Dagur - Tíminn Akureyri - 03.05.1997, Page 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 03.05.1997, Page 4
16 - Laugardagur 3. maí 1997 |Dagur-'®tmám Háskólinn á Akureyri Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður við Há- skólann á Akureyri: Staða prófessors í hjúkrunarfræði Staða dósents í hjúkrunarfræði 50% staða lektors í hjúkrunarfræði. Æskilegt sér- svið: barnahjúkrun. Starfsvettvangur ofangreindra háskólakennara verður að- allega við heilbrigðisdeild. Staða lektors við Ieikskólabraut Kennslu- og rannsóknasvið er almenn leikskólafræði og notkun listgreina í leikskólastarfi. Starfsvettvangur verður aðaliega við leikskólabraut kennaradeildar. Staða dósents í markaðsfræði Kennslu- og rannsóknasvið er markaðsfræði, æskilegt sérsvið markaðsrannsóknir, sölustarf og útflutningsversl- un. Til greina kemur að ráða í stöðu lektors. Starfsvett- vangur er aðallega við rekstrardeild. Staða lektors í rekstrarfræði - gæðastjórnun. Kennslu- og rannsóknarsvið er rekstrarfræði, æskilegt sérsvið hagnýt notkun gæðastjórnunar í íslenskum iðnaði og þjónustu. Starfsvettvangur er aðallega við rekstrardeild. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar, rannsóknir, kennslustörf, stjórnunarstörf svo og námsferil sinn og önnur störf. Með umsóknum skulu send eintök af þeim vísindalegu ritum sem umsækjendur vilja láta taka tillit til. Einnig er nauðsynlegt að í umsókn komi fram hvaða verkefnum umsækjendur hafa unnið að, hverju þeir eru að sinna og hver eru áform þeirra ef til ráðningar kemur. Ennfremur er ætlast til þess að umsækjendur Iáti fylgja nöfn og heimilisföng minnst tveggja aðila sem leita má til um meðmæli. Sæki umsækjandi um tvær eða fleiri stöður við Háskólann á Akureyri á sama tíma skal hann Iáta fullnægjandi gögn fylgja báðum/öllum umsóknum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakenn- ara á Akureyri. Upplýsingar um starfið gefa forstöðumenn viðkomandi deilda eða rektor háskólans í síma 463 0900. Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 15. maí 1997. 'L. hAskólinn ÁAKUREYRI Háskólinn á Akureyri og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins auglýsa tvœr stöður sérfrœðinga á sviði matvœlaframleiðslu Stöðurnar heyra undir Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins en þeim fylgir kennsluskylda við matvælaframleiðslu- braut sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri. Vinnu- staður er á Akureyri. 1. Staða sérfræðings í framleiðslutækni matvæla. Rannsókna- og kennslusvið er framleiðslutækni og/eða framleiðsluferlar. Æskileg menntun er M. Sc. eða Ph. D. í matvælaverkfræði eða matvælatækni. 2. Staða sérfræðings í matvælaefnafræði/matvæla- fræði. Rannsókna- og kennslusvið er matvælaefnafræði og skyldar greinar. Æskileg menntun er M. Sc. eða Ph. D. í matvælafræði. Gert er ráð fyrir að þessar stöður tengist fiskiðnaði og öðrum matvælaiðnaði með rannsókna- og þróunarverk- efnum sem viðkomandi sérfræðingur hefur frumkvæði í að afla. ' Umsóknir um stöðurnar skulu hafa borist Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins fyrir 1. júní 1997. Upplýsingar um stöðurnar veita Hjörleifur Einarsson í síma 562 0240 eða Jón Þórðarson í síma 463 0900. Háskólinn á Akureyri Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins MENNING OG LISTIR Ustainiðstöð í Hveragerði Einar Hákonarson, listmálari, er eigandi nýrrar listamiðstöðvar í Hveragerði. Fyrsta einkarekna listamiðstöðin á ís- landi verður opnuð í Hveragerði íjúní. Par er ekki verið að rœða um neitt ör- gallerí heldur 1000 fermetra hús sem hefur risið á undra- skömmum tíma við Austurmörk í Hveragerði, í öðru húsifrá Eden. Einar Hákonarson, listmál- ari, er eigandi staðarins ásamt fjölskyldu sinni en í ár eru einmitt 30 ár síðan hann lauk myndlistarnámi. „Petta verður alhliða sýningarsalur og hér verða eingöngu sýnd verk eftir viðurkennda listamenn,“ segir Einar, en þessa dagana eru iðnaðarmenn að klára hús- ið innanhúss og leggja gólfefni. Sýningarsalurinn er 200 fer- metrar að stærð og við hlið hans er 115 fm ráðstefnusalur. Hægt er að opna á milli salanna þannig að sýningarsalurinn get- ur stækkað í eina 315 fermetra. Auk þess verður alhliða veit- ingastaður í húsinu fyrir 150 manns. Listmunaverslun verður í húsinu þar sem ýmis konar listiðnaðarverk og listhandverk verða til sölu. Pá er ótalið verk- stæði þar sem framleidd verða emeleruð skilti og ýmsir list- munir. Kúltúrtúrismi vaxandi grein „Ýmsir töldu það fjarstæðu þeg- ar ég fór út í þetta. Þessi hug- mynd hefur blundað með mér í nokkur ár en vaxandi áhugi er erlendis fyrir því sem kalla mætti „kúltúrtúrisma“. Húsið býður upp óþrjótandi mögu- leika fyrir alls kyns sýningar, samkomur og ráðstefnur. Ég sé fyrir mér að hér sé hægt að halda góða tónleika, listsýning- ar, jafnvel tískusýningar auk hreinna myndlistarsýninga," segir Einar. í upphafi var hugmynd Ein- ars að koma sér upp vinnustofu í hluta hússins en þegar á leið sá hann að hagkvæmara væri að stækka veitingasalinn sem því nemur. Ég komst að því þegar ég fór að eyða miklum tíma hér fyrir austan að það er tilfinnanlegur skortur á góðum matsölustöð- um hér. Það er nóg af skyndi- bitastöðum en það er ekki nóg fyrir hinn almenna ferðamann eða hvað þá fyrir heimamenn.“ Einar hefur í því skyni ráðið listakokk, Þorstein Sigurðsson sem búsettur er í Hveragerði. Harm hefur starfað á. margróm- uðum veitingastöðum í Reykja- vík. Jón Karl Róbertsson hjá teiknistofunni Arko hannaði húsið í samvinnu við listamann- inn. Ákveðin atriði sem þjóna góðum sýningarsal eru áber- andi í hönnun hússins. Húsið er mjög bjart og hátt er til lofts. Á þakinu eru gluggar sem hleypa dagsbirtunni inn. „Það verða skermar sem draga úr sólar- birtunni ef hún verður of mik- il.“ segir Einar. Besti sýningar- salurinn á landinu Hann segir að salurinn sé besti sýningarsalur á landinu og þótt víðar væri leitað. „Svona loft vildi ég hafa á Kjarvalsstöðum þegar ég var þar,“ en Einar var stjórnarformaður Kjarvalsstaða í 4 ár og framkvæmdastjóri í eitt ár. Þeim samskiptum lauk fyrir Hæstarétti þar sem tekist var á um hönnun á lofti sýning- arsala staðarins en það mál var frægt á sínum tíma. Ferðaþjón- usta er vaxandi atvinnugrein á Suðurlandi og hjá stórum hópi fólks er helgarbíltúr í Hvera- gerði fastur punkur í lífinu. „Þetta byggist auðvitað á því að fá traffík og hún er vissulega til staðar hér. Ég geri mér líka al- veg grein fyrir því að það verð- ur minni umferð á veturna en hér verður sett upp ný sýning í hverjum mánuði. Eins og fyrr segir verður listamiðstöðin opnuð í júní og fyrsta sýningin hefur verið ákveðin en margir listamenn hafa haft samband við Einar og óskað efir því að fá að setja upp sýningu hjá honum. „Fyrsta sýningin verður yfirlitssýning á verkum Einars Hákonarsonar,“ segir Einar sem fer ótroðnar slóðir í h'finu og listinni. -hþ./Selfossi

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.