Dagur - Tíminn Akureyri - 03.05.1997, Síða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 03.05.1997, Síða 11
 Laugardagur 3. maí 1997 - 23 |ÖHgur-®tmmn Ungurá uppleið Hjálmar Örn Erlingsson útskrifaðist sem kokkur í janúar síðastliðunum. Hann hefur unnið á veitinga- staðnum Pasta Basta síðan þá en byrjar eftir mánuð að vinna á Eddu hóteli og verður þar í sumar. Næsta haust stefnir hann síðan út fyrir landstein- ana, hugsanlega til Bandaríkj- anna en annars til Evrópu. Hjálmar lætur vel af atvinnu- möguleikum nýútskrifaðra kokka. „Peir sem eru duglegir og áhugasamir fá vinnu. Ekki spurning," segir hann. Hvað vinnu erlendis varðar telur hann líka tiltölulega auðvelt að fá eitthvað að gera en hinsveg- ar verða margir að sætta sig við mjög lág laun. „Því flottari sem staðirnir eru því lélegri eru launin þannig að ég lít fremur á það sem skóla eða reynslu að fara erlendis og vinna.“ Fiskréttir í uppáhaldi Hjálmar var á sjó í eitt ár þar sem hann sá um að elda ofan í áhöfnina og í framhaldi af því kviknaði áhugi á matreiðslu. Kannski eru það tengslin við sjóinn sem gera það að verkum að fiskréttir eru í uppáhaldi hjá honum og nefnir hann þá sér- staklega þegar spurt er hvað honum þyki skemmtilegast við starfið. Annars segir hann kokka- starfið fjölbreytilegt en að mörgu leyti frábrugðið því sem hann hafði gert sér í hugar- lund. Þetta sé t.d. meiri tarna- vinna en hann hafi gert sér grein fyrir. Oft þurfi að mæta snemma og fara seint auk þess sem algengt sé að vinna þurfi á kvöldin, um helgar og á al- mennum frídögum. Hjálmar er beðinn um upp- skrift og fylgir hún hérna með. - Mœlir þú með þessari? „Já, alveg óhikað. Þetta er mjög gott.“ Smjörsteiktir humar- halar m/pernodsósu fyrir tvo 350 g skelflettur humar 20-30 g smjör 2 msk. matarolía salt og pipar Sósa: 2 skallotlaukar (fínt saxaðir) 100 g ferskir sveppir (skornir í fernt) 1/2 dl hvítvín 2 dl fisksoð (vatn og kraftur) 3 cl pernod (= einn einfaldur) 1 dl rjómi salt og pipar 1 tsk estrogen Aðferð að sósu: Laukur og sveppir steiktir í smjöri í potti. Pernod sett útí og þvínæst hvít- vínið og soðið. Látið krauma í 2-3 mínútur. Rjómanum bætt við ásamt estrogoni og soðið í aðrar 2-3 mínútur. Smakkið til með salti og nýmuldum svört- um pipar. Má þykkja með sósu- jafnara. Eldun á humri: Humarinn steiktur í smjöri á vel heitri pönnu í ca. 1 mínútu. Settur útí sósuna og suðunni hleypt upp. Borið fram með ristuðu brauði og basmati hrísgrjónum. AI Hjálmar Örn Erlingsson, nýútskrifaður kokkur, mælir með smjörsteiktum humarhölum í sparimatinn. olD f ( Lei eimilis- homið Sunnudags desertinn 1 dl löng hrísgrjón l'A dl vatn % tsk. salt 3 tsk. sykur 3 msk. hvítvín 4-5 ferskjur 1 msk. sítrónusafi 2/ dl rjómi (1 peli) Möndluspœnir Vatn, salt og sykur látið sjóða. Hrísgrjónin sett út í og hitinn lækkaður. Lokið sett á pottinn, og soðið í 15 mín. Látið standa í pottinum ca. 10 mín. Hrærið grjónin sundur með gaffli og bætið víninu út í. Hrærið af og til á meðan það kólnar. Sjóðandi vatni hellt yfir ferskjurnar (ef við notum ekki niðursoðnar), hýðið tekið af og kjarnar ijarlægðir. Ferskjurnar skornar í þunnar sneiðar. Sítrónusafi og hunang lirært saman og hellt yfir þær. Rjóminn þeyttur og blandaður saman við hrísgi'jónin og ferskj- urnar, geymið nokkrar sneiðar í skraut. Sett í ávaxtaskálar, eða eina stóra skál. Ferskjur og möndluspænir í skraut. Rúlluterta m/appelsínubragði 3 egg 150 gsykur 50 g kartöflumjöl 2 msk. kakó 2 tsk. lyftiduft Fylling: 2/ dl. þeyttur rjómi Smávegis flórsykur Rifið hýði af appelsínu. Eggin þeytt í 5 mín. Sykrinum bætt út í og þeytt áfram í 10 mín. Kakó, kartöflumjöl og lyfti- duft blandað saman og hrært varlega eða sigtað út í eggja- hræruna. Deigið sett í form, búið til úr bökunarpappír með brett upp kantana. Eða bökunarpapp- ír settur í ofnskúffuna. Haílð deigið ca. 'A sm. þykkt. Bakað við 225° í 8-10 mín. Ilvolft á sykri stráðan pappír og rakt stykki sett yfir. Pappírinn tekinn af og ef kantar kökunnar eru mikið bakaðir eru þeir skornir af. Rjóminnn þeyttur, bragðaður til með flórsykri sigtuðum út í, og appelsínuraspi. Sett á botn- inn, og hann vafinn saman, látið samskeytin snúa niður. Skreytt með rjómatoppum, appelsínu- raspi eða mandarínum. Döðlukaka 1 bolli sykur 3 egg 1 tsk. lyftiduft 1 bolli hveiti 1 bolli saxaðar döðlur 1 bolli saxað súkkulaði. Egg og sykur þeytt vel saman í þykka eggjahræru. Blandið sam- an hveiti og lyftidufti. Döðlum og súkkulaði bætt út í og hrærið vel saman. Deigið sett í smurt tertu- form og bakið neðarlega í ofnin- um í ca. 20 mín. við 200°. Kakan er svo skreytt með þeyttum rjórna (2'í dl) og jarðarberjum. Góðir sykurhrauðsbotnar 4 egg 200 g sykur 50 g hveiti 50 g kartöflumjöl 2 stútfullar tsk. lyftiduft Eggin eru þeytt saman með sykrinum í þykka eggjafroðu. Hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft sigtað saman við og blandað varlega. Deigið sett í 3 vel smurð form. Bakað í miðjum ofni við 225° í ca. 12 mín. Ef kakan er bökuð í einu formi og klofin í þrennt þarf að baka hana í 35 mín. Gerhringur m/marsipani 120 g smjör 3 dl mjólk 56 g ger 100 gsykur ca. 700 g hveiti Fylling: 150 g marsipan smávegis mjúkt smjör. Smjörið er brætt og mjólkinni blandað saman við, haft ylvolgt. Gerið hrært út í ásarnt hveitinu og sykrinum. Ilnoðað í mjúkt deig. Bætið smávegis hveiti, ef með þarf. Látið hefast með stykki yfir í 45 mín. Deigið hnoð- að á borði og flatt út í aflanga lengju. Marsipanið raspað niður og hrært með smávegis mjúku smjöri, smurt yfir lengjuna og henni rúllað saman. Sett á smurða plötu með samskiptin niður, myndaður hringur. Klipptar raufir í hringinn og hann látinn hefast í ca 30 mín. Smurður með hrærðu eggi og bakaður við 225° í 20 mín. Kartöflumús fyrirfjóra 1-1 'A kg. kartöflur skrældar og soðnar í ósöltuðu vatni. Vatninu hellt frá og kartöflurnar látnar standa þurrar um stund. Músið kartöflurnar, hrærið ca. 100 g smjöri saman við ásamt 3 dl heitri mjólk. llrærið vel saman og bragðið lil með salti, örlitlum pipar og syki'i, eftir smekk hvers og eins. Pottréttir Kjötið er skorið í rærnur eða litla ferkantaða bita. Notið þykk- botna pott eða pönnu til að steikja kjötið á. Feitin á að vera vel hvít, annars soðnar kjötið í staðinn fyrir að steikjast. Ekki hafa of mikið kjöt á pönnunni í einu. Veltið kjötinu, en hrærið ekki í því. Olía, smjör eða smjör- líki er notað til að steikja úr eða blanda af olíu og smjöri, þá er olían fyrst hituð á pönnunni og smjörinu bætt út í. Nautakjötspottréttur fyrirjjóra 500 gr. nautakjöt 2 msk. hveiti salt og pipar 2 msk olía 2 laukar 2 lárviðarlauf 4 dl. kjötkraftur eða vatn Kjötið skorið í ræmur eða smá bita. Ilveitið sett í plastpoka með salti og pipar. Kjötið sett þar í og hrist vel, svo hveitið hylji kjötið á öllum hliðum. Kjötið brúnað vel á öllum hliðum. Laukurinn skorinn í þunnar sneiðar og brúnaður. Allt sett í pott með lárviðarblöðunum, vatni eða kjötkrafti bætt út í, og rétturinn látinn sjóða undir loki í 1 til l'/ klst. Kartöflumús og hrísgrjón borin með.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.