virkið í Alamo í Texas. • 1919 stofnaði Benito Mussolini fasista- flokkinn á Italíu. • 1942 gerði japanskur kafbátur árás á Kaliforníu. • 1979 voru menningarverðlaun Dag- blaðsins veitt í fyrsta sinn. • 1981 gerðu Antonio Tejero Molina Iiðs- foringi og tvö hundruð hermenn hans tilraun til stjórnarfy’ltingar á spænska þinginu, en sú bylting stóð aðeins í 18 ldukkustundir. Vísa dagsins Hrósa flugur haugunum, hre)’stidugur taugunum, dimmar smugur draugunum, deildarbugur augunum. Bólu-Hjálmar Afmælisbarn dagsins Peter Fonda var einu sinni ungur töf- fari og vinsæll leikari, sonur annars ennþá frægari leikara, Henry Fonda, og bróðir Jane Fonda. Hans frægasta verk er ennþá mótorhjólamyndin Easy Rider, þar sem hann var bæði leikari, handritshöfundur og fram- Ieiðandi. Hann hefur verið að leika í bíómyndum og sjónvarpi allt fram á þennan dag. Peter Fonda fæddist í New York árið 1939. Frásagnarvert má teljast að tíu ára gamall skaut hann sig óvart í magann með byssu. Heilabrot Eftirfarandi bókstafir eiga allir eitt ein- kenni sameiginlegt: S, H, O, N, 1, X. Auk þessara stafa er einn bókstafur í viðbót sem hefur þetta sama einkenni. Hvaða stafur er það? Síðasta gáta endurbirt: Þorv’arður lagði dag nokkurn leið sína inn í verslun þar sem hann spurði eftir ákveðinni vörutegund. Varan var til. „Hvað þarf ég að borga fyrir fimm?“ spurði Þorvarður. „Fjögur hundruð krónur,“ sagði afgreiðslumaðurinn. „En hvað þarf ég þá að borga fyrir átta?“ spurði Þorvarður þá. „Það gera einnig fjögur hundruð krónur," sagói afgreiðslumaður- inn. „En ef ég vil tíu, hvað þarf ég þá að borga?" spurði Þorvarður loks. „Þá þarftu aðeins að borga þrjú hundruð krónur," sagði afgreiðslumaðurinn. Nú er spurt: Hvaða vöru var Þorvarður að spyrja um? Svar: Hann hcfur væntanlega þurft að nota stafina á einhvers konar skilti. „FIMM“ eru fjórir bókstafir, og ef hver bókstafur kostar hundrað krónur þá þarf hann að borga 400. „ATTA“ eru líka fjórir bókstafir, en „TIU“ eru aðeins þrír og kosta því ekki nema 300.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.