Dagur - Tíminn Akureyri - 14.01.1997, Page 5
Jlagur-®rmtmt
Þriðjudagur 14. janúar 1997 - 5
I F R É T T I R
Rækjuiðnaður
Búist við hörku hráefnisslag
Unnið við rækjuvinnslu í Þormóði ramma á Siglufirði.
Spáð vaxandi sam-
keppni rækjuverk-
smiðja um hráefni til
vinnslu vegna kvóta á
Flæmingjagrunni og
niðurskurðar á úthafs-
veiðikvóta. Tap hjá
mörgum vegna lágs af-
urðaverðs þrátt fýrir
metafla
Reiknað er með að sam-
keppni rækjuverksmiðja
um hráefni muni aukast
til muna í framhaldi af minnk-
andi framboði frá Flæmingja-
grunni og minni úthafsveiði-
kvóta. Pétur Bjarnason fram-
kvæmdastjóri Félags rækju- og
hörpudiskframleiðenda ráð-
leggur mönnum að
spenna bogann
ekki of hátt í sam-
keppninni um hrá-
efnið miðað við af-
urðaverð. Hann
óttast að menn
kunni að fara of-
fari í samkeppn-
inni þótt í þeim
efnum sé nóg af
vítum til að varast
frá fyrri tíð.
Þá hefur verið tap á rekstri
margra verksmiðja vegna lágs
afurðaverðs á sl. ári þrátt fyrir
að rækjuafli hafi aldrei verið
meiri en þá, eða hátt í 85 þús-
und tonn. Aftur á móti eru
teikn á lofti um að afurðaverð
muni stíga á árinu. í það
minnsta fá menn orðið fleiri
krónur fyrir hvert pund eftir því
sem það hefur styrkst á gjald-
eyrismörkuðum.
Rækjukvóti íslenskra skipa á
Flæmingjagrunni er aðeins um
6.800 tonn á móti um 20 þús-
und tonna afla í fyrra. Þá hefur
kvóti í úthafsveiðirækju verið
skertur um þrjú þúsund tonn,
eða úr 63 þúsundum í 60 þús-
und tonn. Talið er að þessi nið-
urskurður minnki hráefnis-
framboð til rækjuverksmiðja
um allt að 10-15 þúsund tonn
frá fyrra ári. Það þýðir að um
70 þúsund tonn verða til skipta
í ár. Þótt þarna sé um minnkun
að ræða á milli fiskveiðiáranna
1995-1996 og 1996-1997 er
væntanlegur afli í hærri kantin-
um miðað við mörg undanfarin
ár. f því sambandi má minna á
að heildarrækjuafli var um 40
þúsund tonn árið 1991.
Óvíst er hvaða áhrif minnk-
andi framboð af rækju muni
hafa á atvinnuástandið þótt
ætla megi að það geti leitt til
einhverrar fækkunar í röðum
starfsfólks. Hinsvegar er sama
þróunin í rækjuiðnaði og hefur
verið í öðrum greinum sjávar-
útvegs sem lítur að hagkvæmni
stærðarinnar. Af þeim sökum
hafa rækjuverksmiðjur verið að
sameinast í stærri heildir þar
sem einyrkjabúskapur heyrir
sögunni til.
Aftur á móti eru teikn á
lofti um að afurðaverð
muni stíga á árinu. í það
minnsta fá menn orðið
fleiri krónur fyrir hvert
pund eftir því sem það
hefur styrkst á gjaldeyris-
mörkuðum.
Til marks um þróun afurða-
verðs þrátt fyrir metafla og
góða sölu bendir Pétur Bjarna-
son m.a. á að verðið lækkaði
um 19% í heildina 1996 til við-
bótar við 23- 25% lækkun árið
1995. Þessar afurðaverðslækk-
anir eru þó misjafnar eftir
stærð rækjunnar, eða á bilinu
12-35%. Þó er dæmi um að
minnsta rækjan hafi lækkað í
verði um allt að 44% frá því
verðið var einna hæst hér um
árið. -grh
Pétur Bjarnason
framkvæmdastjóri Félags rækju-
og hörpudiskframleiðanda
Óttast að margir kunni
aðfara offari í sam-
keppni um hráefnið
Reykjavík
Mynd: GVA
Frost og funi
Eldur kom upp í húsnæði
Skautasvells Reykjavík-
ur aðfaranótt laugardags.
Grunur leikur á íkveikju.
Bergþór Einarsson for-
stöðumaður sagði í gær að
tjón væri töluvert, öll ein-
angrun væri ónýt og sperr-
ur, rafmagnslagnir og ýmis
lausabúnaður hefði farið
illa. RLR rannsakar málið
en hafði ekki haft uppi á
brennuvörgum í gær.
Skautasvellið var opnað aft-
ur á hádegi í gær eftir
bráðabirgðaviðgerð. BÞ
Austfirðir
Fyrsta loðnan á árinu
jHByrsta loðnan á þessu ári
!■ veiddist sl. fimmtdag á
■ austanverðu Hvalbaks-
grunni og hafa alls 15 bátar
fengið einhvern afla á árinu,
alls 11.166 tonn.
Tæplega helmingur loðnuafl-
ans hefur farið til vinnslu hjá
Síldarvinnslunni hf. á Neskaup-
stað, eða 5.329 tonn. Um helg-
ina lönduðu Háberg GK-299,
Súlan EA-300, Þorsteinn EA-
810, Beitir NK-123 og Jón Sig-
urðsson GK-62 í Neskaupstað.
Þrír bátar, Oddeyrin EA-210,
Björg Jónsdóttir ÞH-321 og Örn
KE-13, lönduðu 2.440 tonnum
á Seyðisfirði. Elliði GK-445, Jón
Kjartansson SU-111 og Hólma-
borg SU-11 lönduðu 2.320
tonnum á Eskifirði og á Fá-
skrúðsfirði lönduðu Jón Sig-
urðsson GK-62, Huginn VE-55
og Bjarni Ólafsson AK-70 alls
1.078 tonnum. Veður hefur ver-
ið fremur slæmt á miðunum
fyrir austan og þar er búist við
austan og norðaustan átt og
stinningskalda næstu daga. A
sumar- og haustvertíð veiddust
alls 473.964 tonn og til viðbótar
því magni fengu íslenskar
loðnuverksmiðjur 57.528 tonn
frá erlendum loðnuskipum. Afl-
inn á loðnuvertíðinni
1996/1997 er því orðinn
485.130 tonn en upphfskvótinn
er 737.000 tonn en búist er við
að hann verði aukinn upp í
a.m.k. 1.300.000 tonn. GG
Sjómenn
Mengað andrúmsloft í
vistarverum áhafna
Dæmi eru um að útblást-
ursrör úr vélarrúmum
skipa hafi mengandi
áhrif á andsrúmsloft í vistarver-
um áhafna. í mörgum skipum
eru loftinntök staðsett of nálægt
útblástursrörum þannig að loft-
skiptibúnaðurinn dælir meng-
uðu lofti inn í vistarverurnar í
stað þess að koma með nýtt og
betra loft. Þetta kom m.a. fram
á málþingi um starfsumhverfi
vélstjóra sem haldið var sl.
laugardag.
Helgi Laxdal formaður Vél-
stjórafélags íslands segir að
þetta sé bara eitt dæmi af
mörgum sem þarfnast úrlausn-
ar í hollustu- og aðbúnaðarmál-
um sjómanna um borð í skip-
um. Ilann segir að þótt mjög
gott starf sé unnið í öryggismál-
um sjómanna þá hafi umhverf-
isþættinum ekki verið sinnt sem
skyldi til þessa.
Á þinginu kom einnig fram
að krabbameinsvaldandi efni er
Útblástursrör frá vélum
skipa staðsett of ná-
lægt inntaki lofthreinsi-
búnaðar. Umhverfis-
þætti í öryggismálum
sjómanna ekki sinnt
sem skyldi
að finna í nær flestum þeim
olíutegundum sem vélstjórar
vinna með í vélarrúmum skipa.
Með því að handíjatla þessi efni
með berum höndum geta þau
borist í líkama vélstjóra með
húðöndun ef fyllsta hreinlætis
er ekki gætt. Þar fyrir utan geta
þessi efni verið það sterk að
þau eyðileggja t.d. gúmmí-
hanska eftir nokkurn tíma.
Þar fyrir utan er andrúmsloft
í vélarrúmum oft mettað fínleg-
um olíudropum þrátt fyrir loft-
hreinsibúnað. Þessir þættir auk
hávaða frá vélum hefur haft
þær afleiðingar að tíðni krabba-
meins í blöðruhálskirtli og
heilablóðfall er mun algengara
hjá vélstjórum en hjá öðrum
starfsstéttum. -grh