Dagur - 09.03.2001, Side 6
6 - FÖSTUDAGUR 9. MARS 2 0 0 1
PJÓÐMÁL
Damvr
Útgáfufélag: DAGSPRENT
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aöstoöarritstjóri: birgir guðmundsson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 1A, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: í.ooo kr. á mánuði
Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
NetfÖng auglýsingadeildar: valdemar@dagur.is- augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: CREYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Amundason
CREYKJAVÍK)563-1642 Gestur Póll Reyniss.
(AKUREYR 1)460-6192 Valdemar Valdemarsson
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i
Símbréf ritstjórnar: 460 617icakureyri) 551 6270 CREYKJAVÍK)
Fíkniefnagróðinn
í fyrsta lagi
Síðustu ár hafa refsingar þeirra sem smygla ólöglegum fíkni-
efnum til landsins verið hertar til muna. Margir sem teknir eru
með verulegt magn af slíkum efnum hafa þannig fengið mar-
gra ára fangelsisdóma. Það hefur hins vegar reynst erfiðara að
hafa upp á bakmönnum fíkniefnasalanna, þeim sem fjár-
magna kaupin og nota andvirðið til að kaupa hús, bíla eða aðr-
ar eignir. En nú hefur í fyrsta sinn tekist að fá slíka menn
dæmda - ekki aðeins til fangelsisrefsingar heldur einnig til
þess að greiða til samfélagsins tugi milljóna króna af andvirði
fíkniéfnagróðans. Það er mikilvægt skref í rétta átt.
í öðru lagi
Það er óþolandi að glæpamenn sem auðgast á ólöglegri iðju
skuli fá leyfi til að njóta afraksturs glæpanna þegar þeir sleppa
úr fangelsi. Þeir dómar sem fallið hafa að undanförnu í því
sem fjölmiðlar kalla „stóra fíkniefnamálið" bera með sér að
löggæslan í landinu hefur nú fengið Iagaheimildir sem duga til
að svipta glæpamennina að minnsta kosti umtalsverðum hluta
hins ólögmæta gróða sem þeir hafa komið fyrir til dæmis í fast-
eignum og bifreiðum. Dómstólarnir hafa þar með gefið fíkni-
efnasölum skilaboð sem ekki verða misskilin og sem vonandi
leiða til þess að færri leggi út á glæpabrautina í framtíðinni.
í þriöja lagi
Stóra fíkniefnamálið var afar umfangsmikið. Þar komu marg-
ir við sögu og veltan í glæpastarfseminni var gífurleg. Enginn
þarf að efast um að fleiri slíkir söluhringir eru starfandi því
fíkniefnin halda áfram að streyma inn í landið. Því ber brýna
nauðsyn til að efla enn frekar þær deildir lögreglunnar í land-
inu sem berjast við sölumenn fíkniefnadauðans, og fáránlegt
að láta takmarkanir á yfirvinnu bitna á slíkum rannsóknum.
Lögreglan á ekki aðeins þakkir skyldar fyrir frábæran árangur
í þessu tiltekna máli, heldur ber stjórnvöldum einnig að sjá til
þess að fjárskortur hamli ekki í framtíðinni rannsóknum á öðr-
um alvarlegum fíkniefnabrotum.
Ellas Snæland Jónsson
Eins og í gamla daga
Garri hefur verið að fylgjast
með orðræðum og orðahnipp-
ingum forustumannanna á
vinstrikantinum. I vikunni
hafa verið hér í Degi viðtöl við
þá Steingrím J. Sigfússon og
Ossur Skarphéðinsson um
framtíð samstarfs innan R-
listans. Garra þótti það nokk-
ur upplifun að lesa þessi við-
töl og þann tón sem þarna
heyrðist. Steingrímur J. lét
frekar ólíkindalega með allt
samstarf, talaði um að menn
væru komnir
langt fram úr
sjálfum sér og
allt ætti nú eft-
ir að ræða
miklu betur og
það yrði að sjá
til með þetta
allt saman.
Garri fékk það
á tilfinninguna
að Steingrímur
hefði talsverðan áhuga á að
vinstri grænir færu sjálfir
fram í Reykjavík undir eigin
formerkjum. Enda var til-
gangurinn hjá honum eflaust
að gefa mönnum einmitt þá
tilfinningu - þó ekki væri
nema til að skapa sér sterkari
samningsstöðu.
Sameining
vinstrimanna
Og svo í gær kom Össur
Skarphéðinsson fram og sagð-
ist veðja á aö vinstri grænir
myndu verða með, enda væri
það mikill ábyrgðarhluti af
Steingrími J. og félögum ef
þeir klvfu sig út úr Reykjavík-
urlistasamstarfinu. Össur vill
alveg þveröfugt við Steingrfm,
fara að drífa í þvf að koma
formlegum atriðum þessa
samstarfs á hreint og gengur
fram án nokkurra fyrirvara
V
eða efasemda. Enda væri nú
annað sérkennilegt því hér er
jú verið að ræða um samein-
ingu vinstrimanna (og miðju-
manna) í eitt kosningabanda-
lag og Össur hefur jú alla tíð
verið mikill sameiningarmað-
ur.
Alþýðubanda-
lagsómur
Það sem þó er merkilegt við
þessa umræðu alla er að hún
er eins og end-
urómur af for-
tíðinni. Þetta
hljómar allt
eins og um-
ræða innan úr
Alþýðubanda-
laginu sáluga.
Þar voru menn
sérfræðingar í
því að búa sér
til ágreinings-
efni og allir voru að tryggja
stöðu sína gagnvart cillum
öðrum og því var engin
ákvörðun tekin í þeim Rokki -
hversu ómerkileg sem hún
annars kunni að vera - ein-
föld eða auðveld. Allar
ákvarðanir voru átakaákvarð-
anir. Og þá voru fylkingar
seni tókust á, kratískir allabal-
ar versus sósíalistarnir.
Kratamegin hevrðist hæst í
Össuri og Ólafi Ragnari og
sósfalistamegin voru foringjar
menn eins og Steingrímur J.
og Svavar Gestsson. Nú eru
þeir Svavar og Ólafur Ragnar
farnir til þjónustu fý'rir þjóð
sína á öðrum vettvangi, en
eftir sitja þeir Steingrímur J.
og Össur og halda uppi merk-
inu eins og í gamla daga, en
að þessu sinni innan raða
kosningabandalagsins R-list-
ans. GAHRI
.f' "■ JÓHANNES
m , SIGURJÓNS
\ , SON
m, Æmæ skrifar
Það er ekki eins einfalt mál að
vera náttúruverndarsinni og
fýlgismaður friðunar á flestum
sviðum eins og margir halda.
Það sanna deilur talsmanna
rjúpunnar annars vegar og skóg-
ræktar hins vegar að undan-
förnu. Rjúpnavinir segja að
áform um stórfellda ræktun
nytjaskóga í mólendi þrengi
mjög hag rjúpunnar og geti vald-
ið stofninum ýmsum húsifjum.
Olafur K. Nielsen líffræðingur
segir t.a.m. að þegar þessir skóg-
ar vaxi upp verði algjör umbylt-
ing á gróðurfari og dýrafífi.
Rjúpan sé ekki skógarfugl og
varplönd hennar fyrst og fremst
opin svæði, svo sem móar af
ýmsum gerðum. Ennfremur
sæki hún í birkiskóga og éti
raunar birkið en fúlsi við barr-
trjám.
Skógræktarmenn hafa auðvit-
að mótmælt því að skógrækt
eyði rjúpu og þar stendur hníf-
urinn i kúnni. (Og raunar má
Fugla- og furuviuir
í hár saman
segja að flest spjót standi á
þeirri ágætu skepnu þessa dag-
ana).
Vargar í véum
Náttúran er sem sé vandmeðfar-
ið fyrirbæri. Náttúran
lifir á sjálfri sér og í
hennar ríki skapar
friðun eins ófrið og
óáran í annars ranni.
Sé hróflað við náttúr-
unni á einum stað,
hefur það um leið
áhrif á öðrum. Og
þarf ekki hagsmunaá-
rekstra rjúpna og barrtrjáa til að
sanna það, því dæmin eru legíó.
Hvalveiðar höfðu veruleg áhrif á
aðra nytjastofna í sjónum (og
ónytjastofna einnig auðvitað).
Og friðun hvala hefur sömuleið-
is áhrif en í aðra átt. Skipulögð
eyðing refa var fagnaðarefni
fuglum landsins, cn friðun þeir-
ra á t.d. Hornströndum hefur að
sama skapi verulega fækkað
mófugli á þeim slóðum.
Svona er auðvitað hægt að
halda áfram að telja upp dæmi
um inngrip mannsins í náttúr-
una á einum stað sem hefur haft
veruleg á áhrif á öðrum, svo sem
framræslu mýra sem
fækkað hefur vað-
fuglum, tilkomu fisk-
vinnsluhúsa sem
fjölgað hefur varg-
fugli og í framhaldi
af því meindýraeyð-
um og þar fram eftir
götum.
Ljóðrjúpur
Það er sem sé ekki einfalt mál
að vera talsmaður allsherjar
náttúruverndar. Því maðurinn
er líka hluti 'af náttúrunni eins
og aðrar skepnur og Iífverur og
hvort seni okkur líkar betur cða
verr, þá eru hagsmunir hans æv-
inlega seltir í öndvegi á kostnað
annars jarðargróðurs. Mönnum
gengur hins vegar yfirleitt illa að
koma sér saman um hverjir þeir
hagsmunir eru og í mannlegu
samfélagi er eins dauði oftar en
ekki annars brauð, ekki síður en
í náttúrunni.
Það þarf sem sé að forgangs-
raða í náttúruverndinni og frið-
un umhverfisins. Meta hvert
mál kalt og á vísindalegum
grunni, fremur en tilfinninga-
legurn, Það eru til dæmis ekki
fullgild rök að segja að rjúpur
séu svo fallegir fuglar, bragðgóð-
ir og fari svo vel í ljóðum að ekki
megi rýra afkomumöguleika
þeirra meira en orðið er. Og
glæsileiki gildra barrtrjáa á ekki
helclur að ráða ákvörðun í mál-
um sem þessum. Á sama hátt
erum við auðvitað ekki tilbúin
til að gleypa hráan vestur-
heimskan tillinningaáróður,
scni byggir á meintum gáfum og
geðprýði hvala, seni helstu rök
fyrir friðun þeirra.
Hér er sem sagt að mörgu að
bvggja.
Er naudsynlegt að setja
reglursem herðaaðkyn-
lífsiðnaðinum á ís-
landi?
Sr. íris Kristjánsdótttr
prestur íHjallakirhju íKópavogi.
„Já, mér finnst að
vel megi þrengja
að þessari starf-
senii.i Seni kristn-
um einstaklingi
finnst mér við
verða að minnast
ábyrgðar okkar gagnvart sam-
borgurum okkar, að við veltum
því fyrir okkur hvaða skilaboðum
slík starfsemi kemur til almenn-
ings. Hvað varðar nektardans-
staðina þá get ég lítið tjáð mig
um þá sakir vanþekkingar. Mild-
ar sögur ganga þó um ýmislegt
vafasamt scm þar fer frarn, og
mætti líklega rnargt betur fara í
þeim efnum, þá sérstaklega hvað
varðar konurnar sem þar vinna."
Ólafur Ásgeirsson
aðst.yfirlögreghiþjónn á Akureyri.
„Mér finnst sjálf-
sagt að um þessa
starfsemi gildi
ákveðin lög og
reglur, rétt eins
og annað í okkar
þjóðfélagi. Regl-
urnar eru að vísu einhverjar til,
en að fenginni reynslu af til
dæmis nektardansstöðum og
fleiru finnst mér sjálfsagt að
skerpa eitthvað á þeim.“
Ólafur Amfjörð Guðmundss.
veitingamaður á Club 7.
„Um þessi efni
eins og önnur er
rétt að setja ein-
hverjar reglur, en
þær mega ekkí
verða öfgakendar.
Spurningin er
hins vegar hversu langt á að
ganga. Vændi er bannað á Is-
landi og mér finnst allt í Iagi að
slíkar reglur gildi, en rangt væri
að sakfella þá sem kaupa sér
blíðu - því oft eru það menn sem
hafa lent undir í lífinu. Og það
sama gildir einnig raunar um
konurnar sem blíðuna selja.
Þetta cru í raun fordómar þeirra
sem frumvarpið leggja fram - úr
því rökin fyrir sakfellingu karl-
anna eru þau að konan hafi hras-
að á svellinu og orðið undir.“
Katrín Fjeldsted
aþiiigisiiiaður.
„Kynlífsiðnaðinn
þarf að setja í
samhengi við
svipaða starfsemi
í öðrum löndum.
Margir kalla
vændi elstu at-
vinnugrein sögunnar, en málið er
ekki svo einfalt. Ungar konur eru
þó í vaxandi mæli neyddar til
starfans eða fluttar undir fölsk-
um formerkjum milli landa eins
og komið hefur í Ijós. Flestir telja
að gróði á mansali nútímans sé
auðfengnari en smygl á eiturlyfj-
um og því er mikilvægt að þjóðir
séu nieðvitaðar um það sem
leynst getur á bak við munúðar-
full andlit í kynlífsauglýsingum.
A Islandi er vændi ólöglegt ef
hagnast er á því en viðskiptavinur
þarf ekki að blíta neinum lögum.
Því finnst niér mætti breyta.“