Dagur - 09.03.2001, Blaðsíða 2

Dagur - 09.03.2001, Blaðsíða 2
2 -FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 FRÉTTIR „Þetta er óþolandi fj árplógsstarfsemi6 8:HftR.2031 111:30... ,.| |T6LF>NDSP0?.TUR KOPflVOGIJ í______ ISLflNDSPOSTUR KOPflV^. ff Landsbanki gíró-seðill Wá ísiands A ko.247' LaP.svganki [sjands............. SKUL0FÆHSLU8EIÐNI ER A 5AKHU0 SEDILSINS Dnnld »l,ia Inndemanno |Wb‘«m 2.700,00 kr. 2.700,00 kr. FJ.Vhw«fnni mé okkl fcreylo. onmnicj ua iw.a afmcnchI cóhaum. PóSTwasuM oa spaa*jóouv. TlMa.inc-rC.nw l:.»l| Sd»»OffiW I ?■! Uppvrflff . ~j I «p PYT'f* NSOAM MAIMUKM AK'.TA MO 0VC«O CC«-0 CSUipCAflO > 000 • 31 < O'i 1126> 007006+ 00000270000< L Landsbanki íslands FÆHSLUSKJAL GJALDKERA TitvMjrM-nýnr | ' I •»>n » GREIÐSLUKVITTUN 1 ^'ívsai# | TWt.ranttrjr ; OMtandl Si/tðailOsi Dnl4*Vi StyTlcur v/Eirutök böm Sendingagjald 2.700 MUnVa.sðif-iUi'u Einstðlc bðm | LyrtE^i 11 210 Garðabxr Kt 70CG003190 SamþyWct: 5*r,u4. 2.700 Gíróseðill sem notaður var í sölunni. Neytendasamtökin gera athugasemd við sölu á geisladiski, sem sagdur er til stuðnings félagiuu Eiustökum hömum „Eg er satt að segja alveg foxill og hef mestan áhuga á að láta þessi viðskipti ganga að öllu leyti til baka þannig að ég geti gefið Einstökum börnum þennan 2.700 kall eins og ég hélt að ég væri að gera. Þetta er algerlega óþolandi fjárplógsstarfsemi!," sagði kona sem Dagur ræddi við í gær og hafði eins og hún orðar það „styrkt Einstök börn með 2.700 krónum en fengið hjómdisk með Páli Rósinkrans í kaupbæti." Alvarlegar athugasemdir Neytendasamtökin hafa gert al- varlegar athugasemdir við síma- sölu þar sem seldur er geisla- diskur til styrktar félaginu Ein- stökum börnum, sem er félag til stuðnings barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Samtökin segja að fjölmargir telji sig vera illa svikna í þessum viðskiptum þar sem sölumenn sögðu að kaupandi væri að styrkja félagið Einstök börn með kaup á diskin- um. Raunar fullyrðir viðmæl- andi Dags að diskurinn hafi ver- ið boðinn eftir á, sem kaupbætir og þakklætisvottur frá Einstök- um börnum, og því hafi beinlín- is verið bcðið um allan pening- inn til styrktar félaginu. Komið hefur í Ijós að félagið sem neyt- endur töldu sig vera að styrkja fékk aðeins 10% af þeim 2.700 krónum sem það borgaði fyrir diskinn, eða einungis 270 krón- ur. Fyrirtækin íslensk miðlun sem annast söluna og fyrirtækið Landco sem er útgefandi disks- ins fá því 90% af greiðslunni eða 2.430 krónur. Neytendasamtök- in telja þetta afar hæpna og sennilega ólögmæta öllun fjár- muna, þar sem meginhluti þeirr- ar upphæðar sem neytendur greiða rennur ekki lil þess mál- staðar sem höfðað er til í símtal- inu. Hægt að hætta við I sérstakri yfirlýsingu vilja Neyt- endasamtökin minna neytendur á að samkvæmt lögum um hús- göngu- og fjarsölu geta neytend- ur hætt við viðskipti sem fram fara með þessum hætti í allt að 14 daga frá því að þeir fá sölu- hlut í hendur. Þess ber þó að geta að ekki má vera búið að rjúfa innsigli ef um geisladisk er að ræða. Einnig er í lögunum kveðið á um skyldu seljanda til að veita neytanda tilteknar upp- lýsingar eins og um nafn og heimilisfang seljanda, helstu eig- inleika vöru, verð og rétt til að falla frá samningi. Ef seljandi uppfý'llir ekki upplýsingaskyldu sína er samningurinn ekki bind- andi fyrir neytandann. Þessar reglur gilda einnig um viðskipti sem eiga sér stað með húsgöngu, í gegnum Netið og við sjónvarps- markaði. Landsbankinn skilaði 1.5 milljarði í hagnað. Hagnaður hjá Landsbanka Hagnaður Landsbankasamstæð- unnar á árinu 2000 nam 1.504 milljónum króna íý'rir skatta og 955 milljónum eftir skatta. Arið 1999 var hagnaður samstæð- unnar 1.668 milljónir fyrir skat- ta og 1.093 milljónir eftir skatta. Afkoman á árinu 2000 er í sam- ræmi við væntingar og markmið Landsbankasamstæðunnar um jafna og stöðuga rekstrarafkomu. Arðsemi eiginfjár fý'rir skatta var 12,7% árið 2000 samanborið við 17,5% árið 1999. Arðsemi eiginfjár eftir skatta var 8,1% en 11,5% á árinu 1999. Arðsemi eigin fjár er við neðri mörk þeir- ra markmiða sem samstæðan hefur sett sér til skemmri tíma, en að teknu tilliti til aðstæðna á fjármálamarkaði á árinu 2000 er arðsemin viðunandi. Almenn viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi gekk vel á árinu 2000 og hafa grunn- þættir í rekstri samstæðunnar styrkst ennfrekar frá fyrra ári. Þetta má rekja til aukinna um- svifa, hagræðingar í rekstri og varfærni í stöðutökum á hluta- bréfamarkaði. Hrærmgar í norð- lcnskri erótík Eigendaskipti eru að verða á Venus sem er í miðbænum á Akureyri, en óvíst er hvaða áhrifþað hefur á áhuga bæjarbúa á staðnum! Bæjarstjóra og -lögmanni falið að skoða umsóknir tveggja erótískra staða á Akureyri. Norðmenn komnir í akureyrska erótík. Nokkrar sviptingar eru þessa dagana á þeim akureyrsku skemmtistöðum sem kenna sig við súlur, kjöltudans og erótík. Bæjarráð Akureyrar tók í gær fyr- ir tvær Ieyfisumsóknir en frestaði afgreiðslu á báðum. I öðru tilvik- inu er um að ræða umsókn Bern- harðs Steingrímssonar sem rekið hefur Setrið í Sunnuhlíð. Hann er með leyfi fý'rir, en sækir nú um leyfi til rekstrar næturklúbbs. 1 hinu tilvikinu hafa eigendaskipti orðið á Venusi við Ráðhústorg. Þar sækir Örn Ólafsson fyrir hönd ADS ísland ehf. um leyfi til rekstrar næturldúbbs. Bernharð Steingrímsson segir að hann sé að skilgreina stað sinn samkvæmt löggjöf. Sama eigi sér stað á Venusi en þar standi hópur Norðmanna á bak- við eigendaskiptin. I umsókn Arnar Ólafssonar kemur fram að heimilisfang fyrirtækisins sé að Hafnarstræti á Akureyri og er gefið upp eitt farsímanúmer. Slökkt var á þeim sfma í gær og ekki náðist heldur í Örn til að fá þetta staðfest. Bærinn ráðþrota Bæjarráðsmaður sem Dagur ræddi við í gær sagðist ekki átta sig á hvað væri að gerast í þess- um geira og sú hefði verið höfuð- orsök þess að bæjarstjóra og bæj- arlögmanni hefði verið falið að fara yfir þetta mál. Hann taldi að umsóknir um rekstrarleyfi næt- urklúbbs byggðust á ósk um að fá að hafa Iengur opið á næturnar. Samkvæmt samþykktum hæjar- yfirvalda á Akureyri væri hins vegar engum stað heimilt að hafa opið lengur á nóttinni en til klukkan 3. Hugsanlega stæðu þó líkur til að skilgreina yrði nánar opnunartíma í framtíðinni og þá eftir eðli staðanna. Norskt starfsfólk Annar fulltrúi Akureyrarbæjar sagði að svo kynni að fara innan tíðar að stjórnendur bæjarins myndu skera upp herör gegn þessari starfsemi. Enn aðrir benda á að Akureyri sé mikill skólabær og það hljóti að vera eðlilegt að hafa annan opnunar- tíma að sumarlagi en þegar bær- inn er uppfullur af misungum nemendum. Bernharð segir að Einar Gunn- laugsson, sem rekið hefur Venus, muni halda eign sinni við Ráð- hústorg 7 en leigja út reksturinn. „Maður hefur heyrt að þeir ætli að vera með norskt starfsfólk á barnum og það gæti orðið athygl- isvert ef afgreiðslufólkið segir hara: Undskyld, jeg f’orstaar ikke," þegar maður hiður um tvö- faldan á barnurn," segir Bern- harð. - bi> Össur styður ÍF Össur hf. hefitr gert styrktar- samning við Iþróttasamband fatlaðra (ÍF). Um er að ræða beinan fjárhagslegan styrk., sem nemur 2,6 milljónum króna, og er ætlaður til styrktar IF m.a. við undirbúning og þátttöku í Ólympíumóti fatl- aðra í Aþenu 2004. Samning- urinn gildir frá 2001 til 2004. Iþróttasamband fatlaðra mun fylgja sömu stefnu við undirbúning sinn fýrir Ólympfumótið í Aþenu 2004 eins og fyrir undangengin Ólympíumót. Landsliðsþjálíarar verða ráðnir og í sam- ráði við þá valinn undirbúningshópur. Með aðstoð samstarfsaðila ÍF verður hópnum gert kleift að undirbúa sig sem best til að ná há- marksárangri á þeim stórmótum sem framundan eru, með Ólympíu- mótið 2004 sem hápunkt. Frá undirritun samninga í gær. Krydd til vamar matareitnmum Komið hefur í ljós að krydd gagnast ekki aðeins til bragðbætis held- ur hafa tilraunir sýnt að sumar kryddtegundir geta dregið úr hættu á matareitrunum. Kryddtegundir sem þykja veita hesta vörn gegn sýkl- um eru: Hvítlauksduft, negull, kanill, oregano og salvía. Og engin nauðsyn er að krydda matinn eldsterkan til að kryddið komi að gagni sem sýklavörn. Þeir sem að tilraununum stóðu segja að ekki þurfi að krydda matinn meira en svo að bragðið rétt finnist, hefur ritið Heil- brigðismál eftir heilsuritinu Health. - HEI Leggjast gegn Listskreytingasjóði Á funoi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, á dögunum var in.a. lagt fram bréf Sambands íslenskra myndlistarmanna, þar sem lagt er til við stjórn sambandsins að hún heiti sér fyrir því að stof’n- aður verði Listskreytingasjóður sveitarfélaganna er starfi eftir svipuð- um lögum og Listskreytingasjóður ríkisins. Stjórnin er ekki tilbúin til að beita sér fyrir því að stofnaður verði sérstakur Listskreytingasjóður sveitarfélaga. Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um Listskreytingasjóð ríkisins gelur hann veitt styrki til listskreytinga í byggingum sveitarfélaga enda komi mótfram- lag frá viðkomandi sveitarfélagi og þann möguleika hafa y'mis sveit- arfélög nýtt sér. Eðlilegast er að ákvarðanir um listskreytingar ein- stakra sveitarfélaga séu í ákvarðanavaldi þeirra sjálfra. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.