Dagur - Tíminn Akureyri - 29.05.1997, Blaðsíða 2
Jlagur-‘3Rntimt
2 - Fimmtudagur 29. maí 1997
F R É T T I R
—tr &
Heiti Potturinn
Framtíð Jóns Baldvins
Hannibalssonar brennur
á mönnum í heita pottinum.
Hvers vegna fæst ekki
staðfest að hann sé á leið til
Washington að verða
sendiherra úr því það er á
allra vitorði. Þessu velta
pottverjar fyrir sér sínkt og
heilagt. Nú er fullyrt að
ástæðan sé sú að það
standi á svari Jóns Bald-
vins. Honum standi starfið
til boða en það vefjist fyrir
honum að þiggja það. Tvær
kenningar eru uppi um
ástæður þess. Önnur er sú
að Jón eigi erfitt með að
sætta sig við að verða emb-
ættismaður. Hin er sú að
Jón vilji einfaldlega vera
áfram í pólitík. Hann vonist
til að það verði af samein-
ingu vinstri og að Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir taki að
sér leiðtogahlutverkið þar.
Sjálfur geti Jón hugsað sér
að taka sæti Ingibjargar og
verða næsti borgarstjóri
Reykvíkinga.
Og meira um manna-
skipti og góða stóla.
Pottverjar hafa lengi dund-
að sér við að máta nýja og
nýja menn í stól forstjóra
Landvirkjunar, en Halldór
Jónatansson lætur af störf-
um þar um ármótin. Friðrik
Sophusson hefur verið
„heitasta" nafnið í þessum
leik en væntanlega skýrist
þetta ekki fyrr en með
haustinu. Ný stjórn Lands-
virkjunar tók við nýlega og í
pottinum er fullyrt að fjöl-
margir menn héðan og það-
an hafi viðrað sig við nýja
stjórnarmenn á dögunum
og gefið í skyn að þeir væru
meira en reiðubúnir að taka
þetta starf að sér.
Kaþólikkar
Sjö kaþólskir prestar starfa hér á landi, en Jóhannes Gijsen biskup vonast til þess að hægt sé að laða hingað
fleiri presta frá ýmsum löndum og á næstu árum að stofna hér munkaklaustur. Mynd: Hilmar
Fleiri nunnur
til landsins
Nunnur frá Mexíkó og
Svíþjóð eru væntaleg-
ar hingað til lands
bráðlega og kaþólski
biskupinn hér á landi
vonast eftir því að
hér rísi munkaklaust-
ur á næstu árum.
Fimm til sex nunnur úr
Margrétarreglu eru vænt-
anlegar til landsins bráð-
lega. Þær eru frá Mexíkó og
regla þeirra, sem stofnuð var
1902, starfar þar og í Perú og
Bandaríkjunum. Stofnandi regl-
unnar var móðir María Guadal-
upe Carcia Zavala, sem vænt-
anlega verður tekin í tölu hinna
blessuðu innan tíðar, að því er
fram kemur í kaþólska kirkju-
blaðinu. Margrétarsystur eru
um 200 og flestar ungar. Syst-
urnar sem hingað koma munu
annast sjúklinga og aldraða,
hjálpa til í trúfræðslu og í fram-
tíðinni um heimilshald prest-
anna og biskupsins. Þá er von á
að nokkrar Birgittusystur setjist
að á íslandi á næstunni. Þær
eru af hinni gömlu Reglu hins
alhelga lausnara og kenndar
við heilaga Birgittu frá Svfþjóð.
Systurnar í Birgittureglunni er
uum 500 og frá mörgum lönd-
um heims. Þær leggja einkum
stund á bænalíf og skipuleggja
kyrrðartíma, námskeið og við-
ræðufundi um kaþólska trú.
Munkaklaustur
Kaþólikkar hér á landi vonast
einnig til þess að þeim takist að
koma á fót munkaklaustri inn-
an fárra ára. Þeir horfa til árs-
ins 2000 þegar minnst verður
1000 ára afmælis kristni í land-
inu og segjast vona að það „tak-
ist að endurlífga þá fornu hefð
að hafa hugleiðingarklaustur
fyrir munka í landinu. Slíkir
munkar gætu einnig hlaupið
undir bagga með okkur í
prestsþjónustunni," segir Jó-
hannes Gijsen, Reykjavíkur-
biskup í kaþólska kirkjublað-
inu. Hann segist vonast til að
þetta markmið náist með því að
laða hingað presta frá ýmsum
löndum og að páfastólinn hafí
heitið sér hjálp og meðalgöngu
til þess.
Hússtjórnarskólinn
Konurí
hússtjórn
Forráðamenn Hússtjórnar-
skólans í Reykjavík, Banda-
lag kvenna og menntamálaráð-
herra eru að heíja viðræður um
að bandalagið taki að sér að
reka skólann, sem sjálfstæða
stofnun eða einkaskóla. Nokkur
óvissa hefur ríkt um starfsemi
skólans undanfarið. Ekki var
gert ráð fyrir íjárveitingum til
hans á næsta skólaári í íjárlög-
um, heldur gert ráð fyrir að
boðið yrði upp á kennslu í hús-
stjórnarfræðum við matvinnslu-
braut Menntaskólans í Kópa-
vogi. Nú hefur hins vegar verið
ákveðið að ræða við Bandalag
kvenna í Reykjavík og er einnig
stefnt að því að Reykjavíkur-
borg komi að rekstri skólans.
„Með þessum hætti tel ég að
unnt sé að tryggja framtíð skól-
ans og sérstöðu hans,“ segir
Björn Bjarnason í vikulegum
pistli sínum á Internetinu. -vj
Samvinnuháskólinn
Veiðigjald útfært
Sex nemendur í Samvinnuhá-
skólanum á Bifröst hafa gert
úttekt á hinum ýmsu útfærslum
veiðigjalds. Þrátt fyrir miklar og
heitar umræður um veiðigjald
hér hefur slík úttekt ekki áður
verið gerð svo vitað só. Nem-
endurnir sex skoðuðu sérstak-
lega átta útfærslur sem byggja
á núverandi kvótakerfi og fram-
kvæmd samanburðarrannsókna
á tólf helstu einkennum þeirra.
Ilöfundar skýrslunnar skil-
greina veiðigjald sem gjaldtöku
tengda úthlutun kvóta fyrir af-
not af sameiginlegri auðlind,
óháð því hvernig tekjunum er
ráðstafað. Þessi skilgreining
byggir á því að menn hafa ekki
verið sammála um það hvort
það teljist veiðigjald þegar
gjaldið er eingöngu notað til að
greiða kostnað við sjávarútveg-
inn. Samkvæmt þessari skil-
greiningu höfunda telst núver-
andi gjaldtaka í Þróunarsjóð
sjávarútvegsins veiðigjald.
F RÉ T T A V I Ð T ALIÐj
Konur og ósýnilegt glerþak
Stefanía Traustadóttir
skrifstofu jafnréttismála
Konur eiga undir högg að sœkja
þegar framboðslistar stjórnmála-
jlokkanna verða til Starfshópur
Jafnréttisráðs um aukinn hlut á
framboðslistum vegna sveitarstjórn-
arkosninga að ári blœs í herlúðrana
í átakinu STERKARl SAMAN.
„Staða kvenna í sveitarstjórnum og á
Alþingi er fjarri því að vera viðunandi.
Ef við horfum á Alþingi þá eru rétt um
25% þingmanna konur og heildarhlut-
ur kvenna í sveitarstjórnunum er um
það bil sá sami. Jafnréttisráð er ekki
ánægt með það sem er að gerast," seg-
ir Stefanía Traustadóttir á skrifstofu
Jafnréttismála.
- Staðan er þó auðvitað betri en
áður var, eða hvað?
„Reyndar ekki. Það sem gerðist í
síðustu sveitarstjórnarkosningum er
að hlutur kvenna í stóru sveitarfélög-
unum þar sem konur höfðu aukið sinn
hlut jafnt og þétt, þar stóðum við í stað
og erum um 30%, en yfir heildina er
talan 25%. Núna er engu líkara en við
höfum náð einhverju ósýnilegu gler-
þaki sem við komumst ekki uppúr. Til
að hafa áhrif á ákvarðanatöku þurfum
við í það minnsta 30% þátttöku
kvenna, þetta er góð og gild þumal-
puttaregla. En nú leggjum við til atlögu
við þetta ósýnilega þak og gerum það í
blaðagreinum og fleiru í sumar, áður
en framboðslistar verða skipaðir."
- En er þetta ekki konum sjálfum
að kenna úr því svona er kornið. Ilafa
konur kannski minni áhuga á að
starfa að stjórnmálum en karlar?
„Ég tel að svo sé ekki. Við eigum töl-
ur sem sýna okkur það að á framboðs-
listum til Alþingiskosninga eru konur
og karlar nokkurn veginn í sömu hlut-
föllum. Það sýnir að konur taka af-
stöðu og óttast ekki að ljá nafnið sitt
inn í stjórnmálin. Þær taka afstöðu og
liafa áhuga. Þetta er frekar spurning
um hvernig þær raðast á listana. Við
viljum leggja áherslu á í herferðinni
sem framundan er, Sterkari saman, að
inn á sveitarstjórnastigið, sem er mun
nær fólkinu en landsmálin, eru komnir
áberandi málaflokkar sem konur hafa
um langan aldur unnið sérstaklega við
og þekkja vel. Þetta eru málaflokkar
sem hafa ekki verið svo mjög ráðandi
á sveitarstjórnarstiginu en eru að
verða það.“
-Þú ert að tala um mjúku málin?
„Þá er ég að tala um fræðslumálin,
félagslega þjónustu við aldraða, heil-
brigðismálin, þessi svokölluðu mjúku
mál, sem eru að verða „töff' mál þar
sem miklir íjármunir eru í húfi. Þessi
mál eru nú komin til sveitarstjórnanna
til úrlausnar og engin ástæða til ann-
ars en að karlar og konur komi þar við
sögu.“ /
- Er mikil karlremba ríkjandi inn-
an stjórnmálaflokkanna?
„Ég vil nú ekkert segja það. En ég
held að þetta séu fyrst og fremst gömul
og úrelt viðhorf. Þegar menn hafa
skoðað hverjir eru trúverðugir fram-
bjóðendur og hverjir ekki hefur hefðin
ráðið, frekar en einhver karlremba."
- En eru það ekki víðast hvar karl-
ar sem stjórna bak við tjöldin?
„Það kann að vera en ég treysti mér
ekki til að dæma um það. En viðmiðin
eru enn því miður þau, að þegar leitað
er að fulltrúum hinna ýmsu hópa, at-
vinnustétta og málefnahópa, þá eru
það yfirleitt karlar á besta aldri sem
veljast, en konur geta sjaldan verið
annað en fulltrúar kvenna.“ -JBP