Dagur - Tíminn Akureyri - 29.05.1997, Blaðsíða 8
8 - Fimmtudagur 29. maí 1997
^agur-ÍIImmm
ÓÐMÁL
^Dagur-
Útgáfufélag: Dagsprent hf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein
Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson
Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson
Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík
Símar: 460 6100 og 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði
Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað
Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja
Grænt númer: 800 70 80
Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171
Frelsi til Ijái’
í fyrsta lagi
Metið til ijár er frelsi meira hér á landi en víðast
annars staðar. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri
skýrslu. Þar sést að á lista yfir ríki heimsins eru
aðeins fjögur Evrópulönd ofar íslandi þegar lagður
er „mælikvarði á frjálsræði í efnahagsmálum". Á
síðasta áratug hefur orðið stökkbreyting í þessum
efnum; liðin er sú tíð að ríkisstjórnarfundur ákveði
verð á snúðum, bankar skammti gjaldeyri og þeim
hefur fækkað fyrirtækjunum sem njóta beinnar
pólitískrar verndar. Margt er vel í þeim efnum.
öðru lagi
Það er til marks um annmarka þessarar mælingar
að hún leggur lítið upp úr alfa og ómega markaðs-
kerfisins: frjálsri samkeppni. Hvar ætli ísland lenti
ef lagt væri mat á virka samkeppni í lífæðum hag-
kerfisins: í ílutningum innanlands og til útlanda, í
íjármálastarfsemi, tryggingum? Skýrsluhöfundar
hafa áhyggjur af ríkisumsvifum - jafnvel velferð -
en engar af ríkisvernduðum einokunarkapx'tal-
isma! Og ekki er allt gull sem glóir á mælikvarða
skýrslunnar: Salan á SR-mjöli og Útvegsbankanum
verður stórkostlegt framfaraspor á sama hátt og
niðurskurður í heilbrigðismálum. Eiga geðfötluðu
börnin sem fá ekki læknisþjónustu að hrópa
húrra? Með nýjum eigendum SR-mjöls sem fá arð
af fyrirtækinu áður en þeir byrja að borga það?
í þriðja lagi
Skýrslan reynir að meta hversu „frjálsir einstakl-
ingar eru til að ráðstafa þeim verðmætum sem
þeir skapa“. Vestfirskir útgerðarmenn sem hóta að
ráðstafa „þeim verðmætum sem þeir skapa“ burt
frá verkfallsfólkinu, sem vill sinn hlut í sameigin-
legri auðlind landsmanna, eru í Hong Kong skýrsl-
unnar: fyrsta sæti.
Við þurftum að leysa markaðsöflin úr læðingi.
En stóð einhvern tímann til að þau færu með okk-
ur á annan stað á hnettinum?
Stefán Jón Hafstein.
Spusaiiru} dagAUiA
Hefur forsætisráðherra með orðum sínum
haft óviðurkvæmileg áhrif á verkfallið
á VestQörðum?
Björn
Snæbjörnsson
form. VerkalýösféL
Einingar
Ummæli Davíðs voru í
það minnsta ekki vel
ti! þess fallin að leysa
málið, sem mér flnnst vera í
alvarlegum hnút.
Aðalsteinn Á.
Baldursson
form. Verkalfél.
Húsavíkur og
fiskvinnslud. VSÍ
S
Eg skildi almennt ekki
tilganginn hjá Davíð
Oddssyni að koma inn
í máiið með þeim hætti sem
hann gerði. Uppi hafa verið
hugmyndir hjá landsbyggð-
arfólki að fá ríkisvaldið til
að lækka til dæmis húshit-
unarkostnað og fleiri kostn-
aðarliði, sem tengjast lífs-
baráttu almenns launafólks,
og ef ríkisvaldið kemur
þarna inn hefði það að
mínu mati tromp á hendi til
að höggva á hnútinn á Vest-
fjörðum.
♦
♦-
Gunnlaugur
Sigmundsson
þingmaöur
Framsóknarflokks
á Vestjjöröum
*
Eg get ekki séð það og
tel að forsætisráð-
herra hafi ekkert gert
eða sagt sem fiækir stöðuna,
meira en orðið er.
Guðmundur J.
Guðmundsson
fv. formaður
Dagsbrúnar
S
Eg tók þetta ekki þannig
hjá Davíð heldur að
hann óttaðist á eftir
kæmu frystihúseigendur og
heimtuðu styrki. Af tali við
einn að vestan hef ég heyrt
að þeir taki þetta sem dylgjur
eða árás á sig. Hafa verður f
huga að þarna á fólk í hlut
sem þrælað hefur árin tvenn,
langan vinnudag og fengið
lítið kaup og vill fara að fá
sinn hlut. Að mæla á svona
stundum, þótt forsætisráð-
herra eigi í hlut, er eins og að
sigla skipi á tundurduflabelti.
i I
5 ÉMM IKUU~
Langbestur
„Það er meira horft á mig en bíó-
myndir á kvöldin og Melrose Place
samkvæmt öllum könnunum."
- Eiríkur Jónsson í Alþýðublaðinu í gær.
Nœstbestur
„Ég er þess fullviss að ef veiði-
gjald verður lagt á, munu Eyja-
menn í fullri alvöru fara að huga
að sjálfstæði sínu, og það verður
gaman að bjóða íslendingum til
„útlanda" út í Eyjar með fyrstu
viðkomu í frfliöfninni okkar.“
- Guðjón Hjörleifsson í Útvegi.
Glatkistan
„Hefðbundin sagnfræði fjallaði
nánast aldrei um persónulegt líf
einstaklinga af alþýðustétt.
Spurningar um það þóttu hrein-
lega aldrei skipta neinu máli.“
- Sigurður Gylfi Magnússon í Mbl. í gær.
Borgaraleg skylda
„Mér hefur alltaf fundist það
vera hluti af borgaralegri skyldu
minni að vera í stjórnmálaflokki
og láta til mín taka. Mér finnst
þessi þátttaka vera jafn eðlileg
og að borða og sofa.“
- Svanfríður Jónasdóttir í Alþýðublað-
inu í gær.
Leifs-saga
„Árásin á Alþingishúsið 30.
mars 1949 var tilraun til bylt-
ingar. Hindra átti alþingismenn
í störfum. Það var háð orusta á
Austurvelli, lýðræðissinnar
gegn byltingarmönnum. Varið
land eða Sovét-ísland.“
- Leifur Sveinsson í Mbl. í gær.
Þegar dónalegt orðbragð fékkst gratís
Ekki mun ofmælt að sfldarplönin á
Siglufirði voru með líflegustu
vinnustöðum á þeim árum þegar
sfldin óð á Grímseyjarsundi. Þar sýndi
kvenþjóðin dug og kjark sem í henni bjó
og þénaði vel á að margfalda verðgildi
þess silfurs sem þá var kennt við hafið.
Þarna fékk mörg stúlkan sína eldskírn í
lífsbaráttunni þar sem erfiðið og lífs-
nautnin héldust í hendur. Og strákarnír
gengust undir manndómsraunir, sem
kokhreystin ein forðaði þeim frá að við-
urkenna að væri þeim ofviða.
Það var í verkahring sjómanna að
landa sfldinni og keyra hana í vögnum
til stúlknanna, sem voru svo ótrúlega
fljótar að hausskera og salta, að ætx'ð
sýndist standa upp á karlana að sjá
þeim fyrir nægum verkefnum.
Burðarminni stráklingar voru gjarn-
an hafðir til að ýta sfldarvögnunum til
hamhleypanna, sem aldrei þóttust hafa
nóg í trogum sínum.
Aukageta á plönunum
Ekki var að sökum að spyrja þegar sfld-
arstúlkunum vantaði allt til alls. Þær
þurftu salt, tómar tunnur og að þær fullu
væru teknar frá þeim og síðast en ekki
síst nóga sfld að salta. Þá fengu karlaum-
ingjarnir orð í eyra og við sem vorum að
reyna að hafa við að aka silfurgljáandi
fiskinum til óþreyjufullra kvennanna,
fengum heldur betur að heyra hvílikar
mannleysur við vorum.
Ekki var beinlínis kvartað yfir að ekki
hefðist við að landa, heldur voru ásak-
anirnar miklu alvar-
legri. Gefin voru góð
ráð um hvernig gagn-
ast mætti konum og
hvað til þess þyrfti.
Ekki létu allar sfldar-
stúlkur svona en
nógu margar til að
annað umræðuefni komst varla að á
meðan á löndun stóð.
Orðgnóttin og mælskan sem einstaka
sfldarstúlka réði yfir var aðdáunarverð
og ef einhver græninginn asnaðist til að
fara að svara í sömu mynt fékk hann yfir
sig slíkar gusur að hann hefur ekki reynt
að klæmast síðan.
Allt var þetta galsi og gaman og orð-
hákarnir á sfldarplönunum gátu allt eins
verið dagfarsprúðar og orðvarar konur
þegar þær voru búnar að spúla svunturn-
ar sínar og þvo af sér sfldarbrækjuna.
Vel lukkuð markaðssetning
Bersöglar kynlífslýsingar fengust gratís á
síldarplönunum í gamla daga og þegar
best tókst til voru þær vel úti látnar. Nú
er öldin önnur því farið er að markaðs-
setja dónalagt orðbragð og er greitt stór-
fé fyrir að hlusta á
stúlku klæmast í
gegnum síma.
Af auglýsingum að
dæma eru það for-
kunnarfagrar ungar
stúlkur sem gefinn er
kostur á að hringja í
og eru gefin fyrirheit um að þær séu í
besta lagi kjaftforar og djarfar. Stúlkurn-
ar í auglýsingunum eru með brjóstin ber
og seiðandi ástarblik í auga og hlýtur að
vera unun að heyra gyðjurnar stynja
upp dónaskap í símtólið fyrir kr. 66.50 á
mínútuna, sem er rfllega tíu sinnum
meira en greitt er fyrir handtakið í fisk-
vinnslunni.
Miðað við það auglýsingamagn sem
dónaþjónustan lætur frá sér fara hljóta
viðskiptavinirnir að vera margir og
ánægðir. Samkvæmt markaðslögmálinu
er því full þörf fyrir að konur tali af ber-
sögli við karla um kynh'f. Svo lengi sem
menn eru fúsir til að borga stórfé fyrir að
hlusta á einhvers konar kynlífsóma í
síma fjölgar símaklámið „atvinnutækifær-
um“ og eykur hagvöxtinn og ýtir okkur
upp frjálsræðislistann í efnahagsmálum.
En greiðslan fyrir að hlusta á konur
fara með kynlífshjal minnir á, að enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Á sfldarplönunum datt engum í hug að
orðbragð stúlknanna væri verðmæti sem
meta mætti til peninga. Þá var markaðs-
kerfið heldur ekki orðið eins fullkomið og
nú og aldrei datt manni í hug að blessað-
ar kerlingarnar væru að gefa óborganleg
verðmæti fyrir ekki neitt.
Og þegar manni verður litið á þær
Önnu og Nínu, sem gáfu svo fögur fyrir-
heit í Degi-Tímanum í gær, kemur
ósjálfrátt upp í hugann sú spurning,
hvort þær búa yfir þeirri yfirþyrmandi
orðgnótt sem sfldarstúlkurnar veittu
gratís af örlæti hjartans, í þann tíð sem
sfldin óð á Grímseyjarsundi.
OÓ
Oddur