Dagur - Tíminn Akureyri - 03.05.1997, Page 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 03.05.1997, Page 8
20 - Laugardagur 3. maí 1997 au rottuðu sig saman eins og títt er um íslenska námsmenn í útlöndum og ei'tir örlítil kynni ákváðu þau að búa saman í New York. „Fyrst vorum við saman komnir ellefu íslendingar í tveggja herbergja íbúð sem Hrafnhildur og Ási, krakkar sem við þekkjum, leigðu. Þetta voru ílóttamannabúðir og mað- ur þurfti að stíga yfir fjögur til fimrn flet til þess að komast í sitt eigið. - En síðan duttum við þrjú niður á íbúð sem hentaði og það hefur gengið svona rosalega vel. Þetta er fyrir- myndar hjónaband.“ fara í framhaldsnám eftir fimni ára hlé þá fannst mér Banda- ríkin allt í einu mjög spennandi. Okkar rætur standa náttúru- lega í evrópskri menningu, bandarísk myndlist er hávær og frek á meðan íslenkir myndlist- armenn eiga meira sameigin- legt með myndlistarmönnum frá Norður-Evrópu þar sem „hógværari" og „rólegri" lilutir eru í gangi. Allt í einu fannst mér ágengnin spennandi," segir Villi. „Ég hef aldrei málað mynd á ævinni og þegar kom að því að velja deild þá sá ég að „New forms" deildin hentaði mér en Villi Iifstíðar skuldsetning Ibúðin sem þau Þorgerður, Vil- hjálmur og íris (og kakkalakk- arnir) deila er í Brooklyn, í mjög pólsku hverfi. „Frá degi eitt fflaði ég New York“, segir Vilhjálmur VUhjálmsson, sem er í meistaranámi í myndlist. „Þetta er lygilegur staður. Ifér er það besta og það versta sem borgarmenning býður upp á. Og það sem New York hefur fram yfir margar aðrar borgir er allt þetta magn af öllu. Það eru t.d. 300 gallerí í SoHo þannig að maður gæti ver- ið á sýningum endalaust. Svo er það magnið af ólíkum menningar- straumum sem eru í gangi hérna. Banda- ríkin eru eins og bútasaums- teppi og þá sér- staklega New York sem er brautarstöð. Maður hittir eigin- lega aldrei neinn sem er fædd- ur í Nevv York, það eru allir lrá öðrum löndum eða öðrum fylkj- um.“ »Ég var ákveðinn í því að fara ekki til Bandaríkjanna þegar ég var í Myndlista- og handíðaskólanum, ég stefndi á framhaldsnám í Evrópu, Bandaríkin voru of dýr og eru það auðvitað ennþá. - En þegar ég loksins tók ákvörðun um að hún kemst nálægt því að vera eitthvað í Iíkingu við nýlista- deildina heima. Þetta er deild þar sem maður er ekki bundinn af ákveðnum efnum eða hefð- um, öll efni eru leyfileg og hvort sem það eru bókverk, hljóð- verk, myndbönd eða hvað eina.“ Ánægður með sinn snúð Hvað ert þú að vinna með? „Við tölum stundum um það í dcildinni að nafnið á deildinni hljómi óttalega „glamorous“ því við erum kannski frekar að vinna með „oid forms.“ Við erum að teikna og mála en hoppum úr einum efniviði í annan. Ég hef verið að vinna með teikningar og hef gert skúlptúra og bókverk." Vilhjálmur hefur lokið þremur önnum en fjórar annir eru skemmsti hugsanlegi tíminn til að ljúka meistara- gráðu frá Pratt Institute. „Og það er náttúrulega tíminn sem Lánasjóðurinn miðar við þótt ílmmlán einingar á önn séu engan veginn kjöraðstæður. Bóklega námið tekur mikinn tíma frá stúdíóvinnunni og áður en maður útskrifast heldur maður lokasýningu sem ein- kunnin er að stórum hluta byggð á. Með þessari sýningu kveður maður skólann og þar er líka vettvangurinn fyrir fólk að kynnast þér sem listamanni, Bandaríkin eru eins og bútasaums- teppi og þd sérstak- lega New York. Maður hittir eigin- lega aldrei neinn sem er fœddur hérna, það eru allir frd öðrum lónd- um eða óðrum fylkjum. “ ^Dagur-®ínmm LÍFIÐ í LANDINU Þorgerður, Villi og íris. þannig að sýningin er mikilvæg og því vil ég hafa hana góða.“ Ertu að Já út úr náminu það sem þú vonaðist eftir? „ Já, ég held það og vona. Maður er að skuldsetja sig fyrir lífstíð. Ég held að ef fólk hugs- aði dæmið til enda myndu margir aldrei fara í nám í dag, þetta eru það miklar skuldbind- ingar sem þú ert að setja á þig og þína nánustu. - En ég tel mig fá heilmikið fyrir minn snúð.“ Ætlarðu heim? „Ég held að það fari allir heim á endanum en hvort ég fer heim eftir eitt ár eða fimm veltur á því hvað gerist hórna. Núna eru fínir hlutir í gangi, ég verð húgsanlega með í sýningu í ágætis galleríi eftir ár, sem er frábært. Ef eitthvað spennandi rekur á íjörur mínar vildi ég gjarna vera hérna eitthvað áfram.“ Thorœ Stríðs- hugmyndfn er þreytt „Ég hugsa að ég hafi alltaf verið feministi eða ég held því fram að ég hafi verið feministi frá því ég var barn,“ segir Þorgerður Þorvaldsdóttir, sem fór til New York í meistaranám í „Gender Studies" (Kvennafræðum). Hún lauk B.A. próil í sagnfræði frá HÍ og B.A. ritgerðin hét „Ilvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður?“ Ilún pældi í kvennasögu eða konum sem eru/voru týndar í sögunni. „Mér fannst sagan sem slík geld og í B.A. náminu var ég ekki að gera það sem ég vildi gera. Það sem vantaði í söguna var hugmyndin um að breyta heiminum. Ég sá óréttlæti og vonda hluti alls staðar og hélt, er ekkert endilega viss lengur, að með því að fara í „Gender Studies" fengi ég akademískt tól til að breyta hlutunum." Hvað eru kvennafrœði? „I fyrsta lagi þá eru þetta ekki kvennafræði heldur „Gen- der Studies" en „gender" er þýtt sem „kyn“ sem er ekki full- komin þýðing vegna þess að „kyn“ hefur svo sterka vísun í líffræðilegt kyn á meðan „gen- der“ vísar til þess hvernig líf- fræðilegt kyn er fólagsgert og notað sem allsherjar viðntið. Þannig skera kynfæri barns, það hvort það fæðist með tippi eða • píku, úr um líffræði- legt kyn. Það að stelpan fær bleikt armband en strákurinn blátt er hins vegar „gender“ dæmi, fyrstu skilaboðin af mörgum um það hvað það þýðir að vera karl eða kona í samfélaginu. Kyn eða „gender" eru þá sam- bærilegar breytur og kynþáttur og stétt og það er erfitt að slíta breyturnar í sundur. Maður er aldrei bara kona heldur hvít, svört eða „latínó" kona, alltaf „heterosexual", „homosexual" eða „bi-sexual“ og af tiltekinni stétt. Þetta nám hefur snúist um að skoða heildina og ein- blína ekki á stöðu kvenna held- ur stöðu kynjanna og þá hvern- ig kyn mótar stöðu þína í þjóð- félaginu ásamt hinum breytun- um, kynþætti, kynhneigð og stétt.“ Festa staðan býður ekki Þorgerðui' er í tveggja ára meistaranámi við The New School for Social Research en tekur sér árshlé og lýkur því væntanlega næsta vor. „Ég hef bæði verið ánægð í námi og ekki. Þegar ég stóð á þeim tímamótum að eiga að fara að skrifa MA-ritgerðina þá týndist ég aðeins. Ég vissi ekki ná- kvæmlega livað ég ætlaði mér með þessu námi og ákvað því að taka mér smá frí í stað þess áð einblína bara á að klára. Þetta er mjög dýrt nám, ég borga rúm- lega hálfa millj- ón í skólagjöld á önn þannig að ég er að ijárfesta í námi upp á rúmar tvær milljónir. Gráðan sem slík er ekki hið endanlega og eina takmark. Tilgangurinn er menntunin sem slík og kannski fannst mór ég ekki vera að fá þá menntun sem ég vildi fyrir þessa peninga. Þegar ég lýk þessu námi bíður mín heldur engin feit staða heima.“ Þorgerður er enn skráður stúdent í skólanum og fékk því vinnu á bókasafninu. „Á fyrri önn vann ég á safninu með námi og þeir samþykktu að ég myndi auka vinnuna þar. Þetta er mjög fínt þar sem ég hef enn aðgang að tölvum og bókakosti „Það að segjast vera feministi í Bandartkjunum er jafnvel meira stuð- andi en heima. Nœsta spurning er ncestum alltaf: Nú, hatarðu þd karl- menn?“

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.