Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Side 11
|Dagur-'3Kirmm
Þriðjudagur 27. maí 1997 -11
Eftir tvær rólegar umferðir í Sjóvá-Almennra-
deildinni brustu allar gáttir í þeirri þriðju.
Fleiri mörk voru skoruð í henni en hinum
báðum til samans, 21 mark nú á móti
18 mörkum úr fyrstu tveim umferðunum.
HANDBOLTI • HM í Kumamoto
Valur-Leiftur: 0-5
Mörk Leifturs: Þorvaldur Mak-
an á 35. mín. Rastislav Lazorik
á 38., 45. og 51. mín. og Hörður
Már Magnússon á 55. mín.
Það er skemmst frá því að
segja að eftir frekar slaka byrj-
un beggja liða tóku Leifturs-
menn öll völd á vellinum þegar
Þorvaldur Makan opnaði
markareikning þeirra á 35.
mínútu. Boltinn gekk mjög vel á
milli manna og allt heppnaðist
sem „milljónamæringarnir"
reyndu. Valsmenn voru aftur á
móti arfa slakir. Þeir voru seinir
í öllum sínum aðgerðum, töp-
uðu boltanum oft klaufalega og
voru nánast eins og lömb á leið
til slátrunar. Þrátt fyrir að hafa
fengið fimm mörk á sig var
markmaður þeirra, Lárus Sig-
urðsson, þeirra besti maður.
Leiftursmenn voru að vonum
kátir í leikslok og Andri Mar-
teinsson hafði þetta að segja:
„Þetta var frábært. Það gekk
allt upp og við mættum fastir
fyrir og ákváðum það númer
eitt, tvö og þrjú að fá ekki á
okkur mark frekar en í sfðasta
leik. Við unnum út frá því. Við
byrjuðum illa en höfum verið í
framför með hverjum leik. Við
fengum sjálfstraustið á Skagan-
um og það gekk mjög vel nú.“
ÍA-Fram: 3-2
Mörk ÍA: Pálmi Haraldsson á 4.
mín. Haraldur Ingólfsson, víti á
25. mín. og Bjarni Guðjónsson á
45. mín.
Mörk Fram: Ásgeir Ásgeirsson
á 71. mín. og Ásgeir Halldórs-
son á 86. mín.
Skagamenn eru nú heldur að
hressast eftir dapra byrjun. Það
er þó langt frá því að liðið sé að
leika þá knattspyrnu sem það
hefur verið þekkt fyrir undan-
farin ár og alveg Ijóst að þeir
halda ekki tithnum nema til
komi stökkbreyting á liðinu. Iv-
an Golac vinnur ekki íslands-
mótið á yfirlýsingunum einum
saman. Framarar geta nagað
sig í handarbökin að hafa ekki í
það minnsta náð jafntefli í
leiknum. Þær geta vegið þungt
vítaspyrnurnar sem menn
klúðra í jöfnum leikjum. Fyrir
vikið situr Fram nú í fallsæti
með aðeins eitt stig eftir þrjár
umferðir. Mikil vonbrigði það.
Keflavík-Grindavík 2-0
Mörk Keflavíkur: Ragnar
Steinarsson á 23. mxn. og Jó-
hann Guðmundsson á 42. mín.
Keflvíkingar eru spútniklið
sumarsins til þessa. Þeir hafa
unnið alla leiki sína til þessa og
eru að leika góða knattspyrnu.
Grindvíkingar voru engin
hindrun fyrir heimamenn í
Keflavík að þessu sinni. Leikir
þessara liða hafa alltaf verið
harðir og spennandi og þessi
leikur var engin undantekning
frá því. Lengstum var leikurinn
barátta og aftur barátta. Kefl-
víkingar sýndu þó betri leik og
verðskulduðu sigurinn. Grind-
víkingar verða að gera betur en
þetta ætli þeir ekki að vera í
sama strögglinu og á síðasta
sumri. Þeir hafa marga góða
leikmenn í Iiði sínu og hafa nú
öðlast þá reynslu sem til þarf
að halda sér deildinni. Það á
jafnt við um bæði þessi lið og
Ólafur Gottskálksson markvörð-
ur Keflvíkinga sagði: „Við feng-
um þá reynslu af fallbaráttunni
í fyrra að enginn strákanna
hefur áhuga á því aftur. Það er
ein ástæðan fyrir sterkri liðs-
heild nú.“
ÍBV-Stjarnan: 5-0
Mörk ÍBV: Steingrímur Jóhann-
esson á 13. og 39. mín. Tryggvi
Guðmundsson á 28. mín. Sverr-
ir Sverrisson á 52. mín og
Guðni Rúnar Helgason á 85.
mín.
Vestmannaeyingar eru
komrúr á gott skrið aftur eftir
að hafa hikstað lítið eitt á móti
Fram í annarri umferðinni. Þeir
tóku Stjörnuna í kennslustund
að þessu sinni. Gott gengi Eyja-
manna þarf ekki að koma nein-
um á óvart. Þeir eru með feikna
sterkan leikmannahóp og leika
hraðan og skemmtilegan bolta.
Liðið vinnur vel saman og með-
an þeir halda slíku áfram auk
þess að hafa gaman af því sem
þeir eru að gera verður tilkall
þeirra um titilinn sjálfsagt.
Stjarnan, sem skein skært í
Frostaskjólinu í fyrstu umferð-
inni, er nú tekin að fölna veru-
lega og taki þeir sig ekki saman
í andlitinu er ekkert annað en
Stjörnuhrap framundan.
Skallagrímsmenn fengu á baukinn á KR-vellinum á sunnudagskvöldið.
Reykjavíkurliðið, sem ekki hefur gert mikið af því að skora mörk í fyrstu
leikjum mótsins, vaknaði til lífsins í síðari hálfleiknum og skoraði þá
fjögur mörk. Mynd: Hilmar
KR-Skallagrímur: 4-0
Mörk KR: Einar Þór á 57. mín.
Þorsteinn Jónsson á 68. mín.
Ríkharður Daðason á 69. mín.
og Arnar Jón Sigurgeirsson á
85. mín.
Nú hlýtur þungu fargi að
vera létt af KR-ingum. Eftir
skelfilega reynslu á móti Stjörn-
unni hafa Vesturbæingarnir nú
fundið taktinn og eru teknir til
við að skora mörk. Og mörk
KR-inga voru af glæsilegri gerð-
inni á sunnudagskvöldið. Einar
Þór Daníelsson, Þorsteinn Jóns-
son og táningurinn Arnar Jón
skoruðu allir gullfalleg mörk,
sem ættu að skila þeim sjálfs-
traustinu aftur. Fram til þessa
hefur KR-ingum gengið herfi-
lega að skora mörk. Þeir hafa
verið að fá fjölmörg færi sem
ekki hafa nýst. Þeir hafa fengið
tvær vítaspyrnur í leikjunum
sem báðar hafa farið forgörð-
um.
Innkoma Ólafs Kristjánsson-
ar var frábær í þessum leik.
Sendingar hans sköpuðu ávallt
hættu við mark Skallanna og
hann var óheppinn að kóróna
ekki góðan leik sinn með marki.
Ólafur og Einar Þór voru pott-
urinn og pannan í öllum leik
liðsins, sem reyndar lék allt vel
að þessu sinni. Skallarnir hafa
nú hrokkið í fyrsta gírinn eftir
mjög góða byrjun gegn Leiftri á
dögunum. Þeir mæta næst topp-
liði Keflvíkinga á heimavelli
sínum og þá verður þjálfari
þeirra, Ólafur Jóhannesson,
væntanlega búinn að stoppa í
götin sem myndast hafa í síð-
ustu leikjum.
gþö
Leikið í sextán iiða úrslitum
Riðlakeppni heimsmeist-
aramótsins lauk um helg-
ina og eins og handbolta-
áhugamönnum ætti að vera
kunnugt, þá sigraði íslenska
landsliðið í A- riðlinum. Ekki er
kunnugt um úrslit í leik íslands
og Noregs, sem fram fór
snemma í morgun, en eftirtalin
lið leika í sextán liða úrslitum
IIM í dag.
1. ísland (Al)-Noregur (B4) kl. 4.00
2. Spánn (Cl)-Kröatía (D4) kl, 4:00
3. S.Kórea(B3)-Júgóslavía (A2) kl. 6:00
4. Kúba (D3)-Egyptaland (C2) kl. 6:00
5. Litháen (A3)-Svíþjöð (B2) kl. 6:00
6. Tékkland (C3)-Ungverjaland (D2) kl. 6:00
7. Frakkland(Bl)-Japan(A4) kl. 8:00
8. Rússland(Dl)-Túnis (C4) kl 8:00
Leikir í undanúrslitunum
fara fram á morgun og fimmtu-
daginn. Sigurvegarar úr leik 1,
þ.e. viðureign lslands og Nor-
egs, leika gegn sigurvegurum
úr leik 6, viðureign Tékklands
og Ungverjalands. Sá leikur fer
fram klukkan 18 að japönskum
tíma, sem er klukkan 9 í fyrra-
málið að íslenskum tíma. Leik-
tímar eru þessir á leikjunum í
8-liða úrslitunum.
Kl. 9:00
9. ísiyNor.-TékklAJngverjal.
10. Spánn/Krúatía-Litháen/Svíþj.
Kl. 11:00
11. Körea/Júgósl.-Rússl/rúnis
12. Kúba/Egypt.-Frakkl/Japan
Tapliðin í 8-liða úrslitunum
leika um 5.-8. sæti á föstudag
og laugardag, en síðari daginn
fer fram keppni í undanúrslit-
um keppninnar. Þá mætast sig-
urliðin úr leikjum 9 og 10 ann-
ars vegar og 11 og 12 hins veg-
ar. Keppninni lýkur sx'ðan á
sunnudaginn, þegar leikið verð-
ur um 1. og 3. sætið á mótinu.
Patrekur Jóhannesson hefur leikið
vei með íslenska liðinu í Japan.
Mynd: BG
KNATTSPYRNA
Þórhallur meiddist
Þórhallur
Dan Jó-
hannsson
meiddist illa í
leiknum við
Skallagrím.
Jafnvel var
talið að hann
væri ökkla-
brotinn og sumarið þar með úti
hjá honum. Nú er komið í ljós
að hann er óbrotinn en mikið
blæddi inn á ökklann. Þórhallur
verður því frá í rúma viku og
getur leikið á móti Leiftri í 5.
umferðinni.
Það styttist nú óðum í að KR
geti stillt upp sínu sterkasta
liði. Guðmundur Benediktsson
og Andri Sigþórsson eru báðir
komnir á gott ról og léku með
KR-undir 23 í Coca Cola bik-
arnum í gærkvöldi. Jafnvel er
talið að þeir muni leika með að-
alliðinu á móti Val á fimmtu-
daginn. gþö
KARFA
Marel til KR
Eins og Dagur-Tíminn sagði
frá fyrr í vor er fyrirliði
körfuknattleiksliðs Grindvíkinga,
Marel Guðlaugsson, genginn yfir
í KR. Frá þessu var endanlega
gengið um helgina. Þá geta KR-
ingar einnig glaðst yfir því að
hinn nýkvænti fyrirliði þeirra,
Hermann Hauksson, hefur
ákveðið að halda sig á heimaslóð
og leika með KR næsta vetur.
Hann var orðaður við bæði
Grindavík og Njarðvík, auk þess
sem fleiri lið höfðu áhuga á að
nýta krafta hans. gþö