Dagur - Tíminn Akureyri - 29.05.1997, Blaðsíða 6
6 - Fimmtudagur 29. maí 1997
Jkgur-'ðRnriro
F R É T T I R
Verkfallsvörður veifar í áhöfn Aldeyjar þegar skipið fór frá landi án þess að aflanum yrði landað á Sauðárkróki í gær.
Myndir: GS
Verkame
% fs
að klóra
augun hver úr öðrumP
Þorláksson
Um 20 verkfallsverðir
frá Vestfjörðum voru
þreytulegir en sigur-
reifir þegar Aidey ÍS 440,
rækjuskip frá Súðavík,
sigldi úr höfn á Sauðárkróki
í gær. Verkfallsvörðunum
hafði tekist að koma í veg
fyrir löndun á tæplega 60
tonnum af frystri rækju, en
í fyrradag lutu þeir í lægra
haldi á Hvammstanga þar
sem ísaðri rækju var land-
að þrátt fyrir aðgerðir
þeirra. Reyndar er munur á
hagsmunum útvegsaðila á
Sauðárkróki og Hvamms-
tanga sem e.t.v. hefur
einhverju máli skipt í gær.
Rækjan á Hvammstanga fór
beint í vinnslu í bæjarfélag-
inu en öðru máli gegnir
með aflann úr Aldeynni. Þá
er ekkert sérstakt löndun-
argengi eða verktaki á
Sauðárkróki. En hvort sem
þessar staðreyndir skipta
máli fýsti Dag-Tímann að
kynnast lífi verkfallsvarð-
anna sem keyra á milli
staða og leggja líf sitt og
limi í hættu. Fólkið á
bryggjunni á Sauðárkróki
hafði orðið og var engan
bilbug á því að finna.
Tvíræður
túrismi
„Þetta er ágætt, ég hef t.d.
aldrei komið hingað áður,“
sagði Aðalheiður Steinsdóttir
frá ísafirði og brosti, en bætti
svo við: „Nei, þetta er rosalega
þreytandi en blessunarlega
virðist ekki ætla að koma til
átaka í dag. Þetta er orðið nóg í
bili.“
Hún taldi stuðning þjóðfé-
lagsins við aðgerðir og kröfur
þeirra vera fyrir hendi en dró
þó í efa að fólk þekkti í raun
um hvað væri barist.
Trausti Ágústsson var sam-
mála því og benti á að krafan
um 100.000 kr. lágmarkslaun
hefði aðra þýðingu fyrir vestan
en annars staðar á landinu
vegna þess að 70.000 kr. lág-
markslaun væru ekki greidd
þar.
Trausti og Aðalheiður sem
supu á kaffi af hitabrúsa sögðu
um samstöðu verkafólks á
landsvísu að hún væri góð, en
hver er þá skýringin á fjölda
meintra verkfallsbrota? „Þetta
eru bara örfáir menn sem hafa
svikist undan merkjum. Á
Hvammstanga gerðum við sam-
komulag fyrir viku við varafor-
mann verkalýðsfélagsins og tvo
verkstjóra um að ekki yrði
landað aftur upp úr vestfirskum
skipum. Síðan kemur þetta í
bakið á okkur þegar verkalýðs-
forystan á Hvammstanga hring-
ir í Vinnuveitendasambandið til
að fá að vita hvað gera skuli.
Auðvitað voru svörin gefin fyr-
irfram."
Býrí
jeppanum
„Ástand hér er afleitt nú.
Er þvífyrir bestu
að um landið byggjum brú
brœðralags og festu. “
Þessa vísu las Heiðar Guð-
brandsson, verkfallsvörður frá
Súðavík, upp í gær og sagði
eignaða B. Jónssyni einhverjum
sem skrifaði í gestabók verk-
fallsvaktarinnar til að sýna
stuðning. Heiðar er búinn að
vera mikið á ferðinni að undan-
förnu og fengið litla hvíld. „Ég
er búinn að sofa eina nótt í
rúmi frá því á hvítasunnudag,
annars hef ég bara hent mér í
jeppann. Sætin eru reyndar
ekki gerð fyrir svefn en þetta er
ágætt. Heima á Súðavík eru
heitar laugar og pottar þar sem
maður hefur getað baðað sig í
þannig að maður er nú ekki al-
veg laus við þægindin. Þetta er
svipað og að vera á sjó í gamla
daga,“ sagði Heiðar og bar sig
garpslega.
Ónýtir stjórnendur
Talið barst að því hvort halda
ætti byggð um allt landið eða
„útrýma" strjálbýlustu plássun-
um. Þar varð Heiðari ekki
svarafátt. „Stjórnendur fyrir-
tækja hafa sagt að ef við látum
okkur ekki nægja sömu laun og
aðrir þá verði þeir að flytja
burt. Ég held þeir ættu að fram-
kvæma það og skilja okkur eftir
með fyrirtækin. Þá fyndum við
kannski loks stjórnendur sem
gætu unnið þeirra störf af
einhverju viti.“
Viðar fluttst til Súðavíkur
gagngert fyrir 25 árum vegna
þess að þar sá hann sér betur
farborða en í Reykjavík. „Nú
hefur það snúist til verri vegar
en ég er hins vegar farinn að
trúa því að það sé mun betra að
búa í Súðavík en Reykjavík."
En þarf að borga fólki auka-
lega fyrir að búa á Vestfjöröum?
„Kannski ekki, en hitt er ljóst
Heiðar Guðbrandsson gefur iítið fyrir stjórnun fiskvinnslufyrirtækja. Hann
hefur ekki sofið nema eina nótt í rúmi frá hvítasunnudegi.