Dagur - Tíminn Akureyri - 19.06.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 19.06.1997, Blaðsíða 10
22 - Fimmtudagur 19. júní 1997 ®a-gur-®ímúm RADDIR FOLKSINS pyy, yý l£ S £ 71 dl/L 771 Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58, 602 Akureyri eða Þverholti 14 Reykjavfk. Netfang: ritstjorí@)dagur.is, Fax: 460 6171 Ávarp nýstúdents Glaðir nýstúdentar marsera á Ráðhústorginu í miðbæ Akureyrar þann 17. júní. Mynd.JHF Góðir íslendingar. í dag er 17. júní. í dag eru liðin 53 ár frá því að við íslendingar endurheimtum það frelsi og sjálfstæði sem landnámsmenn- irnir fundu fyrir þegar þeir komu hér siglandi yflr hafíð. Öldum saman lutum við íslend- ingar erlendri stjórn, undirok- uð eftir geðþótta erlendra kon- unga og ráðamanna. En ís- lenska þjóðin lét aldrei bugast. Hún lifði af harðæri og kúgun, og ól innra með sér von um sjálfstæði. Sú von rættist þann 17. júní fyrir 53 árum. Þann dag áskotnaðist okkur það sem hverri þjóð og hverjum manni er mikilvægast; frelsi og réttur til að ráða lífi sínu og landi. „Engin þjóð á flekklausari fána en íslendingar,“ sagði Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, og vísar til þess að þessi stærsti sigur íslensku þjóðarinnar var ekki unninn með vopnum í blóðugum styrjöldum. Hann var sigur andlegra afreksmanna sem höfðu að baki sér óbilandi trú og samstillt átak heillar þjóðar. Á þeim tæpu tuttugu árum sem ég hef lifað hef ég náð að ferðast nokkuð víða um heim- inn. Yfirleitt hefur mér líkað veran erlendis vel og ég hef notið þeirrar fegurðar sem framandi lönd hafa upp á að bjóða. En eitt er mér þó sér- staklega minnisstætt og sameig- inlegt úr öllum mínum ferðum. Því lengra sem ég fer og því lengur sem ég dvel, finn ég bet- ur fyrir því að ég er og mun ávallt verða íslendingur. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir máltækið og í mínu tilfelli reyndist þetta rétt. Ég þurfti að ferðast hálfa leið yfir hnöttinn til þess að skilja hversu mikils virði það er að vera íslendingur. Ég lærði að meta íslenska náttúru, íslenska tungu og fylltist stolti yfir því hversu vel við höfum náð að búa um okkur hér heima á Fróni. Ég fór að finna fyrir aukinni samkennd með löndum mínum, bæði erlendis og hér heima. íslenska þjóðin er ekki stór. Ætla mætti að hún væri van- máttug í þessum heimi stór- þjóða. En á þessum 53 árum hafa íslendingar komið víða við og unnið marga glæsta sigra. Hvort sem það er á íþróttavöll- um, á vettvangi alþjóðamála eða við að klífa hæstu fjöll jarð- ar, stendur íslenska þjóðin fast að baki sínu fólki. Þjóðin er stórhuga í smæð sinni og með stuðningi hennar hafa einstak- lingar unnið þrekvirki, líkt og baráttumenn sjálfstæðis forð- um. Þrekvirki sem ekki hefðu verið möguleg án þessa stuðn- ings. Samheldnin er okkar styrkur, og á henni þurfum við að byggja framtíð landsins okk- ar. í dag er runnin upp stór stund í lífi mínu. í fjögur ár hef ég ásamt skólasystkinum mín- um horft til þessa dags, sem þó hefur virst vera lítið meira en fjarlægur draumur. Við sett- umst á skólabekk fyrir fjórum árum, ungt fólk í örri mótun. Leiðin hefur verið löng og ströng, og ljónin í veginum mörg. Þrátt fyrir það hafa árin ijögur verið bæði ánægjuleg og eftirminnileg. Við höfum sigr- ast á þeim erfiðleikum sem við höfum mætt og stígum út í dag, Vegna greinar um fjallið Hverfjall, sem birtist í Degi-Tímanum föstudag- inn 13. júní, viljum við undirrit- aðir taka fram: Kristmundur Hannesson frá örnefnadeild Landmælinga rík- isins telur að elstu heimildir um nafnið séu frá um 1700 þegar prestur í Mývatnssveit hafi gert sóknarlýsingu og kallað nafnið Hverfell. Prestur sá er hér um ræðir er séra Jón Þorsteinsson. Hann talar um Hverfell og segir ennfremur: „Einstakt fjall. Næstum kringlótt. Gamalt eld- fjall með djúpri skál í mitt fjall- ið.“ Kristmundur heldur áfram: „Á sama tíma kemur Björn Gunnlaugsson og stoppar 4 daga í sveitinni. Hann skrifar Hverfjall á kortið hjá sér, síðan hefur Haraldur Thoroddsen eft- ir Birni og síðar Danir eftir Haraldi. Milli 1980 og ’90 kem- ur svo Hverljallsnafnið upp aft- ur þegar hluti landeigenda gar- far í máinu með Sigfús Illuga- son í broddi fylkingar. Hann fer á bæi og safnar upplýsingum frá eldri mönnum í byggðinni og þá kemur í ljós að allt eldra eldri, reyndari og vitrari, reiðu- búin að taka þátt í að leiða ís- land til glæstrar framtíðar á nýrri öld. Að lokum vil ég óska ykkur gleðilegrar þjóðhátíðar, og sam- stúdentum mínum óska ég til hamingju með áfangann. Magnús Dagur Ásbjörnsson. fólk nema í Vogum kallar ljallið Hverfell og hefur nafnið eftirt sínum forfeðrum." Við mótmælum því harðlega að virtir vísindamenn taki upp nöfn á náttúruvættum án sjálf- stæðra vísindalegra rannsókna. Við viljum m.a. benda á stór- merkilegt rit dr. Sigurðar Thor- oddsen þar sem hann fjallar um Hverfjall og nokkrar staðreynd- ir þess. Ástæða er til að vekja athygli á skrifum margra ann- arra náttúrufræðinga sem látið hafa í ljósi sínar skoðanir á sama hátt. Við getum tekið undir þar sem Kristmundur segir: Nafnið Hverfjall hefur staðið í öllum kennslubókum og ef skólakerfið virkar er eðlilegt að meirihluti allra á miðjum aldri og yngri hafi lært nafnið Hverfjall." Enn- fremur segir Kristmundur: „Þú getur ekki keypt aflt land kring- um Esjuna, búið þar í 5 ár og skírt Esjuna Fjóshauginn." Bændur munu aldrei kenna tvö fegurstu fjöll landsins við fjós- haug! Kristján Þórhallsson, Þorlákur Jónasson. Straujaðir löggumenn Blessaður Laugavegur- inn er alltaf jafnmikil borgarprýði á sólskins- dögum þó að heldur syrti í álinn þegar kvölda tekur, dyrnar á öldurhúsunum opnast og fólk slagar inn og út og upp og niður Lauga- veginn. Drukknir borg- arbúar og aðkomumenn hafa hingað til haft það eins og þeim sýnist, ælt og migið í hverju skoti og borgarbúar hafa horft upp á miðborgina þeirra breytast eins og best gerist, nú eða kannski verst, í stór- borgunum í útlöndum. Verða sjálfir steinhissa Um hverja helgi berast fréttir af ofbeldi og árásum á Laugavegin- um, maður kýldi annan og barði hinn sundur og saman, hundur beit mann og maður beit hund og menn brutust inn í verslanir og rændu öllu steini léttara. Sög- urnar eru svo margar og svo magnaðar að töluvert ímyndunarafl þarf til að trúa því öllu saman. Ofbeldið virðist blómstra í borginni og aðkomumönnunum blöskra því að þeir hafa ekki kynnst þvílíku. Það er ekki nema von. Reyk- víkingarnir sjálfir verða steinhissa þá sjaldan þeir villast edrú niður Laugaveginn að kvöldi til. BótímáU Verðir laganna ráða ekki neitt við neitt enda alvitað að þeir hafa ekki haft nægan mannafla síðustu árin. En það er þó bót í máli Laugaveg- urinn hefur sjaldan eða aldrei verið jafn vel vaktaður af lögreglunni yfir hádaginn eins og þessa dagana og það gleður vissulega hjartað og augað að sjá unga, vaska og fallega lög- regluþjóna, nýútskrifaða úr skóla og albúna að takast á við vonskuna í heiminum og á Lauga- veginum, ganga tvo og tvo saman upp og niður aðalgötuna í bænum. Þegar borgarbúinn sér stífa og straujaða löggu- menn með æskuna í andlitinu þá læðist að sú von að loksins verði haldið uppi aga, lögum og reglu í þessu þjóðfé- lagi. Guðrún Helga Sigurðardóttir ^ Æeinhefínið 9" 9- 9’ Nemandinn nemur, lesandinn les, þýðandinn þýðir og formælandinn formælir öllu heila klabbinu. 0, nei ekki aldeilis, hann lofsyngur klabbið og formælir einhverju allt öðru. Af hverju er ekki lengur hægt að nota hið gagn- sæja og einfalda orð talsmaður? Maður hringir í sérfræðing sem liggur á niður- stöðum úr rannsókn, mikilvægri rannsókn sem sker úr um líf hans um alla framtíð. Sérfræðing- uriitn er á ráðstefnu. Hringt eftir ráðstefnu. Sér- fræðingurinn finnst ekki. Hringt eftir nokkra daga. Sérfræðingurinn kominn í sumarfrí. Og enginn veit neitt. Beðið um fá rannsóknar- niðurstöðurnar sendar til heimilislæknis. Hringt á heilsugæslustöð. Heimilislæknir í sumarfríi. Eru afleysingalæknar eingöngu notaðir í opin fótbrot og akút tilfelli? Eða er virðingarleysið í heilbrigðiskerfinu slíkt að líf sjúklingsins kemur sjúklingnum ekkert við? Athugasemd vegna orða Landmælinga

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.