Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 10
22 - Þriðjudagur 27. maí 1997 Jlagur-'ðKmtmt RADDIR FOLKSINS Frd lesendum.. .agur-Tíminn, Strandgötu 31, pósth, ■ ö— - -. £ :jori(í 1 Steindauður bær og ekkert sjáanlegt góðæri. Greinarhöfundur hefur áhyggjur af litlu lífi í miðbæ Akureyrar. mwwm S g sem rita þetta bréf hef að undanförnu velt því fyrir mér hvert stefnir í verslunar og þjónustumálum hérna á Akureyri. Nú er eitt verslunarfyrirtæk- ið enn að gefast upp og er að leggja niður rekstur á næstu dögum, er ég þar að tala um Vera Moda, þetta er að verða lýsandi dæmi fyrir þetta bæjar- félag að það gengur hvorki né rekur að byggja upp nokkra al- mennilega þjónustu hér og er alveg sorglegt að horfa upp á að aðeins nokkrar hræður skuli vera í göngugötunni klukkan fimm að degi til sem ætti ann- ars að vera góður verslunartími í þokkalegu rekstrarumhverfi. Ég var staddur í Reykjavík um miðjan aprílmánuð og varð hálfvegis um hvað áberandi er hvað uppgangurinn er mikill í borginni og atvinnuframboð eykst með hverri vikunni eins og fólk getur sjálft séð ef það fylgist með aukningu á auglýs- ingum eftir fólki til hinna ým- issa starfa á höfuðborgarsvæð- inu. Fara til Reykjavíkur Ég átti viðtal við iðnaðarmann sem tjáði mér að það væri allt brjálað að gera og alltaf væri aukning eftir iðnaðarmönnum á svæðinu og að þetta væri algjör viðsnúningur miðað við hvernig ástandið hefði verið fyrir ári síðan, góðærið er komið í Reykjavík. Nokkra rekstraraðila hef ég rætt við í Reykjavík þess efnis hvort þeir séu ekki tilbún- ir að opna útibú og bjóða þjón- ustu sxna á Akureyri, ekki einn einasti hefur sýnt því verkefni áhuga vegna þess að þeir aðilar sem eru með góðan rekstur í Reykjavík vita alveg að Akur- eyringar sækja orðið mjög mikla þjónustu beint til Reykja- víkur og var mér tjáð að sjávar- útvegsfyrirtæki á Akureyri séu farin að leita eftir þjónustu suð- ur í auknum mæli vegna að- stöðuleysis í bænum. Þarna er orsökin að mínu mati, framkvæmdaaðilar þora ekki að reyna að byggja upp góða þjónustu á Akureyri vegna þess að samgöngur suður eru alltaf að verða betri og betri og þjónustan í borginni er orðin ein sú besta í heiminum og vöruvalið mjög mikið og gott. Tilboð Við skulum skoða nokkur dæmi til þess að átta okkur á stað- reyndum varðandi mismunandi þjónustu í Reykjavík og Akur- eyri. Pizzur eru orðnar mjög vin- sælar og er athyglisvert að skoða þann geira aðeins. Eitt fyrirtæki á Akureyri auglýsir í Dagskránni, Tilboð 16“ Pizza með 3 áleggstegundum + 1/1 franskar, kokteilsósa eða 12“ hvítlauksbrauð + 2 ltr. Coke á 1550 kr. Annað fyrirtæki aug- lýsir í sama miðli 16“ Pizza með 3 áleggstegundum 1/2 franskar, kokteilsósa og 1/2 ltr. Coke á 1550 kr. Þriðja fyrirtækið aug- lýsir eingöngu hátt verð á Pizz- um en ekkert tilboð. Þetta er nú öll samkeppnin í bænum, þú verður að kaupa alls konar drasl með Pizzunni ef þú ætlar að fá hana á tilboðsverði sem er að mínu mati alls ekkert til- boðsverð. f Reykjavík er gefin út sjón- varpsdagskrá eins og hérna í bænum og þar voru tilboð sem eitthvað var varið í og nýtti ég mér eitt þeirra sem var þannig að 16“ Pizza með tveimur áleggstegundum kostaði 890 kr. og síðan fékk ég aðra fría ef ég aðeins næði í pizzuna. (Pizzan var mjög góð) þetta er það sem ég kalla tilboð, Pizza á góðu verði + aðra fría og ekkert skil- yrði að kaupa eitthvað auka- drasl með sem maður hefur engan áhuga á, ég bið fólk að skoða þetta vel þegar það fer suður næst til að sjá muninn sjálft. Annað dæmi: Videospólur eru leigðar, að því er ég best veit á 450 kr. nýjustu myndirn- ar á Akureyri og er það að verða liðin tíð að tilboð séu í gangi í þeim bransa. í Reykja- vík eru tilboðin alveg óteljandi og margskonar kostir sem hægt er að velja úr, ég bið fólk einnig að kynna sér þetta að gamni, svo má nefna hér lika verð á ís sem er um það bil 50% lægra í Reykjavík. Svona er hægt að telja upp í langan tíma mis- muninn á þjónustu og verslun í borginni miðað við Akureyri og held ég að Akureyringar séu að jarða sjálfa sig með þessari stefnu. Láglaunasvæði Nú fara kannski margir að halda að ég sé algjörlega á móti Akureyringum og að ég ætti bara að drífa mig suður, nei lesandi góður, ég er innfæddur Akureyringur og hefur mér ávallt liðið vel hér í þessum fal- lega bæ en það hafa orðið mikl- ar breytingar í bænum á und- anförnum árum og viðskiptin eru í auknum mæli að færast suður yfir heiðar. Ég held sjálfur að það verði ekki aftur snúið nema að at- vinnuframboð aukist verulega á svæðinu og þá á ég við störf sem gefa þokkalegar tekjur, því að einhver verður afgangurinn að vera þegar búið er að brauð- fæða sjálfan sig og aðra öðru- vísi verður enginn uppgangur í bænum. Varðandi launamál í bænum þá held ég að bæjarstjórninn hafi ýtt undir áframhaldandi láglaunastefnu í bænum með því að taka afspyrnulélegu til- boði S.H. á sínum tíma þegar sölumál Ú.A. voru afgreidd enda sköpuðust aðeins nokkur láglaunastörf við sælgætisgerð í bænum við þann gjörning í stað þess að semja við Í.S. og fá höf- uðstöðvar þess fyrirtækis hing- að í bæinn og alla þá þjónustu sem er f kring um það fyrirtæki. Það er greinilegt að launamun- ur er aftur að stóraukast á milli Akureyrar og Reykjavíkur og getur hver sem er komist að sömu niðurstöðu ef hann kynn- ir sér málið og er hér að finna ótrúlega illa launað starfsfólk miðað við þau störf sem það sinnir, ég þekki dæmi þar sem um er að ræða 80.000 kr. mis- mun á sama starfi í Reykjavík og á Akureyri. ÚA og atvinnulífið Varðandi atvinnumöguleika þarf ekki mörg orð, heldur bara að telja þær örfáu atvinnuaug- lýsingar sem birtast í Degi-Tím- anum á mánuði og ekki fer mikið fyrir starfstilboðum hjá Vinnumiðlun Akureyrarbæjar. Þetta er erfitt mál sem hér er á ferðinni og ef Bæjarstjórnin fer ekki að nudda stýrurnar úr augunum og koma með eitt- hvað jákvætt fram á sjónarsvið- ið í atvinnumálum þá líst mér illa á framhaldið. Ég nefni bæj- arstjórnina vegna þess að eih- hver verður að byrja á upp- byggingarstarfinu og nú held ég að aftur sé komið að því að nota gamla háttinn og að bæj- arstjórnin veiti fé í miklum mæli til þess að byggja upp at- vinnulíf í bænum og mætti nota eitthvað af því fé sem bærinn fékk fyrir hlut þann sem hann seldi í Ú.A. Tryggvi Þórarinsson, Hafnarstræti 24, 600 Akureyri. A ð sigra heiminn Það er ekki laust við að maður dáist að x'slensku strákunum sem klifu Ever- est og horfðu þaðan á heim- inn stundarkorn. Spenning- urinn er mikill, annars hefði ég ekki vakað yfir útvarpinu til kl. 3 á miðvikudagsnótt- ina. En jafnframt verður að viðurkennast að maður er skíthræddur um þá dreng- ina, þar sem þeir dvelja við verstu aðstæður sem hugs- ast getur og storka grimm- lyndum náttúruöflunum. Niðurleiðin er ekki síður vandasöm en klifrið upp á við og vonandi hendir þá ekkert á þeirri leið. Þegar sest var við að skrifa þennan pistil voru kannski meiri líkur en minni á að piltarnir gæfust upp fyrir tindinum ógur- lega. En skömmu síðar lögðu þeir upp og unnu af- rek sem tvímælalaust er stærst allra í íslenskri íþróttasögu. Því íjallaklifur er íþrótt auk þess að vera blanda lista og vísinda. Það voru fleiri en undir- ritaður sem bjuggust við að íslenski fáninn kæmist ekki á tind Everest-ijalls. ís- lenskir spéfuglar með ís- lenska kaldhæðni að vopni voru í startholunum með neyðarlegar athugasemdir. Nú verður þeim ekki kápan úr því klæðinu. í staðinn tala þeir um „strákana okk- ar“. Everest-tindur er heill- andi sjón. Og fyrir klifur- kappa hlýtur hann að vera hið æðsta takmark. Tindur- inn var fyrst klifinn fyrir 44 árum. Síðan hafa allmargir náð upp á bunguna þar sem auðnin er algjör. Súper- sjerpinn Babú var mættur á tindinum í sjöunda sinn, nú með íslendingum! Það er mikill sigur sem fulltrúar fá- mennrar þjóðar unnu á miðvikudaginn á drottningu íjallanna. En bara það að komast í námunda við íjallarisann nánast lóðrétt upp yfir höfðum manna á síðustu stoppistöðinni, hefði líka verið sigur. Önnur aðferð til að skoða tindinn Sá sem þetta skrifar á eina örstutta minningu um Ever- est-tind. Og hún ber ekki minnsta vott um hetjudáð, öðru nær. Það var fyrir 15 árum að júmbóþota breska flugfélagsins BA var þarna á ferð, á leið frá London til Hong Kong. Við sátum aftur j' vélinni á neðri hæð, Þor- kell Sigurbjörnsson tónskáld og ég, nývaknaðir, og að ég held með eilítið viskítár milli handa, sem elskulegur flugþjónn bar okkur, til að geta skálað fyrir móður allra ijalla. Þá var flogið nokkra kílómetra austan við og ofan við þessa miklu Ijalladrottningu. Tindurinn baðaði sig við sólarupprás- ina, hlýlegur og mikilúðleg- ur út um gluggann að sjá. Þessi sjón stóð stutt, þotur eru alltaf að flýta sér. En hún haíði mikil áhrif þessi sýn, sem allflestir farþeg- arnir sváfu af sér. (Jmsjón: Jón Birgir Pétursson ^ JMeittfluvmið 9- & & Það fer hroðalega í taugarnar á meinhorninu þegar síminn hringir án þess að nokkur sé á hinum endanum. Það er eins og þetta bráð- nauðsynlega tæki eigi það til að öðlast sitt eigið líf og gera mannfólkinu grikk endrum og eins. Fátt er jafn neyðarlegt og standa eins og glópur við búðarborð og eiga ekki fyrir því sem er í innkaupakörfunni. Sérstaklega þegar vantar upp á nokkrar krónur og biðröðin þrýstir á bak- ið á hinum seinheppna. Nöldrandi fólk er eitthvað sem fer ákaflega illa í taugakerfi meinhornsins. Miðað við framboðið af þessum nöldurseggjum er eins og sumir hafa atvinnu af því að hafa allt á hornum sér. BréfLeiðis... Kjalarnes/Reykjavík, hver vill hvað? s Eg er Reykvxkingur, fæddur og uppalinn í bænum og bara ánægður með það. Upp á síðkastið hefur verið talsvert rætt um það í (jölmiðlum að Kjalarnes muni sameinast Reykjavik og er það svo sem ágætt. En það sem pirrar mig í þessari umræðu er það að alltaf er verið að setja málið fram á þann veg að nú muni Kjalnesingar kjósa um þessa sameiningu og það sé nú ekki alveg víst að þeir haii neinn sérstakan áhuga á því að sameinast og að við Reykvíkingar þurfum að búa til ýmis gylliboð til þess að freista þeirra. En það vantar alveg finnst mér, að spyrja hinn almenna Reykvíking hvort hann vill sameiningu, ég man ekki eftir því að hafa séð það. Mér finnst að Kjal- nesingar þurfi ekki að láta svona eins og þeir séu að færa Reykvíkingum eitthvert gull og græna skóga og að við eigum að taka því at- hugasemdalaust sem þeim dettur í hug að rétta okkur og vera glöð og ánægð yfir því lítiilæti Kjalnesinga að vilja yfirhöfuð sameinast.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.