Dagur - 09.03.2001, Síða 9
FÖSTUDAGUR 9. MARS 200 1 - 9
Hart barist í leik Aftureidingar og KA.
„KjiíMmgam-
ir“stöðvuou KA
KA tapaði síiium fyrs-
ta lelk í Nissandeild
karla á nýrri öld, þeg-
ar liðið steinlá með
sjö marka mun gegn
Aftureldingu að
Varmá eftir átta leikja
sigurgöngu. Siggi
„karlinn“ Sveins sá
um að afgreiða
Hauka, þegar HK vann
bikarmeistarana með
einu marki í Digra-
nesi.
Afturelding, „kjúklingaliðið" úr
Mosfellsbæ, stöðvaði átta leikja
sigurgöngu KA-manna í
Nissandeild karla í handknatt-
leik, þegar liðin mættust í 17.
umferð deildarinnar að Varmá í
fyrrakvöld. Lokatölur leiksins
urðu 28-21 og höfðu heima-
menn frumkvæðið allan Ieikinn
ef frá eru taldar upphafsmínút-
urnar. KA-menn virtust framan
af leik ætla að hafa í l’ullu tré við
heimamenn'og ekki fyrr en langt
var liðið á fyrri hálfleikinn að
Varmárliðinu tókst að ná afger-
andi forystu. Leikmönnum IvA
hafði ]rá í tvígang tekist að jafna
leikinn og í seinni skiptið í stöð-
unni 8-8, fylgdu fjögur mörk
heimaliðsins í röð og staðan
skyndilega orðin 12-8, rétt fyrir
leikhlé. KA átti svo síðasta orðið
í fy'rri hálfleiknum og minnkaði
muninn í 12-9.
Leikmenn Aftureldingar, sem
sýnt hafa nokkur batamerki að
undanförnu eftir misjafnt gengi
framan af móti, skoruðu fyrsta
markið eftir leikhlé, en í kjölfarið
fy'lgdu þrjú KA-mörk í röð og
munurinn aðeins eitt mark, 13-
12. En þar með var mest allt loft
úr KA-liðinu og á næstu mínút-
um juku „kjúklingarnir" muninn
í fimm mörk, 19-14. KA-menn
reyndu þó að klóra í hakkann og
tókst að minnka muninn í þrjú
mörk, en lengra komust þeir
ekki. Hcimamenn, með þá Hjört
Arnarson og Bjarka Sigurðsson
sem hestu menn, fóru á kostum
síðustu mínúturnar og átti KA
ekkcrt svar við öflugum leik
þeirra.
Þeir Bjarki og Hjörtur voru
markahæstir hjá Aftureldingu,
Bjarki með 9/4 mörk og Hjörtur
með 7. Hjá KA átti Guðjón Valur
bestan leik og var hann marka-
hæstur með 9/3 mörk og Halldór
Sigfússon næstur með 5/2 mörk.
Tveir ungir og efnilegir Akureyr-
ingar, þeir Baldvin Þorsteinsson
og Einar L. Friðjónsson, háðir 1 7
ára hreinræktaðir KA-menn,
fengu tækifæri með liðinu í fjar-
veru þeirra Sævars Arnasonar og
Giedriusar Cerniauskas og sýndu
báðir góða takta.
Siggi Sveins átti stórleik
Sigurður Valur Sveinsson, sem á
mánudaginn fagnaði 42ja ára af-
mæli sínu, átti stórleik þegar HK
sigraði Hauka með eins marks
mun, 35-34, í framlengdum leik
í íþróttahúsinu Digranesi í l’yrra-
kvöld. Heimamenn höfðu frum-
kvæðið í leiknum lengst af og
voru mun hetra liðið í fyrri hálf-
leik og IVarn eftir þeim seinni.
Það var ekki fyrr en um miðja
seinni hálfleikinn að Islands- og
bikarmeistarar Hauka náðu að
komast meira inn í leikinn og
eiginlega ekki lyrr en hann var að
lcysast upp í hálfgerða vitleysu
eftir að HK hafði náð fimm
marka forskoti, 22-17. A næstu
mínútum á eftir náðu Haukarnir
að skora sex mörk í röð gegn einu
marki HK og staðan því orðin
jöfn 23-23. Sigurður Sveinsson,
hafði farið mikinn í fyrri hálfleik
og skoraði þá fjögur mörk, auk
þess sem hann dældi stoðsend-
ingum í allar áttir. Viggó Sigurðs-
son, þjálfari Hauka, tók því til
þess ráðs í seinni hálfleik að taka
„karlinn" úr umferð, en það
dugði skammt því þá tóku hara
aðrir við. En eftir að Haukunum
hafði tekist að jafna var leikurinn
í járnum það sem eftir lifði og
Haukarnir marki yfir þegar um
tíu sekúndur voru til leiksloka.
Þá náði Oskar Elvar Óskarsson
einni af sínum frægu sendingum
inn á línuna og þaðan skoraði
Karl Grönvald jöfnunarmarkið,
29-29, á lokasekúndunum.
HK hafði svo frumkvæðið
Iengst af framlengingarinnar, en
þegar stutt var til Ieiksloka náðu
Haukarnir að jafna í 34-34. Síð-
asta sóknin var HK-manna og á
síðustu sekúndunni fengu þeir
dæmt vítakast sem Sigurður V.
Sveinsson skoraði sigurmarkið úr
eftir að leiktíminn var úti. Þar
með kórónaði Sigurður frábært
„comeback" með sínu sjötta
marki í leiknum, en auk þess átti
hann einar níu eða tíu stoðsend-
ingar. Auk Sigurðar áttu þeir
Óskar Elvar Óskarsson, Jaliesky
Garcia, Samúel Arnason ogAIex-
ander Arnason mjög góðan leik
og reyndar var allt liðið að herjast
eins og hver gat. Sama er að
segja um Hlyn Jóhannesson,
markvörð, sem varði alls 25 skot
í leiknum. Garcia hlýtur að hafa
verið þrevttur í skothcndinni, þvx
hann var hreint út sagt með
„skotræpu", eins og það er kallað
á handboltamáli, en uppskar líka
1 1/2 mörk og var markahæstur.
Samúel var næstmarkahæstur
ásamt Sigga Sveins með 6 mörk.
Hjá Haukum átti Halldór Ing-
ólfsson langbestan leik og var
hann markahæstur með 12/5
mörk úr 13 tilraunum. Þeir Ósk-
ar Armannsson, Jón Karl Björns-
son og Einar Örn Jónsson áttu
einnig ágætan leik, en ekki laust
við að leikmenn hafi yfirleitt ver-
ið þreyttir eftir strangt leikja-
prógram í Evrópukeppni, hikar
og deild. Jón Karl var næst
markahæstur Haukanna með 8/4
mörk og Einar Örn þarnæstur
með 6 mörk.
I Smáranum fór fram Ieikur
Breiðabliks og ÍR í fy'rsta leik 18.
umferðar og þar hafði Breið-
holtsliðið sigur, 19-22, eftir að
Kópavogsliðið hafði leitt leikinn
fram yfir leikhlé.
I kvöld fara fram þrír leikir í
18. umferð og einn frestaður
leikur úr 16. umferð rnilli Hauka
og ÍR.
Leikir kvöldsins:
Kl. 20.00 Haukar - ÍR
Kl. 20.00 KA - Stjarnan
KI. 20.00 Valur - FH
Kl. 20.00 ÍBV - HK
Á sunnudag:
Kl. 20.00 Haukar - Fram
Kl. 20.00 Grótta/KR - UMFA
Valencia og
Galatasaray í
8-liða úrslitin
Spænska liðið Valencia og ty'rk-
neslta liðið Galatasaray try'ggðu sér
í fyrrakvöld réttinn til að leika í 8-
liða úrslitum Meistaradeildar Evr-
ópu. Valencia sem leikur á A-riðli
vann 5-0 sigur á austurríska liðinu
Sturm Graz og skoruðu þeir Fabi-
an Ayala 5, John Carew (50), Kily
Gonzalez (60) og Diego Alonso
(88, 90) mörkin. í hinum leik A-
riðils gerði Manchester United 1-1
jafntefli gegn gríska liðinu Pan-
athinaikos í Aþenu, en þar tryggði
Paul Scholes jafnteflið fy'rir
United með marki á 90. mínútu,
eftir að gríska liðið hafði komist
yfir á 21. mínútu með marki
Seitaridis. United var heppið að ná Barthez bjargaði United.
jafnteflinu og þakkaði Alex Fergu-
son, framkvæmdastjóri, það frá-
hærri markvörslu Fabien Barthez. Ferguson sagði að þar hefði
Barthez sannað að hann er hesti markvörður heims. Valencia og
United eru þar með jöfn að stigum í 1. og 2. sæti riðilsins með 9 stig
eftir fimm umferðir, en Sturm Graz í þriðja sætinu með 6 stig. En
vegna úrslita úr innbyrðis leikjum United og Graz, þarf United jafn-
tefli til að gulltryggja sig áfram þegar liðið mætur austurríska liðinu
á Old Trafford í síðustu umferð riðlakeppninnar í næstu viku.
Galatasarav sem leikur í B-riðli vann 2-0 sigur á AC Milan, þegar
liðin mættust í Instabúl í fyrrakvöld og er tyrkneska liðið þar með ör-
uggt í 8-liða úrslitin með 10 stig í toppsæti riðilsins eftir 5 leiki.
Galatasaray er fyrsta tyrkneska liðið sem kemst í 8-Iiða úrslit meist-
aradeildarinnar. Það voru þeir Hagi (20) og Jardel (86) sem skoruðu
mörkin.
1 hinum leik B-riðils vann spænska liðið Deportivo 4-3 sigur á
franska liðinu Paris St. Germain, eftir að Frakkarnir höfðu náð 0-3
forvstu í Ieiknum með mörkum Okocha (29) og Leroy (43, 55). Þá
loksins hrökk Deportivo í gang og uppskeran varð fjögur mörk, þrjú
frá Pandiani (57, 76, 85) og eitt frá Tristan (60). Deportivo er þar
með í öðru sætinu með 9 stig, en AC Milan í því þriðja með 6 stig.
Deportivo mætir AC Milan á útivelli í síðustu umferðinni í næstu
viku og þarf jafntefli til að trvggja sig áfram. Sigri Milan-Iiðið í leikn-
um eru þeir komnir áfram.
Fyrir lokaumferðina eru það Real Madrid og Leeds sem auk Val-
encia og Galatasaray hafa try'ggt sér sæti í 8-liða úrslitunum og verð-
ur örugglega hart barist um hin Ijögur sem ennþá eru laus, tvö í A-
riðli, eitt í B-riðli og eitt í C-riðli.
Staðan í riðlunum:
A-riðiIl:
Valencia 5 2 3 0 8:1 9
Man.Utd. 5 2 3 0 7:3 9
Sturrn Graz 5 2 0 3 4:10 6
Panathinaik. 5 B-riðilI: 0 2 3 3:8 2
Galatasaray 5 3 1 1 6:4 10
La Coruna 5 3 0 2 9:6 9
AC Milan 5 1 3 1 5:6 6
París SG 5 0 2 3 6:10 2
C-riðill: Bayern M. 5 3 1 1 7:5 10
Arsenal 5 2 2 1 6:7 8
Lyon 5 2 1 2 7:3 7
Sp. Moskva 5 1 0 4 4:9 3
D-riðiII: Real Madrid 5 4 1 0 14:7 13
Leeds 5 3 0 2 9:7 9
Lazio 5 1 1 3 6:8 4
Anderlecht 5 1 0 4 5:12 3
íslandsmeistarar Víkings ásamt þjálfara sínum Hu Dao Ben. Talið. f.v.:
Guðmundur Stephensen, Hu Dao Ben, Markús Árnason, Adam Harðarson
og Sigurður Jónsson.
Yfírburðir Víldnga
Borðtennissveit Víkings varð á
þriðjudaginn lslandsmeistari í 1.
deild karla sjöunda árið í röð,
eftir öruggan sigur á KR-ingum í
síðustu umferð. Sveitin hefur
sýnt mikla yfirburði á mótinu og
sigrað í öllum tíu leikjum sínum
með lotuhlutfallinu 60:1 og
hlaut samtals 20 stig. I öðru sæti
varð A-sveit KR með 16 stig og í
þriðja sæti B-sveit Víkings með
12 stig.