Dagur - Tíminn Akureyri - 29.05.1997, Blaðsíða 11
J[lagur-®írntrat Fimmtudagur 29. maí 1997 -11
Dekkjum
Síðastliðna nótt var brot-
ist inn hjá Gúmmí-
vinnslunni á Akureyri og
um 40 dekkjum stolið. Um
er að ræða 8 jeppadekk og
um 30 fólksbíladekk og
nemur verðmæti þessa um
liálfri milljón króna. Lög-
reglan á Akureyri fer með
rannsókn málsins en ekk-
ert hefur enn komið fram
sem bendir til þess hverjir
voru hér á ferð.
Annars vegar var brotist
inn í gám áfastan lager
Gúmmívinnslunnar þar
sem geymd eru fólksbíla-
dekk. Þjófarnir ltöfðu á
brott með sér urn 30 dekk
sem öll eru ný. Um er að
ræða sérstaka gerð af
Bridgestonedekkjum, svo-
kölluð low profile-dekk fyr-
ir 15 tommu felgur. Þau
ganga undir flestar gerðir
japanskra fólksbíla svo
fremi sem keyptar hafi ver-
ið undir þá stærri felgur.
Vinsælt er t.d. að kaupa
sportfelgur í þessari stærð.
Umrædd dekk eru ekki seld
víða og hafi starfsmenn
dekkjaverkstæða augun hjá
sér er ekki ólíklegt að hægt
verði að komast á sporið.
Einnig var brotist inn í
gám annars staðar á lóð
Gúmmívinnslunnar þar
sem geymd voru notuð
jeppadekk. Þar höfðu þjóf-
arnir á brott með sér 8
dekk á felgum. Ljóst má
vera að viðkomandi aðilar
hafa ekki verið með öllu
ókunnugir svæðinu og
einnig hafa þeir þurft
nokkuð stóran bfl til að
flytja dekkin.
Enn betur hugað
að öryggismálum
Að sögn Þórarins Krist-
jánssonar, framkvæmda-
stjóra Gúmmívinnslunnar,
er innbrotið reiðarslag fyr-
ir fyrirtækið þótt tjónið fá-
ist að öllum líkindum bætt,
a.m.k. að hluta. Ilann segir
að aldrei hafi verið brotist
inn hjá fyrirtækinu eftir að
það var flutt á núverandi
stað. Fyrirtæki sem sinnir
öryggisþjónustu hefur
vaktað svæðið en þjófarnir
hafa sætt lagi milli eftirlits-
ferða. Ég hef talið fyrirtæk-
ið nokkuð öruggt á þessum
stað en eftir þetta er ljóst
að við munum huga enn
betur að öryggismálum,
segir Þórarinn.
Komáóvart
Kom, sá og sigraði. Opel Tigra, sem er sporttýpan, er mjög skemmtilegur
bíll en varla sem fjölskyldubíll vegna takmarkaðs rýmis. Vélin er 1.6 lítra,
106 hestafla, og er með feikna snöggt viðbragð. Vegna þess hve lágt er
undir hann verður hann varla mjög vinsæll hérlendis.
þekkt hjá Opel. Hún gerir vél-
ina 12 kg léttari en eldri 4
strokka vélin og eyðslan er
einnig skemmtilega lítil, eða að-
eins tæpir 6 lítrar. Aflið reyndist
nægilegt, en þarf að komast á
nokkurn snúning til þess að
ökumaður fái skemmtilegt við-
bragð, en hávaðinn frá vélinni
truflar hins vegar ekki. Opel
Corsa er einnig búinn nýrri
stýrisvól sem aðeins tekur afl
frá vélinni þegar stýrinu er snú-
ið. Framleiðandi segir að það
spari um 5% af eldsneyti, og
það eru líka peningar. Öryggis-
þátturinn hefur verið bættur frá
eldri gerðum. f bflnum eru belt-
astrekkjarar, tvöfaldir styrktar-
bitar í hurðum, líknarbelgir fyr-
ir þá sem sitja fram í, og höfuð-
púðar í aftursæti. Það sem helst
er hægt að finna að Opel Corsa
er að Ijöðrunin er nokkuð stíf
og hætt við að þegar ekið er eft-
ir krókóttum malarvegum á fs-
landi verði veggrip ekki sem
skyldi. Vökvafyllt fóðrun kemur
hins vegar í veg fyrir að að titr-
ingur finnst frá stýrisgangi og
dregur jafnvel úr hávaða. Fyrir
þá sem hugsa til tæknihliðar-
innar er fátt sem kemur í veg
fyrir að Opel Corsa verði fyrir
valinu þegar velja þarf bfl úr
hópi smábfla. Bflheimar hafa
umboð fyrir Opel hérlendis. GG
Þegar fyrsta sjónhrifning
við skoðun á nýjum bfl er
hjá, er bifreiðin opnuð og
inn í hana sest og kannað
hvernig sætin fara með viðkom-
andi. Og þau fara sérlega vel
með bflstjóra sem farþega þeg-
ar ekið er krappar beygjur í
fjalllendi, halda vel að. Undir-
ritaður átti þess kost fyrir
nokkru síðan að reynsluaka Op-
el Corsa á Tenerife við aðstæð-
ur sem reyndu mjög á bflinn og
drógu fram kosti hans, og
einnig galla. Bfllinn er búinn
nýrri þriggja strokka, 12 ventla
vél, 55 hestaíla sem byggir á
ECOTEC-tækni, sem þegar er
Góður kostur í flokki minni bíla, Opel Corsa '97. Vélin er eins lítra, þriggja
strokka, 12 ventia, skemmtilega „kvikk“. Tveir yfirliggjandi keðjudrifnir
kambásar. Verð um eina milljón króna.
Einn af þeim öflugri í finnsku torfærunni, Range Rover boddý, hásingar og
millikassi úr Unimog, 350 sjálfskipting og vélin 350 CID Crysler V8.
etta verður svona í sum-
ar!“ segir Einar Gunn-
laugsson torfærukappi
ákveðið en hann náði efsta sæt-
inu í fyrstu torfærukeppni
sumarsins, Greifatorfærunni á
Akureyri. Með því endurheimti
Einar titilinn sem hann hamp-
aði þrjú ár í röð þar til Ilarald-
ur Pétursson náði að krækja í
efsta sætið í fyrra.
Einar viðurkennir að sigur-
inn hafi verið sætur en hann var
að keppa í fyrsta sinn á bfl sem
hann smíðaði í vetur. „Ég bjóst
ekki við þessu. Maður náttúru-
lega vonaðist til þess að vinna
en það kom skemmtilega á
óvart hvað bfllinn virkaði vel.“
Einar var búinn að fara tvær
æfingaferðir á nýja bflnum.
„Keyra úr honum fyrstu bilan-
irnar bara.“ En það gerði gæfu-
muninn þær bilanir voru þess
eðlis að hann hefði mögulega
þurft að hætta keppni. Fyrir
vikið slapp Einar að mestu við
bilanir í keppninni sjálfri. „Það
voru bara hefðbundnar bilanir.
Það sprungu hjá mér þrjú dekk
og kom gat á framhásinguna
þannig að olían fór af. Eini gall-
inn á bflnum sem kom fram var
að við þurftum að skipta um
stífugúmmí að framan í miðri
keppni,“ segir Einar. „Að öðru
leyti fúnkeraði allt sem kom
mér ótrúlega mikið á óvart."
Hann stefnir gallvaskur á
keppnina í Jósepsdal 14. júní
nk. „Það er að vísu ekki minn
staður, en það verður bætt úr
því,“ segir hann óhræddur.
-ohr
Finnsk torfæra
s
Islendingar
eru ekki
einir um að
stunda tor-
færuakstur.
Frændur okkar
Finnar stunda
svipað sport í
víðáttumiklum
skógum Finn-
lands. Þar eru
þó tilþrifin
með nokkuð
öðru sniði en
við eigum að
venjast hérlendis. Finnarnir
leggja meiri áherslu á torfærar
slóðir þar sem krækja þarf fyrir
tré og grjót og ösla drullupytti
en íslensku torfærukapparnir
æða upp snarbrött og há börð,
stundum allt að því klettaveggi
eða fleyta bflunum yfir ár og
Range Rover virðist vera vinsæll í
finnsku torfærunni. Hér er einn
slíkur óbreyttur að brölta yfir
drullupytt.
tjarnir.
Mismunur-
inn byggir fyrst
og fremst á
þeim aðstæð-
um sem menn
hafa úr að
moða. Skógar
þekja allt Finn-
land þannig að
þar hafa ménn
e.t.v. ekki mikl-
ar áhyggjur af
því að sparka
upp jarðvegin-
um með torfærutröllunum eins
og sjá má á meðfylgjandi mynd-
um. Hérlendis er þess vandlega
gætt að gróður verði ekki fyrir
skemmdum vegna torfæru-
keppnanna og nóg er af mis-
hæðunum.
-ohr
Pekking Reynsla Pjónusta
SUÐURLANDSBRAUT 8. SÍMI: 581 4670, FAX: 581 3882
orðaðu það við Fátkann
OPEL CORSA REYNSLUEKIÐ Á TENERIFE
Spameytinn nwð frábær sæti