Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Qupperneq 7
ÍDagtcc-'QBrmrat Þriðjudagur 27. maí 1997 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR Frakkland Kjósendur sýna Chirac gula spjaldið Mikið fylgi vinstri fiokkanna í frönsku kosningunum kemur verulega á óvart. Frakkar gáfu Jacques Chir- ac langt nef í fyrri umferð þingkosninga, sem fram fóru á sunnudag. Um 68% kosningabærra manna tóku þátt í þessum kosningum, held- ur fleiri en skoðanakannanir höfðu sýnt fram á að myndu kjósa. Chirac, sem nú er 65 ára, á eftir 5 ára setu sem forseti og hvernig sem úrslit verða í kosn- ingunum, getur hann setið út kjörtímabil sitt. Hann er tals- maður niðurskurðar, skatta- lækkana og vill minnka umsvif ríkisins á sem flestum sviðum, en úrslitin sýna svo ekki er um villst að kjósendur eru þessu ekki sammála og vflja alls ekki minnka félagsmálapakkann, en í Frakklandi er nú um 12.8% atvinnuleysi, eitt mesta at- vinnuleysi í Evrópu. Úrslit þingkosninganna í Frakk- iandi urðu Jacques Chirac, for- seta, mikil vonbrigði. Jean Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðarflokksins, segir þessi úrslit vera persónulegan ósigur Chir- acs og hvetur hann til afsagnar. „Hann hefur verið sigraður og á að fara frá,“ segir Le Pen. Kannanir höfðu sýnt að stjórnin héldi naumlega meiri- hluta, en þó fór svo að vinstri menn fengu um 40% en hægri/miðjumenn fengu aðeins 36%. Þjóðarflokkurinn fékk um 15% atkvæða en hefur þrátt fyrir það litla sem enga von um stjórnarsæti. Búist er við því að flest þau atkvæði sem farið hefðu til Þjóðarflokksins, fari til mið/hægri flokka og að það muni gefa stjórnarliðum mun betri vinningsmöguleika en þessi fyrsta umferð kosning- anna sýnir. Jacques Touboun, dóms- málaráðherra, segir að úrslitin séu viðvörun, fólk sé óánægt og vilji refsa stjórninini, en Alain Juppe, hinn óvinsæli forsætis- ráðherra, segir að Frakkar vilji róttækar breytingar og að stjórnin verði að hlusta á skila- boð almennings. Með þeim tölum sem komnar eru segir Sofre, að sósíalistar og kommúnistar fái 263-302 sæti en hægri menn aðeins 255- 287 sæti. Ef sósíalistar fá um 289 sæti mun stjórnin í Frakk- landi vera samsett úr tveimur eða fleiri flokkum, í þriðja sinn síðan 1983. Wisconsin Nýjar hugmyndir um félagsmálahj álp IWisconsin hefur verið unn- ið að því á undanförnum árum að þeir sem vinna hjá einkafyrirtækjum hafi betri laun en þeir sem vinna hjá rík- inu. Þeir sem ekki fá vinnu í einkageiranum eiga að geta fengið einhverja vinnu hjá rfk- inu, en launin eru höfð nógu lág til að hvetja menn til að leita að annarri vinnu. Nú hefur sú staða komið upp að ríkinu er skylt að greiða lág- markslaun, það sé ólöglegt og ósanngjarnt að skylda þá sem fá bætur að vinna fyrir þeim á lægri launum en það. En jafn- framt fullyrðir stjórnin það að eigi að greiða 4.75$ á tímann, þurfi meira fé til þessara mála- flokka og jafnframt er óttast að séu sömu laun greidd til slíkrar Ríkinu er skylt að greiða lágmarkslaun, það er óiöglegt og ósanngjarnt að skylda þá sem fá bætur að vinna fyrir þeim á lægri launum en það. atvinnubótavinnu muni það letja fólk í leit að vinnu annars staðar. Verkefni því sem kallað hef- ur verið Wisconsin áætlunin er ætlað að fá fólk til að vinna fyr- ir bótum. Helstu hugmyndir um atvinnu eru: Að fatlaðir geti fengið vinnu við hæfi á vernduðum vinnu- stöðum, laun séu um 628$ á mánuði. Samfélagsþjónusta, s.s. þrifnaður á lóðum ríkisins, laun séu um 673$ á mánuði. Reynsluverkefni, þar sem ríkið greiðir atvinnurekendum 300$ á mánuði fyrir að ráða at- vinnulausa, það sé tímabundin lausn, helst ekki meira en 3 mán. þó megi lengja tímabilið í 2 ár. Launin séu lágmarkslaun og fólk fái skattaívilnanir eftir því sem telst eðlilegt í einka- geiranum. Og svo störf í einkafyrirtækj- um, en í Wisconsin, sem er nokkuð vel á vegi statt, eru tímalaun í einkageiranum um 6$ á tímann. - besti tími dagsins! TILBOÐ A SMÁAUGLÝSINGUM FYRSTA BIRTING 800 KR, ENDURBIRTING 400 KR. Ofangreind verO miOast vlO staOgroiflslu eöa VISA / EURO Sfmi auglýsingadeildar er 460 6100 Fax augiysingadeildar er 460 6161 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö *| 5 a» 5 1 11.475.700 2.4PSH W 6 120.130 3. ■“■I5 127 9.790 4. 3af 5 4.394 660 Samtals: 16.339.850 Upplýsingar um vinningstölur fást einnig I simsvara 568-1511 eöa Grœnu númeri 800-6511 og I textavarpl ásföu 451. Fjölskylduskemmtun Enginn aðgangseyrir Boreames ^ S.-6.jií/e 7997 J Erlent fyrirtæki, sem framleiðir vinsælan, vandað- an herrafatnað undir eigin nafni, á góðu verði, (yfir 250 verslanir í Skandinavíu) óskar eftir að komast í samband við aðiia, eða fyrirtæki á Akureyri, sem áhuga hafa á að opna herrafataverslun, eða opna svokallað shop in shop í verslun sem fyrir er. Fyr- irtækið útvegar innréttingar og mikið af auglýs- ingaefni ásamt góðri aðstoð frá fyrsta degi. Fyrir- tækið býður eiganda eða verslunarstjóra erlendis á kynningarnámskeið áður en opnað yrði. Um beinan innflutning á fatnaðinum yrði að ræða. Þeir sem áhuga hafa, vinsamlegast hafið samband við Dag-Tímann og Ieggið inn nafn og símanúmer ásamtykkar hugmyndum, merkt 1, 2 og 3, fyrir 5. júní 1997, og haft verður samband fljótlega. Alger trúnaður áskilínn. GARÐYRKJUSKÓLI RÍKISINS Matjurtir í heimilisgarðinum Trjágróður í mismunandi umhverfi Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verður með tvö námskeið á Akureyri laugardaginn 31. maí 1997. Námskeiðin verða þessi: Matjurtir í heimilisgarðinum, sem haldið verður í húsnæði umhverfisdeildar við Drottningarbraut. Leiðbeinandinn á námskeiðinu, Gunnþór Guðfinnsson, kennari við Garðyrkjuskólann mun fjalla um allt það helsta sem viðkemur matjurtum í heimilisgarðinum, lífræna ræktun, safnhaugagerð og fleira. Trjágróður í mismunandi umhverfi, sem haldið verður í skátaheimilinu Hvammi, Hafnarstræti 49. Á námskeiðinu mun Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjustjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, fjalla um mismunandi gróður í bæjarkjörnum, útivistarsvæðum og í sumarbústaðalöndum. Bæði námskeiðin standa frá kl. 10-16 og er þátttökugjald kr. 3.000,- (innifalið: Námskeiðsgögn, hádegismatur og miðdegiskaffi). Skráning fer fram hjá endurmenntunarstjóra Garðyrkjuskólans í síma 483 4061 og á skrifstofu skólans í síma 483 4340. 1

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.