Dagur - Tíminn Akureyri - 27.05.1997, Blaðsíða 1
</61-3500
|Dagur-(Etmmtt
<t61-3500 ~rc,
LIFIÐ I LANDINU
Þriðjudagur 27. maí 1997 - 80. og 81. árgangur - 96. tölublað
Bla
Grœni kjóllinn sló í gegn
Pað fór ekki á milli
mála hver var
drottning dagsins á
Hótel Borg á sunnu-
daginn. Mónika
Skarphéðinsdóttir,
íklœdd grœnum og
glœsilegum kjól,
var ótvírœður sig-
urvegari íflokki
byrjenda í sauma-
keppni Burda og
Eymundsson og hún
var einnig kosin
saumakona ársins
af gestum í sal.
Fast á hœla Móniku
fylgdi síðan Elín
Björg Jóhannesdótt-
ir sem sigraði í
flokki lengra kom-
inna með stíl-
hreinni og klœði-
legri gráröndóttri
dragt.
Um 200 gestir voru mættir
á Hótel Borg til að
fylgjast með sauma-
keppninni. Tíu keppendur voru
í byrjendaflokki og þar af einn
strákur en í flokki lengra kom-
inna kepptu níu konur. Dóm-
nefndin lagði áherslu á vandað-
an saumaskap og að flíkin
hæfði viðkomandi en tók minna
tillit til frumleika í hönnun, þar
sem keppnin var auglýst sem
saumakeppni en ekki hönnun-
arkeppni.
Gamli tíminn heillar
Það var glaður og sæll sigur-
vegari sem spjallaði við blaða-
mann að lokinni keppni. „Mér
líður vel en er samt aðeins
skjálfandi," sagði Monika
Skarphéðinsdóttir. Kjóllinn
hennar var sá fyrsti sem kom
fyrir augu dómnefndar og þá
lét einn dómnefndarmaður þau
Mónika Skarpéðinsdóttir var tvö-
faldur sigurvegari. Hún varð hlut-
skörpust í flokki byrjenda og var
auk þess valin saumakona ársins
af gestum i sal. Hún er því einni
saumavél og tveimur flugmiðum til
London ríkari. Myndir: Sæmundur Sævarsson
orð falla að hér væri kominn
sigurkjóllinn. Sá reyndist sann-
spár því ekki ipinnkaði hrifn-
ingin þegar Mónika var komin í
kjólinn.
„Gamli tímimr hciilar og mig
hefur alltaf langað að eiga
svona stóran kjól í gömlum
stíl,“ sagði'V
Mónika en
hún hannaði
kjólinn sjálf.'
„Það voru >
alveg
þrjár vik-
ur sem
fóru í þró-
unarvinnu,"
bætti hún við.
Efnið sem
hún not-
aði
í kjólinn er atlasilki og silkiflau-
el sem þykja ekki auðveld efni
að vinna úr, jafnvel fyrir reynd-
ar saumakonur. „Ég hefði
aldrei saumað úr þessum efn-
um hefði ég vitað hvað það væri
erfitt," sagði hún hlæjandi og
upplýsti að hún hafi þurft að
sauma prufuflík áður þar sem
ekki sé hægt að rekja neitt upp
þegar unnið er með silkiflauel.
Þegar upp var staðið var hún
hins vegar mjög ánægð með ár-
angurinn. Og þeir voru fleiri
sem voru ánægðir með kjólinn
því yfirgnæfandi meirihluti
gesta í sal kaus Móniku sauma-
konu ársins.
Mónika byrjaði fyrst að
sauma í september þegar hún
byrjaði í hönnun í skólan-
um. Nú er áhuginn
kviknaður og hana lang-
ar að halda áfram og er
jafnvel að hugsa um að
fara til Danmerkur í
skóla og læra búninga-
hönnun.
Réttan og
rangan
„Saumaskapur
fyrsta klassa,
einróma álit
nefndar
1
‘ var
dóm-
þegar
framlag Elínar
Bjargar Jóhann-
esdóttir var til
skoðunar. Og
ekki spillti fyrir
að fötin fóru
einstaklega
vel. „Ég er
stressuð,“
sagði Elín eftir
sigurinn og
rétti fram titr-
andi hendur
því til sönnun-
ar. Gaman
þótti henni
samt og var
að sjálfsögðu
himinlifandi
með sigur-
inn. „Erfið-
ast var að
koma fram
því ég á ekki
auðvelt með
að vera inn-
an um
margt
fólk.“
Elín var
farin að
sauma
dúkkuföt
strax sem
stelpa en
byrjaði að
sauma á
sjálfa sig í
kring um
fermingu en
hún er 49 ára
Elín Björg Jóhannsdóttir sigraði í flokki lengra kominna. Dragtin hennar
þótti afburðarvel saumuð og hæfa vel manneskjunni sem hún klæddi.
gömul. En hvað skyldi þessi
snjalla saumakona helst hafa í
huga þegar hún saumar? „Að
flíkin fari vel og sé vel frágeng-
in. Ég legg mikla áherslu á að
hún sé jafnfalleg á röngunni og
réttunni."
Hugmyndina að sigurdragt-
inni fékk Elín úr saumablaði en
breytti sniðinu til að það hæfði
henni. „Ég bjó til grunnsnið á
sjálfa mig og útfærði það síðan
eftir hugmyndinni í blaðinu."
Einnig voru veitt verðlaun
fyrir annað og þriðja sæti í
hverjum flokki. í byrjendaflokki
hreppti Arna Gunnarsdóttir
annað sæti með ljólubláan
jakka, sem hún bæði saumaði
og hannaði og bjó meira að
segja til efnið sjálf að hluta til. í
þriðja sæti var Elín Jóhannes-
dóttir með samsettan kjól úr
brúnu pólyester og rósóttu silki.
Þess má til gamans geta að
stúlkurnar í þremur efstu sæt-
unum hafa allar numið hönnun
hjá Báru Kjartansdóttur í Fjöl-
braut í Breiðholti.
í flokki lengra kominna voru
það mæðgur úr Skagafirði sem
lentu í öðru og þriðja sæti. Dótt-
irin, Anna Þórunn Egonsdóttir
varð örlítið hlutskarpari með
brúna buxnadragt en móðirin,
Margrét Kristjánsdóttir, fylgdi
henni fast á eftir og hreppti
þriðja sætið fyrir tvískiptan rós-
óttan kjól með stórum hvítum
kraga. AI