Dagur - Tíminn Akureyri - 14.01.1997, Page 2
2 - Þriðjudagur 14. janúar 1997
Jlagur-'ðKmóm
F R E T T I R
Heiti Potturinn
Listaheimurinn veltir ákaft
fyrir sér hver taka muni
við forstöðu Listasafns ís-
lands eftir að Bera Nordal
lætur af embætti. Tveir af nú-
verandi starfsmönnum safns-
ins eru nefndir, listfræðing-
arnir Aðalsteinn Ingólfsson
og Hrafnhildur Schram.
Bjarni Andrésson, fyrrverandi
skólastjóri Handíðaskólans,
er einnig nefndur til leiks, en
hann starfar nú erlendis.
En í heita pottinum er fullyrt
að enginn þessara muni fá
stöðuna að þessu sinni.
Heldur muni Ólafur Kvaran,
listfræðingur, sem nú starfar í
Noregi, verða kallaður heim
og taki við Listasafni íslands
og stjórni þvi næstu fjögur
árin og svo endurráðinn í
önnur fjögur, eins og leikregl-
ur kveða nú á um.
Meðal hátíðargesta á af-
mælishátíð LR var Ingi-
björg Pálmadóttir, heilbrigð-
isráðherra. Það fréttist alla
leið niður í heita pottinn, að
henni hafi létt mjög við að
hlusta á allar ræðurnar um
fjármálavanda þann sem
Borgarleikhúsið á við að
glíma. Ingibjörg var brosleit
mjög þegar hún heyrðist
segja við sessunaut, að hún
hafi verið farin að halda að
hún og heilbrigðismálin væru
einu fyrirbærin sem byggju
við illleysanlegan fjárhags-
vanda, eins og öll umræðan
bendir til. En nú væri komið í
Ijós að menningin er litlu bet-
ur á vegi stödd.
Akureyri
Göngugata opnuð
„Heimilt er að dveljj-
ast og vera að leik
á vistgötu“
Til stóð að opna Hafnar-
stæti norðan Kaupvangs-
strætis fyrir umferð á
morgun en því hefur verið
frestað til flmmtudagsins 16.
janúar. Verður þá formleg opn-
un kl. 14.00. Hér er um tíma-
bundna tilraun að ræða sem
stendur til 30. maí og verður
gatan gerð að svokallaðri vist-
götu.
í reglum um vistgötur segir:
„Heimilt er að dveljast og vera
að leik á vistgötu. Þar ber að
aka mjög hægt, að jafnaði eigi
hraðar en 15 km á klst. Ef
gangandi vegfarandi er nærri
má eigi aka hraðar en á venju-
legum gönguhraða. Ökumaður
skal sýna gangandi vegfaranda
sérstaka tillitssemi og víkja fyr-
ir honum. Gangandi vegfarandi
má eigi hindra för ökutækis að
óþörfu. Eigi má leggja ökutæki
nema á sérstaklega merktum
stæðum. Ákvæði þetta gildir
ekki um reiðhjól."
í götunni verður einstefnu-
akstur til norðurs og austurs
sunnan við torgið. Ekki verður
hægt að aka úr götunni áfram
til norðurs vestan við torgið.
Komið verður fyrir steinsteypt-
um umferðarpollum sem marka
akstursleið um götuna. BÞ
Frá göngugötunni á Akureyri þar sem verður leyfð akandi umterð til reynslu fram í
maí.
Hvaífjörður
. Nýtt umhverfismat
Iokkar úrskurði var sett
skilyrði hvað vatnstökuna
varðar og því haldið opnu
hvort kælikerfið yrði opið eða
lokað. Ef um opið kælikerfi
yrði að ræða er þar vísað í
samþykkt I staðfestu svæðis-
skipulagi þar sem umhverfis-
áhrif þess yrðu metin sér-
staklega. Það yrði því í raun
að gera nýtt mat.“
Þetta sagði Ásdís Hlökk The-
ódórsdóttir svæðisstjóri hjá
Skipulagi ríkisins í gær þegar
Dagur-Tíminn innti hana álits á
hvort gera yrði nýtt umhverfis-
mat í Hvalfirði vegna fyrirhug-
aðs álvers, ef vatnsborð Eiðis-
vatns og Hólmavatns verður
hækkað.
Eins og fram kom í Degi-
Tímanum á laugardag er það
talinn fýsilegur kostur að
hækka vatnsborð fyrrnefndra
vatna. í úrskurði Skipulags rik-
isins segir í skilyrði 2: „Ekki
verður fallist á að notað sé opið
kælikerfi fyrir álverksmiðjuna
fyrr en ljóst er hvort til er nægj-
anlegt vatn, sem nýta má til
þessarar starfsemi. Áður en
ákvörðun er tekin um nýtingu
vatnsins þarf að kanna núver-
andi vatnaverndarsvæði sam-
kvæmt svæðisskipulagi sveitar-
félaga sunnan Skarðsheiðar,
sem staðfest var af umhverfls-
ráðherra þann 26. apríl 1994.
Við könnun þarf að koma fram
ljöldi og stöðugleiki linda,
vatnsmagn, vatnsgæði, mögu-
leiki á vatnssvinnslu, umhverf-
isáhrif vatnstöku, fyrirsjáanleg
vatnsþörf ásamt staðsetningu
hugsanlegra vatnleiðslna að
Grundartanga. Þegar það liggur
fyrir þurfa hlutaðeigandi sveit-
arstjórnir að kveða á um land-
notkun og landnýtingu á þess-
um svæðum, hve mikið iðnaðar-
og neysluvatn álverinu stendur
til boða og hvort heimila eigi
opið kælikerfi eða ekki.“ BÞ
Húsavík
Naggar
eign KÞ
Einkaleyfisstofa hefur úr-
skurðað í deilumáli Kjöt-
iðju KÞ á Húsavík og Slát-
urfélags Suðurlands um vöru-
merkið Naggar. Samkvæmt úr-
skurðinum hefur Kjötiðja KÞ
einkarótt á vörumerkinu. Um-
sókn Kjötiðju KÞ um skráningu
á nafninu Naggar barst Einka-
leyfisstofu þann 21. júlí 1995 og
þann 20. október var umsóknin
auglýst og skömmu síðar and-
mælti Sláturfélag Suðurlands
skráningu vörumerkisins Nagg-
ar. 17 mánuði hefur tekið að fá
úrskurð í málinu og allan þann
tíma hafa bæði fyrirtækin selt
sína vöru undir Nagga-heitinu.
Nú, tæpum mánuði eftir úr-
skurð Einkaleyfisstofu, eru SS-
naggar enn á markaði, og hefur
Kjötiðja KÞ falið lögfræðingi
sínum að að fara fram á lög-
bann á hendur Sláturfélagi
Suðurlands vegna málsins. GG
Austurland
Háskólanám?
Bæjarstjórn Egilsstaða hef-
irn samþykkt að fylgja eft-
ir samþykkt stjórnar
Sambands sveitarfélaga á Aust-
urlandi (SSA) v.arðandi könnun
möguleika á því að koma á há-
skólanámi á Áusturlandi. Nefnd
á vegum sveitarfélagsins hefur
haft samband við starfandi há-
skóla í landinu, til að kanna
hvort Austfirðingar gætu fengið
slíkt nám í ijórðunginn með há-
skóladeild eða með íjarnámi.
Vettvangskönnun Háskóla-
nefndar snýr að því að gera út-
tekt á þörfum Austfirðinga og
svo kann að fara að gerð verði
könnun á þessari þörf í aust-
firskum sveitarfélögum. GG
Sveinn A. Sæland
garðyrkjubóndi á
Espiflöt í Biskupstungum
Sunnlenskir garð-
yrkjubœndur eru
ósáttir við hve litla
umframorku þeir hafa
fengið í vetur til
lýsingar í gróðurhús-
um sínum.
„Fáum litla orku - og ræktunin minnkar"
„Mér sýnist allt stefna í að rofstund-
ir Rafmagnsveitna ríkisins í raforku-
sölu til okkar garðyrkjubænda verði
400 til 600 stundir nú í vetur - og jafn-
vel fleiri. Síðustu tíu ár hefur afhend-
ing á orku til okkar þróast í að vera
eftir víkjandi taxta, þ.e. að orkusalinn
getur tekið lýsinguna hjá okkur af ef
þurfa þykir. í upphafi átti heimild til
rofs að fara eftir álagi á kerfinu, trufl-
unum, bilunum og stýritíma - þ.e. þeg-
ar orkukaup RARIK fara yfir það há-
mark sem samið hefur verið um við
Landsvirkjun. í upphafi var búist við
að sá stýritími yrði 100 til 200 klst. á
ári. í eitt skipið lét Landsvirkjun RA-
RIK til dæmis aukalega í té 10 MW raf-
magns, svo hægt væri að standa við
samninga, meðal annars við okkur.
Þessi samningur tveggja áður-
nefndra aðila miðast við að full nýting
sé á kerfinu og afgangsorka h'til. Af áð-
urnefndum ástæðum reyna garðyrkju-
bændur að lýsa gróðurhús sín sem
minnst upp yfir veturinn, þegar mest
þörf er þó á lýsingu. Engu að síður er
næg orka til í landinu."
- Eigið þið garðyrkjubœndur von á
einhverjum úrbótum í ykkar málum?
„Fyrir rúmu ári skipaði landbúnað-
arráðherra nefnd til að koma með til-
lögur um bætta samkeppnisstöðu garð-
yrkjunnar. Nýlega hefur ráðherra skip-
að aðra nefnd sem skoðar rafmagns-
mál. í ljósi reynslu vona ég að sú nefnd
beri gæfu til að vinna sitt verk fljótt og
vel. En lái mér hver sem vill þótt ég ef-
ist um afrakstur, enda skipa nefndina
að stórum hluta sömu mennirnir og
verið hafa að vinna í rafmagnsmálum
okkar garðyrkjubænda - og lítið orðið
ágengt."
- Eruð þið með þessu að óska eftir
opinberum styrkjum til greinarinnar
„Nei, við viljum starfa án opinberra
styrkja - einsog alltaf hefur verið. Eini
stuðningurinn sem við fáum er tak-
mörkuð innflutningsvernd á blómum
og grænmeti. Fyrirséð er þó að hún
hverfi á næstu árum. En ef ekkert ger-
ist í raforkumálum getum við gleymt
því að rækta grænmeti og blóm yfir
vetrartímann - ef við lítum til þess inn-
flutnings sem við þurfum að keppa við.
En í stuttu máli sagt er staðan í ís-
Ienskri garðyrkju um þessar mundir sú
að allir tapa. Vegna þess hve litla orku
til lýsingar við fáum fer uppskera
minnkandi og er lélegri og minni. Þá
fer gjaldeyrir í óþai'fa innflutning, sem
oftar en ekki er lakari vara en sú inn-
lenda.“
- Hafa orkusölufyrirtœkin í land-
inu ekki komið til móts við kröfur
ykkar á undanförnum árum?
„Það hafa þau vissulega gert.
Landsvirkjun bauð fyrir fjórum árum
þeim fyrirtækjum í landinu sem ykju
notkun um að lágmarki 10% á ári
næstu fimm árin einnar krónu afslátt á
hverja aukna kwst. Inn í þetta dæmi
var garðyrkjan tekin, sem er sá eini
aðili sem hefur skilað nokkru til baka.
Þetta varð og hefur orðið hvatning til
meiri lýsingar. Vandamálið er hinsveg-
ar að möguleikinn til að kaupa áður-
nefnda aukningu er skertur vegna rof-
stundanna. í raun er RARIK búið að
selja þessa umframorku til annarra
nota. Með öðrum orðum er okkur boð-
inn afsláttur ef við aukum kaupin, sem
við getum síðan ekki nýtt sem skyldi."
-sbs.