Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 6
18 - Þriðjudagur 27. maí 1997 iDctgur-'Stmhtn MENNING OG LISTIR Þann 7. og 8. júní verður allsherjar dansmól á Akur- eyri, Danslist ’97. Þar koma saman á annað hundrað nemendur úr dans- og ballettskólum auk freestyle- dansara víða af landinu til sýna og dansa saman. „Þarna verða líka tímar í fjölmörgum mismunandi dansstílum fyrir þá sem taka þátt í mótinu. Þetta er virkilega spennandi mót. “ Ingibjörg segir þjóðfélagið ekki beinlínis hvetja börn áfram á dansbrautinni. Mynd:E.ói 144 ár hefur Ingi- hjörg Björnsdóttir lifað og hrœrst í ballettheiminum, síðustu 20 árin sem skólastjóri List- dansskóla íslands. Og hún er að hœtta... að er bara kominn tími til að einhver annar taki við,“ sagði Ingibjörg þegar Dagur-Tíminn kíkti til hennar í húsnæði skólans við Engjateig en nýr skólastjóri tekur við starfi hennar í haust. „Ég vildi hætta áður en ég væri orðin alltof þreytt og á meðan ég hef einhvers að sakna.“ Ingibjörg byrjaði í ballett 10 ára gömul. Hún hóf kennslu við Listdansskól- ann 1964 og er því búin að vera mamma ansi margra kynslóða ís- lenskra ballett- dansara. Ýmis- legt hefur breyst á þess- um tíma. Á ár- um áður voru fleiri verk á verkefnaskrám leikhúsanna sem kröfðust dansara. „Nú er orðið mjög lítið um dans- ara í verkum, leikararnir dansa sjálfir. Pað er mikið til sparnað- arráðstöfun en nútímaverk eru líka stfluð meira inn á leikhóp- inn. Kröfur um þjálfun leikara eru líka orðnar þannig að þeir þurfa að vera afskaplega hreyf- anlegir." Rússnesk þjálfun Árið 1989 flutti Listdansskólinn úr 2 sölum í Þjóðleikhúsinu (sem hann hafði til afnota milli 16 og 20 á daginn) og upp í 3 rúmgóða sali í Laugardalnum. „Skólinn hefur breyst geysilega mikið. Mér brá þegar ég leit á skýrslu frá fyrstu árum skólans, þá voru þetta um 250 nemend- ur sem æfðu að vísu flestir ekki nema tvisvar í viku. Núna æfa eiginlega allir ílokkar, um 70 nemendur, hér 6 daga vikunnar eftir rússnesku þjálfunarkerfi sem hefur skilað góðum ár- angri. Þótt það sé erfitt að taka ákvörðun um framtíðina þegar maður er 10 ára þá erum við að þessu hér í fullri alvöru. Og þessum tíma er allavega ekki kastað á glæ.“ Níu ára að aldri eru nem- endur teknir inn í skólann, 10- 20 á ári. „Það fer eftir því hvaða hæfileika við fáum. Þessi fullkomni ballettlíkami er of- boðslega sjaldséður, það eru bara svona demantar sem glóa inn á milli. Við fáum ekkert voðalega mikið af svoleiðis fólki." Karlmennskan uppmáluð Ilið klassíska vandamál ball- ettsins, karlmannsfæðin, hefur ekki verið leyst á þessum síð- ustu og bestu nema síður sé. í vetur voru ekki nema 4 strákar í öllum skólanum. Skólinn hefur reynt að lokka til sín stráka, m.a. var hópur fimleikadrengja sem æfði ballett þar um tíma, en hann dó út á fáum árum. „Strákarnir þurfa helst að koma nokkrir saman. Einn strákur í byrjendahóp drukknar eiginlega og hann þarf geysi- lega sterk bein til að þola það.“ Ingibjörgu finnst auðvitað óskiljanlegt að ballettinn trekki ekki fleiri stráka að því „karldans- arinn er raun- verulega ímynd karlmennsk- unnar, glæsi- lega útlítandi maður sem hefur fullkomið vald á líkaman- um.“ Og rétt er að hinum glæstu erlendu karlstjörnum verður ekki lýst sem rolulegum veimiltftum. „Nútíminn hefur bara alls ekki haldið innreið sína í hugsun íslendinga gagn- vart karldönsurum," segir Ingi- björg. Jákvæð mismunun „En merkilegt nokk þá hafa þessir strákar sem hafa verið í skólanum hjá okkur orðið dans- arar.“ Það er kannski ekki svo undarlegt þegar tekið er tillit til þess sem Ingibjörg bendir á að: „leiðin er ólíkt beinni og auð- veldari fyrir karldansara því þeir sitja að alls konar styrkjum og mun auðveldara fyrir þá að íá vinnu, það er kannski einn karldansari og 100 stelpur sem sækja um.“ Nútímadansinn sækir á Stærsti áfanginn í danslistinni hér á undanförnum áratugum telur Ingibjörg vera stofnunn íslenska dansflokksins árið 1973 þó fjárveitingar hafi ekki nægt til þess að ná upp lág- marksstærð, þ.e. 16 manna hóp. Nú eru m.a.s. færri dans- arar á fullum samningi hjá flokknum en áður. Launin er þó ekki jafn lág og í upphafi heldur meira í samræmi við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu. „Það verður að vísu enginn feit- ur af þessu en það er nú víst eins gott.“ Nútímadansinn hefur rutt sér æ meira rúm í ballettheim- inum og fiokkurinn hefur fylgt þeirri þróun sem er vel því að sögn Ingibjarg- ar þá hentar nútímadans ís- lenskri líkams- byggingu og skapgerð betur en klassíski ballettinn. „Við erum sterk- byggð þjóð, með breiðar axlir. Þetta loft- kennda í klass- íska ballettin- um, þessar annarsheims rómantísku hugmyndir, eru kannski ekki alveg okkar stfll. Við erum líka ákaflega leikhúsinnstillt og nútímadansinn er farinn að nálgast leikhúsið meira, er far- inn að geta sagt mikið meira en áður.“ En er þá „hinn fullkomni ballettlíkami" orðinn úreltur? „Raunverulega. Nema fyrir þessa stóru hópa úti í heimi sem dansa klassísku verkin. Sem mega ekki glatast. Það er svo mikil fegurð í þeim.“ Fengu ekki magafylli af klassík „íslenskir áhorfendur eru ekk- ert ofsalega meðvitaðir um það sem er að ske í dansheiminum og horfa talsvert mikið ennþá í tjullið og táskóna. Annarra þjóða áhorfendur eru orðnir dálítið saddir á klassíska dans- inum og vilja eitthvað nýtt en við fengum kannski aldrei magafylli af klassískum dansi." Ingibjörgu finnst dansinn á uppleið hér en hefur greini- lega áhyggjur af litlum áhuga almennings. Hvað með áhuga og hæfi- leika nemenda. Eru einhver undrabörn á kreiki í skólan- um? „Það eru margir efnilegir krakkar en hvað verður úr þeim veit mað- ur ekki. Dans- inn datt náttúrulega út mjög lengi hér. Og við höfðum ekki aðstæður...“ - Baðstofan ekki leyft mikil stökk.. „Nei, húsakynnin voru lítil. Listdansinn er svona toppurinn á menningarpýramídanum í þjálfun. Það er mun auðveldara að reyna að útvega sér eitthvað til að mála með, kálfskinn til að skrifa á, sönginn ertu með í röddinni. Dansinn þarf rými.“ Ætlaru ekki í Háskólann, barn? Hér var nýlega staddur einn fremsti danshöfundur heims sem hefur m.a. á sínum vegum hóp dansara á aldrinum 46-60 ára. Ingibjörg segir margar stjörnur hafa dansað fram á sextugsaldur. „Þær geta búið til yndislegar línur með líkaman- um en þær setja fótinn ekki á bak við eyrað lengur." Flestir dansarar hætta hins vegar að dansa á sviði um 35-45 ára. Karldansarar fara að klikka í baki enda búnir að bera ótaldar ballerínur á höndum sér og eitthvað fer að gefa sig hjá kon- unum. Og það virkar óneitan- lega dálítið blóðugt að eyða 10- 15 árum í stranga þjálfun og hafa svo kannski ekki nema 10- 15 ár til að nýta sér hana. „Þjóðfélagið er ekkert hvetjandi. Þú ert í ballett, ókei, gaman að vera í ballett en ekki ætlarðu að verða dansari? Það er eitthvað sem foreldrar sjá ekki ofsjónum yfir. Nei, þú átt að fara í háskólann. Fyrir utan það að þú ert kannski hættur um 35 ára og þarft þá að byrja upp á nýtt. Er þetta ekki bara tímasóun?" - Já, er þetta þá ekki bara tímasóun? „Já, það er nú málið. Það veitir vonandi einhverjum áhorfendum ánægju að horíá á dans og það veitir dönsurunum sjálfum mikla gleði að dansa. Þú færð mikið út úr þessu.“ - Þetta er kikk... „Já, þetta er sko virkilegt kikk.“ lóa Þessi fullkomni ballettlíkami er of- boðslega sjaldséður, það eru bara svona demantar sem glóa inn á milli. Viðfá- um ekkert voðalega mikið af svoleiðis fólki. Við erum sterk- byggðþjóð, með breiðar axlir. Þetta loftkennda í klass- íska ballettinum, þessar annars- heims rómantisku hugmyndir, er kannski ekki alveg okkar stíll.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.