Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 7
^Dítgux-'öSmfam
Þriðjudagur 27. maí 1997 - 19
MENNING OG LISTIR
Laugardaginn 24.
maí efndi Karlakór
Akureyrar-Geysir
til árlegra vortón-
leika sinna undir
heitinu Vorkliður.
Auk kórsins komu
fram einsöngvar-
arnir ÓlöfKolbrún
Harðardóttir, sópr-
an, og Þorgeir
Andrésson, tenór.
Haukur
Ágústsson
skrifar
Einnig lék kammersveit
undir með öðrum ílytj-
endum auk píanóleikar-
ans Richard Simm. Stjórnandi
tónleikanna var Roar Kvam.
Tónleikarnir voru haldnir í
íþróttaskemmunni á Akureyri.
Karlakór Akureyrar-Geysir
gerði víða vel í ílutningi sínum
á tónleikunum. Nefna má til
dæmis góðan flutning á fyrsta
laginu á efnisskrá tónleikanna,
en það var lagið Vorkliður eftir
Christian Sinding við ljóð eftir
Erling Sigurðarson frá Græna-
vatni. Einnig gerði kórinn lög-
um í valsasyrpunni Ballsíren-
urnar úr Kátu ekkjunni veru-
lega góð skil. Þar var flutningur
hans ánægjulega þéttur og Uf-
andi. Þá má geta lagsins
Tritsch-Tratsch Polka eftir Jó-
hann Strauss við ljóð eftir Pál
H. Jónsson, sem var létt og Qör-
lega flutt. Ekki síður má nefna
ánægjulegan hlut kórsins í
flutningi Kvennagöngulags, sem
einnig er úr Kátu ekkjunni, þar
kom hann fram með kómískum
og jafnframt markvissum hætti.
Fyrir kom, því miður, að ekki
tókst sem skyldi. Svo var til
dæmis í laginu Músík, músík,
músík eftir Jóhann Schrammell
við ljóð eftir Gísla Konráðsson,
þar sem nokkuð mikils óróa
gætti í flutningi. Svo var einnig í
nokkrum tilfellum öðrum.
Hljómsveitin hávær
Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng
einsöng í Viljuljóði úr Kátu
ekkjunni eftir Franz Lehár við
ljóð eftir Þorstein Gylfason, II
bacio eftir Luigi L’Arditi við ljóð
eftir ókunnan höfund. Hláturs-
aríunni úr Leðurblöklunni eftir
Jóhann Strauss við ljóð Böðvars
Guðmundssonar, og Gimstein-
aríunni úr Faust eftir Charles
Gounod. Ólöf Kolbrún var í
mjög góðu formi og naut sín vel
í þessum lögum, en þó einna
síst í Gimsteinaaríunni. Þorgeir
Andrésson söng einsöng í lög-
unum Wien, du Stadt meine
Tráume eftir Rudolf Sieczynski,
Skál, skál úr Stúdentaprinsin-
um eftir Sigmund Romberg við
ljóð Iljartar Þráinssonar, Dein
ist mein ganzes Ilerz úr Bros-
andi land eftir Franz Lehár og
Upphafssöng Barinskys úr Sí-
gaunbaróninum eftir Jóhann
Strauss við ljóð eftir Egil
Bjarnason. Rödd Þorsteins er
veruleg og túlkunargeta hans
ánægjuleg. Röddin liggur þó
nokkuð aftarlega og verkar fyr-
ir vikið þung og alldimm. Best
tókst honum flutningur Upp-
hafssöngs Barinskys, þar sem
leikrænir túlkunarhæfileikar
hans nutu sín vel.
Einsöngvararnir tveir fluttu
dúetta í lögunum Brindísi,
drykkjusöng úr La Traviata, og
Kvennagöngulaginu. Flutningur
var í góðu lagi í báðum þessum
verkum, en leið nokkuð fyrir
heldur háværan undirleik
hljómsveitarinnar í því síðara.
Ánægjulegur
vorkliður
Hljómsveitin gerði tíðast vel og
náði almennt vel að styðja við
flutning. Nokkur galli var, að
iðulega fylgdi hún ekki sem
skyldi styrkbreytingum annarra
flytjenda, svo sem kórsins í lag-
inu Músík, músík, músík og ein-
söngvara í Kvennagöngulaginu.
Richard Simm lék einn undir
flutning í laginu Vorklið. Hann
fór á kostum og má fyllilega
kalla leik hans einleiksígildi í
þessu verki.
Stjórn Roars Kvams á flutn-
ingi var vel af hendi leyst. IJann
virtist hafa alla þræði í hendi
sér, þó að betur hefði mátt gæta
hlutfalla í styrk á nokkrum
stöðum.
Tónleikarnir Vorkliður voru
ánægjulegir og skemmtilega
fjölbreyttir.
Sýningar:
Vegna góðrar aðsóknar
um helgina verður
aukasýning ó
„Vefaranum":
Laugardaginn
31. maí kl. 20.30.
Allra síðasta sýning
Það ætla allir að sjá
Vefarann!
Leikstjórn: Halldór E. Laxness
Sýningin er ekki við hæfi barna
Ekki er hægt að hleypa
gestum inn í salinn eftir
að sýningin hefst.
Sýnt er á Renniverk-
stæðinu, Strandgötu 49.
Miðasalan er opin alla
virka daga nema mánudaga
frá kl. 13-17.
Miðasalan er í Sam-
komuhúsinu, Hafnarstræti 57
Sími í miðasölu
er 462 1400.
iDagur-Cmmttt
- besti tími dagsins!
50félagar Karlakórs
Akureyrar-Geysis
ÞJÓDLEIKHÖSIÐ
Stóra sviðið kl. 20.00
KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI
eftir Tennessee Wiliams
16. sýn. fimmtud. 29. maí.
Næstsíðasta sýning.
17. sýn. fimmtud. 5. júní.
Síðasta sýning.
FIÐLARINN Á ÞAKINU
eftir Boch/Stein/Harnick
12. sýn. föstud. 30. maí.
Uppselt.
13. sýn. laugard. 31. maí.
Uppselt.
14. sýn. sunnud. 1. júní.
Uppselt.
15. sýn. miðvikud. 4. júní.
Uppselt.
16. sýn. föstud. 6. júní.
Uppselt.
17. sýn. laugard. 7. júní.
Uppselt.
18. sýn. föstud. 13. júní.
Örfá sæti laus.
19. sýn. laugard. 14. júní.
Örfá sæti laus.
19. sýn. sunnud. 15. júní.
20. sýn. fimmtud. 19. júní.
Tungskinseyjuhópurinn
í samvinnu við Þjóðleikhúsið
Óperan TUNGLSKINSEYJAN
4. sýn. i kvöld, þriðjud. 27. maí.
Síðasta sýning.
Litla sviðið kl. 20.30
LISTAVERKIÐ
eftir Yazmina Reza
Föstud. 30. maí. Uppselt
Laugard. 31. maí. Uppseit.
Sunnud. 1. júní. Uppselt.
Föstud. 6. júní. Uppselt.
Laugard. 7. júní. Uppselt.
Föstud. 13. júní. Uppselt.
Laugard. 14. júní. Uppselt.
Sunnud. 15. júní.
Nokkur sæti laus.
Fimmtud. 19. júní.
Föstud. 20. júní.
Laugard. 21. júní.
Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.
13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20
og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma.
Einnig er tekið á móti símapöntunum
frákl. 10virkadaga.