Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Blaðsíða 4
16- Föstudagur 14. febrúar 1997 IDagur-ÍEnrantt lÁm&úðaíauöt Feitar pöddur undir steini Jökulsson að er óneitanlega sér- kennilegt að verða vitni að því þegar allt í einu er farið að tala um laun og kjör bankastjóra í landinu eins og þar sé fullkomin nýlunda á ferðinni; Jóhanna Sigurðardótt- ir hafi verið eitthvað að spekúl- era með sjálfri sér hvernig hægt væri að bæta kjör hinna lægst- launuðu og þá látið sér detta í hug, fyrst manna, að kanna hvernig til dæmis bankastjórar hafi það - og er ekki að orð- lengja það: hún meir og minna slysaðist til að snúa við steini sem undir voru margar pöddur og feitar. Og allir segja oj sem sjá pöddurnar, makráðar og pattaralegar, flestar með rúma milljón á mánuði í laun og Og sennilega verður ekki mikið meira talað um launakjör banka- stjóra í þetta skiptið. Umrœðan mun lognast út af eina ferðina enn og bankastjórarnir halda áfram að þiggja launin sín og silja á fundum í vinnu- tímanum. margar tryggt hér um bil það sama í ellilaun þegar þær hella sér út í það af einurð og festu að raða bókasafninu sínu í ell- inni. Og í íjölmiðlum er skrifað og skrafað af undrun og hneykslun um sældarlíf kvik- indanna undir steininum; aldrei hefur nokkur maður vitað ann- að eins, og hvernig gat þetta hvarflað að okkur? Petta er dálítið hallærislegt, því umræður um launakjör bankastjóra hafa blossað upp með reglulegu millibili síðustu misserin; sjálfur hef ég talað í útvarpið þó nokkrum sinnum um bæði launin þeirra og elli- laun og ekki vegna þess að ég geti talið mér til tekna að hafa þá verið að uppgötva eitthvað nýtt og skuggalegt undir stein- inum, heldur einfaldlega vegna þess að það hefur þá verið mál málanna. Og svo hafa allir verið passlega hneykslaðir í svolítinn tírna, einkum á hinum dæmafáu eftirlaunagreiðslum og því að bankastjórarnir skuli óhikað fá að éta sína milljón á mánuði al- veg óháð því hversu bankarnir tapa, en svo hafa þeir skriðið aftur undir steininn sinn og beðið þess að næsti krossfari velti honum óvart um á leið sinni til fyrirheitna landsins. Fyrirsjáanlegt Það vita sumir hvað þetta er fyrirsjáanlegt og hafa því ekki tiltakanlega miklar áhyggjur þó Jóhanna Sigurðardóttir æpi nú og kalli yfir því hvað pöddurnar séu feitar. Til dæmis var ekki að heyra að þingmaðurinn Árni Mathiesen væri andvaka yfir þessu í útvarpinu í gær; hann var miklu hneykslaðri á Jó- hönnu fyrir að vera að espa upp þessa þreytandi umræðu og blanda aukaatriðum og titt- lingaskít eins og kjörum hinna Iægstlaunuðu inní upplýsingar um gríðarlegar launahækkanir bankastjóra á þjóðarsáttartím- um, svokölluðum. Árni var svo hneykslaður á þessari lágkúru hennar Jóhönnu að stundar- korn datt honum bara alls ekk- ert í hug á íslensku sem skýrt gæti mál hans; því kallaði hann þetta „the oldest trick in the book“. Þetta var mjög snjallt hjá Árna sem er eins og allir vita einn allra gáfaðasti maður- inn á Alþingi. Enda verður Pétur Blöndal felldur af þingi í næsta prófkjöri Árni var síðan ennþá snjallari þegar hann lýsti því yfir að hann væri nú eiginlega samt sem áður á móti hinum feyki- legu lífeyrisgreiðslum til banka- Hann situr á Alþingi og í einu bankaráði og er sífellt að sinna þar þjóðþrifamálum; hvernig œtti hann að geta leiðrétt þessa ósanngirni? stjóra - enda vissi hann það af hyggjuviti sínu að slík yfirlýsing var alveg hættulaus; hljómaði kannski vel í eyrum sumra roskinna kjósenda sem fá ekki alveg mörg hundruð þúsund á Árni Mathiesen. mánuði í eftirlaun en hins veg- ar væri engin hætta á að hann yrði látinn standa við orð sín og gera eitthvað í þessum lífeyris- greiðslum bankastjóranna. Hvernig ætti hann líka að geta það? Hann situr á Alþingi og í einu bankaráði og er sífellt að sinna þar þjóðþrifamáluin; hvernig ætti hann að geta leið- rétt þessa ósanngirni? Einhver kynni að segja að Árni gæti í stopulum frístundum sínum kannski rissað upp eins og eitt frumvarp og lagt það fram á Al- þingi, hafi hann þessa skoðun af einhverri sannfæringu, en ég er alveg viss um að málið er miklu flóknara en svo. Og því endaði spjall þeirra Péturs Blöndals við Jóliönnu á huggu- legum hlátrasköllum þeirra fé- laga og hlustendur gátu hlýtt á næsta lag í nær öruggri full- vissu þess að nú yrði ekki meira talað um þessa vitleysu - að launakjör bankastjóra kæmu á einhvern hátt við kjörum hinna lægst Iaunuðu í þessu landi og það skipti einhverju máli í yfir- vofandi kjarasamningum þó bankastjórar hefðu á fáeinum misserum fengið í hækkun langtum meira en lægstu laun í landinu. Það er búið að ala Pétur Blöndal. þessa þjóð betur upp en svo að málflutningur lukkuriddara eins og Jóhönnu verði annað en skammvinnur æsingur; í spurn- ingu dagsins í DV í gær var spurt hvort raunhæft væri að ætlast til að lágmarkslaun í landinu yrðu 100 þúsund krón- ur og þremur af sex fannst það alveg út í hött. Og sennilega verður ekki mikið meira talað um launakjör ... þetta eru merkilegir menn sem bera geysi- lega ábyrgð og við eig- um þeim ábyggilega margt að þakka. bankastjóra í þetta skiptið. Um- ræðan mun lognast út af eina ferðina enn og bankastjórarnir halda áfram að þiggja launin sín og sitja á fundum í vinnu- tímanum sem þeir fá ennþá meiri laun fyrir og gömlu bankastjórarnir munu halda áfram að fá mörg hundruð þús- und í eftirlaun í trausti þess að Árni Mathiesen muni ekki flytja á Alþingi neitt frumvarp um að lækka þau - svoleiðis er ógnar- lega flókið mál og meira segja ofviða gáfuðum þingmanni og upprennandi ráðherra og upp- rennandi bankastjóra eins og Árna Mathiesen. Og meirað segja Pétur Blöndal mun ekki flytja á Alþingi neitt slikt mál, enda verður hann sjálfsagt felldur út af þingi í næsta próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins þar sem hann hefur sjálfstæðar skoðanir á fáeinum málum. Það dugar alveg að vera bara Finnur Ingólfsson Enda hvað ætti líka að vera að hrófla við launakjörum banka- stjóra; þetta eru merkilegir menn sem bera geysilega ábyrgð og við eigum þeim ábyggilega margt að þakka. Ég veit að vísu ekki alveg hvað, en ég er heldur ekki eins gáfaður og Árni Mathiesen. Hitt gladdi mig að Árni reyndist ekki að- eins vera skarpgreindur, heldur líka búinn ríkulegri kímnigáfu. Það heyrði ég þegar Jóhanna Sigurðardóttir fór að prata eitt- hvað um að öll þessi glæsilegu laun sín fengju bankastjórarnir sjálfkrafa, alveg sama hvað bankarnir töpuðu miklu undir þeirra stjórn. Gáfuðum mönn- um sem sitja bankaráðsfundi tvisvar í viku leiðist slík um- ræða, en Árna Mathiesen til hróss ákvað hann að drepa henni á dreif með því að segja bara brandara. Hann fullyrti sem sé að bankastjórar tækju svo sannarlega ábyrgð á sínum verkum, það vantaði nú ekki. Lítum nú bara á bankastjóra Útvegsbankans sáluga, sagði Árni, og svo kvaðst hann vita til þess að nokkrir útibússtjórar hefðu verið látnir hætta vegna einhvers sem þeir tóku sér fyrir hendur í starfi. Það segir sig náttúrlega sjálft að menn sem búa við svona ægilega ábyrgð í starfi verða að fá ríkulega laun- að; kannski ætti að líta á laun bankastjóranna sem áhættu- þóknun. Þannig var hárbeittur brodd- ur í brandaranum hans Árna Mathiesen um leið og hann setti ofan í við Jóhönnu fyrir að vera að æsa upp þessa þreytandi umræðu í tengslum við alveg óskylt mál, sem voru kjör hinna lægstlaunuðu - en það leyndi sér ekki að það mál þreytti Árna ennþá meira. Reyndar tók ég eftir því í fjölmiðlunum í gær að bæði Árni Mathiesen og Finnur Ingólfsson bankamála- ráðherra sáu reyndar alveg tengslin milli launa bankastjóra annars vegar og launa þing- manna og ráðherra hins vegar - og þá vitaskuld með því fororði að aumingja þingmennirnir væru nú víst ekki of sælir af laununum sfnum. Að tengja saman kjör einhverrar fisk- verkakellíngar eða verka- mannsræfils, það er „the oldest trick in the book“, subbulegt pólitísk bragð sem Jóhanna ætti að skammast sín fyrir, en aftur á móti er fullkomlega eðlilegt að tengja saman laun þing- manna og bankastjóra. Maður þarf ekki einu sinni að vera Árni Mathiesen til að sjá það, það dugar alveg að vera bara Finnur Ingólfsson. Pistill Illuga var fluttur í Morgunútvarpi Rásar 2 í gcer.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.