Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Síða 1
Hamrahlíð
8% í dag-
legri neyslu?
Ný könnun, unnin í félags-
fræðiáfanga við Mennta-
skólann í Hamrahlíð undir
stjórn Bjarnar Bergssonar fé-
lagsfræðikennara, leiðir í ljós
að 8% nemenda eru í reglulegri
neyslu ólöglegra vímuefna.
í fréttatilkynningu frá rit-
stjórn skólablaðs MH, segir að
könnunin hafi verið gerð í kjöl-
far annarrar könnunar sem
birtist í afmælisriti skólablaðs
MH í vetur en þar kom fram að
um helmingur nemenda hafði
prófað neyslu ólöglegra vímu-
efna. „Þrátt fyrir harða gagn-
rýni þáverandi starfandi rekt-
ors, Winciear Jóhannsdóttur, á
hæfi ritstjórnarmeðlima til að
framkvæma slíka könnun og
efasemdir um trúverðugleika
niðurstaðna hennar, leiddi vís-
indaleg könnun félagsfræði-
deildarinnar sömu staðreyndir í
ljós,“ segir í tilkynningunni.
Fara aðstandendur fyrri könn-
unar fram á afsökunarbeiðni
frá fyrrverandi rektor um leið
og þeir auglýsa eftir aðgerðum
til að berjast gegn þeim vímu-
efnavanda sem augljóslega sé
að finna innan skólans. BÞ
Fréttir og þjóðmál
Laugardalslaug hefur tekið nokkrum breytingum að undanförnu vegna undirbúnings fyrir Smáþjóðaieikana. Meðai annars hafa tjöld verið sett upp og
göngubrú sem skiptir barnalaug frá aðailaug. Opið verður næstu daga en lokað á meðan á Smáþjóðaleikunum stendur. Myn&. eó/.
Hafrannsóknastofnun
Tillögumar koma
þægilega á óvart
Guðbrandur Sigurðsson
framkvæmdastjóri ÚA
„Gott fyrir þá sem eru
með mikinn rœkju-
kvóta, en verst kemur
okkur þessi mikli sam-
dráttur í grálúðu. “
Útgerðarmenn fagna
því að Hafró leggi til
stóraukinn þorsk-
kvóta á næsta
fiskveiðiári og eru
búnir að reikna
út sinn hlut.
að er ánægjuefni að
þorskkvótinn skuli vera
aukinn og þannig sjáist
árangur þeirra miklu friðunar-
aðgerða sem staðið hafa yfir
undanfarin ár,“
segir Gísli Svan
Einarsson, útgerð-
arstjóri Fiskiðjunn-
ar-Skagfirðings á
Sauðárkróki, um
tillögur Hafrann-
sóknastofnunar
um aukinn þorsk-
kvóta, sem kynntar
voru í gær.
Lagt er til að
þorskkvótinn verði
aukinn í 218 þúsund tonn á
næsta fiskveiði ári, eða um 17
prósent. Ýsukvótinn verður
óbreyttur, samkvæmt tillögum
Hafró, eða 40 þúsund tonn en
ufsakvótinn dregst verulega
saman, úr 50 þúsund tonnum í
30 þúsund tonn. Grálúðukvót-
inn minnnkar einnig í 10 þús-
und tonn, en djúprækjukvótinn
eykst verulega og fer í 70 þús-
und tonn.
„í þorskinum fáum við um
600 tonna aukningu og ég tel
rétt að halda sig við þessa afla-
reglu meðan stofninn er byggð-
ur upp. Á móti kemur töluverð
minnkun í ufsa og grálúðu,
enda höfum við hér á Sauðár-
króltí ekki haft upp á uppsjáv-
arfiska að hlaupa. Grálúðan
hefur verið að harðsótt og við
höfum séð aflann þar minnka
um 30% milli ára svo sá mikli
niðurskurður kemur ekki á
óvart,“ segir Gísli Svan.
Guðbrandur Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Útgerðarfé-
lags Akureyringa, segir að það
hafi komið sér þægilega á óvart
hversu miltíl aukning sé lögð til
á úthafsrækjukvótanum.
„Þetta er mjög gott fyrir þá
sem eru með miltínn rækju-
kvóta. ÚA fær um 800 tonna
aukningu í þorski samkvæmt
tillögunum en verst kemur okk-
ur þessi mikli samdráttur í grá-
lúðu. Ég er hins vegar sáttur
við úthlutunina miðað við
vinnsluna en við höfum lagt
mesta áherslu á þorsk og karfa
í frystihúsinu," sagði Guðbrand-
ur Sigurðsson.
GG
'690919ll000014l