Dagur - Tíminn Akureyri - 19.06.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 19.06.1997, Blaðsíða 5
JDcigur-'QItmtmt Fimmtudagur 19. júní 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Eina konan í netagerð Rut Jónsdóttir er eina konan í 19 manna hóp, sem hefur útskrifast úr netagerð frá Fjöl- hrautaskóla Suður- nesja í vor. Hún segir mjög sjaldgœft að konurfari í netagerð. að er mjög sjaldgæft að konur læri netagerð og vinni við hana. Það eru mjög fáar í þessu núna, ein vinnur við þetta fyrir norðan og hún er ófag- lærð. f>að eru líka nokkrar sem eru fag- lærðar en vinna ekki við þetta. Petta er nátt- úrulega vinna sem kvenfólk sækir ekki í. Ég er bara í þessu af því að pabbi minn á verk- stæðið sem ég vinn á. Ég hef alist upp í þessu,“ segir Rut Jónsdóttir, 27 ára gamall sveinn í netagerð hjá Netagerð Jóns Holbergsson- ar í Hafnarfirði. Áður mest sex Rut hefur unnið á netagerðar- verkstæði pabba síns í fimm eða sex ár og ætlar að taka við verkstæðinu þegar þar að kem- ur. Henni finnst gaman að neta- gerðinni og ákvað því að fara í skóla og læra hana. Hún segir að það sé mjög sjaldgæft að konur sæki um vinnu við neta- gerð, sjálf muni hún ekki eftir neinni konu sem hafi sótt um hjá þeim. Sjálf hafi hún verið eina konan sem hafi útskrifast í nítján manna hóp. Áður hafi víst mest útskrifast sex sveinar í einu. „Þegar sveinsprófið var aug- lýst voru það nítján sem sóttu um, það höfðu aldrei verið svona margir. Mest höfðu víst verið sex stykki," segir Rut. „Þeir, sem voru að prófa okkur, voru líka rosalega hissa. Þeir sögðu að þetta væri mjög ánægjulegt, sýndi að það væri vöxtur í greininni." Rut segir að netagerð geti verið mjög erfið og sé mikil handavinna, r.ð sauma stykkin saman auk þess sem henni fylgi alltaf einhver víravinna. Rut segir að sjómenn sæki mikið í netagerðina þegar þeir fari í land. Talin karlavinna „Ætli þetta sé ekki almennt talin karla- vinna. Það verða rosalega margir hissa þegar þeir sjá mig og segja: „Hvað, þú getur þetta eins og við.“ Það eru frekar strákar sem koma að sækja um vinnu en stelpur. Ég man ekki til þess að stelpa hafi nokkurn tímann komið. Netagerð tengist sjónum og þá þykir það kannski ekki eins áhugavert," heldur hún áfram. Netagerð Jóns Holbergsson var áður í Grindavík en Jón flutti verkstæðið til Hafnarijarð- ar árið 1982 og rekur einnig víraverkstæði. Rut segist vera staðráðin í að leggja netagerð- ina fyrir sig í framtíðinni og stefnir að því að taka við fyrir- tækinu „af kallinum". -GHS „Þaó eru mjóg fd- ar íþessu núna, ein vinnur við þetta fyrir norðan og hún er ófag- lœrð. “ Rut Jónsdóttir var eina konan í hópi 19 manna sem útskrifaðist úr netagerð frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vor. Hún er ákveðin í að leggja netagerðina fyrir sig og ætlar að taka við fyrirtækinu, Netagerð Jóns Holbergssonar, af kallinum þegar þar að kemur. BREF FRA DJUPAVOGI Afinælisóskir til Hafiiar og Egilsstaða Már Karlsson skrifar Hornfirðingar fagna á þessu ári þeim tímamót- um að liðin eru eitt hundrað ár frá upphafi fyrstu byggðar á IJöfn. Það var hinn ungi og framsækni kaupsýslu- maður Ottó Túliníus sem byggði fyrsta grunninn að verslunar- húsi sem hann flutti frá Papós árið 1897 og reisti á Höfn. Það er óhætt að segja að frá þeim grunni hafi bæjarfélagið á Höfn þróast í það að verða Jjöl- mennasta bæjarfélag á Austur- landi með 2.176 íbúa þann 1. des. 1996. Það er því full ástæða fyrir Austur-Skaftfell- inga að vera stoltir af bænum sínum og halda upp á hundrað ára afmælið með pomp og pragt. Hápunktur þeirra hátíð- arhalda verður dagana 4. - 6. júlí nk. og munu forsetahjónin heiðra bæjarfé- lagið með nær- veru sinni. Hornaíjarð- arbær hefur klæðst hátíðar- búningi og skartar nú sínu fegursta af snyrtimennsku hvert sem litið er. Það verður afmælisósk frá gamla verslun- arstaðnum á Djúpavogi til AustuSkaftfellinga að veður- guðirnir láti sólina skína skært yfir hið forna verslunarsvið frá Skeiðará að Gvendarnesi með- an hátíð stendur. í öllu því umróti og flótta íbúa af landsbyggðinni undan- farin ár á suðvesturhornið er eftirtektarvert að fvö bæjarfélög á Austurlandi, Höfn og Egils- staðir, hafa ekki smitast af þeirri hrörnun- arbakteríu sem herjað hefur jafnt og þétt á mörg sveitarfé- lög hér eystra með ófyrirsjá- anlegum afleið- ingum. Egils- staðabær, sem um þessar mundir heldur upp á fimmtíu ára byggðaraf- mæli, er annað íjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi með íbúatölu upp á 1.642 manns þann 1. des. 1996. Eitt hafa þessi tvö bæjarfélög á Austurlandi átt sameiginlegt í gegnum tíðina en það eru öflug landbúnaðarhéruð ásamt kaup- félögum sem hafa reynst traust- ir bakhjarlar þéttbýlismyndun- ar. Kaupfélag Austur-Skaftfell- inga sem stofnað var árið 1920 hefur verið sameiningartákn allra sýslubúa ásamt því að vera aðaldriffjöðrin í ijölþættri og öflugri atvinnuuppbyggingu á Hornafirði. Það sama má segja um Kaupfélag Héraðsbúa sem stofnað var árið 1909 og flutti síðan aðalstöðvar sínar frá Reyðarfirði til Egilsstaða árið 1961. Sá flutningur virkaði sem vítamínsprauta á alla starfsemi félagsins svo og á myndun þétt- býliskjarna á Egilsstöðum. í til- efni afmælisins hefur Egils- staðabær gefið út vandaða bók sem prýdd er mörgum myndum sem segir sögu Egilsstaða á Völlum í fimmtíu ár. Bókin er 496 blaðsíður að stærð og er henni skipt upp í tuttugu sögu- kafla sem skráðir eru af sögu- nefnd bæjarins. „Egilsstaðabók frá býli til bæjar“ er kærkomin heimildarsaga sem segir frá yngsta byggðakjarna á Austur- landi, mjög fróðlegt og skemmtilegt lesefni. Unnið er að útgáfu á 100 ára byggða- sögu hafnar í Ilornafirði og stefnt að því að hún komi út á afmælisárinu. Þótt þessi tvö bæjarfélög séu ung að aldri þá gefur það menningunni gildi að minnast merkra tímamóta á viðeigandi hátt. Það auðgar mannlífið og gerir framtíðina bjarta. Að lokum þetta, Höfn og Eg- ilsstaðir, til hamingju með af- mælisárið. Hornafjarðarbœr hefur klceðst hd- tíðarbúningi og skartar nú stnu fegursta af snyrti- mennsku hvert sem litið er

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.