Dagur - 09.03.2001, Side 14
14- FÖSTVDAGUR 9. MARS 2001
Oagur
SMA AUGLYSING AR
Til leigu
Vantar þig íbúð til leigu á stór Reykja-
víkursvæðinu, í viku eða yfir helgi,
Hef eina fullbúna húsgögnum og helstu
þægindum á mjög góðum stað, stutt í allt.
Upplýsingar í síma 464 1138 eða
898 8305
Atvinna
Mig vantar starfskraft í sumar við
eldamennsku og fleira inni en mest
útivið upp um fjall í vélavinnu og fleiru.
Upplýsingar í síma 464 3254
Hreinn Pórhallsson, Ljósavatni
Einkamál
35 ára karlmaður sem reykir ekki,
hefur áhuga á að kynnast góðri
vinkonu sem býr á Vestfjörðum.
^a^^^e^^o^ö^rausfrneS^oSa™
framkomu.
Upplýsingar í síma 692 5632
Til sölu_______________________
Oska eftir tilboði í Fíat Uno árg. ‘93,
ekinn 11.000 km. Skemmdur eftir tjón.
Upplýsingar í síma 897 0235
REIKI
Frá Reikifélagi
Norðurlands.
Félagið heldur fund
sunnudaginn 11. mars kl.
17.00 í Brekkuskóla.
Við fáum tarotlesara i heimsókn,
höldum bænastund og heilum
hvort annað.
Mætum öll.
Stjórnin
Útfararskreytingar
| A K U R E Y R 1 1 I igg 1 kistuskreytingar,
krossar, kransar,
blómaskreytingar,
( Býflugan og blómið ( 1 E H F ■ n i i 1 blómvendir,
Sími 461 5444
Glerárgata 28 . Akureyri
Fjármálaráðuneytið
Viðræður um
gerð/endurskoðun
tvísköttunarsamninga
við Ítalíu, írland og Bandaríkin
á komandi mánuðum
Samninganefnd fjármálaráðherra um gerð tvísköttunarsamninga
hefur hafið undirbúning að viðræðum við samninganefnd ítalskra
stjórnvalda, sem hefjast munu 26. mars nk. í Róm. Samhliða fer fram
undirbúningur að viðræðum við fulltrúa írlands sem væntanlega hef-
jast í lok apríl og verður fyrsti fundur samninganefndanna haldinn í
Reykjavík. Pann 21. maí nk mun íslenska samninganefndin síðan set-
jast að samningaborði með fulltrúum bandarískra stjórnvalda um
endurskoðun á tvísköttunarsamningi okkar við Bandaríkin, en gildan-
di tvísköttunarsamningur ríkjanna er frá árinu 1975.
Markmið tvísköttunarsamninga er fyrst og fremst að koma í veg fyrir
tvísköttun á tekjum og eignum sem óhjákvæmilega leiðir til ójafn-
ræðis milli aðila, en einnig að koma í veg fyrir undanskot frá skatti.
Meginefni tvísköttunarsamninga er allajafna það að báðum ríkjum er
heimilt að halda eftir afdráttarskatti að tilteknu hámarki af þeim
tekjum sem greiddar eru frá öðru samningsríkinu til aðila í hinu
samningsríkinu. Síðarnefnda ríkið skuldbindur sig hins vegar til að
veita þeim aðila, sem skatturinn var dreginn af, skattafslátt sem
svarar til þess skatts sem þegar hefur verið greiddur í hinu ríkinu.
Þeir aðilar sem hafa áhuga á að koma að skriflegum ábendingum
eða athugasemdum fyrir komandi samningaviðræður er vinsamlegast
bent á að beina þeim til samninganefndar fjármálaráðherra um gerð
tvísköttunarsamninga. Formaður nefndarinnar er Maríanna
Jónasdóttir, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti. Erna Hjaltested, ritari
nefndarinnar veitir allar frekari upplýsingar.
Fjármálaráðuneyti
Arnarhvoli
150 Reykjavík
s. 560 9200
netfang: erna.hjaltested@fjr.stjr.is
TILBOÐ A SIVIAAUGLYSINGUiyi
FYRSTA BIRTING 800 KR.
ENDURBIRTING 400 KR.
MUwaaB|fi|lgM«>l.lll«ll»llllWIM<WI«iWMI.K.<l'....i....l,,.J^J...
Ofangrotnd vorO mlOast vlO staOgralOslu aOa VI8A / EURO
Slml auglýsingadeildar er 460 61 OO - Fax auglýsingadeildar or 460 6161
ISTJÖRNUSPA
Vatnsberinn
Tískan vill ei
tengja sig við þig.
Og þú sparar
milljónir fyrir vik-
ið.
Fiskarnir
Gauragangur á
þriðju hæð heldur
fyrir þér vöku
þessar næturnar.
Svaraðu fullum
hálsi með enn
meiri hávaða.
Hrúturinn
Legðu hallæris-
legu bensín-
gallabuxunum! í
ár ganga allir í
diesel-buxum.
Nautið
Þér býðst hlut-
verk í þýskri
heimildarmynd
um Björn Bjarna-
son. Henni verður
dreift ókeypis um
allan heim á net-
inu.
Tvíburarnir
Gömlu teinóttu
jakkafötin þín frá
1966 ganga í
endurnýjun líf-
daga. Þú ert aftur
orðin töff eftir
aldarþriðjungs
hlé.
Krabbinn
Veikindi koma í
veg fyrir að þú
komist í bænda-
ferðina til Bret-
lands. Það verður
háð fjölmenn
bændaglíma um
plássið sem losn-
ar.
Ljónið
Þú tekur afstöðu
með rjúpunni
gegn skógrækt-
inni. Og færð í
fyllingu tímans
fálkaorðuna fyrir
framtakið.
Meyjan
Þú tekur þátt í
stofnun hags-
munasamtaka
helgarpabba, dul-
búinn sem eftir-
miðdagsafi.
Vogin
Þú hannar nýja
tískulínu sem
slær í gegn í
Burundi. Og
auðgast ekki
verulega á þeim
viðskiptum.
Sporðdrekinn
Haltu þig á hor-
mottunni. í dag er
hvergi feitan gölt
að flá.
Bogamaðurinn
Þú lokast óvart
inni í kústaskáp
og uppgötvar að
nýir vendir sópa
best.
Steingeitin
Þú temur þér
gagnrýna hugsun
í eiginn garð og
skilur loks hvers
vegna þú hefur
ekki náð lengra í
lífinu.
LÍF OG LIST
Ekki endilega hámenning
—„Eg er fljót að lesa og hef alla tíð verið mikill lestrar-
hestur. Lesefnið er samt ekki endilega neitt há-
menningarlegt og fagurbókmenntirnar ekki efstar á
lista,“ segir Auður H. Ingólfsdóttir, verkefnastjóri og
stundakennari \ið Háskóla Islands. „I vinnunni þarf
ég mikið að beita rökrænni hugsun til að takast á við
ýmis konar veraldleg málefni. Þegar ég er heima hjá mér hef ég hins
vegar gaman af að velta fyrir mér óræðari þáttum tilverunnar. Bækur
um andleg málefni rata þ\ í oft á náttborðið og núna síðast var ég að Iesa
tvær bækur eftir Michael Newton, amerískan sálfræðing. Bækurnar
byggja á þeirri hugmynd að í hveijum einstaklingi búi sál, og þessi sál
fæðist aftur og aftur. Höfundur hefur eytt síðustu áratugum í að dáleiða
fólk og draga upp úr því fróðleik, ekki aðeins um fýrri líf, heldur einnig
um hvað sálimar eru að sýsla á rnilli lífa. Eg er kona efans, og hef ekki
hugmynd um hvcrju ég trúi, en fínnst áhugavert að lesa mér til um mis-
munandi möguleika og ímynda mér að þeir séu sannir. Annars tók ég
líka góða skoipu í bókalestri í jólafríinu og las m.a. Myndina af heimin-
um, eftir Pétur Gunnarsson, I hlutvcrki leiðtogans eftir Asdísi Höllu
Bragadóttur, og Dís eftir þær Birnu Onnu Björnsdóttur, Oddnýju
Sturludóttur og Silju Hauksdóttur. Afar ólíkar bækur, sem segir kanns-
ki eitthvað um bókmenntasmekkinn hjá mér? Eina nóttina hnupplaði
ég síðan tv'eimur spennusögum sem pabbi fékk í jólagjöf og las í einni
bunu. Þetta voru bækurnar Mýrin eftir Arnald Indriðason, og Hvíta
kanínan eftir Arna Mattíasson. Báðar bráðskemmtilegar."
Klassísk meistaraverk
„Ég nota tónlist el<ki síst til að slaka á og losa mig
við streitu eftir dagsins önn. Því fínnst mér gott að
hafa við höndina geisladiska með rólegri og fallegri
tónlist. Upp á síðkastið hefur safndiskur undir heit-
inu Klassísk meistaraverk verið þaulsætinn í spilar-
anum. Hann er fullkominn til að skapa þægilegt andrúmsloft ef gestir
eru í heimsókn, en einnig góður að hlusta á þegar ég er ein heima og
að dekra við sjálfa mig.“
TomHanks og Survivors
æ„Ég er nýlega farin að fylgjast með sjónvarpsþáttun-
“ um Survivors sem eru sýndir á Skjá einum. Þessir
þættir fjalla um hóp fólks sem hefur verið valinn til
að dvelja í óbyggðum Ástralíu í ákveðinn tíma. Hóp-
urinn þarf að leysa ýmsar þrautir og með nokkurra
daga millibili er ein manneskja í hópnum rekin í burtu, eftir atkvæða-
greiðslu. Sá sem endist lengst er sigurvegari. Þegar ég sá þessa þætti
fyrst auglýsta fannst mér hugmyndin fáránleg, og illa til fundið að
skapa aðstæður þar sem fólk er hvatt til að vantreysta hvort öðru og
svíkja náungann. Ég lýsti því yfir að svona vitleysu myndi ég aldrei
horfa á, en nú þarf ég sem sagt að éta þessi orð mín aftur því ég er búin
að horfa á þrjá þætti og orðin spennt að vita hver vinnur. Síðasta mynd-
in sem ég sá í bíó var reyndar um skylt efni, það er að segja baráttu
mannsins við að bjarga sér, þegar hann er fjarri öllum nútímaþægind-
um. Þetta var myndin „Cast away“ með Tom Hanks. Mér fannst sér-
staklega skemmtilegt að sjá hvernig nytsemi ákveðinna hluta breyttist
snarlega þegar þeir voru teknir úr samhengi nútímans. Þegar bögglarn-
ir úr flugvélabrakinu fóru að herast á eyðieyjuna voru gagnlegustu
hlutirnir samkvæmiskjóll, vegna þess .að hægt var að nota net úr pils-
inu til að veiða fisk, og skautar, því blöðin voru brúkleg sem verkfæri
og einnig sem spegill."
iGENGIB
Gengisskráning Seölabanka islands
8. mars 2001
Dollari 85,57 85,97 85,77
Sterlp. 125,33 125,93 125,63
Kan.doll. 55,53 55,85 55,69
Dönsk kr. 10,704 10,766 10,735
Norsk kr. 9,727 9,785 9,756
Sænsk kr. 8,819 8,871 8,845
Finn.mark 13,441 13,5162 13,4786
Fr. franki 12,1832 12,2514 12,2173
Belg.frank 1,9811 1,9921 1,9866
Sv.franki 51,92 52,22 52,07
Holl.gyll. 36,2644 36,4674 36,3659
Þý. mark 40,8606 41,0892 40,9749
Ít.líra 0,04128 0,04151 0,04139
Aust.sch. 5,8078 5,8402 5,824
Port.esc. 0,3986 0,4008 0,3997
Sp.peseti 0,4804 0,483 0,4817
Jap.jen 0,712 0,7162 0,7141
(rskt pund 101,4729 102,0407 101,7568
GRD 0,2345 0,2359 0,2352
XDR 110,66 111,32 110,99
EUR 79,92 80,36 80,14
IKROSSGATAN
Láréttri sjávar 5 stýra 7 eirðarlaus 9
hreyting 10nagg 12 kústur 14 hratt 16
ásaki 17 meginhluti 18ávinning 19 útlim
Lóðrétt: 1 öskur 2 bugt 3 kyrtils 4 lát-
bragð 6 þátttakandi 8 fitla 11 alda 13
eignist 15 tölu
Lausn á síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kost 5 tálmi 7 klár 9 áð 10 salur
12gögn 14 blæ 16kæn 17 eldur 18aga
19 mak
Lóðrétt: 1 koks 2 stál 3 tárug 4 smá 6 Ið-
unn 8 lagleg 11 rökum 13 gæra 15æla