Dagur - Tíminn Akureyri - 29.05.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 29.05.1997, Blaðsíða 1
y Fréttir og þjóðmál Bftlatónleikar Georg Martin í Háskólabíó? Töluverð líkindi eru talin vera fyrir því að Georg Martin, útsetjari og upptöku- stjóri Bítlanna, komi hingað til lands í tengslum við Bítlatón- leikana í Háskólabíói í næstu viku. Það skýrist hinsvegar ekki fyrr en í lok vikunnar. Gísli Örn, einn af aðstand- endum tónleikanna, segir að menn hafl öll spjót úti til að fá einhvern af þremur eftirlifandi Bítlum til landsins. Meðal ann- ars hafi þetta verið rætt per- sónulega við Ringo Starr hvort hann sé ekki tilkippilegur að koma aftur til íslands. Jafnframt hafa menn notið liðveislu íslendinga í námi í tón- listarskóla Paul McCartney’s í Liverpool til að komast í sam- band við þennan fyrrum bassa- leikara í hljómsveit John Lenn- ons. Hinsvegar hefur verið dýpra á Georg Harrison þótt skrifstofa hans hafi tekið vel í óskir íslendinganna. Þetta skýr- ist frekar á blaðamannafundi sem haldinn verður í dag á Hótel Sögu. Þegar er búið að selja 2000 af 3700 miðum sem í boði eru. -grh Sauðárkrókur Verkfalisvörðum frá Vestfjörðum tókst að koma í veg fyrir að landað yrði úr rækjuskipinu Aldey ÍS í gær. Myndin er tekin þegar skipið lét úr höfn á Sauðárkróki í gær. Sjá itarumfjöllun á bls. 6-7. Akureyri Víking að yfirtaka Sól Önnur stóra breytingin á skömm- um tíma sem Víking stendur að. Víking hf. á Akureyri hefur gert kauptilboð í öll hlutabréf Sólar hf. í Reykjavík. Búið er að sam- þykkja tilboðið með fyrirvörum lánastofnana en kaupsamning- ur hefur ekki verið undirritað- ur. Mjög miklar líkur eru þó að af samrunanum verði. Baldvin Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Víking, mun verða fram- kvæmdastjóri hins nýja félags en Páll Kr. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Sólar hf., mun láta af störfum. Baldvin sagði í gær að kaup- verð væri ekki gefið upp en það væri ásættanlegt fyrir báða að- ila. Tilgangurinn með samein- ingunni væri að stofna öflugra fyrirtæki á drykkjar- og olíu- vörumarkaði og væri hagræðið augljóst. „Einingin verður stærri og hagkvæmari og betur í stakk búin að mæta aukinni samkeppni. Það hefur verið nokkur uppgangur hjá Sól und- anfarið og sama má segja um Viking, t.d. með samstarfinu við Vífilfell og yfirtöku á bjórsölu þeirra.” Baldvin sagði starfsmanna- hald verða óbreytt að mestu leyti fyrir utan ofangreint að Páll Kr. lætur af störfum. Held- ur yrði þó aukning í heildina og spilaði þar helst inn í að Víking væri að yfirtaka eigin sölustarf- semi í Reykjavík sem umboðs- aðilar sinntu áður. Húsnæði undir skrifstofur og lagerhald verður samnýtt jafnt Baldvin Valdimarsson verður framkvæmdastjóri hins nýja félags: „Einingin verður stærri og hagkvæmari og betur í stakk búin að mæta aukinni sam- keppni." Mynd: GS á Akureyri og í Reykjavík og dreifing verður sameiginleg. Stefnt er að því að hlutfall sölu-, stjórnunar- og markaðskostnað- ar lækki verulega frá því sem var í fyrirtækjunum tveimur. Ætlunin er að opna hið nýja fé- lag ef kaupsamningur verður samþykktur og bjóða hluta þess á almennum markaði. BÞ Tíu ára fangelsi fyrir manndráp Sigurgeir Bergsson, 20 ára gamall, var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í 10 ára óskil- orðsbundið fangelsi fyrir að bana sambýlismanni móður sinnar á nýársnótt í Sandgerði. Sigurgeir stakk manninn í brjóstið á heim- ili þeirra með byssusting og blæddi honum út. í við- tali við Dag-Tímann fyrir skömmu, þegar Sigurgeir sat í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, sagði hann sína sögu og bjóst þá við að fá þungan dóm. BÞ l690919ll000014l

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.