Dagur - 23.02.2001, Page 16

Dagur - 23.02.2001, Page 16
16- FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2001 JJML Afbarnsley'ri einlægm Píslarsaga JesúKrísts erblóðug, og hún er djúp og stór. Trúðarnir Barbara og Úlfar verða með splattersýningu um píslarsöguna á Litla sviði Borg- arleikhússins á morgun, laug- ardag, enda fer óðum að stytt- ast í páskana. Þau ætla að segja píslarsöguna á sinn barnslega og einlæga hátt, velta fyrir sér ýmsum hliðum hennar með við- komu í Passíusálmum Hall- gríms Péturssonar, Meistaran- um og Margarítu eftir Búlgakov og biblíusögum sunnudagaskól- anna. Píslarsagan er að sjálfsögðu háheilagt viðfangsefni og vafa- laust er ekki öllum sama hvern- ig tekið er á henni. Blaðamaður Dags ræddi við þau Halldóru Geirharðsdóttur og Berg Pór Ingólfsson, sem eru leikararnir á bak við Barböru og Úlfar, og spurði hvort þau gangi alveg óhrædd til þessa verks. „Nei. Ég er hrædd,“ viður- kennir Halldóra. „Ekki samt við það,“ segir Bergur. „Af því að við berum mikla virðingu fyrir þessari sögu og þetta er gert í góðri trú.“ „Já, en þegar ég segi að ég sé hrædd þá er ég bara hrædd um að fólk misskilji okkur,“ segir Halldóra, „haldi að við ætlum að fara eitthvað að fíílast með þessa sögu. Það er alls ekki. Það væri það síðasta sem mér dytti í hug.“ Ekkert grín - Petta er samt mikið grín og sprell? „Útgangspunkturinn hjá okk- ur er ekki grín, heldur að segja þessa háalvarlegu sögu,“ segir Bergur. „Hins vegar gerist það, að þegar trúðarnir eru komnir á sviðið fáum við að upplifa söguna í gegnum börn, í gegn- um trúða.“ - En er ekki allt í lagi að gera grín að þessu. Stendur sagan ekki alveg undir því? „Jú, en eins og Bergur sagði, þá er útgangspunkturinn hjá okkur ekki að gera grín,“ segir Halldóra. „En hjá Barböru og Úlfari verða hlutirnir barnslega skemmtilegir og fallegir sem fær fólk til að hlæja dátt og skemmta sér konunglega. Og að sjálfsögðu má fólk skemmta sér konung- lega yfir svona stórkostlegri sögu.“ Það er möguleiM í hverri setningu „Við vonumst til þess að fólk komi og riíji upp þessa sögu sem það lærði þegar það fermdist,“ segir Halldóra enn- fremur, „þ.e. þeir sem fermdust, og langi til þess að fara heim og lesa hana betur. Sumir kunna þessa auðvitað sögu betur en aðrir. Eða þá að fólk komi og hugsi með sér hvað þetta er frá- bær saga, og hvað þetta er frá- bær maður. Við vonumst til þess að fólk verði snortið í hjartanu en að það skemmti sér líka kon- unglega, að þetta verði ógleym- anleg stund í leikhúsinu.“ - Þið œtlið að leika þetta af fingrum fram? „Já, en þetta er auðvitað saga sem við kunnum," segir Hall- dóra. „Samt kunnum við aldrei alla söguna af því að hún er svo djúp og hún er svo stór.“ „Það er möguleiki í hverri setningu," bætir Bergur við. „En það er svo mikill óþarfi að vera feiminn við þessa sögu af því að hún er að stórum hluta undir- staða þeirrar menningar sem við lifum í á Vesturlöndum í dag. Við höfum þjóðkirkju og við höf- um þessa siðfræði sem kemur þaðan og þess vegna er þetta okkar menningararfur alveg eins og bókmenntirnar okkar.“ Blóðsúthellingar - Þið œtlið að vera með splatt- er-sýningu. sem þið kallið svo? „Þetta splatter er bara ákveðinn kúltúr, ákveðið költ sem gengur út á blóðsúthelling- ar og limlestingar og svo fram- vegis," segir Bergur. „Það er nákvæmlega það sem er að ger- ast í píslarsögunni. Það eru blóðsúthellingar, limlestingar, pyntingar og niðurlægingar í þessari sögu.“ „Þetta eru svo ótrúlegar nið- urlægingar, sem þessi maður þurfti að gangast undir,“ segir Halldóra. „Út á það ganga einmitt trúarbrögðin í þessari sögu,“ segir Bergur, „að hann lagði þetta allt á sig og sagði já til þess að mannkynið gæti orð- ið frjálst.“ - En segið mér aðeins meira um þetta splatter. Er mikið af slíku í gangi á sýningunni, eða er þetta bara .... ..... auglýsingabrella?" botn- ar Bergur spurninguna. „Já, með ráðum leikhússins verðum við með blóð á sviðinu þar sem það fær að fljóta eins og í sög- unni. Við verðum með blóð í brúsa og í sprautum þannig að það verður alveg slatti af blóði á sviðinu. En þetta veltur líka á samkomulagi við áhorfendur. Það verða engin special effects, heldur komum við til með að lýsa og sýna hvernig þetta hafi verið. En þetta er vissulega auglýsingabrella vegna þess að sagan er aðalatriðið, en blóðið fylgir bara með.“ í samspíll við áhorfendur „Við höfum gert splatter áður,“ bætir Halldóra við. „Þá sögðum við söguna af Rauðhettu. En það er algjörlega undir áhorf- endum komið hvað við göngum langt. Barbara og Úlfar ganga aldrei lengra en áhorfendur leyfa, og þau finna það alveg. Ef okkur finnst áhorfendur vera dónalegir og vilji of mikið, þá bara gerum þeim grein fyrir góðum siðum og segjum hingað og ekki lengra. En ef við göng- um lengra en áhorfendur vilja að við gerum, þá biðjumst við innilega afsökunar og fólk tekur það til greina. Þannig að þetta er algjörlega opið. Við vitum ekki hvað við munum ganga langt. Við höfum gengið mjög langt á sýningum, en við höfum líka gengið mjög stutt.“ - Þið hafiið verið nokkuð lengi með Barböru og Úlfar? „Já, við kynntumst þeim í Nemendaleikhúsi," segir Hall- dóra. „Þá fæddust þau í út- skriftarverkefni hjá okkur. Síð- an höfum við alltaf öðru hverju verið að leyfa þeim að hittast og leika saman. Þau hafa rosalega gaman af að hittast" „Við höfum líka voða gaman, bæði af því að hittast sjálf og að láta þau hittast," bætir Bergur við. „Þau eru með splatter-sýn- ingu núna. En þau hafa líka verið á leikskólum,“ segir Berg- ur. „Og árshátíðum og unglinga- skemmtunum. Þau koma fram hvar sem er,“ segir Halldóra. Upphefð Barhöru - Barböru hlotnaðist mikill heiður í haust þegar hún lék í Lé konungi. Breyttist hún eitt- hvað við það, þroskaðist hún á einhvern hátt? „Nei,“ segir Halldóra, „en það var í fyrsta skipti sem hún lærði texta og fór alltaf með textann sinn rétt. En ég átta mig ekki alveg á því. Kannski þurfti Halldóra að taka meira að sér foreldrahlutverk yfir henni, en Barbara réði samt al- veg við það. Hún leyfði sér bara ekki að koma með sínar eigin vangaveltur upphátt, þótt hún hafi gert það innra með sér. Eðli þeirra Barböru og Úlfars er nefnilega að segja eitthvað og elta svo þær vangaveltur sem koma upp í framhaldi af því sem þau hafa verið að segja. En í leiksýningu þar sem er fyrir- skrifaður texti og aðrir leikarar lifa ekki samkvæmt sömu lög- málum og Barbara, þá getur hún ekki leyft sér það.“ „Barbara var eiginlega að leika sjálfa sig, af því að hún hefur sömu element og fíílið," segir Bergur. „Þannig að þetta var eins konar babúska. Dóra var að leika Barböru og Bar- bara var að leika fíílið.“ Þauhjálpa hvort öðru að skilja „Já, ég var eiginlega að leika konu sem var að leika Barböru sem var að leika fíflið sem lék svo hin ýmsu hlutverk. Þetta var einmitt algjör babúska,“ segir Halldóra. - Var langur aðdragandi að þessari sýningu um píslarsög- una? „Nei, en um leið og Gíó varð hér leikhússtjóri og við Bergur vorum loksins saman í leikhúsi, þá varð strax ljóst að við mynd- um gera sýningu með Barböru og Úlfari,“ segir Halldóra. „Það var bara spurning hvenær það yrði. Við vissum því alltaf að Bar- bara og Úlfar ætluðu að gera eitthvað, en við Bergur verðum að gera eitthvað sem okkur ligg- ur á lijarta. Fyrir tveimur eða þremur vikum kom Bergur svo með hugmyndina að því að segja þessa sögu og ég kveikti algjör- lega á því og fer með honum inn í það. En svo erum við auðvitað ólíkar manneskjur þannig að mín sýn á þessa sögu er mjög ólík sýn hans, og sýn Barböru er mjög ólík sýn Úlfars. Og þau hjálpa hvort öðru að skilja þetta." -gb

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.