Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn Akureyri - 14.02.1997, Blaðsíða 15
Ílagur-Œonímt Föstudagur 14. febrúar 1997 - 27 iJLppáhaCdA átucvtpó- ag tjéniuxxpöefiti Leikritin og útvarpssagan Agúst Þór Árnason Jramkvœmdastjóri Mannréttindaskrifstofu íslands Það er engin spurning að fréttir eru númer eitt og kannski líka tvö hjá mér,“ segir Ágúst Þór Árna- son, framkvæmdastjóri Mann- réttindaskrifstofu fslands. „Og góðir fréttaskýringarþættir. í vikulokin á rás eitt finnst mér t.d. mjög góður þáttur. Samfé- lagið í nærmynd er lika oft al- veg ágætt, en þættir Ævars Kjartanssonar, Víðsjá, eru þó áberandi góðir. Hugmyndin að baki þeim þáttinn er mjög skemmtileg og gengur alltaf vel upp. Og það liggur við að segja að allt sem er á rás 1 sé einfaldlega hið besta mál. Þar er t.d. einn þáttur sem er hrein perla: Ég man þá tíð í umsjón Hermanns Ragnars Stefánssonar. Leikritin og út- varpssagan eru líka fastir punktar sem gott er að hafa. Eftir að maður frelsaðist frá þeim misskilningi að íjöl- miðlafrelsi hafl eitthvað með ijölda tónlistarrása að gera þá finnur maður hvað þessi grundvallaratriði skipta miklu máli. Ég nenni hreinlega ekk- ert að vera að eltast við hinar útvarpsrásirnar. í sjónvarpinu er sumt ís- lenskt efni sem mér fínnst vera gott, þótt það sé nú ekki allt nógu skemmtilega unnið. En heimildarmyndir á borð við þær sem Þorfinnur Guðnason hefur gert um mús- ina gætu haldið orð- spori hvaða sjónvarps- stöðvar sem er á lofti. Tvíhöfða sakna ég, og það kom berlega í ljós af viðbrögð- um fólks að Örninn er sestur hitti greinilega mun frekar í mark en aðrir þættir þar sem gagnrýni er sett fram í gamanmál- um. Af er- lendu efni eru breskir þættir áber- andi góðir, ekki síst þættir á borð við ráð- herraþættina, The Final Cut, sem verið var að sýna nýja seríu af núna síðustu vikurn- ar. Ég hef horft á alla þá þætti. Og þættir eins og Öldin okkar frá BBC eru afbragðs þættir." AHUGAVERT I ICVOTD Sjónvarpið kl. 21.15 Gettu betur Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hefst í Sjónvarp- inu föstudaginn 14. febrúar að lokinni undankeppni á Rás 2. Átta liö taka að vanda þátt f sjónvarpshluta keppninnar sem er með út- sláttarsniði. Keppt er um Hljóðnemann, verðlaunagrip sem Ríkisút- varpið veitir, en að auki hljóta sigurvegararnir aðra veglega vinninga. Davíð Þór Jónsson er spyrjandi, dómari og spurningasmiður er Ragn- heiður Erla Bjarnadóttir en dagskrárgerð annast Andrés lndriðason. Stöð 2 kl. 20.55 Johnny Depp og Marion Brando Marlon Brando og Johnny Depp leika aðalhlutverkin í kvikmynd- inni Don Juan de Marco sem er á dagskrá Stöðvar 2. í öðrum helstu hlutverkum eru Faye Dunaway, Geraldine Pailhas og Rachel Ticotin en leikstjóri er Jeremy Leven. Bæði Brando og Depp fara á kostum enda fær myndin þrjár stjörnur hjá Maltin. Hér segir frá sál- fræðingi að nafni Jack Luschsinger en hann er við það að komast á eftirlaun. Einn daginn fær hann til meðferðar mann að nafni Johnny De Marco en sá hefur talið sér trú um að hann sé mesti glaumgosi allra tíma, Don Juan. Johnny þessi hefur alfarið snúið baki við fortíð sinni og gerir nánast engan greinarmun á draumi og veruleika. Mynd- in er frá árinu 1995. Ljósi punkt- urinn Eins og staða mála er núna, þá er ljósi punkt- urinn í íslenskum Qölmiðla- heimi tvímælalaust Rás 1, gufan okkar allra. Þótt manni hafi fundist hún skelfilega einhæf á sínum tíma og þjakandi og þrúg- andi að hafa úr engu öðru að velja en endalausum kjaftavaðlinum, sinfóníu- gaulinu og afdalamennsk- unni sem þar tröllreið hús- um, þá er nú svo komið að hún skín eins og ljós í myrkri flatneskjunnar sem alls staðar er orðin ráðandi annars staðar. Á Rás 1 er þó enn hægt að heyra fólk spjalla saman af sæmilegu viti, jafnvel fiytja erindi og gera grein fyrir pælingum sínum um allt á milli himins og jarðar. Slíkt er hvergi annars staðar að finna svo orð sé á gerandi, og er þá alvég sama hvar gripið er niður í íjölmiðlaflórunni. Þar heyrist líka ennþá ein- hver önnur tónlist en bara vinsældarpoppið, þótt það sé svo sem ágætt til síns brúks. Fyrir utan hina hefð- bundnu klassík og djass heyrast þar líka framandi tónar úr öllum heimshorn- um ásamt nútímatónlist og framúrstefnu af bara þó nokkuð fjölbreyttu tagi. Það þýðir varla að leita að slíku annars staðar. Ekki er raun- ar ólíklegt að þessi ljóstýra heyri sögunni til innan fárra ára ef svo fer fram sem horfir. En þeir bjartsýnustu gera sér vitaskuld grein fyr- ir því að mannlífið getur ekki þrifist án þess konar „gufuafls“ sem enn er þrátt fyrir allt að finna á Rás 1. SJONVARP Ú T V A R I? ií SJÓNVARPIÐ 16.20 Þlngsjá. 16.45 Leiðarljós 17.30 Fréttir. 17.35 Sjónvarpskringlan. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Höfri og vinir hans (8:26) (Del- fy and Friends). Teiknimyndaflokkur um lítinn höfrung og vini hans sem synda um heimsins höf og berjast gegn mengun. 18.25 Ungur uppfinningamaður. 18.50 Fjör á fjölbraut 19.50 Veður. 20.00 Fréttir. 20.35 Happ í hendl. 20.40 Dagsljós. 21.15 Gettu betur. Að þessu sinni eigast við lið Menntaskólans við Hamrahlíö og Menntaskólans aö Laug- arvatni. 22.20 Hjónaleysln (6:9) (Mr and Mrs Smith). Bandarískur sakamálaflokkur meö Scott Bakula og Mariu Bello í aö- alhlutverkum. 23.05 Excalibur. Bresk ævintýramynd frá 1981 um valdaskeið Arthúrs kon- ungs, forboðna ást Guinevere drottn- ingar og sir Lancelots og leit riddara hringborðsins aö hinum heilaga kaleik. Leikstjóri er John Boorman. Bönnuö börnum yngri en 16 ára. 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. STOÐ 2 09.00 Línurnar í lag. 09.15 Sjónvarpsmarkaðurinn. 13.00 Crooklyn (e). Hinn virti leik- stjóri, Spike Lee, gerði þessa mynd strax á eftir Malcolm X en hér er fjall- að á grátbroslegan en hjartnæman hátt um fjölskyldulíf í Brooklyn í New York á áttunda áratugnum. 14.50 Sjónvarpsmarkaðurinn. 15.10 Út í loftlö. 15.35 NBA-tilþrif. 16.00 Kóngulóarmaöurinn. 16.25 Sögur úr Andabæ. 16.50 Magöalena. 17.15 Giæstar vonir. 17.40 Línurnar í lag. 18.00 Fréttlr. 18.05 íslenski listinn. 19.00 19 20. 20.00 Lois og Clark. 20.55 Don Juan de Marco. 22.35 Baráttan gegn Gotti (Getting Gotti). Sannsöguleg mynd um baráttu bandariskra yfirvalda, en þó fyrst og fremst einnar konu, gegn mafíuforingj- anum John Gotti. Diane Giacalone ólst upp í sama hverfi í New York og John Gotti, en þau héldu hvort sína leiðina. Stranglega bönnuð börnum. 00.10 Crooklyn. Sjá umfjöllun að ofan. 02.00 Dagskrárlok. STÖÐ STOÐ 3 08.30 Heimskaup. 18.15 Barnastund. 19.00 Borgarbragur. 19.30 Alf. 19.55 Brimrót 20.40 Murphy Brown. 21.05 Engu að tapa (Everything to Gain). Eiginmaður Malloryar og tvö ung börn þeirra eru myrt. Aö auki missir hún fóstur og lífslöngun hennar þverr. Mallory þiggur boö tengdamóð- ur sinnar um aö dvelja á sveitasetri hennar. Myndin er gerð eftir sam- nefndri metsölubók Barböru Taylor Bradford. 22.35 Reimleikar. Lítil stúlka er myrt í almenningsgarði og lögreglan stendur ráöþrota þar til Lisa Downey kemur til sögunnar. Lisa sækir mjög I skúr í garðinum og þar birtist henni kona sem grátbænir hana um að finna gröf dóttur sinnar, annars veröi framin fleiri morö. Móðir Lisu kemst aö því að þrjátiu árum áöur urðu skelfilegir at- burðir þar sem skúrinn stendur. Mynd- In er bönnuð börnum. 24.00 Smákrimmar (T Bone'n’Wea- sel). Ærslafull mynd meö Gregory Hines og Christopher Lloyd i hlutverk- um fyrrverandi fanga sem takast á hendur ævintýralega ferð. 01.30 Dagskrárlok Stöðvar 3. SVÍl © SYN 17.00 Spítalalff (MASH). 17.30 Taumlaus tónlist. 19.00 Jörð 2 (e) (Earth II). 20.00 Tímaflakkarar (Sliders). 21.00 Melstarlnn (The Boy in Blue). Óskarsverðlaunahafinn Nicolas Cage leikur Ned Hanlan, kanadískan íþrótta- mann sem var ósigrandi í kappróöri á sínum tíma. Hanlan var einstakur af- reksmaöur en í myndinni sjáum viö m.a. hvernig hann einokaöi fyrrnefnda íþróttagrein árum saman. 1986. Bönnuð börnum. 22.35 Undirhetmar Miami (e) (Miami Vice). 23.25 Harður flótti 2 (e) (Fast Getaway 2). Gamansöm spennumynd um afbrotafeðga. Sam er nýsloppinn úr fangelsi þar sem hann hóf andlega ræktun og er nú orðinn mjög nýaldar- sinnaöur. En á meöan hefur Nelson haft lifibrauð sitt af bankaránum og efnast mikið á þann vafasama hátt. 1993. Bönnuð börnum. 00.55 Spítalalíf (e) (MASH). 01.20 Dagskrárlok. RÁSl 09.00 Fréttir. 09.03 „Ég man þá tíð“ 09.50 Morgunleikfimi 10.00 Fréttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.15 Sagnaslóð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagið í nærmynd. 12.00 Fréttayfirlit á há- degi. 12.20 Hádegisfréttlr. 12.45 Veðurfregnir. 12.50 Auðlind. 12.57 Dánarfregnir og auglýslngar. 13.05 Hádegistónleikar. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan, Á Snæfellsnesi. 14.30 Miðdegistónar. 15.00 Fréttir. 15.03 fsskápur með öðrum. Þáttur um íslenskar fjölskyldur í öllum sínum fjölbreytileika. Fyrsti þáttur. 15.53 Dagbók. 16.00 Fréttir. 16.05 Fimm fjórðu. 17.00 Fréttir. 17.03 Víösjá. 18.00 Fréttlr. 18.03 Þlngmál. 18.30 Leslð fyrir þjóöina: Gerpla. 18.45 Ljóð dagsins endurflutt frá morgni. 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Augtýsingar og veðurfregnir. 19.40 Saltfiskur meö sultu. Blandaður þáttur fyrir börn og annað forvitiö fólk. 20.40 Hvað segir kirkjan? (2). 21.15 Kvöldtónar. 22.00 Fréttir. 22.10 Veöurfregnir. 22.15 Lestur Passíusálma. Frú Vigdís Finn- bogadóttir les (17). 22.25 Norrænt. Af músík og manneskjum á Norðurlönd- um. Umsjón: Guöni Rúnar Agnarsson. 23.00 Kvöldgestir. Þáttur Jónasar Jón- assonar. 24.00 Fréttir.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.