Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 2
Frá Akureyri essa daga voru skráð 162 mál í dagbók lögreglunnar. Mesti erillinn var um helgina eins og oftast er og var laugardagskvöldið og aðfaranótt sunnudags nokkuð annasamur tími hjá lögreglumönnum og þá oftast vegna af- skipta af ölvuðu fólki. Svo byrjað sé á umferðarmálunum þá voru meðal bókaðra umferðarlaga- brota 23 kærðir fyrir of hraðai. akstur og ók sá er hraðast fór á 123 km/klst hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Á götu þar sem leyfður hámarkshraði var 50 km/klst ók sá sem hraðast fór á 90 km/klst. Viljum við enn minna ökumenn á að virða reglur um hámarkshraða. Klippt af óskoðuðum Skráningarnúmer voru tekin af 38 bif- reiðum vegna vanrækslu á að fara með bifreiðarinar í skoðun eða greiðslu skatta af þeim. 13 voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti og 5 fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu. Pað má enn og aftur ítreka að fljótvirkasta og ódýrasta ráðið til að fækka slysum á fólki í um- ferðaróhöppum er að bæði ökumenn og farþegar noti ávallt bílbelti utan bæjar sem innan. Lögreglan mun áfram fylgjast grannt með því að bílbelti séu notuð. Af öðrum bókunum má nefna: þjófn- aði, innbrot, eignaspjöll, minniháttar líkamsárásir o.il. sem ekkert var þó stórvægilegt. Vélsleðaslys Mánudaginn 19. maí laust fyrir kl. 18:00 var tilkynnt um vélsleðaslys á Glerárdal sunnan Lamba. Þar hafði ökumaður vél- sleða ekið fram af snjóhengju og lent undir sleðanum. Tilkynnandi taldi hann mikið slasaðan. Ekki var talið að hægt yrði að flytja hann á sjúkrahús landleið- ina. Kallaðar voru út hjálparsveitir og sjúkraþyrla Landhelgisgæslunnar, sem lenti með hinn slasaða við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri rétt rúmlega kl. 20:00. Hinn slasaði reyndist illa brotinn á ökkla og brotinn á framhandlegg. Línuskautaferð Rétt fyrir kl. 01:00 aðfaranótt þriðju- dagsins var tilkynnt um reyk er kæmi frá Síðuskóla. Þar var eldur í ruslageymslu og var slökkviliðið fljótt að ráða niður- lögum hans. Skemmdir urðu á hurð og einhverjar skemmdir hlutust af reyk. Á föstudagskvöldið slapp maður á línuskautum naumlega frá því að lenda á bifreið. Maðurinn kom á mikilli ferð niður Kaupvangsstrætið og náði ekki að stöðva sig og lenti nærri á bifreið sem kom inn á Kaupvangsstrætið af Skipa- götu. Skautamaðurinn tók það til bragðs að láta sig falla í götuna en rann þá nokkurn spöl á þurru malbikinu og skrámaðist við það á fótum ásamt því að föt hans skemmdust. Hann taldi sig þó óslasaðan. Viljum við brýna fyrir hjólaskauta- og brettafólki að fara var- lega. Sjósókn Á sjötta tímanum aðfaranótt sunnudags- ins var tilkynnt um stúlku sem væri að fara í sjóinn við Strandgötu. Er lögreglu- menn komu að var hún nær komin á kaf en þverneitaði að koma til lands. Óð þá einn lögreglumaðurinn út og sótti stúlk- una sem síðan var færð á Fjórðungs- sjúkrahúsið. Skömmu síðar var hringt frá Sjúkrahúsinu og tilkynnt um að stúlkan væri á brott. Lögreglumenn urðu hennar fljótlega varir f íjörunni neðan við Sjúkrahúsið þar sem hún var enn á ný komin nær á bólakaf. Fór sem áður að lögreglan mátti vaða út í sjó og sækja stúlkuna. Var hún flutt á sjúkra- húsið til aðhlynningar en mun ekki hafa orðið meint af volkinu. S.U.S. Frá Reykjavík Um helgina eru skráð 18 innbrot, 12 þjófnaðir, 20 eignarspjöll, 3 nytjastuldir, 1 nauðgun og 8 fíkni- efnatengd mál. Afskipti þurfti að hafa af 34 vegna ósæmilegrar ölvunarháttsemi og vista þurfti 24 í fangageymslunum af ýmsum ástæðum. Tuttugu og þrjú um- ferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunn- ar, en á sama tímabili voru 30 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og 8 öku- menn, sem stöðvaðir voru, eru grunaðir um ölvunarakstur. Lítið var um kvartan- ir yfir ónæði og hávaða í ijöleignahúsum, eða „einungis" 12 talsins. Bjór í stykkjatali í miðborginni Um hádegi á föstudag lenti hjólreiða- maður á bifreið á Grensásvegi. Hann kvartaði yfir meiðslum í baki og í hálsi og var því fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Um svipað leyti var tilkynnt um tvö önnur slys. Maður féll niður í gegnum sviðið í íslensku óperunni og fótbrotnaði og herðatré stóð fast í koki barns í húsi í Gerðunum. Tókst að losa það áður en sjúkralið og lögregla komu á vettvang. Þrennt þurfti að leita læknis eftir harða aftanákeyrslu á Kringlumýr- arbraut sunnan Háaleitisbrautar. Kvart- að var yfir því að ungt fólk í miðborginni fengi „útigangsmenn“ og aðra fullorðna til að fara í áfengisverslunina fyrir sig og kaupa bjór í stykkjatali. Unga fólkið sæti síðan vítt og breitt um miðborgina og drykki bjór. Miklubrautaróeirðir Síðdegis á föstudag stöðvuðu íbúar í Hlíðunum umferð um Miklubraut við Lönguhlíð til að leggja áherslu á nauð- syn úrbóta að þeirra mati. Umferð stöðvaðist þar um tíma. Aðfaranótt laugardags var tilkynnt um mann sem var að reyna að fara inn í bifreiðir við Nýlendugötu. Hann var handtekinn skömmu síðar. í fórum hans fundust nokkrar kvenmannsnærbuxur. Grunur er um að sami aðili hafi skömmu áður farið inn í hús í Vesturbænum og ætlað að leggjast þar til svefns. Þegar sá, sem fyrir var í rúminu, varð hans var, rak hann upp óp, en maðurinn sá sitt óvænna og flúði af hólmi. Ökuskírteinislaus mæðgin Á laugardag var farþegi fluttur á slysa- deild eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Miklubrautar og Löngu- hlíðar. Ökumaður, sem stöðvaður var á Laugavegi, var sektaður fyrir að nota ekki öryggisbelti, auk þess sem hann var sektaður fyrir að fimm börn, sem í bif- reið hans voru, notuðu heldur ekki ör- yggisbelti. Um nóttina var tilkynnt um eld í risi húss við Brautarholt. Miklar skemmdir hlutust af. Brotist var inn í verslun í Seljahverfi og þaðan stolið tals- verðri peningaupphæð, ávísunum og kreditnótum. Á sunnudag brenndist maður h'tillega þegar logi í gasgrilli fór víðar, en von var á. Brotist var inn í íbúð í Gerðunum og þaðan stolið myndbandsupptökuvél, myndbandstæki, rafmagnsgítar, leikja- tölvu, geislaspilara og skanna. Um mið- nætti voru höfð afskipti af réttindalaus- um ökumanni, en móðir hans var í fram- sæti farþegamegin. Engin æfingaakst- ursmerki voru á bifreiðinni og engir pappírar þess efnis f bifreiðinni. Þá var móðirin ekki með ökuskírteini meðferð- is. Ökuhraðadagur Ökumenn virtu almennt tilmæli lögregl- unnar á Suðvesturlandi og ýmissa fé- laga, ráða, nefnda og samtaka bifreiða- eigenda s.l. mánudag um að taka þátt með sér í að aka þann dag innan leyfi- legra hámarkshraðamarka á hverjum stað, þ.e. að hver og einn gerði sig með- vitaðan um leyfðan hámarkshraða og legði sig fram um að aka í samræmi við það. Þetta sýnir hvað hægt er að gera góðri einbeitingu. Ó. Það margborgar sig að láta skoða bílinn, annars gerist þetta! íbúar í Hlíðunum stöðvuðu umferð á Miklubraut á föstudaginn til að mótmæla mikilli mengun og umferðarþunga. Myn&.E.óL.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.