Dagur - 09.03.2001, Side 4
4-FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001
Ðagur
FRÉTTIR
Talsmenn Stígamóta kynna skýrslu samtakanna fyrlr fjölmiðlum I gær.
Um 20% fjölgim
nauðgimarmála
Alls 214 einstaklingai’
leituðu í fyrsta sinn að-
stoðar Stígamóta í fyrra
þar af rúinnr þriðjungur
vegna nauðgunarmála.
Um 74 einstaklingar leituðu sér hjálp-
ar Stígamóta vegna nauögana í fyrra,
um 20% fleiri en árið áður, og tvöfalt
Heiri vegna sifjaspella og afleiðinga
þeirra. AIIs leituðu 214 einstaklingar
aðstoðar Stígamóta í fyrsta sinn á ár-
inu (205 konur og 9 karlar), flestir í
janúar og júlí. Fjórtán þeirra höfðu
orðið fý'rir kynferðisoflteldinu á útihá-
tíð eða skemmtistað og heldur fleiri á
víðavangi/leikvelli. Alls komu 380 ein-
staklingar í rúmlega 1.660 viðtöl hjá
Stígamótum á árinu.
10 konur komu vegna sama
mannsins.
„Það er tvennt sem okkur linnst at-
hyglisverðast þegar við gerum upp I 1
ára starf Stígamóta. Annað er það að
fjöldi ofbcldismanna er 50% fleiri en
þeir, aðallega konur, sem leita sér
hjálpar," sagði Rúna Jónsdóttir hjá
Stígamótum. Urn 3.025 einstaklingar
leituðu sér aðstoðar á þessu tímabili
sem nefndu til samtals 4.550 oflteldis-
menn. „Ástæðan er m.a. sú að konur
leita sér ekki hjálpar fyrr en þær eru
beittar ofbeldi af fleirum en einum eða
í annað skiptið og líka það að sömu
mennirnir koma fyrir aftur og aftur og
eru jafnvel margtaldir í þessari árs-
skýrslu. Það er slóð á éftir þessum
mönnum. Það hafa komið til okkar
heilir hópar kvenna vegna sama
mannsins, bæði saman og sitt í hverju
lagi. Ef við tökum bara fyrir starfið hér
á síðasta ári þá munum við eftir tilfell-
um þar sem það komu hingað a.m.k.
10 konur vegna sama mannsins, sem
ekki var kærður - og hann verður ekki
ka'rður," sagði Rúna.
69 kærur en bara 4 dómar
I litt stóra áhyggjuefnið sagði hún það
að þeim sem leituðu sér aðstoðar
vegna nauðgunar skylcli hafa fjölgað
um 20% í fyrra, úr 64 upp í 71 sent
áður segir. Og ef að vanda lætur hafa
fæstir þeirra þurft að óttast kæru og
enn færri dóma. I því sambandi benti
Rúna á að í hittiðfyrra hafi aðeins fall-
ið 4 nauðgunardóntar þrátt fyrir 69
kærðar nauðganir. En það sama ár
vissu Stígamótakonur að a.m.k. 160
konur höfu leitað sér hjálpar vegna
nauðgana hjá Stígamótum og annars
staðar. „Við erum þó alltaf að kljást við
toppinn á ísjakanum og það veit í raun-
inni enginn hvað nauðganir eru raun-
verulega margar."
Bara 9% málanna í réttarkefið
Athugun á afdrifum þeirra mála sem
komið hafa á borð Stígamótakvenna
undanfarin 1 I ár leiddi í ljós að í meira
en 85% tilfellanna fóru málin aldrei
lengra en til Stígamóta. Að því best er
vitað fóru aðcins um 9% málanna inn i
réttarkerfið, en óvíst er um afdrif f 5%
lilvika. Stígamótakonur segja þetta
auðvitað mikið áhyggjuefni, en jafn-
framt mjög athyglisvert hvað síðan ger-
ist þegar konurnar reyni að leita réttar
síns. Dómar séu sláandi fáir, eins og
framangreint dæmi leiðir glöggt í Ijós.
Valgerður
Sverrisdóttir.
Pottverjar þykjast sjá
aukna liörku í samskipt-
um stjórnarflokkanna
undanfarið. Dæmi um
þetta er viðtal AK-tímarits
við Valgerði Sverrisdóttur
ráðherra. Valgeröur segir
þar uin forsætisráðherra:
„Davíð er vissulega mikill
stjórnmálamaður og
sterkur persónuleiki en
það er mikilvægt fyrir hann að hafa mann við
liliö sér eins og Halldór Ásgrímsson. Halldór er
sífellt að hugsa til framtíðar með hag þjóðarinn-
ar í huga. Hann tekur ákvarðanir byggöar á því
og lætur ekki dægurþras fara í taugamar á sér.“
Þar hafa menn það. Valgerður hefur þá upplýst
að Davíð og dægurþrasið eigi samleið og að for-
sætisráóherrann hugsi ekki sífellt til framtíð-
ar!...
En talandi um Davíð og
dægurþrasið, þá er inargir
pottverjar famir að velta
því fyrir sér hvort eittlivað
sé orðið tregara rennslið í
samtölunuin milli þeirra
Davíðs og Bjöms Bjarna-
sonar. Það aö Bjöm skuli
ákveða að draga eins lengi
og raun her vitni að
hrökkva eða stökkva í
borgarstjórnarmálunum þykir ekki pólitískt
snjallt hjá lionum. Á það er bent að þessa
ákvöröun geti Bjöm þó ekki tekið nema sain-
kvæmt ábendingu frá Davið og augljóslega hafi
sú ábending ekki komið enn. Þó em þaö ekki all-
ir sem telja að rekja megi þennan drátt til sam-
bandsleysis þeirra félaga, því sumir benda á að
það gæti allt eins verið aö það væri Davíð sjálf-
ur sem ætti erfilt með að ákveða hvort Björn
skuli hrökkva
V____________
Davíð Oddsson.
IndriðiH.
Þorláksson
ríkisskattstjórí
Ríkisskattstjóri gerði ígær
grein jyrir nýjungum og breyt-
ingum á skattframtali 2001
og skattskilum
Helmingur framtala rafræn
- Framtalsfrestur er nú til 26. mars, iil
i’efframteljenda 2. apríl, eða seinni ú árinu
en nokkru sinnifyrr. Hvað veldtir þvt?
„Við byrjuðum í fyrra á því að skrá smáveg-
is af upplýsingum á framtalseyðublöðin. í ár
ákváðum við að bæta um betur og söfnuðum
upplýsingum um laun, fasteignir, bílaeign og
skuldir við lánasjóði og forskráðum þetta á
framtölin. Það fylgir þessari ákvörðun og
vinnu í kjölfarið að gefa þurfti upplýsingagjöf-
unum, sérstaklega launagreiðendunum sem
teknir voru með í fyrsta skipti, frest til 15.
febrúar til að gefa up])Iýsingar um laun og
skattskyldar tekjur sem fóru til þeirra starfs-
manna. Við buðum 100 stærstu launagreið-
endunum að gera þetta með þessum hætti, en
fengum reyndar upplýsingar frá 300 aðilum,
og þeir þurftu tíma tii að meðhöndla sínar
upplýsingar eftir uppgjör eftir árið 2000, enda
lögðum við áherslu á að upplýsingarnar væru
endanlegar og réttar. I þessum hópi eru m.a.
ríkið, Reykjavíkurborg og einkaaðilar í nokkuð
miklum mæli. Að fjárhæð til er þetta meira en
helmingur af öllum framtöldum tekjum sem
nú eru komin inn á framtölin, en enn mikill
minnihluti allra launagreiðenda. Það er háð
framgangi okkar þróunarvérkefnis hvenær öll
laun verða komin inn á framtalseyðublaðið.
Þetta eru ekki tafir af okkar hálfu, heldur er
verið að breyta vinnuferlinu og seinka þessu
varanlega."
- Samlivæmt þessu styttist sá tími sem Itð-
ur frá skiltim framtala og þar til skattskrá
kemur lít á miðju sumri. Er það ekki aukið
álag á staifsfólk skattstofanna um allt land?
Bæði og. Það hefur verið aukið álag á okk-
ur fyrstu mánuðina og vissulega veröur
knappari tími hjá skattstofunum fram á sum-
ar og mikill annatími. Á móti kemur ákveðið
hagræði j)ví samhliða þessu erum við að þróa
netskil þar sem menn skili framtölum á Net-
inu. Við vonumst til að fá helming allra fram-
tala inn með rafrænum hætti, eða um 100
þúsund framtöl, en í lýrra var þetta um þriðj-
ungur framtalanna. Þar með fellur skráning
niður sem er til hagræðis og við höfum þróað
vinnslukerfi varðandi skoðun á rafrænum
framtölum og úrvinnslu úr þeim til að flýta
fyrir. Þau eru þá endurskoðuð í tölvum án
þess að auga eða hönd mannsins komi þar ná-
lægt. Þannig ræður kerfið við þetta á skemm-
ri tíma en á undanförnum árum.“
- Geta allir einstaklingar taliðjram á Net-
inu?
„Við gefum öllum kost á að telja fram núna
þó þeir séu með rekstur eða verktakagreiðslur
ef veltan er ekki meiri en 1,5 milljón á ári og
séu ekki með eignir í rekstrinum sem þarf að
afskrifa. Á Netinu er rekstrarreikningsform
sem einfalt er að gera skil á auk uppgjörs á
virðisaukaskatti."
- Eru einhverjir framteljendur sem ekki
þtufa að hæta neinu við nema undirskrift-
intii?
„Við reiknum með nokkuð stórum hóp sem
þurli ekld að bæta neinu við framtalið nema
þeir séu með lán og fjármagnstekjur. I- lyrra
fengu 25 þúsund manns allar sínar tekjuupp-
lýsingar á framtalsblaðið. Þegar nú bætast við
launin og íbúðareignin þá Ijölgar verulega í
þessum hópi. Við munum því nálgast þessi
mörk á næstu árum en auðvitað er það háð
aðgengi okkar að þessum upplýsingum. Við
ætluðum að taka inn íbúðaskuldir í ár en það
strandaði á því að íbúðalánasjóður er að brey-
ta sínu tölvukerfi og óskaði eftir fresti í eitt ár.
Á sama hátt munum við óska eftir því að líf-
eyrissjóðir og fjármálastofnanir veiti okkar
slíkar upplýsingar ef lántakendur heimila það.
Þetta er aukin þjónusta við skattborgarana,
auðveldar þeim að telja fram og verður einnig
auðveldara fyrir skattkerfið.11
- Hvað skila margir ekki framtali og láta
áætla á sig?
„Allt of margir. Um 10 þúsund einstakling-
ar fengu áætlun í fyrra við álagningu og hefur
aukist á síðustu árum. Stór hluti j)eirra sldlar
svo framtali, en það flokkast sem kæra, svo
endanlegi hópurinn er mun minni. Við slefn-
um að |)ví að allir skili framtali, og sem flestir
þeirra á vefnum." - GG