Dagur - Tíminn Akureyri - 29.05.1997, Blaðsíða 7
|Dítgur-'3femrai
L K X I) A K
Fimmtudagur 29. maí 1997 - 7
F K K T T I K
Sigríður Bragadóttir er sú alharðasta í bransanum. Hún er einstæð þriggja
barna móðir og viðurkennir að aðstandendur hafi haft áhyggjur að undan-
förnu enda hefur Sigríður lagt sig í töiuverða hættu í þágu málstaðarins.
að þegar við erum farin að
ílytja inn útlendinga til að vinna
grunnafurðir þjóðarinnar sem
standa undir stærstum hluta
gjaldeyrisöflunarinnar þá er
eitthvað mikið að í þjóðfélag-
inu. Framleiðni er vandamálið
segja kóngarnir en það er ekk-
ert að íslensku verkafólki því að
það vinnur alveg eins í dönsk-
um fiskverkunarhúsum og þar
er ekki minni framleiðni. Það er
hins vegar eitthvað mikið að
stjórnun fyrirtækja hérna.“
tangabúa og segir varaformann
verkalýðsfélagsins á staðnum
hafa skýlt sér bak við Kaupfé-
lagið og síðan horfið á brott án
þess að hún næði að tala við
hann. Hann hafi meðal annarra
verði aðili að samkomualagi
sem brotið hafi verið sem og
verkstjóri einn sem reyndist
síðan á fullu við löndun og
keyrði utan í Sigríði. „Maður
skilur ekki að verkamenn séu
að klóra augun hver úr öðrum.
Við megum ekki við því, alþýð-
an í landinu."
Súal-
harðasta
Sagt var á bryggjunni um Sig-
ríði Bragadóttur að hún væri
„alhörðust“. Hún var stödd á
Hvammstanga í fyrradag, fékk
þar pústra og lagði sig í tölu-
verða hættu.
„Þeir lönduðu
bara fyrir ofan
hausinn á okk- »
ur. Settu gaffl-
ana á lyfturun-
um í hæstu
stöðu og
keyrðu á okkur ef við stóðum í
vegi þeirra," segir Sigríður.
Það var létt yfir henni í gær
eftir að hafa beðið ósigur í
fyrradag. „Þetta er áfangasigur
og við þökkum það því hve við
vorum snögg á staðinn. Við vor-
um aftur klukkutíma of sein á
Hvammstanga til að koma í veg
fyrir verkfallsbrotið."
Dapurlegt á
Hvammstanga
Um „kollegana“ á Hvamms-
tanga segir hún mjög dapurlegt
hvernig verkalýðshreyfingin
hafi svikið Vestfirðinga, það
sama hafi gerst og á Drangs-
nesi. „Á Hvammstanga virtust
þeir mjög hrifnir af því að fá
rækju frá Vestfjörðum til að
styrkja eigið atvinnulíf. Einn
þeirra sagði við mig að hann
vonaði í atvinnubótaskyni að
verkfallið stæði til áramóta.
Svona var tónninn í þeim!“
Sigriður kallar þetta eigin-
hagsmunastefnu Hvamms-
Barátta kvenna
Sú var tíðin að karlmenn voru
forkólfar í baráttu sem þessari
en nú eru breyttir túnar. Sigríð-
ur sem og aðrar konur gefa
köllunum hvergi eftir nema síð-
nr sé og hún bendir á að rétt-
indabaráttan sé miklu fleiri
konum í hag en
körlum. Það er
eðlilegt að við
berjumst fyrir
okkar rétti.
Ekki viljum við
síður fá hærri
laun en karl-
arnir.“ Sigríður er einstæð móð-
ir með þrjú börn og hún viður-
kennir að þau sem aðrir að-
standendur hafi áhyggjur. „Þær
hafa allir en við ætlum ekki að
gefast upp.“
Hittumst á
EgUsstöðum!
Aldey ÍS 440 lagði úr höfn um
kl. 13.30 í gær. Þegar skipstjór-
inn var spurður hvert förinni
væri heitið kallaði hann: „Við
erum að fara út en vitum ekki
hvert." Verkfallsverðir ljós-
mynduðu brottförina og þeyttu
bflflautur fagnandi þegar skipið
hélt út. „Hitíum ykkur á Egils-
stöðum!" hrópaði kona úr
hópnum. „Ég hef aldrei komið
til Egilsstaða." Þannig var létt
yfir fólki í augnablikinu því, en
þungbúin ský hvfla yfir framtíð-
inni ef ekki fer að nást sam-
komulag í þessari langvinnu
deilu.
Þetta er áfangasigur
sem við fögnum.“
Mið-Austurlönd
Landnemabyggðir
tefja enn sættir
Fundur ráðamanna
Egypta og ísraela á
þriðjudag varð til
þess að byggja upp
að nýju gagnkvæma
virðingu og jafnvel
svolitla hlýju milli
Hosni Mubarak,
forseta og Benjamin
Netanyahu, forsætis-
ráðherra.
Yasser Arafat, leiðtogi Pal-
estínu, kom ekki á fund-
inn og virðist engin lausn
í sjónmáli á deilum hans og
Netanyahu.
Mubarak tók á móti Net-
anyahu og leiddi hann fram á
svalir með útsýni á Rauða hafið
og þar veifuðu þeir til ítalskra
ferðamanna sem áttu leið um
ströndina.
Á þriðjudag hringdi Mubarak
svo tvisvar í Arafat á meðan á
ráðstefnunni stóð, til að segja
honum af framgangi mála. Að-
stoðarmenn Arafats segja hann
þverneita öllum samningaum-
leitunum á meðan Netanyahu
vill halda áfram byggingu
30.000 manna hverfis gyðinga í
Austur-Jerúsalem, en Netanya-
hu er fastur fyrir og ákveðinn í
því að halda áfram með bygg-
inguna.
Palestínumenn vilja gera
austurhluta Jerúsalem, sem
ísraelar náðu á sitt vald árið
1967, höfuðborg sjálfstæðs rflds
Palestínumanna. ísrael vildi
semja um það 1993, en nú segir
Netanyahu að engir samningar
verði gerðir varðandi borgina
helgu.
Þegar svo Netanyahu hóf
byggingu fyrsta stóra gyðinga-
hverfisins í Austur-Jerúsalem
fyrir 2 mánuðum, fóru út um
þúfur 6 ára samningaviðræður
ísraela og Palestínumanna.
Nýja hverfið sem gyðingar kalla
Har Homa, mun vera staðsett á
hæð sem kölluð er Jabal Abu
Gheneim á arabísku. „Það er
engin framför í viðræðum, eng-
in framför," segir Ahmed Abdel
Rahman, talsmaður PLO, í við-
tali á þriðjudagsnótt. „Framfar-
ir munu hefjast þegar ekki eru
lengur skurðgröfur í Abu Ghen-
heim.
Á blaðamannafundi voru þeir
Netanyahu og Mubarak ekki til-
búnir til þess að segja frá efni
viðræðna sinna fyrr um daginn.
Netanyahu sagði þær hafa byrj-
að vel og Mubarak lofaði að
efna til annars fundar fljótlega
þar sem Arafat tæki þátt líka,
en Abdel Rahman og fleiri
kváðu Arafat ekki tilbúinn til að
hugleiða fund með Netanyahu
nema sá væri til í að stöðva
byggingaframkvæmdirnar.
Mubarak vill hvorki játa né
neita því að upp hafi komið
hugmyndir um að byggja svipað
hverfi Araba við hlið ísraelska
hverfisins. Hann segir þá hafa
skipst á skoðunum og að frek-
ari viðræður væru nauðsynleg-
ar og þeir myndu hittast aftur
innan nokkurra vikna. Þeir
myndu reyna að fá Arafat með
ef hægt væri.
Egypski utanríkisráðherrann
Amr Mousa, sagði í viðtali við
arabíska fréttastofu að „Palest-
ínumenn geti ekki sætt sig við
áframhaldandi uppbyggingu
hverfa, sérstaklega ekki í
Jerúsalem."
margar gerðir, tilvalið á tröppurna
svalirnar og bílskúrinn.
Mjög hagstæð verð.
Nýbýlavegi 30 - Kopavogi
Sími 554 6800
eitt mesta flísaúrval landsihs á einum stað
TILBOÐ A SMAAUGLYSINGUM
JlaguÆmmtn
- besti tími dagsins!
FYRSTA BIRTING jOO KR.
ENDURBIRTING400 Kr7
Ofangreind verð miðast við staðgreiðslu eða VISA / EURO
Simi auglýsingadeildar er 460 6100 - Fax auglýsingadeildar er 460 6161
X