Dagur - Tíminn Akureyri - 03.05.1997, Blaðsíða 14

Dagur - Tíminn Akureyri - 03.05.1997, Blaðsíða 14
26 - Laugardagur 3. maí 1997 IDagur-'ðlmrám Fékk rússneska ólympíuskó Sölvi Fannar Jóhannsson er þjálfari í World Class (m.a. einka- þjálfari Gauja litla), lifir og hrœrist í heimi jogginggalla, íþróttafatnaðar og vöðvabola ogfer út að skemmta sér í hlaupapegsu „sem andar veV'... „Þetta eru rússneskir ólympískir lyftingaskór og menn þurfa að vinna sér þá inn með því að ná einhverjum áfanga í lyftingum úti í Litháen." Og það var líka ekkert smáræði sem Sölvi lagði á sig fyrir skóna: „Ég afrekaði það á einum degi að hlaupa 14 kílómetra, lyfta 250 kg þrisvar í réttstöðulyftu, 180 kg átta sinnum í hnébeygju og 150 kg 5 sinnum í bekkpressu." ISLANDS MEISTARA MÓTÍ KRA FT jDagui-CEtmmn - bcsti timi dagsins! I KA-HEIMILmU Á AKUREYRÍÍ í DAG LAUGARDAGINN 3. MAÍ KL. 13 ALLIR BESTU KRAFTL YFTINGAMENN LANDSINS TAKA ÞÁTT DACSKRÁIN HEFST KL. 13nMEÐ ÞVÍ AÐ ÓSKAR PÉTURSSON OG Ö«N VIÐAR BIRGISSON SYNGJA ÞJÓÐSÖNGINN KYNNIR MÓTSINS ER ARTHÚR BOGASON ERLENDIR ÞÁTTTAKENDUR TEKUR AUÐUNN TONNIÐ? NÆR BENNI AD BÆTÁ ÍSIANDSMI TIN ENN TREKAR7 © sMIÍÐASt^ á&feart' Hafnarstæti 94 - Sfmi 462 4840 BUNAÐAR BANKINN -traustur banki (2Dagur-'©mtmn - bcsti tími dagsins! í Utháen Sölvi heldur skiljanlega mest upp á fatnað sem tengist áhugamáli hans og vinnu en þegar hann var búinn að klæða pumpaðan líkamann í æfingabúninginn fyrir ljós- myndara vöktu rauðir og hvítir fornfálegir leðurskórnir, hand- gerðir með hælinn negldan á sólann, óneitanlega mesta at- hygli. í ljós kom að þarna voru á ferð staðlaðir rússneskir ólympíuskór sem þeir einir fá er ná ákveðnum áfanga í lyft- ingum - og þeim áfanga náði Sölvi á einum degi í Litháen! Hann dvaldi reyndar mun leng- ur í þessu Eystrasaltslandi. Fór þangað upp- haflega til að þjálfa Hjalta Úrsus fyrir keppnina Sterkasti mað- ur jarðarinnar. Mót sem um 35.000 manns ásamt nánast allri ríkisstjórn Litháa, íjölda ríkisbubba og braskara mætti á. „Þar kynntist maður mörgum af þessum mönn- um sem eru í alls kyns við- Sölvi handleikur lóðin. skiptum. Eitt af því efnilegasta sem ég komst í var vefnaðarvara og ef ég hefði haft eitthvað kapítal hefð- um við verið mjög íljótir að fímmfalda það á frekar stuttum tíma.“ Sölvi og enskur vinur hans veðjuðu hins vegar á málmviðskipti og versluðu aðal- lega með kopar. Sölvi fann selj- endur í Litháen en Englending- urinn kaupendur í Englandi. Málmabraskið hélt honum þannig á floti ijárhagslega í tæpt ár í Litháen. „En um leið og maður fer að græða pening þarna þá koma „einhverjir" að- ilar sem vilja fá hluta af tert- unni, þ.e. mafían. Ef við hefð- um haldið áfram í þessu og ekki borgað það sem þeir settu upp þá hefði bara meirihlutinn af sendingunum horfíð. Það voru allavega 5 manns sem ég kynntist úti sem hurfu meðan ég var þarna." Náttúruvænn maður Æfingagallar eru heimafatnað- ur margra en þegar Sölvi tekur sig til fyrir vinnudaginn grípur hann þægilegasta jogginggall- ann í skápnum, helst Adidas. „Ég vel ekki merki eftir einhverjum tískustraumum heldur reyni að ganga í fötum sem mér finnast þægileg og er eingöngu í bómullargöllum. Maður færi að lykta eftir 1-2 daga í gervi- efnunum. Bómullin and- ar mikið betur. Ég er mjög náttúruvænn og reyni að vera í góðum tengslum við náttúruna. “ Að óreyndu hefði mátt ætla að maður sem vinnur á heilsuræktar- stöð þyrfti að þvo eina vél á dag af svita- mettuðum föt- um en þökk sé bómullinni og 12 milljóna króna loftræsting- unni í World Class sem Sölvi segir að sé stundum ofvirk svitnar hann fremur lítið. Nema þegar hann er sjálfur að æfa - og úti að dansa. Þá sjaldan Sölvi fer út að skemmta þá er það til að dansa. Um síð- ustu helgi hélt hann upp á af- mælið sitt með því að dansa „eins og vitleysingur" á Astró, klæddur hlaupapeysu „sem andar vel“ og svörtum þröngum buxum úr teygjanlegu efni „sem hleypa vel frá sér.“ Þar dansaði hann við opna hurð „annars myndi ég vera við það að kafna úr reyk eða drepast úr ofþornun því ég svitna óhugn- anlega í dansinum." lóa Það var Jón Páll sjálfur sem átti og gaf Sölva þennan jakka eftir að Sölvi hafði látið einhverjar athugasemdir falla um hve flottur hann væri. Jóni Páii áskotnaðist jakkinn frá styrktaraðila í Svíþjóð og mun hann vera sá eini sem til er á landinu.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.