Dagur - 09.03.2001, Blaðsíða 20

Dagur - 09.03.2001, Blaðsíða 20
20- FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 Að vera fiskur Norsk-þýska listakon- an Barbara Vogler opnar sýningu í Sverrissal og Apóteki Hafnarborgar laugar- daginn 10. mars kl.16.00, sem hún kallar: Um það að vera fiskur. Þar verða innsetningar og teikn- ingar sem gerðar eru með blýanti, litblýanti og pastellitum á hand- unninn pappír. Bar- bara er fædd árið 1937. Hún hefur hald- ið fjölmargar einka- sýningar í Þýskalandi, Danmörku og Noregi og verk eftir hana eru víða á opinberum stöðum í Noregi og Þýskalandi. Þetta er I sjötta sinn sem hún heimsækir ísland. Hún hefur dvalið í Straumi og Hafnarborg og hrifist að landinu og er sérlega ánægð með að fá tækifæri til að sýna verk sín hér. Sýningin stendur til mánudagsins 26. mars og Hafnarborg er opin alla daga frá kl. 11 -17 nema þriðju- daga. Til heiðurs Hafliða H. Tónleikar með verkum Hafliða Hallgrímssonar verða haldn- ir í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar að Engjateigi 1 laugardaginn 10. mars og hefjast kl. 16.00. Nemendur skólans munu flytja ýmis verk Hafliða fyrir píanó, gítar og selló og kammerkór skólans mun flytja íslensk þjóðlög út- sett af tónskáldinu. Allir eru velkomnir á tónleikana meðan húsrúm leyfir. Nytjalist í glugga Sigríður Ágústsdóttir leirlistakona kynnir nytjaverk sín I glugga Meistara Jakobs vikuna 6.-13^ mars. Verkin eru handmótaðir tepottar, skálar og diskar úr há- brenndum rauðleir. Meistari Jakob er listhús á Skólavörðustíg 5. Það er rekið af 11 myndlistarmönnum sem vinna við listmálun, grafík, veflist og leirlist. Meistari Jakob er opið virka daga frá kl. 11 -18. ÞAÐ ER KOMIN HELGI Hvað ætlarþúað gera? Veitt gegnum ísiirn „Stóra málið um helgina er íslandsmótið í dorgveiði sem byijar á laugardagsmorgun kl. 11 á Olafsfjarðarvatni. Þangað mæta vonandi margir til veiða í gegnum ísinn, en þetta er einkar spennandi veiðisskapur sem nýtur vax- andi vinsælda," segir Gunnar Bender vciði- gúrú. „Það eru fleiri og fleiri sem falla fyrir dorgveiði eins og reyndar stangaveiði yfir höf- uð, því fátt er skemmtilegra en að renna fyrir fisk. Þegar mótinu lýkur verður slakað á með fjölskyldunni, því maður getur það aiveg þessa helgi og svo horfir maður kannski á einn fót- bolta. Ætli það verði ekki aðeins kíkt í Sport- veiðiblaðið og skrifuð ein grein í hlaðið sem kemur á út á vordögum." Isólfur Gylfi Pálmason. Ópera og áttræðisafmæli „Aldrei þessu vant þá ætla ég í óperuna um helgina. Konan mín, Steinunn Osk Kolbeins- dóttir, er húin að bjóða mér og við ætlum sam- an að fara að sjá La Bohéme og ég hlakka mik- ið til,“ segir Isólfur Gylfi Pálmason alþingis- maður. „Á laugardagsmorgun förum við á heimaslóðir okkar austur á Hvolsvelli og síð- degis þarf ég svo að fara frá Bakkaflugvelli í Landeyjum og út í Eyjar. Vera þar í áttræðisaf- mæli Jóhanns Björnssonar, sem er mikill fram- sóknarmaður og fýrrum bæjarstjórnarmaður í Eyjum. Heim kemst ég væntanlega á sunnu- dagsmorgni - og venju samkvæmt ætla ég að reyna að eiga sunnudaginn sem mest frían. Svo veröur líka að vera, enda er Ijölskyldan á tveim- ur stöðum stærstan hluta vikunnar vegna vinnu minnar. En eitthvað mun ég þó gera á sunnudaginn; svo sem fara út að ganga og einnig reyni ég að komast f kirkju.“ Andrea Róbertsdóttir. Kúlur fyrir afgangiim „Þetta verður stemningshelgi," segir Andrea Róbertsdóttir, fréttakona á Stöð 2. „Á föstu- dagskvöldið er ég í íslandi í dag og hápunktur helgarinnar cr tvímælalaust árshátíð Norður- Ijósa sem haldin verður í Perlunni á laugar- dagskvöld. Þar verður hátíð á hverri hæð og Milljónamæringarnir að spila. Sunnudagurinn verður hins vegar tekinn með heldur rólegri hætti, en ég hef sett planíð á að fara í bíó og sjá myndina Allmost famos sem er verið að frum- sýna í Stjörnubíói - jííhhhaaaa!!!....Láttu mig bara fá kúlur fyrirafganginn!” HVAD ER Á SEYDI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ TÓNLIST Bach í Breiðholtskirkju Johann Sebastian Bach 1685 - 1750. Oll orgelverkin. 12. tónleikar. Næstu tónleikar laugardaginn 10. mars kl. 17:00. Organisti: Jörg E. Sondermann. Aðgangseyrir kr. 900,-rennur til Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Etta Cameron á minningartón- leikum I minningu Guðna Þ. Guðmundssonar organista verða haldnir þrennir tón- Ieikar með þátttöku samstarfsmanna og vina hans. Fyrstu tónleikarnir hafa þegar verið haldnir og verða tónleikar númer tvö haldnir í kvöld í Tónlistar- skólanum í Hafnarfirði, Hásölum kl. 20.00. Þriðju og síðustu tónleikarnir verða haldnir í Bústaðakirkju laugar- daginn 10. mars og hefjast þeir kl. 17.00. Föstudagsbræðingur Föstudagsbræðingurinn á Geysi Kakó- bar alltaf jafnheitur. I kvöld verður rosa keyrsla í tilefni af tíu ára afmæli Forgarðs helWtis. Tónleikarnir eiga að hefjast uppúr klukkan 20.00 og Ijúka með ofsakeyrslu Forgarðs Helvítis. Þeir sem koma fram eru: Forgarður hehítis, Mínus, Sólstafir, Mictian, I Adopt og Potentiam. Okeypis inn og 16 ára aldurstakmark og edrú. SÝNINGAR Tekist á við óvissu Katrín Sigurðardóttir opnar myndlist- arsýningu í Galleríi Sævars Karls laug- ardaginn 10. mars. Hún hefur á ferli sínum jafnan unnið með rými og hallar sér næst þ\i sem kallast innsetningar að þessu sinni.Katrín vill ekki lýsa \erkinu beinlínis, en segir það vera „byggingu inní byggingu. Hlutföllin eða skalinn,afmarkast af salnum en er um leið bæði uppblásinn og minnkað- ur. Með uppsetningu verksins er áhorf- andinn settur í óvænt samhengi við rýmið. Þannig verður ferðin í gegnum verkið hluti af verkinu sjálfu. „Eg hef gert þetta áður, bara með öðrum cfn- um,“ segir listakonan. Blöð úr ævisögu Mvndin Zhúkov marskálkur - Blöð úr ævisögu verður sýnd í MIR salnum Vatnsstíg 10, sunnudaginn 11. mars kl. 15.00. Þar segir frá frægsta hershöfðingja Sovétríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni, Georgí Zhúkov, en hann átti ma. hlut í sigri sovéska hers- ins í orustunni um Moskvu og rak síð- an flótta Þjóðverja vestur á bóginn, allt til Berlínar. Heimiklarmynd þessi cr gerð undir stjórn Marínu Babak sem samdi handritið, ásamt Igor Itskov. Hinn kunni fréttamaður og rithöfund- ur Konstantin Simonov kemur fram í myndinni í \iðtali við hershöfðingjann. Enskt tal. Heimskautslöndin unaðslegu Sýningin „Heimskautslöndin unaðs- legu‘‘ verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi Iaugar- daginn 10. mars kl. 16:00. Hún lýsir með myndrænum hætti lífi, starfi og hugsjónum Vestur-Islendingsins Vil- hjálms Stefánssonar en er um leið kynning á umhverfi, menningar- heimum og málefnum norðurslóða. Sýningin er unnin í samvinnu við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Dart- mouth College og Reykjavík menning- arborg Evrópu árið 2000. I lenni lýkur 3. júní. Sunnudagslistauki Næstkomandi sunnudag 11. mars kl. 14.00 gengst Listasafn Reykjavíkur fyrir fræðslu og skemmtidegi í húsum sínum undir yfirskriftinni Lifandi leiðsögn - Sunnudagslistauki í Lisla- safni Reykjavíkur þar sem almenningi gefst kostur á að ganga í gegnum sýningar Listasafnsins í fvlgd kunn- áttufólks og skoða og skeggræða það sem fyrir augu ber. Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í listauka á sunnudegi ! Sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur I gær var opnuð sýning í Tjarnarsal Ráðhúss í tengslum við atkvæða- greiðslu um framtíð Vatnsmýrarsvæðis- ins og flugvallarins. Tilgangurinn með þessari sýningu er að gefa innsýn í þau mál sem kosið er um með kortum og öðru myndefni. Sýningin skiptist í tvo meginþætti; sýningu Revkjavikurborg- ar og svningu hagsmunaaðila og áhugasamtaka. Tilgangur þessara skrifa er að bjóða vkkur að vera við- staddir opnunina auk þess sem vakin er athygli fjölmiðla á sýningunni og dagskrá tengdri henni. Fjöldi aðila kemur að sýningunni auk borgarinnar. Gallerí Geysir Spánski listamaðurinn Guillermo Martínez lýkur gjörningi sínum í Gallerí Geysi í dag. A þessum síðasta degi gjörningsins lýkur hann við ferlið frá eyðingu til endurholdgunar. A degi endurfæðingurinnar, gleðilegasta degi gjörningsins hefur hann boðið stúlku frá Portugal til að vera þátttakandi í ferlinu. Verkin verða á útsölu þennan síðasta dag sem og listamaðurinn og gestur gjörningsins. Gjörningurinn fer fram frá kl: 12.00.-16.00. Allir vel- komnir og frítt inn. QG SVO HITT... Guðsmynd-trúaruppeldi- trúarþroski Hvaða mynd af guði geymum við í hugskoti okkar? llvaðan cr sú inynd komin? Hvaða áhrif getur hún haft á trúarafstöðu okkar? Hvað er trúarleg uppeldismótun? Er guðlaust uppeldi líka trúaruppeldi? Þetta eru nokkrar þeirra spurninga sem séra Sigurður Pálsson mun ræða á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju næstkomandi sunnu- dag, 11. mars, kl. 10:00. Þegar foreldr- ar bera börn sín til skírnar skuldbinda þau sig til að ala barnið upp í kristinni trú. Kirkjunni ber að styðja við þessa viðleitni foreldra og verða fræðslu- morgnar næstu sunnudaga helgaðir börnum og uppeldi. Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins Dýrfirðingafélagið í Reykjavik hcldur sinn árlega kaffidag sunnudaginn 11. mars í Bústaðakirkju. Hefst hann með guðsþjónustu kl. 14 hjá sr. Pálma Matthíassyni. Síðan hefst kaffisalan. Allir velunnarar félagsins eru velkomn- ir og félagsmönnum 70 ára og eldri boðið. Tilgangur samkomunnar er tvi- þættur. I fyrsta lagi rennur allur ágóði til góðra málefna heima í Dýrafirði og í öðru lagi styrkir samkoman samheldni þeirra Dýrfirðinga sem hafa flutt að vestan á liðnum árum eða eiga ættir að rekja þangað. Stjórn og kaffinefnd von- ast til að sjá scm flesta. Dansstuttmyndir - Vilt þú vera með Mánudaginn 12. mars nk. verður efnt til umræðukvölds um íslenskar dans- stuttmyndir í Listaklúbbi Leikhús- kjallarans. Þar er verið að fylgja cftir fjölsóttri kynningu um þennan nýja listmiðil, sem haldin var á sama stað 19. febrúar sl. Þar mátti sjá dæmi um verk íslenskra dansara og kvikmynda- gerðarmanna sem unnin hafa verið váð ákaflega misjafnar aðstæður cn áttu það sameiginlegt að auka mönnum bjartsýni á nýjum vetttvangi og hvetja til frekari dáða. Margir munu Ieggja orð í belg og talsmaður Stuttmynda- daga í Revkjavík verður einnig á staðn- um. Húsið verður opnað kl. 19.30 en dagskráin hefst kl. 20.30. Bjargarkaffi í Óháða söfnuðinum Kaffisala til styrktar líknarsjóði Oháða safnaðarins, Bjargarsjóði verður sunnudaginn 11. mars kl. 14.00, strax að aflokinni fjölskyldumessu. Heilu lermetrarnir af rjómatertum og randa- brauði verða til neyslu frá hendi kven- félagskvenna safnaðarins. Félag eldri borgara í Reykjavík Leikhópurinn Snúður og Snælda sýna, „Gamlar perlur" sem eru þættir valdir úr fimm gömlum þekktum verkum. Næsta sýning er sunnudaginn 11. mars kl. 17.00, í Asgarði Glæsibæ, ath. síðustu sýningar. Miðapantanir í sím- um 588-2111, 568-9082 og 551-2203. Ath. Starfsmaður frá Skattstofu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.