Dagur - 09.03.2001, Side 12
12 - FÖSTUDAGUR 9. MARS 2 0 0 1
FRÉTTASKÝRING
Dagjur
Mansalið kojiiið til
Utandagskrárumræda
fór fram um konur og
mauuréttiudi á Al-
þiugi í gær, á alþjóð-
legum baráttudegi
kveuna 8. mars. Máls-
hefjandi, Þóruuu
S veiubj amardóttir,
Samfylkinguuui, sagði
í upphafi ræðu siuuar
að íslenskar konur
liggi ekki á liði sínu
og efndu til a.m.k.
þriggja funda í tilefni
dagsins í höfuðborg-
iuni, sem öll helstu fé-
laga- og baráttusam-
tök kveuua standa að.
Þórunn gcrði að umræðuefni
stöðu kvenna í heiminum al-
mennt og baráttu þeirra fyrir full-
um mannréttindum og efnahags-
legu sjálfstæði. „Stundum er sú
skoðun viðruð í almennri um-
ræðu að það sé til lítils fyrir okk-
ur að fjargviðrast yfir stöðu kven-
na í öðrum löndum, hvort ekki sé
nær að einbeita sér að þeim
vanda sem við er að etja heima
fyrir. Staðreyndin er auðvitað sú
að við þurfum að gera hvort tveg-
gja, því að kvenfrelsisbaráttan er í
eðli sínu alþjóðleg. Hún leggur
þjóðerni ekki til grundvallar og
þekkir engin landamæri. I lönd-
um þar sem lagaleg staða kvenna
cr sterk klæðast hindranirnar
sem konur hitta fyrir í einkalífi og
á vinnustað oftar en ekki felulit-
um og eru því ekki augljósar við
fyrstu sýn.“
Þórunn sagði að svo virðist sem
aldagömul hefð og fordómar sitji
eftir í erfðaminni mannskepn-
unnar - og torveldi viðhorfsbreyt-
inguna sem er nauðsynleg samlé-
lagi sem vill tryggja jafna stöðu
kynjanna. „Víða um heim standa
konur höllum fæti í haráttunni
gegn feðraveldinu og stjórnvöld-
um sem telja konur ekki verðar
fullra mannréttinda. Konur í
Kúveit hafa t.d. enn ekki fengið
kosningarétt, nú þegar 10 ár eru
liðin frá Persaflóastríðinu. I Alr-
íkuríkinu Uganda gengur fólk að
kjörborði innan nokkurra daga.
Þar hvetja ríkisfjölmiðlarnir hjón
til þess að neyta atkvæðisréttar
síns með sama hætti, líklega til
þess að koma í veg fyrir ósætti á
heimilinu. Einnig munu vera
brögð að því að karlar reyni að
hnupla heimsendum kjörkortum
eiginkvenna sinna og koma þeim
í verð."
Þórunn nefndi ráðstefnu sem
haldin var í liðinni viku á vegum
Rannsóknastofu í kvennafræðum
um konur og Balkanstríðin. „Þar
kom fram hvernig konur - þvert á
landamæri og gegn vilja stjórn-
valda - hafa staðið saman í barátt-
unni gegn stríðunum í
Júgóslavíu. Fyrirlesarar lýstu því
hvernig kommúnisminn varð að
þjóðernishyggju, sem síðan var
virkjuð til haturs og stríðsrekstr-
ar. Nauðganir og pyntingar voru
normið - ekki undantekningin -
engin kona var óhult. Nýfallnir
dómar yfir stríðsglæpamönnum
frá Júgóslavíu, sem dæmdir voru
fyrir skipulegar nauðganir á kon-
um, senda skýr skilaboð til
heimsbyggðarinnar um að héðan
í frá verði mönnum refsað fyrir
stríðsglæpi af þessu tagi, eins og
aðra stríðsglæpi.“
Kæruleið kvenna ókynnt
Þórunn sagði að lok kalda stríðs-
ins hafi ekki tryggt öllum Evrópu-
búum frið og farsæld. „Þau hafa
heldur ekki tryggt konum í aust-
urhluta álfunnar aukin stjórn-
málaleg áhrif og réttindi og í
mörgum tilvikum kippt fótunum
undan þeim grundvallarréttind-
um sem konur þó höfðu áður,
cins og réttinum til fóstureyð-
inga.“
Islendingar fullgiltu Samning-
inn um afnám allrar mismununar
gagnvart konum árið 1995. „Við
samninginn hefur verið gerð bók-
un sem var staðfest af hálfu ís-
lenkra stjórnválda í síðasta mán-
uði en með staðfestingunni hefur
opnast ný kæruleið fyrir konur,
eða félagasamtök lyrir þeirra
hönd, sem telja á sér brotið á
grundvelli kynferðis. Hafi kona
fullreynt allar leiðir sem heima-
landið býður upp á getur hún
skotið máli sínu til nefndar Sam-
einuðu þjóðanna í New York um
afnám misréttis gagnvart kon-
um.“
Þórunn beindi þremur spurn-
ingum til utanríkisráðherra og þá
í fyrsta lagi með hvaða hætti rík-
isstjórnin hyggist kynna þessa
nýju kæruleið fyrir almenningi
hér á landi. í öðru lagi hvar þess
sjáist merki í utanríkisstefnu
stjórnarinnar að réttindum kven-
na og mannréttindabaráttu þeirra
sé gefinn sérstakur gaumur og í
þriðja Iagi hvort ráðherra telji
þróunarsamvinnuverkefni Islend-
inga sinna réttindabaráttu kven-
na nægilega vel.
Óhugnanleg griiiiiiiclarverk
frainin
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagði að á alþjóðavettvangi
hafi mannréttindi vcrið eitt af
þeim málum sem Islendingar hafi
lagt megináherslu á. „Þó margt
hafi áunnist á sviði mannrétt-
indamála á síðustu árum þá er
enn mikið verk óunnið. Of víða er
mikil fýrirstaða hjá stjórnvöldum
að vinna að framgangi mannrétt-
inda innan sinna landamæra.
Mannréttindi eru alþjóðleg. Ekk-
ert rfki veraldar hefur rétt til að
kúga þegna sína. Við höfum því
ákveðnum skyldum að gegna
gagnvart þeim sem ekki njóta
grundvallarmannréttinda hvar
sem er í heiminum. I umræðu á
alþjóðavettvangi um mannrétt-
indamál höfum við ávallt lagt
áherslu á mannréttindi kvenna og
barna. Við höfum tekið virkan
þátt í umræðu um málefni kven-
na á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna, bæði með ræðum á alls-
herjarþinginu og í mannréttinda-
ráðinu." Halldór sagði að víða um
heim standi lýðræði enn á veik-
um fótum og mannréttindi og
réttarríkið eigi undir högg að
sækja. „Með Vínaryfírlýsingunni
frá 1993 var því slegið föstu að
mannréttindi væru algild. Ekld er
því hægt að réttlæta mannrétt-
indabrot gegn konum með því að
skírskota til trúarbragða, venju,
hcfða eða annars konar menning-
ararlleifðar. Hinn almenni borg-
ari, einkum konur og börn, er
ávallt fyrsta fórnarlamb styrjald-
arátaka. Það er bæði gömul saga
og ný. Átökin og ofbeldið á
Balkanskaga á síðasta áratug
leiddu af sér margs konar voða-
verk, fjöldamorð, nauðganir og
ómannúðlega meðferð stríðs-
fanga. Óhugnanleg grimmdar-
verk voru framin þar á konum
jafnt sem öðrum borgurum og
Þórunn Sveinbjarnardóttir: „Mansal-
ið og kynlífsþrælkunin eru komin til
ísiands og er brýnasta verkefnið er
varðar mannréttindi kvenna hér á
landi um þessar mundir".
mannréttindi þeirra fótum troð-
in.“ Halldór nefndi ráðstefnu
Rannsóknastolu í kvennafræðum
um konur og Balkanstríð. „Mikið
uppbyggingarstarí fer nú fram á
Balkanskaga sem íslensk stjórn-
völd hafa stutt með margvísleg-
um hætti, t.d. með þátttöku í
friöargæslu á svæðinu. Utanríkis-
ráðuneytið hefur ennfremur
styrkt Þróunarsjóð Sameinuðu
þjóðanna fyrir konur, UNIFEM,
svo og starf UNIFEM á íslandi og
ennfremur kostað íslenskan
starfsmann á skrifstolu UNIFEM
í Kosovó í 12 mánuði.Utanríkis-
ráðuneytiö hefur einnig veitt um-
talsverðar fjárhæðir til uppbygg-
ingar og rekstrar þriggja kvenna-
húsa í Bosníu og Hersegóvínu,
þar sem konum af öllum þjóða-
brotum hefur verið veitt margvís-
leg félagsleg aðstoð. Á síðasta
þingi Mannréttindaráðsins vökt-
um við sérstaka athygli á þeim
takmörkunum sem konur í sum-
um ríkjum heims þurfa að þola á
ferðafrelsi sínu, bæði innanlands
og utan."
Þróuuarsamvinnustofnim
með kvennagleraugu
Halldór sagði Island hafa staðfest
alla helstu mannréttindasamn-
inga sem varða mannréttindi
kvenna. „Eg vil einnig sérstaklega
minna á mikilvægi alþjóðlega
sakamáladómstólsins fy'rir fram-
þróun hins alþjóðlega réttarkerf-
is, sérstaklega þeirra sem eiga
undir högg að sækja. Island hefur
nú þegar fullgilt stofnsáttmála
dómstólsins og við höfum skorað
á önnur aðildarríki SÞ að gera
slíkt hið sama. Alþjóðasamningur
SÞ um afnám allrar mismununar
gagnvart konum var fullgiltur af
Islands hálfu 1985. Sérstök
nelnd á vegum SÞ fylgist með
framkvæmd þessa samnings og
íslensk stjórnvöld skila SÞ reglu-
lega skýrslum um framkvæmd
samningsins hér á landi. I desem-
ber 1999 undirritaði fulltrúi Is-
lands svo valfrjálsa bókun við
þennan samning. Með bókuninni
er opnuð kæruleið fyrir einstak-
linga, sem telja sig hafa verið
beitta kynferðislegu misrétti, að
leggja fram kvörtun við nefndina
Halldór Ásgrímsson: Utanríkisráðu-
neytið hefur veitt umtalsverðar fjár-
hæðir til uppbyggingar og rekstrar
þriggja kvennahúsa I Bosníu og
Hersegóvínu.