Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Side 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 21.02.1997, Side 11
|Dagur-®ímírat Föstudagur 21. febrúar - 23 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Mickey Hargitay, eiginmaður nr. 2 og faðir þriggja barna hennar, sá víst ekki sólina fyr- ir Jayne. Þau skildu. Hún laðaðist fremur að mönnum sem töldu henni trú um að geta orðið henni hjálp á framabrautinni því hún þráði að vera tekin alvarlega sem leikkona en slík hlutverk voru ekki á lausu. Jayne krafðist þess að fá hjartalaga hús og sundlaug. Hún fékk það - og lét eiginmaður- inn m.a.s. útbúa gyilta mósaíkáletrun á sundlaugarbotnintum: Ég elska þig Jayne. 30 ár frá dauða Jayne Mansfield Það var fyrir um 40 árum að leikkonan Jayne Mansfield og eiginmaður hennar Mickey Hargitay, Hr. alheimur, hófu leit að húsi sem tákngerði ást þeirra og rísandi frœgð. Húsið fannst á Sunset Boulevard nr. 10.100 og taldi 25 svefnherbergi auk 11 baðherbergja. Húsið breytti um karakter eftir kaupin og var allt málað bleikt sem bleikt gat orðið. Húsið fór fljótlega að ganga undir nafninu Bleika höllin. „Alla mína œvi, “ sagði Jayne eitt sinn, „hef- ur mig dreymt um heimili fullt af amorum, englum og hjörtum. Það er verst að vatnsdroparnir úr gosbrunninum í stofunni eru ekki hjartalaga. “ Skilnaðarpappírarnir vegna hjóna- bands hennar við umboðsmann sinn, Matt Cimber nr. 3, voru að verða klárir kvöldið sem hún, 3 börn hennar (átti alls 5) og nýr um- boðsmaður fóru til Biloxi þar sem hún átti að taka þátt í skemmtiat- riði á næturklúbbi sem fólst eink- um í því að sitja í fangi eldri karl- manna meðal áhorfenda. Eftir sýn- inguna óku þau heim á leið í svarta þoku. Bíllinn lenti á kyrrstæðum vörubíl. Jayne og umbinn létust samstundis. Börnin þrjú sem sváfu í aftursætinu, slösuðust lítillega. Jayne var 34ra ára. Félagar í Aðdá- endaklúbbi Jayne Manfields létu reisa bleikan legstein með orðun- um: „Við elskum þig meira með hverjum deginum." rétt er að rauður er kynferðislega örv- idi litur þá hefur vinnandi vart verið srt í þessari skrifstofu sem Jayne lét •Istra, loft og veggi, með rauðu leðri. > má vera að ritarinn hafi komið ihverju í verk ef hún hefur setið með igun samviskusamlega límd við ritvél- a - því hún var bleik. Clótwííífid Teitur Þorkelsson skrifar Víltu Ópal? egar strák líst á stelpu gengur hann að henni og segir blátt áfram: Hæ, sæta, viltu Ópal? Ef það er hins vegar stelpa sem er eitthvað skotin í stráknum dettur henni sjaldnast í hug að gera eitthvað þessu líkt. Nei, hún plottar á bak við tjöldin, talar við bestu vinkonu sína og talar við besta vin stráksins og þannig er reynt að komast að því hvort hann sé eitthvað að spá. Og þó hún sé ær af ást getur vel verið að hún heilsi honum ekki einu sinni á ganginum. Konur eru alltaf eitthvað að plotta. Eru það ekki þær sem eru hinar ósýnilegu drifijaðrir íslendingasagnanna og allrar heimssögunnar ef út í það er farið? Það virðist einfaldlega hafa verið þeirra aðferð í gegn- um tíðina til að hafa áhrif á at- burðarás, lifa eigin lífi. Hvort sem ástæðan er sú að þær gátu tæplega staðið í því fyrr á öld- um að hlaupa út um grænar grundir og vega mann og ann- an eða einfaldlega að þeim finnst skemmtilegra að toga í ósýniiega spotta á bak við tjöid- in er ekki gott að segja. Og sennilega skiptir það ekki miklu máli. En það er bráðnauðsyn- legt að vita af þessari ólíku samskiptaaðferð til þess að það gangi betur að skilja konur og þeirra þangagang, einfaldlega til þess að skilja hvað er að ger- ast í kringum mann. Takið eftir Söngskemmtun og dans!!! KÓRARNIR Sandlóurnar og Lóuþrælarnir frá Hvamms- tanga verða með söngskemmtun á Breiðumýri laugardagskvöldið 22. febrúar kl. 21. Dansleikur verður á eftir Félagar í Harmonikuf élagi Þingeyinga leika fyrir dansi. Stjórnin Sam-Frímúrarareglan á Akureyrí heldur kynningarfund sunnudaginn 23. febrúar kl. 14 að Glerárgötu 32, 3. hæð (gengið inn að austan). Njörður P. Njarðvík kynnir regluna og starfsemi hennar og svarar fyrirspumum. Allir velkomnir. ^__________________________________r Vinafundur eldri borgara verður í Glerárkirkjunni á dag, föstudaginn 21. febrúar kl. 15. Samveran hefst með stuttri helgistund. Upplestur, söngur og kaffiveitingar. Allir velkomnir. Matvæla- og veitinga- samband íslands Bakarar, framreiðslumenn, kjöt- iðnaðarmenn og matreiðslumenn á Akureyri og í nágrenni. Almennur félagsfundur Matvís verður haldinn á Fiðlaranum mánudaginn 24.febrúar kl. 16. Dagskrá: Kjaramál. i Fræðslumál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. mtttttmttttttmtttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttttm

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.