Dagur - 14.03.2001, Síða 2

Dagur - 14.03.2001, Síða 2
2 - MIDVIKUI) AGU R 14. M A R S 2001 FRÉTTIR Stjómin hætti vegna starfslokasamnings ? Hvellux á Austurlandi eftir að uppvist varð að fyrrum fram- kvæmdastjóri fengi 30 milljónir fyrir að hætta störfum. Hag- stæður samnmgur fyrir sjóðinn að mati formanns stjómar. Hrafnkell A. Jónsson, formaður sjóðsstjórnar Lífeyrissjóðs Aust- urlands, segir að það sé hægt að segja stjórn sjóðsins upp störfum vegna umdeilds starfslokasamn- ings sem mjög er nú til umræðu. Hins vegar sé ekki hægt að brey- ta honum eða afturkalla. Mikill kurr er í Austfirðingum eftir að út spurðist nýverið að gerður hefði verið starfsloka- samningur upp á tæpar 30 millj- ónir við Gísla Marteinsson, fyrr- um framkvæmdastjóra Lífeyris- sjóðs Austurlands. Hann lét af störfum í ágúst í fyrra og tengd- ist sú ákvörðun breyttu rekstrar- fyrirkomuiagi sjóðsins. Gísli starfaði áður á bankastjóra- launum hjá Visa Island og sömdu Austfirðing- ar við hann á svipuðum kjörum og Gísli hafi áður haft. Um annað var einfald- Iega ekki að ræða, enda brýnt fyrir sjóðinn að fá jafnhæf- an mann, að sögn Hrafn- kels A. Jóns- sonar. Hneyksli? Hrafnkell vill hins vegar ekki gefa upp nákvæma tölu um upphæð starfslokanna en heimildir Dags herma að alls geti verið um upphæð frá 20 milljónum til 30 milljóna. Tals- menn verkalýðsfélaga fyrir aust- an eru óhressir með gang mála, líkt og almennir sjóðsfélagar í Lífeyris- sjóði Aust- urlands. Einn við- mælandi blaðsins sagði í gær að það væri hneyksli að hægt væri að semja um slíkar fjárhæðir við það eitt að hætta störfum. Erfitt væri fyrir fólk með minni árstekjur en 1,5 milljónir að skilja svona tölur. Vornm í kreppu Hrafnkell segir að bæði trygg- ingastærðfræðingur, lögmaður og endurskoðandi hafi verið kall- Hrafnkell A. Jónsson: Getur vel verið að stjórn verði sagt upp. aðir til þegar kom að ákvörðun um greiðsluna. En sýnist honum ekki sem stjórnin hafi samið af sér? „Nú er það þannig að stjórn- in gekk að verki sem þurfti að leysa. Ráðningarsamningurinn var í fullu gildi og á þeim tíma sem samningurinn var gerður var Lífeyrissjóður Austurlands í mjög alvarlegri kreppu og þurfti mjög á því að halda að fá hæfan mann til að ná sjóðnum upp. Það er óumdeilt að Gísli Mar- teinsson hefur gert það og ég leyfi mér að halda því frarn að þótt menn nefni háar upphæðir þá hafi þrátt fyrir allt verið gerð- ur samningur sem var hagstæður fyrir okkur á þeim tíma.“ - Og elikert kemur í vegfyrir að samningurinn verði fullnustaður? „Nei, að sjálfsögðu er hægt að setja okkur stjórnarmenn sjóðs- ins af, það er félagslegur réttur fólks að taka slíkar ákvarðanir og það gctur vel verið að svo fari. Hins vegar sé ég ekki að hægt hefði verið að komast hjá því að gera hliðstæðan samning og þennan," segir formaður sjóðs- stjórnar Lífeyrissjóðs Austur- lands. — BÞ Margir leggja leið sína í Ráðhúsið þessa dagana til að skoða sýning- una um flugvöllinn og framtíð Vatnsmýrarinnar. Mikil umferð í Ráðhúsið Töluverður straumur fólks hefur verið í Ráðhús borgarinnar á síð- ustu dögum í tengslum við sýn- ingu og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna kosninga um framtíðarnýtingu Vatnsmýrarinn- ar. Búist er við að ekkert lát verði á aðsókn fólks í Ráðhúsið það sem eftir er vikunnar vegna þessa. Ágætis aðsókn Astvaldur Guðmundsson hús- vörður í Ráðhúsinu segir að tölu- verður sjónarmunur sé á aðsókn fólks í húsið þessa dagana miðað við það sem gengur og gerist venjulega. Þá hefur ágætis aðsókn verið á þá fundi sem haldnir hafa verið í Ráðhúsinu þar sem hags- munaðilar kvnna málstað sinn í llugvallarmálinu. Áætlað er að 60 - 70 manns hafi sótt hvern fund til þessa. Hann segir húsverði ekld hafa þurft að hafa afskipti af fólki það sem af er, enda ekkert óvænt komið upp þótt umferðin sé mikil í húsinu frá morgni til kvölds. - Glil I Margir tala með flugveUinum Þingmeim hlyuntir flugveUi í Vatnsmýri flölmenntu í ræðu- stól Alþingis. Fátt um andsvör tals- manna vaUarins burt. Ámi Johnsen kaUaði Reykjavík „Stóra bróður“, sem sparkaði í minni- máttar. Talsmenn áframhaldandi stað- setningar Reykjavíkurflugvall- ar í Vatnsmýrinni fjölmenntu í pontu á Alþingi í gær, þegar Arni Johnsen, formaður sam- göngunefndar þingsins, efndi til utandagskrárumræðu um flugvöllinn, með Sturlu Böðv- arssson samgönguráðherra „til andsvara". Gegnumgangandi viðkvæði þessara talsmanna er að aðeins tveir kostir komi til greina; Vatnsmýrin eða Keflavík. Arni ræddi stöðu og skyldur höfuðborgarinnar og sagði að flugvöllurinn í Vatnsmýri hefði verið höfuðsamgöngumiðstöð landsmanna um áratuga skeið. Hann liti svo á að verið væri að „sparka í þann sem á hallar" með umræðu um að flytja flugvöllinn til Keflavíkur og að það skyti skökku við að „stóri hróðir f sam- félaginu, höfuðborgin, skuli bjóða upp á kosningar og um- ræðu til að rugga bátnum og skapa óvissu, óöryggi, tortryggni og úll'úð". Arni Johnsen sótti að ráðherra. Kosið lun iimanlandsílugið Samgönguráðherra sagði framtíð vallarins í fullkominni óvissu og að í raun væru borgarbúar að kjósa um framtíð og framvindu innanlandsflugsins á íslandi. Hann rifjaði upp samþykktir og framkvæmdir og vitnaði í bréf frá borgarstjóra frá 1 I. nóvember 1996, þar sem fram kæmi að ekki væri gert ráð íýrir að breyt- ingar verði á fýrirætlunum um framtíð llugvallarins - honum væri ætlaður staður í Vatnsmýr- inni og engin áform uppi um annað. Jóhanina Sigurðardóttir mót- mælti kröftuglega þeim áróðri að aðeins Keflavík komi til greina fari flugvöllurinn úr Vatnsmýr- inni. Með slíkum málflutningi væri verið að rugla fólk f ríminu og samgönguráðherra að hóta fólki. Jóhanna sagði að mikill þjóðhagslegur ávinningur væri fólginn í flutningi vallarins. Borgarbúar eigi að ákveða það sjálfir, án atbeina og hótana ráðherra, hver framtíð vallar- ins verður. Ráðherra standi fast á sínu Margir aðrir þingmenn tóku til máls og allflestir á bandi Vatnsmýrarvallar. Jón Krist- jánsson sagði aðeins um tvo kosti að ræða; Vatnsmýrina eða Keflavík. Kolbrún Hall- dórsdóttir átaldi Arna og ráð- herrann fyrir sleggjudóma og þvergirðingshátt. Guðjón A. Kristjánsson sagði staðsetn- ingu Uugvallarins ekki vera einkamál horgarbúa. Guð- mundur Hallvarðsson sagði Reykvíkinga stuðla að byggða- röskun með því að vísa vellinum burt úr Vatnsmýrinni. Kristján L. Möller sagði völl- inn best settan þar sem hann er nú, Keflavík væri fþyngjandi og ógnun við framtíð innanlands- Uugsins. Undir það tók ísólfur Gylfi Pálmason. Jón Bjarnason hvatti menn til að finna sameig- inlega lausn. Tómas Ingi Olrich sagði að það væri að fara marga áratugi aftúr í tímann að færa .völlinn. I lokin kom Arni aftur í pontu auk samgönguráðherra. Skoraði Árni á ráðherra að stan- da fast á sínu og voru andsvör ráðherra þau að segja að hann væri að framfylgja samþykktum Alþingis. — l-'ÞG Olían úr EI-Grillo hreinsuð í haust Ák\'eðið hefur verið að olía úr flaki breska olíuskipsins El-Grillo á botni Seyðisfjarðar vcrði hreinsuð. El-Grillo var sökkt í Seyðisfjörð af Þjóðverjum í síðari heimstyrj- öldinni. Ljóst er að veruleg mengunarhætta stafar af flakinu og mikilvægt að grípa til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg f\TÍr frekari mengun. Málið hefur ver- ið í undirbúningi í umhverfisráðuneytinu undanfarna mánuði. Aætlað er að allt að fjögur þúsund tonn af olíu séu í El-GriIIo og hefur verið tryggt fjármagn til verksins og olíuhreinsunin boðin út. Stefnt er að því að hreinsunin fari fram í haust. Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdótt- ir, ásamt forstjóra Rfkiskaupa, Júlíusi Olafssyni, heim- sóttu í gær Seyðisfjörð og kynntu sér aðstæður og ræddu við bæjarstjórn og Ueiri aðila. — GG Siv Friðleifs- dóttir umhverf- isráðherra var á Seyðisfirði í gær. Hávaðinn ekki hættulegur Hávaði á diskótekum, rokktónleikum, frá vasadiskóum eða öðru slíku hefur lítil áhrif á heyrn fólks segir norski Dagsavisen, sem vitnar til nið- urstaðna úr 20 ára rannsóknum á 31.000 Norðmönnum búsettum í Norður-Þrændalögum, sem norsk heilbrigðisyfirvöld hafa gengist fyrir. Hávaði á vinnustöðum er heldur ekki sagður svo hættulegur heyrninni eins og menn hingað til hafi talið. ~ IIEI Á myndinni má sjá fulltrúa Neistans, Guðnýju Sigurðardóttur og Hafdísi Ingimundardóttur, veita gjöfinni móttöku úr hendi Huga Sævarssonar, markaðsstjóra Íslensk-ameríska ehf. Gáfu pening hleiur og hamamat Islensk-ameríska verslunarfélagið eliL l'.h. Pampers og Gerber styrkti "Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, í átaki sínu „Gefum þeim von“. Islensk-ameríska veitti Neistanum styrk að upphæð 200.000 krónur og að auki Pampersbleiur og Gerber barnamat að andvirði 100.000 krónur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.