Dagur - Tíminn Akureyri - 11.06.1997, Síða 3
^JDitgur-Œtrtmtn
Miðvikudagur 11. júní 1997 - 15
LIFIÐ I LANDINU
Gjafa gjafaklúbbur-
inn er keðjubréfa-
klúbbur sem var
stofnaður íMiami,
Floridafyrir rúmu
ári ennú er einn
angi hans staðsett-
ur í Breiðholti.
s
IlítiUi blokkaríbúð að Grýtu-
bakka í Breiðholti komu
tæplega fimmtán manns
saman á fundi
síðastliðinn
fimmtudag.
Fundarhöldur-
um var áfram
um að fundin-
um miðaði vel
vegna þess að
von var á öðr-
um slíkum hópi
sama kvöld.
Hvaða félags-
skapur er hér á
ferðinni? Þetta
er hin svokallaði Gjafa gjafa-
klúbbur sem stofnaður var í Mi-
ami, Florida, í febrúar 1996.
Gjafa gjafaklúbburinn er í
raun annað heiti yfir fyrirbæri
sem flestir kalla keðjubréf og
hefur oftsinnis skotið upp koll-
inum hérlendis. Ilér hefur verið
breytt út af venjunni og í stað
bréfasendinga kemur fólk sam-
an í klúbbnum og skiptist á
íjármunum. í stað þess að fólk
færist ofar á listum keðjubréfa,
hækkar fólk um virðingarstöðu
innan klúbbsins. Á byrjunar-
þrepi eru stjórnarformanni
greiddar 5000 krónur. Þegar þú
hefur safnað 8 nýjum meðlim-
um í klúbbinn færist þú upp um
eitt þrep. Alls eru þrepin þrjú
fyrir utan byrjunarþrepið. Eftir
byrjunarþrepið er varafor-
mennska, svo formennska, þá
forstjóri og loks stjórnarfor-
maður sem fær 5000 krónur frá
öllum sem undir hann heyra.
Mafía íslands
Heimildarmaður Dags-Tímans,
sem ekki vill láta nafn síns get-
ið, mætti á umræddan fund sl.
fimmtudag. Hann hlustaði á 15
mínútna kynningu á starfsemi
klúbbsins en ákvað að hann
hefði ekki áhuga á að vera með.
Hann tók hins vegar með sér
sex síðna bækling með reglum
klúbbsins. í þessum bæklingi er
auk reglna um þagmælsku og
nafnleynd, að finna leiðbein-
ingar um hvernig eigi að
finna nýtt fólk í
klúbbinn. Jafn-
framt eru
En hvar í stendur í
lögum að vinir og
cettingjar megi
ekki hjdlpa öðrum
vinum og
œttingjum?
eina ijölskylda
þarna svör við algengustu
spurningunum. Þannig er
spurningunni um hvernig geng-
ið skuli í klúbbinn svarað með
þessum hætti: „Aðild að
klúbbnum er eingöngu með
boði. Þér verður að vera boðið
af ættingja eða nánum vini, sem
er klúbbmeðlimur eða hefur
verið meðlimur. Eftir að þú ert
orðinn meðlimur er skyldan sú
að fylgja verður reglum klúbbs-
ins. Meðlimum sem ekki fylgja
reglunum verður endurgreitt og
þeim síðan vísað úr klúbbnum."
Sem íýrr segir Ieist heimildar-
manninum ekki betur á klúbb-
inn en svo en að hann ákvað að
hypja sig eftir
15 mínútna
kynningu. Hon-
um leist ekki á
stemmninguna:
„Það var ein-
hver Ijölskylda
sem stóð fyrir
fundinum og
einhvern veg-
inn hafði mað-
ur á tilfinning-
unni að þessi
myndi græða á
þessu. Þetta var svona eins og
maður myndi ímynda sér mafíu
íslands," segir heimildarmaður-
inn.
Er þetta löglegt?
Eftir að búið er að útskýra
hvernig menn færast upp í virð-
ingar- og ábatastöðum klúbbs-
ins er þeirri spurningu svarað í
bæklingnum hvort klúbburinn
sé löglegur. Svarið er kostulegt:
„Samkvæmt lögum verður að
tilgreina allar tekjur á skatt-
skýrslu. En hvar stendur það að
vinur eða ættingi megi ekki
hjálpa öðrum vini eða ættingja.
Þaðan er nafn klúbbsins komið
og það er það
sem við ger-
um.“
Sem fyrr
segir er hægt
að færast upp
um þrjú þrep.
Þannig verður
nýr meðlimur
að stjórnarformanni eftir að 24
nýir einstaklingar hafa gengið í
klúbbinn. Sá stjórnarformaður
fær í sinn hlut 120.000 krónur.
Síðan færist hann aftur niður í
röðinni og bíður þess að verða
stjórnarformaður að nýju. í
bæklingnum er
ljárhagsáhætta
Þetta var svona
eins og maður
ímyndar sér mafíu
Islands
skýrð svona: „Eins og í allri
íjárfestingu er möguleiki á því
að þú tapir upphaflegu framlagi
þínu. Árangurinn fer alfarið eft-
ir vinnuframlagi vina við að
hjálpa vinum.“
Traust
lykillinn að árangri
Hverjum er boðin aðild að
klúbbnum? í bæklingnum eru
skýr fyrirmæli um þá fram-
kvæmd og tekið fram að þú
verðir að vera „vandlát/ur“ í
vali þínu. Einstaklingur sem
bjóða á aðild verður að uppfylla
ákveðnar hæfniskröfur. Það
verður að vera „einstaklingur
sem þú þekkir vel, eins og ætt-
ingi, vinur eða ættingi góðs vin-
ar. Ástæðan fyrir því að klúbb-
urinn virkar er sú að við þekkj-
umst vel og sjáum sömu andíit-
in á fundunum. TRAUST er lyk-
illinn að árangri.
Einstaklingur sem ræður við
byrjunarútgjöld og þarfnast
lijálpar, íjárhagslega - hug-
myndin er sú að vinir hjálpa
vinum.
Einstaklingur sem er áhuga-
söm/samur og líklegur til að
kynna nýja meðlimi inn í klúbb-
inn. Klúbburinn er eins sterkur
og veikasti hlekkurinn. Ilinir
treysta á þig eins og þú treystir
á þá.
Einstaklingur sem mun taka
aðild sína alvarlega og fylgja
reglum klúbbsins. Ástæðan fyr-
ir því að við náum árangri er sú
að allir meðlimir leggja hart að
sér við að styrkja klúbbinn.“
Kalli Kanína
eða Súpermann
Um nafnleynd er.Qallað með ít-
arlegum hætti enda hún, eðli
málsins samkvæmt, ákaflega
mikilvæg.
„Alger nafn-
leynd ríkir
klúbb þessum
(og) undir eng-
um kringum-
stæðum má
gefa upp nöfn
meðlina; það
er brottrekstr-
arsök. Einnig skal bent á þegar
fólk er að hringja sig saman á
blöðunum, að tala einungis
við klúbbmeðlim,
ekki aðra
er
hugsanleg
út-
svara símanum, held-
ur skilja eftir nafn og
símanúmer, ekki
nánari útskýring-
ar. Sumir vilja
eiga þetta útaf
fyrir sig og
ber að virða
það og einnig
undirstrika enn og
aftur nafnleynd. Einnig
kemur það fyrir að fólk
kaupi sér íleiri en 2
sæti (stöður) og þá
undir öðru nafni og
að íleiri en einn eru
saman með fleiri
en eina stöðu,
hvort sem það er
skráð undir heit-
unum Kalli Kan-
ína eða Súper-
mann eða nöfnum
barnanna er það al-
farið þeirra mál
hvaða nöfn þeir nota
svo fremur sem kannast
er við Súpermann í
skráðu símanúmeri." í
bæklingnum er að lok-
um undirstrikað að já-
kvætt hugarfar er for-
senda árangurs: „Mun-
um að vera jákvæð, dug-
leg og hress, því ef já-
kvætt hugarfar er haft
meðferðis, verður vinnan
skemmtilegri og gengur
margfalt betur." rm
iH:.