Dagur - 09.03.2001, Blaðsíða 8

Dagur - 09.03.2001, Blaðsíða 8
8- FÖSTUDAGUR 9 . MARS 200 1 ■ SMÁTT OG STÚRT UMSJÓN: JOHANNES SIGURJÓNSSON johannes@simnet.is Vísa fyrir femínista Femínistum vex mjög fiskur um hrygg þessa dagana og er vel, því frá því rauðsokkur voru og hétu hefur framsækinn femínismi átt mjög undir högg að sækja í samfélagi sem einkennist af taumlausri gróðahyggju og hinum harðari gildum. Til að brýna konur í baráttunni gegn karlrembum af öll- um kynjum, (því konur eru auðvitað stundum konum verstar eins og dæm- in sanna), birtum við eftirfarandi vísu sem ort var fyrir margt löngu og hvetjum um leið femínista til að koma sér upp hagyrðingum, því ferskeytl- an er öflugt vopn í allri baráttu, enda „hvöss sem byssustingur." Konur við kaffidrykkju, kvenfélagsfundur um leið. Orðin nd umhvetfis hnöttinn, en efnið rúmast í skeið. GULLKORN „Erfðafylgi sjall- ans í borginni kýs hvaða frambjóð- anda sem flokk- urinn velur hon- um og jafnvel þokkalegan reið- hest ef því er að skipta eins og Rómverjar." - Asgeir Hannes Ei- ríksson, f pistli í Degi Úlfaldablóð í Þingeyingimi? Áður en Islensk erfðagreining birtist á sjónarsviðinu, voru genarannsókn- ir auðvitað í skötulíki á Iandinu og raunar lítið um athuganir á erfðaþátt- um og eðli Islendinga almennt. Þó fór fram, líkast til í kringum 1970, all víðtæk mannfræðirannsókn á Þingeyingum þar sem einkum var hugað að samsetningu hins þingeyska blóðs og hugsanlegum skyldleika Þingeyinga við aðrar skepnur á jörðinni. Fór tvennum sögum af þessum rannsóknum og niðurstöðum þeirra, ef einhverjar voru, aldrei haldið verulega á lofti í héraðinu. Skýringar á þeirri þögn er kannski að finna í eftirfarandi ljóði sem óþekktur hagyrðingur setti saman á sínum tíma: Um langan aldur við undum við þingeysk Ijóð og ilminn af hinni grænu menningarhríslu. Og hvergi ú landinu gerðist göfugra hlóð, né gdfaðri kynstofn, en norður í Þingeyjarsýslu. Þar virtist hvert mannsbarn af guðlegu foreldri fætt. Þvíféll okkur miður, er hvarvetna spurðist á þingum, að rannsóknir bendi til tengsla við allt aðra ætt og úlfaldablóð hafi fundist t Þingeyingum. Á þingeyskan gjörvileik gjarnan var borið hrós og grunsemdalaust við könnuðum heimildaforðann. En nú þykir sýnt, að kryppurnar komi í Ijós á kameldýrunum þama jj'rir norðan. FÍNA OG FRÆGA FÓLKID Engin Mð að hætta! Keith Richards og Jackson Browne voru meðal þeirra skallapoppara sem komu fram á stórtónleikum til styrktar sjálfri jörðinni en þeir tónleikar voru haldnir í New York sl sunnudag. Um er að ræða tónleikana „Smart Sound: Tónlist fyrir jörðina" sem haldnir voru til að safna fé fyrir Regnskógabandalagið, The Keith Richard hampar gítarnum. Rainforest AUiance, sem eru áhugamannasamtök sem helgar sig því að bjarga regnskógum heimsins, þannig að veröldin geti lifað af. Hvorki þeir Keith Richards né Jackson Browne hafa nokkru gleymt í tónlistinni þó poppbransinn hafi ef til vill frekar gleymt þeim! Jackson Browne hefur engu gleymt. ÍÞRÓTTIR -O^ttr Petersons heldur enn foiystunni Þegar 17 umferð- um af 22 er lokið í Nissandeild karla í handknattleik, hefur Lettinn Alex- ander Petersons, örvhenta skyttan hjá Gróttu/KR, tíu sinnum verið val- inn í Dagsliðið og hefur enn tveggja stiga forskot á Lit- háann Savukynas Gintaras, Ieik- stjórnanda Aftur- eldingar, sem er í öðru sætinu. Næstir á Dagslistanum í 3. - 4. sæti eru þeir Einar Orn Jónsson, hornamaðurinn knái úr Hauk- um og Lettinn Andreas Stelmokas, lfnumaðurinn sterki hjá KA, en þeir hafa fimm sinn- um verið valdir í liðið. Síðan koma þeir Gunnar Berg Viktorsson, stórskytta úr Fram, Guðjón Valur Sigurðsson, horna- og útileikmaður KA og Róbert Gunnarsson, línumaður úr Fram, en þeir hafa verið vald- ir fjórum sinnum. Fjórir leikmenn hafa verið valdir þrisvar sinn- um, en það eru þeir Bjarki Sigurðs- son Aftureldingu, Konráð Olavsson, Stjörnunni, Roland Eradze, Val og Þor- varður Tjörvi Olafsson, Hauk- um. Síðast þegar fjallað var um Dagsbikarinn var rangt farið með fjölda umferða í Nissandeildinni, en alls eru þær 22 og því fimm umferöum ennþá ólokið. AIIs sextíu leikmenn hafa til þessa verið valdir í Dagsliðið og eru flestir frá Hafnarfjarðarlið- unum Haukum og FH, eða alls sjö frá hvoru liði. Leikmenn Aft- ureldingar hafa aftur á rnóti oft- ast verið valdir í liðið, eða alls sautján sinnum, einu sinni oftar en Ieikmenn Hauka, sem eru í öðru sætinu. Leikmenn KA og Gróttu/KR koma næstir, hafa verið valdir fimmtán sinnum í Dagsliðið og leikmenn Fram þrettán sinnum. Dagsliðið Nissandeild 15. umferð Snorri karla Mindaugas Andriuska ÍBV - T Guðjónsson Val T Aliaksandr Shamkuts Haukum ▼ Einar Hólmgeirsson IR T Giedrius Cerniauskasz' KA / Bjarni Frostason Konráð Olavson N, Stiörnunni T / Haukum A \ T j 1 \ Daesliðið 16. lunferð Nissandeild Alexander Petersons Gróttu/KR Samúel Árnason HK Savukynas Gintaras UMFA ▼ Andreas Stelmakos KA ▼ Hlynur Morthes Gróttu/KR karla Sigurgeir Árni Ægisson FH Konráð Olavson Stjörnunni ▼ Dagsliðið 17. imtferð Nissandeild Sigurður V. Sveinsson HK Óskar Elvar Óskarsson HK T Alexander Árnason HK ▼ karla Gunnar Berg Viktorsson Fram Samúel Árnason HK Hjörtur Arnarson UMFA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.