Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Blaðsíða 7
Jlagur-ÍEmmm
Föstudagur 14. febrúar 1997 - 19
Helgin
framundan
3D^tgur-®tnmm
Umsjón
Marín G.
Hrafnsdóttir
Akureyri/Norðurland
Mun Gunnar gráta
á laugardaginn?
KA-feðgarnir Gunnar Níelsson og Níels Halldórsson.
Bein útsending verður frá leik
KA og ungverska liðsins Fotex
Veszprém á laugardaginn
klukkan tvö þegar KA mætir
Ungverjunum á heimavelli. Þá
setjast margir fyrir framan
sjónvarpstækið heima hjá sér
en auðvitað er miklu skemmti-
legra að mæta í KA-heimilið og
horfa á strákana vinna á 48
tommu skjá. Það ætla að
minnsta kosti feðgarnir og KA-
mennirnir Níels Halldórsson og
Gunnar Níelsson að gera. Arnar
Björnsson lýsir leiknum frá
Ungverjalandi.
Hvernig fer svona samáhorf
KA-manna fram?
„Maður verður þarna manns
gaman, þetta er að mestu leyti
óskipulagt, - menn bara mæta,“
segir Gunnar Níelsspn og bætir
við: „Nema pabbi, hann mætir
auðvitað í gulu skyrtunni, ég
held hann sofi í henni.“
„Nei, ég er hættur því en
mæti auðvitað í skyrtunni með
bindið og húfuna með gull-
slegnu flugunni í. Hana nota ég
til að veiða þá!“
Er ekki venjan að spyrja,
hverju spáið þið?
„Þetta verður eríiður leikur,
en fyrir mér skiptir ekki öllu að
vinna heldur að við erum búnir
að ná þetta langt,“ segir Níels.
„Ég er sammála, þetta verð-
ur erfitt en ef þeir spila eins og
þeir best geta og aðeins betur
er þetta kannski möguleiki,"
segir Gunnar
Hvaða menn halda KA uppi?
„Það eru áhorfendur, en ef
ég á að nefna ákveðinn mann
þá segi óg bara; þeir eru allir
stórkostlegir á góðum degi og
ég dýrka engan einn meira en
annan. KA er mér og Sæmundi
Óskarssyni vini mínum sem trú-
arbrögð. Mér er ekki alltaf bros
á vör.“ Og svo segir hann okkur
frá KA-uppeldinu. „Gunnar er
alinn upp í KA á svipaðan hátt
og ég var. Ég fór í lófanum á
pabba á KA-leiki og hann borg-
aði 25 aura inn fyrir mig, ég
var mjög stoltur af því. Jafn-
aldrar mínir voru þá að klifra
yfir girðingar til þess að komast
á leiki en pabbi borgaði fyrir
mig sem sýnir áhugann fyrir því
að ala mig upp sem KA-mann.
Og þegar Gunnar var lítill grét
hann þegar KA tapaði og líka
þegar Liverpool tapaði."
„Nei, ég barði bara útvarpið
þegar Liverpool tapaði," segir
Gunnar.
Hvernig fer leikurinn?
Gunnar: „Hann fer 25:25 og
allir verða voða glaðir.“
Níels: „Ef bæði liðin ná topp-
Ieik verður þetta barátta fram á
síðustu sekúndu og það gæti
verið eitt mark á annan hvorn
veginn. Heimavöllminn skiptir
auðvitað máli enda er besti
maðurinn á vellinum áhorfand-
inn.“
„En sólin kemur upp hvernig
sem þetta fer,“ segir þá Gimnar
til að milda spennuna aðeins.
Hluti af leikhóp Raufarhafnar sem tekur þátt í sýningunni.
Góðhjartað manndráp
Alaugardaginn frumsýnir leikfélag Raufarhafnar amer-
íska farsann Blúndur og blásýra í Félagsheimilinu
klukkan 20:30. Verkið er eftir John Kesselring en
Ævar R. Kvaran á þýðinguna. Verkið hefur áður verið sýnt
hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Um 20 manns koma að sýningunni og er Bergljót Arnalds
leikstjóri. „Þetta er gamanleikur sem ljallar um tvær eldri
konur sem eru svo góðhjartaðar að þær taka menn af lífi sem
eru einmana, lífsleiðir og þreyttir og ákveða þannig af góð-
mennsku sinni að veita þeim frið og sælu. Eins og farsa sæm-
ir er auðvitað um endalausan misskilning að ræða.“
Bergljót segir geysilegan kraft í Leikfélagi Raufarhafnar og
bendir á að um 5% íbúa Raufarhafnar taki þátt í sýningunni
sem væru þá um 5000 manns í Reykjavík.
Næstu sýningar eru fyrirhugaðar á sunnudags-, mánu-
dags- og þriðjudagskvöld.
Tvær
flautur og
píanó
Guðrún Birgisdóttir
flautuleikari, Martial
Nardeau flautuleikari
og Peter Máté píanóleikari
halda tónleika á vegum Tón-
listarfélags Akureyrar í Safn-
aðarheimili Akureyrarkirkju
á morgun klukkan 16:00. Á
efnisskránni eru m.a. verk
eftir Franz Schubert, Anton-
in Dvorak, Friedrich Kuhlau,
bræðurna Franz og Karl
Doppler og rússnesk sí-
gaunalög. Þau Guðrún,
Martial og Peter hafa starfað
saman í u.þ.b. tvö ár og hafa
m.a. haldið Qölda tónleika í
Evrópu og Bandaríkjunum.