Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 5
|Dagur-®tmtrat Þriðjudagur 27. maí 1997 -17 \ t VIÐTAL DAGSINS Vilja Sæmund aftur í Odda ■ ' i A ð því er stefnt að afsteyp- an í Odda verði komin Lupp fyrir kristnitökuaf- mælið árið 2000 og þá einskonar framlag Odda- félagsins til staðarins og þessara merku tímamóta í ís- landssögunni. Fjársöfnun vegna þessa er hafin og það hafa margir sýnt þessu máli áhuga,“ segir sr. Sigurður Jónsson, prest- ur í Odda á Rangárvöllum. Starfandi hefur verið síðustu ár Oddafélagið, undir forystu Þórs Jakobs- sonar veðurfræðings, sem hefur endurreisn fræðaseturs í Odda Áhugafólk um uppbyggingu Odda á Rangárvöllum undirbýr mí aÖfá á staðinn afsteypu af styttunni um Sœmund á selnum, sem byggð er á þjóðsögunni frcegu. Syttan á að vera komin upp fyrir kristnitöku- afmœlið. á Rangárvöllum á stefnuskrá sinni. Árlega efnir félagið til fræðaþinga sem tengjast Rangárþingi. Einnig hafa verið gerðar ýmsar endur- bætur í Odda til að auðvelda fólki aðgengi á þessum merka sögustað, undir 'forystu sókn- arnenfdar Oddasóknar. Hvert manns- barn kann söguna „Það var snemma á öld- inni sem Ás- mundur Sveinsson gerði hina frægu styttu sínu af Sæmundi á Seln- um, sem er framan við Háskól- ann. Styttan þessi skírskotar til hinnar frægu þjóðsögu um Sæ- mund hinn fróða, sem lét selinn synda með sig heim til íslands eftir að hann hafði lokið námi í Svartaskóla í París. Þegar heim að íslandsströndum var komið á Sæmundur, að því er sagan segir, svo að hafa rotað selinn með Saltaranum. Þessi saga er mjög þekkt og mér er næst að halda að hana þekki og kunni hvert einasta mannsbarn sem komið er til vits og ára,“ segir Sigurður Oddaklerkur. Afsteypan kostar eina milljón Séra Sigurður hefur umsjón með framkvæmd þessa verks. Hann segir að það kosti um eina milljón að setja upp af- steypu af þessari frægu styttu, en afsteypan verður hins vegar nokkru minni en stytta sú sem er á Melunum við Háskólann. „Við höfum leitað til fyrirtækja um að styrkja þetta framtak, en undirtektir hafa enn sem komið Sæmundur og Sigurður. Á stóru myndinni má sjá styttuna frægu af Sæ- mundi á Selnum, sem stendur á Melunum framan við Háskólann. Á inn- felldu myninni er séra Sigurður Jónsson, prestur í Odda. er ekki verið miklar. Nokkrir hafa síðan slegið í púkkið með okkur, en síðan vil ég náttúr- lega endilega geta þess að Sæ- mundur á Selnum hefur í eigin nafni, en undir minni kennitölu, opnað reikning við útibú Bún- aðarbanka íslands á Hellu, sem allir geta lagt inná hafi þeir áhuga á málinu." Oddaverjar gróðursetja Bæði vegna þjóðsögunnar um Sæmund á Selnum og eins úr Njálssögu er Oddastaður meðal þekktustu sögustaða þjóðarinn- ar, og sækja þúsundir ferða- manna staðinn heim á hverju ári. „í tilefni af 50 ára afmæli Prentsmiðjunnar Odda hófu starfsmenn þess fyrirtækis að gróðursetja hér á staðnum fyrir nokkrum árum, og þar er nú að spretta upp skemmtilegur skóg- arlundur. Fyrir þremur árum beitti Oddafélagið sér fyrir því að sett var upp hringsjá á Gammabrekku, þar sem hægt er að glöggva sig á helstu kennileitum og ijöllum sem blasa við héðan úr Odda og annarsstaðar af ægifagurri Suð- urlandssléttunni. Síðan er stytt- an af Sæmundi á Selnum væntanleg innan fárra ára og hún yrði þá í útnorður frá kirkj- unni, þar sem hjáleigan Strympa stóð forðum. Það finnst mér vera tilhlýðilegur staður fyrir styttuna og heiður fyrir okkur sem nú lifum og vi)j- um veg Oddastaðar sem mestan og bestan að fá Sæmund aftur hingað." -sbs. BREF FRA ÞYSKALANDI Kannanir, skoðanir, staðreyndir % Hlynur Hallsson skrifar Sæl veriði. Hlé gert á garð- rækt vegna rigninga sem er góð fyrir gróður og bændur. Og malbikið verður hreint á augabragði eftir eitt úrhelli. Mér verður litið í viku- blaðið DIE WOCHE, sem er heimsins best hannaða frétta- blað, samkvæmt bandarískri út- tekt og er voða stolt yfir því. Hér verður svo tæpt á nokkrum tölulegum staðreyndum um við- horf, neyslu, skoðanir og stað- reyndir í þessu landi sem nóg er af. Bjórinn hefur lengi verið á dagskrá og það kveður við harmagrát hjá bjórframleið- endum, því þrátt fyrir að þeir auglýsi sem aldrei fyrr í sjón- varpi, tímaritum og bíói, dregst drykkja Þjóðverja saman með hverju árinu. Fyrir fimm árum svolgraði meðalmaðurinn 142 lítra af bjór á ári, en nú eru lítrarnir bara 132 og brugg- verksmiðjum hefur líka fækkað á ári hverju. Samt eru eftir 1234 svo enginn þarf enn að örvænta og Þjóðverjar halda ennþá heimsmetinu í bjór- drykkju. Útflutningur á bjór eykst, þrátt fyrir innanlands- samdráttinn og innflutningur hefur aftur á móti minnkað. Þýskt, já takk. Það eru austur- rísku bjórarnir sem seljast allt- af betur og betur og eitt af því fáa sem nær að blómstra þar. Og þau þýsku bjórmerki sem eru hvað þekktust á íslandi komast varla á blað yfir mest seldu bjórana í heimalandinu. íranir eru ekki bestu vinirnir þessa stundina, enda búið að sanna uppá rfkisstjórnina þar morð á Kúrdönskum útlögum á veitingastaðnum Mykonos í Berlín fyrir nokkrum árum. Og þá er spurt hvort fólk telji að vestrænni menningu stafi ógn af Islam? 48% telja svo vera en 37% hafa engar áhyggjur og 50% ungs fólks segja enga ógn stafa af islömskum áhrifum. Þegar spurt er hvort Múslimir í Þýskalandi eigi að fá að byggja moskur og fá trúarbragða- fræðslu að sínu skapi í skólum, finnst helmingi fólks það sjálf- sagt en 39% eru á móti. Og 23% segja Muslimi í landinu gera mannlífið auð- ugra og betra og við erum sammála. En yfir í aðra sálma. Það er gott að líta á það hvert Þjóð- verjar fara sem flytja til út- landa. Þá kem- ur í ljós að Bandaríkin eru efst á blaði enda eru Þjóðverjar með stjörnur í augunum þegar minnst er á Usa. Næst efst á vinsældarlistanum kemur ná- grannaríkið Frakkland og í hina áttina til Póllands fer líka hellingur og álíka margir til Sviss. Það flytur líka slatti ár- lega til Spánar, Bretlands, Aust- urríkis, Belgíu, Ítalíu, Kanada og allaleið til Ástralíu og nokkr- ir í sumarhús í henni Dan- mörku. Þegar litið er á ástæð- urnar fyrir brottflutningi er at- vinnan ofarlega eða rúm 28% enda atvinnu- leysið aldrei verið meira í tugi ára. Næst oftast er það umhverfi og loftslag sem fær fólk til að yfirgefa landið. Og síðan er það svört at- vinnustarfsemi. Þjóðverjar áætla að 4-6% af brúttó inn- anlandsframleiðslu sé svört at- vinnustarfsemi meðan að sömu tölur fyrir Frakkland eru áætl- aðar 6-10%. Fyrir Bretland 8- 12% og aðeins verra er ástand- ið í Belgíu eða 12-16% en svart- ast er það á Ítalíu, þar sem tal- ið er að 20-25% innanlands- framleiðslunnar fari fram hjá opinberu hagkerfi landsins. Semsagt Þjóðverjar eru lög- hlýðnir. Þjóðverjar eru samt frekar svartsýnir á framtíðina og aðeins 15% telja að efna- hagsástandið eigi eftir að batna meðan 20% telja ástandið bara verða óbreytt um alla framtíð og heil 62% telja efnahags- ástandið eiga eftir að versna í framtíðinni enda Ilelmut Kohl ennþá við völd. En skítt með það því þessar tölur geta ekki annað en batnað. í lokin kíkjum við á það allra vinsælasta sem eru kannanir um fylgi stjórn- málaílokkanna sem eru birtar vikulega þó að engar kosningar séu á döfinni. En samkvæmt þeim öllum væri Kohl löngu fallin úr sæti sínu og flokkarnir hans CDU/CSU fengju bara 35%. Sósíaldemokratar fengju 39%, Græningjar 12%, Fjáls- lyndir 5% og gömlu kommarnir 4%. Já, þessar prósentur eru dásamlegar. Kærar kveðjur. Þjóðverjar eru samt frekar svart- sýnir á framtíðina og aðeins 15% telja að efnahagsástand- ið eigi eftir að batna.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.