Dagur - 23.02.2001, Page 13

Dagur - 23.02.2001, Page 13
 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2001 - 13 lálin? 7arandstöðunnar. Myndin er samsett hjá tæknideild Dags. ráðherradómi. „Það er samt ekkert sem bannar slíkt samkvæmt lögum Iandsins. T.d. í Frakklandi eru menn gjarnan virkir þátttakendur í pólitík á mörgunt stjórnsýslustig- um.“ Steingrímur vill engu spá um hvort VG muni bjóða sérstaklega fram í borginni næst eða renna saman við R-listann. Guðlaugur veit ekkert Guðlaugur Þór Þórðarson sem nefndur hefur verið til sögunnar sem hugsanlegur arftaki Ingu Jónu var sá eini horgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins sem vildi eitthvað tjá sig opinberlega en þó sem minnst. Guðlaugur sagðist ekki hafa hug- mynd um hvort Björn væri á leið- inni í borgarmálin - en sér hann fyrir sér að Björn gæti verið gott leiðtogaefni þar? „Eg hef ekkert leitt hugann að því en kannski er það ekki mikil frétt að talað sé við einhverja menn um eitt og annað „spekúlatívt". Eg vil að öðru leyti ekki tjá mig um þetta máh" sagði Guðlaugur Þór. Örvænting lijá ílokknum Hvorld náðisl í Ingu Jónu Þórðar- dóttur eða lngibjörgu Sólrúnu borgarstjóra en hins vegar náðist í Ossur Skarphéðinsson, Ieiðtoga Samfylkingarinnar, og er hann heldur hvassyrtur í garð mennta- málaráðherra og Sjálfstæðisflokks. „Eins og sakir standa er málefna- staða Sjálfstæðisflokksins í borg- inni svo veik að það eru hverfandi líkur á að hún vinnist. Mér finnst Inga Jóna hafa að mörgu levti stað- ið sig ágætlega sem oddvili minni- hlutans í borginni en hitt er ljóst að það er greinilega mikil örvænting í liði sjálfstæðismanna og þeir leita nú logandi ljósi að einhverjum sem þeir telja að gæti unnið, Ingibjörgu Sólrúnu. Mér sýnist að hugmyndin um Björn sé ættuð úr hinu helblá- asta horni ungíhaldsins í Reykjavík en það kemur hins vegar ekki á óvart þar sem hugmyndafræði Björns er skyldust þeirra. Hann hefur beitt sér fyrir því að hin bláa hugmvndafræði Sjálfstæðisflokks- ins komi fram með hvað nöktustum hætti. Það er í skólamálunum, þar sem búið er að draga nýjar víglín- ur,“ segir Össur og fer nokkrum neikvæðum orðum um þau mál. Farinn að íhuga flóttaim Hugmyndin um Björn sem borgar- stjóra er Ossuri greinilega ekki að skapi. „Ef Björn verður borgarstjóri - sem guð forði okkur frá - þá vita borgarbúar alveg hvað til þeirra friðar hevrir. Þá verður ráðist á vel- ferðarkerfið eins og Björn er að gera í menntakerfinu. Hins vegar skil ég vel að Björn sé að íhuga þetta framboð. Það er vegna þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru bersýnilega farnir að gera sér grein fyrir því að þeirra dagar á stóli eru taldir við næstu kosningar. Björn er greinilega að íhuga flótt- ann.“ Munu bæði tapa Össur segir um viðbrögð Björns, að hann sé greinilega að kalla á frekari áskoranir með þöglum umþóttun- artíina sínum og auðvitað verði erfitt fyrir Ingu Jónu að sitja þetta af sér. Hann segir ennfremur erfitt að leiða getum að því hvernig sam- starfið muni ganga við ríkisstjórnar- borðið þessa dagana. Spurður hvort Björn eða lnga Jóna sé h'klegra til að vinna borgina á ný fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, segir Össur. „Eg er ekki viss um að mikill munur sé þar á. Hvort þeirra sem er mun tapa.“ FRÉTTIR Margir telja sér misboðið þegar íslensk fyrirtæki ávarpa þá á erlendu máli. Fyrirtækj anöfn sam- ræmist íslenskunni Islensk málnefnd vill benda á ákvæði í íslenskum lögum sem ætlað er að sporna gegn notkun erlendra heita á fyrirtækjum og í auglýsingum. Ari Páll Kristins- son, formaður nefndarinnar segir að Islenskri málnefnd hafi borist allmargar ábendingar um að ís- lensk lyTÍrtæki kynni sig hérlend- is undir erlendum nöfnum. I lög- um segir að hver sá sem rekur verslun, handiðnað eða verk- smiðjuiðnað skal hlýða ákvæðum laga um nafn það sem hann not- ar við atvinnuna og undirskrift fýrir hana, enda beri fyrirtækið og atvinnustarfsemi þess nöfn, sem samrýmist íslensku málkerfi að dómi skrásetjara. I samkeppnis- lögum segir ennfremur að auglýs- ingar, sem höfða eigi til íslenskra neytenda, skulu vera á íslenskri tungu. Islensk málnefnd telur að ekki verði betur séð en að gengið sé á svig við þessi ákvæði þegar ís- lcnskt fyrirtæki auglýsir þjónustu sína hérlendis undir erlendu heiti. Nefndin vill hvetja stjórn- völd til að huga að því hvort allt sé með felldu um framkvæmd og gildi laga á þessu sviði. Ljóst sé að mótsagnir og tvískinnungur í op- inberri afstöðu til íslenskrar tungu sé henni síst til framdrátt- ar. Auk þess sé ástæða til að taka undir með þeim sem telja sér mis- boðið þegar íslensk fyrirtæki ávarpa þá á erlendu máli. - GG Atviiimileyfi 75% fletri en í fyrra Mikii fjöigun atvinnuleyfa frá síðasta ári er m.a. athygiisverð í Ijósi fjöig- unar atvinnulausra á landsbyggðinni og tíðra frétta af uppsögnum fisk- vinnslufólks Yfir 370 atvúmuleyfi voru gefin út núna í janúar borið saman við rúmlega 210 fyrir ári og 150,120 og 80 í janúarmánuðum 1999 1997. Árið 2001 byrjaði með áfram- haldandi stórfjölgun atvinnu- leyfa til útlendinga eins og árið 2000 gerði raunar líka og næstu ár þar á undan sömuleiðis. Yfir 370 atvinnuleyfi voru gefin út núna í janúar, um 75% fleiri en í sama mánuði í fyrra, 140% fleiri en í janúar 1999 og 390% fleiri en í janúar 1997, þegar aðeins tæplega 80 manns fengu at- vinnuleyfi í janúarmánuði. Þessi mikla fjölgun frá síðasta ári er m.a. athyglisverð í ljósi fjölgunar atvinnulausra á lands- byggðinni og tíðra frétta af upp- sögnum fiskvinnslufólks. Á vinnumiðlunum voru um 440 laus störf í boði í janúarlok, heldur fleiri en fyrir ári, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Fækkar syðra fjölgar á landsbyggðimii Þótt færri hafi vantað vinnu núna í janúar en í fvrra þá er það bara vegna þess að starfslausir á höfuðborgarsvæðinu voru nú jafnaðarlega um 440 færri en í janúar fyrra. Á Iandsbyggðinni voru atvinnulausir nú aftur á móti um 140 fleiri en fyrir ári. I hlutfalli af niannafla hefur at- vinnuleysi minnkað úr 1,7% nið- ur í 1,2% milli ára í höfuðstaðn- um en aukist úr 1,9% upp f 2,1% á landsbyggðinni, þar sem það nálgast nú að vera tvöfalt meira en í borgarsamfélaginu. Fjölgunin á landsbyggðinni kemur fram í öllum landshlutum þótt hún sé langmest á Suður- landi, þar sem fjöldi vinnulausra Vestmannaeyinga hefur nær þre- faldast milli ára, úr 40 í fyrra upp í 1 12 að meðaltali í janúar í ár, en sfðasta dag mánaðarins voru 155 manns á atvinnuleysis- skrá í Eyjum. Um 50 forstjórar á lausu Atvinnuleysi meðal kvenna var rfílega helmingi minna á höfuð- borgarsvæðinu (1,5%) en á landsbyggðinni (3,1), þar sem víðast er lítill munur rnilli lands- hluta. Meðal karlanna er mun- urinn mirini (1% á móti 1,5%), utan hvað karlar á Norðurlandi eru í sérflokki, með 2,3% at- vinnuleysi, eða allt að 2-3 falt nieira en í öðrum landshlutum. Atvinnnuleysisdagar í janúar jafngiltu því að um 930 karlar og 1.240 konur hafi verið án vinnu allan mánuðinn, eða um 1,6% af mannafla á vinnumark- aði. Fjölmennustu hópar at- vinnulausra í janúarlok voru: Verkafólk í iðnaði og samgöng- um 440 manns, afgreiðslu/sölu- fólk 380, fólk v. þjónustu/gæslu- störf 330, sölu/þjónustustörf 220, skrifstofufólk 180 og fisk- vinnslufólk 160 manns. Þá má nefna að 50 forstjórar, fram- kvæmdastjórar og aðrir stjórn- endur stærri fyrirtækja og stofn- ana voru á listanum. Samsvarar nær 7.000 í Reykjavík Af einstökum stöðum á lands- byggðinni voru starfslausir flest- ir á Akureyri (174), Vestmanna- eyjum (112), Reykjanesbæ (90), Árborg (70), Skagafirði (65), Bolungarvík (60 rnanns - sem mundi samsvara um 6.700 manns án vinnu í Reykjavík) og á Olafsfirði, Húsavík og Fjarða- byggð rúmlega 40 á hverjum stað. - HEi

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.